Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði - 01.04.1994, Qupperneq 2

Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði - 01.04.1994, Qupperneq 2
Viðtal: Inga Dan 2 Hvernig viljum við hafa ísafjörð? Skólamálin eru auðvitað það sem ég hef mestan áhuga á. Guðrún Á. Stefánsdóttir sem skipar fyrsta sæti kvennalistans við bæjarstjórnarkosninjjarnar á Isafirði í vor er fædd á Álafossi í Mosfellssveit 20. janúar 1948. Af því að hún fæddist á góunni var hún kölluð Gósý. Hún var mán- aðargömul þegar hún kom fyrst til ísafjarðar, og hér ólst hún upp hjá ömmu sinni og afa í Hraun- prýði til níu ára aldurs. Þá fluttist hún til foreldra sinna og bjó hjá þeim næstu sex árin í Ólafsvík og Reykjavík. Fimmtán ára kom hún aftur til ísafjarðar til að vinna hér sumar- tíma en kynntist þá manninum sínum Tryggva Sigtryggssyni og örlögin voru ráðin. Sautján ára varð hún móðir. Gósý á nú fjögur böm á aldrinum 17-29 ára og það styttist í að barnabörnin verði orðin fjögur líka. Hún starfar nú sem námsráðgjafi og kennari við Framhaldsskóla Vestfjarða. Meðan börnin voru yngri var Gósý ekki í fastri vinnu utan heimilis, hún vann bara svona uppáfallandi þegar hún fékk innilokunarsýki eins og hún kall- ar það, og krakkamir vom ekki á leikskóla utan sá elsti. Þessi upp- áfallandi störf virðast þó býsna drjúg þegar betur er að gáð, hún vann t.d. í sláturhúsinu, fiski, í rækju, kjötvinnslunni í Kaupfé- laginu og Félagsbakaríinu og svo skúraði hún. (Eg hef á tilfinning- unni að ekki sé allt upp talið) Var í fyrsta hópnum í öld- ungadeild Yngsta bamið var sex ára þeg- ar fyrst var boðið upp á nám til stúdentsprófs í öldungadeild við M.I. Um þrjátíu nemendur hófu það nám og Gósý þar á meðal. Það er meira en að segja það að stunda nám með vinnu og heim- ili, enda týndu nemendurnir fljótt tölunni og aðeins níu þeirra út- skrifuðust. Þetta vom auðvitað alveg rosaleg viðbrigði, ég var að vinna í íshúsinu og skúraði í Orkubúinu og fór svo í skólann klukkan sjö. Yfirleitt lærði ég þegar ég kom heim úr skólanum á kvöldin. Þetta hefði aldrei verið hægt nema af því að Tryggvi fór að sinna heimilisstörfunum í ríkara mæli. Það sem rak mig eiginlega af stað var að mig langaði að fá mér öðruvísi vinnu. Ég var búin að sækja um á ótrúlega mörgum stöðum og var annað hvort ekki svarað eða þá neitað. Ég sá fram á það að maður hreyfðist ekkert. En þetta sumar sem öldunga- deildin var auglýst bjuggu héma hjá okkur bróðir hans Tryggva og kærastan hans sem vom bæði í námi, og ég fékk mikla hvatn- ingu frá þeim. Hvenær fórstu svo að hugsa um háskólanám? Þegar fór að líða á og ég sá að þetta gekk nú sæmilega, hef ég sjálfsagt farið að gæla við að ég gæti farið í háskóla, þó á yf- irborðinu þætti mér það óraun- hæft, enda hleypur maður ekkert þegar maður er með fjögur börn. Ég var farin að vinna sem rit- ari við Grunnskólann áður en ég tók stúdentsprófið um jólin ’85 en veturinn '87-88 kenndi ég svo dönsku við Menntaskólann. Þegar ég var farin að vinna í framhaldsskólanum fór ég al- varlega að hugsa um að ég yrði nú að gera eitthvað í þessu. Kennslan átti mjög vel við mig og eins sá ég fram á að það vantaði hingað námsráðgjafa. Lauk fímm ára námi á fjómm Þegar ég byrjaði í Háskólan- um var námsráðgjöfin aðeins valgrein innan uppeldisfræði, en þann vetur var farið að tala um að gera hana að sjálfstæðri grein og ég lenti þar í undirbúnings- nefnd. Eiginlega var ég að vinna að því að gera sjálfri mér erfitt fyrir því það endaði með að námið í námsráðgjöf varð eins árs viðbótamám við B.A. í upp- eldis- og menntunarfræði sem tekur þrjú ár, auk þess sem ég tók svo kennsluréttindi til viðbótar, því námsráðgjöfin nægir ekki hér í fullt starf. Með góðri skipulagningu tókst mér að ljúka fimm ára námi á fjómm vetmm. Núna kenni ég sálarfræði, og á þessari önn einnig kennslufræði í meistaraskólanum. Það er mjög spennandi. Var alltaf gefið mál að þið kæmuð aftur? Jú við gáfum okkur það alltaf. Fyrst ætlaði ég að fara eitt ár til reynslu. Þetta var náttúrlega heilmikil ákvörðun að rífa sig upp og Tryggvi gerði það fyrir mig að taka sér árs frí frá Þór, þar sem hann var að vinna. Við tók- um svo þá ákvörðun að vera á- fram í Reykjavík, mig langaði að halda áfram í Háskólanum og hann dreif sig í Kennaraháskól- ann og tók kennslufræði. Hann er fyrir meistari í vélvirkjun og það var tveggja ára nám hjá honum að fá kennsluréttindi. Þegar hann var búinn í því námi var auglýst eftir iðnfulltrúa á Vestfjörðum og auðvitað vantaði málmiðnaðar- kennara. Þegar hann fékk stöðuna var náttúrlega drifið í að pakka og fara heim. Ég varð eftir fyrir sunnan í einn vetur til að klára en hann var héma með stelpurnar. Ég held við séum bæði ánægð með þetta, við höfum fengið önnur viðhorf og margt hefur breyst. Við náttúrlega lækkuðum mikið í launum og það var erfið- ast. Hvemig viljum við hafa ísa- fjörð? Önnur viðhorf segir þú, hefur viðhorf þitt til fsafjarðar breyst? Já maður horfir auðvitað allt öðmm augum á hlutina. Satt að segja var ég nú aldrei neitt sérlega pólitísk héma áður. Það var einu sinni hringt í mig reyndar, og ég beðin um að koma í framboð, og ég var nú svo græn að ég hváði og spurði fyrir hvaða flokk. En maður er orðinn meðvitaðri um

x

Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði
https://timarit.is/publication/1234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.