Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði - 01.04.1994, Blaðsíða 3

Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði - 01.04.1994, Blaðsíða 3
ýmislegt, og mér finnst að við þyrftum að hafa stefnu sem byggir á framtíðarsýn,- hvernig viljum við hafa ísafjörð? Atvinnu- og fjölskyldumál Stærstu málin núna eru at- vinnumál og fjölskyldumál, og þau eru auðvitað tengd því ef maður hefur ekki vinnu er hagur fjölskyldunnar í rúst. Bærinn þarf að móta lang- tímastefnu í atvinnumálum og sú hugmynd hefur komið upp að verja a.m.k. einu prósenti af tekjum bæjarins til atvinnuupp- byggingar, nýsköpunar eða full- vinnslu afurða. Það gæti nú bara orðið ansi góður pakki, jafnvel upp undir fimm milljónir. Það þarf að efla rekstrarum- hverfi smáfyrirtækja. A tímum samdráttar minnka fiskiðnaðar- fyrirtæki við sig og þannig skap- ast efnahagslegt tómarúm sem þarf að fylla. Bærinn gæti t.d. beitt sér fyrir því að Fjórðungs- sambandið stofnaði lánatrygg- ingasjóð sem þjónaði smáfyrir- tækjum. í atvinnusköpun þarf að hafa aðgang að fjármagni eða fjár- hagslegum bakhjarli sem bærinn gæti átt ítök í. Það þarf að efla þekkingu í fyrirtækjunum og ráðgjöf þarf að vera fyrir hendi. Sú ráðgjöf sem við höfum núna bæði í ferðamálum og atvinnu- átaki kvenna er bara tímabundin, og staða atvinnuráðgjafa er í ó- vissu sem stendur. Það þarf að tryggja að staða atvinnuráðgjafa verði til frambúðar og að þörfum kvenna og smáfyrirtækja verði sinnt. Miklir möguleikar í ferða- þjónustu Það eru miklir möguleikar í ferðaþjónustu sem þarf að byggja upp, ég sé það nú best eftir að ég fór út í þetta leiðsögumannsnám í vetur. Ferðamenn á Vestfjörð- um eru aðallega fjölskyldufólk sem gefur sér góðan tíma, það stoppar hér að meðaltali 5-7 daga. Þegar Snæfjallahreppur sam- einast fsafirði fær ísafjarðar- kaupstaður yfirumsjón með Hornstrandafriðlandinu eins og það leggur sig og því fylgir heil- mikið verkefni að skipuleggja ferðamannastrauminn um landið til að hlífa því. Þetta þarf að gera í samráði við landeigendur. Hins vegar sé ég ekki ástæðu til að leggja ofuráherslu á Homstrand- imar sem ferðamannaparadís, héma em svo ótalmörg svæði ó- nýtt og óskoðuð. Líttu bara á Inndjúpið, þar em ótrúlega fal- 3 legir staðir og fallegar göngu- leiðir, en það þarf að merkja þær og búa til aðstöðu fyrir ferða- menn. En hvað segir þú mér um skólamálin? Já, þar kemurðu náttúrlega að því sem ég hef mestan áhuga á. Ef við byrjum á Grunnskólanum, þá þarf að hlúa betur að honum. Hann er of stór eining, hann er með stærri grunnskólum á land- inu. Þess vegna þarf t.d. að skipuleggja vel að ekki séu of margir í fnmínútum í einu og það þarf meiri gæslu og miklu meiri áherslu á að fólk sé úti með bömunum, þau séu ekki bara ein úti á skólalóð. En þessir hlutir kosta peninga og ég er hrædd við að það þrengi frekar að grunnskólunum heldur en hitt þegar þeir færast yfir á á- byrgð sveitarfélaganna. Mér sýnist að þau mál hafi ekkert verið hugsuð til enda, - hvað á að verða um sérkennsluna, sálfræð- inginn eða Fræðsluskrifstofuna, það er svo mörgu sem ekki hefur verið svarað. Einsetinn skóli er lengi búinn að vera á dagskrá og er að- kallandi, en það er líka fleira sem þarf að huga að fyrir böm. Hér þyrftu að vera skólagarðar og at- hafnasvæði fyrir krakka jafnvel einhvers konar athvarf og vinnu- aðstaða fyrir þau innanhúss. Ef við tölum svo um Fram- haldsskólann þá verður mér stundum hugsað til þess að árið 1965 komu hér norskir menn og gerðu fimm ára áætlun um byggðaþróun. Þar var sérstakur kafli um framhaldsnám en þetta var áður en Menntaskólinn var stofnaður. Þeir töldu að hann ætti að snúast um sjávarútveg, og þá var gert ráð fyrir að fólk úr at- vinnulífinu gæti sótt þangað end- urmenntun. Það væri auðvitað skemmtilegt að geta unnið eitthvað út frá þessu. Við Jónína Emils emm núna að vinna að því að koma á fót eins árs matartæknibraut. Nemendur sem tækju þennan eina vetur hér myndu þá útskrif- ast með svokallað sjókokkapróf. Þeir gætu síðan haldið áfram annað hvort hér ef þróað yrði framhaldsnám í matvælaiðnaði, s.s. fullvinnslu á fiskinum, eða þá í Hótel og veitingaskólanum. Auðvitað þarf að efia verk- og listgreinar, bæði í gmnnskóla og á framhaldsskólastiginu, það er nú bara óplægður akur. Ég bind miklar vonir við nýstofnaðan listaskóla. Nú stendur til að byggja verkmenntahús fyrir málmiðngreinarnar, svo á að flytja gmnndeild rafiðna í kjall- arann á heimavistinni, en við þyrftum einnig húsnæði fyrir gmnndeild tréiðna. Og svo vantar héma eitthvert stelpunám. Það eina sem er í boði sem stutt hag- nýtt nám er sjúkraliðabrautin. En passar óskalistinn við budduna? Það er nú akkúrat það sem maður er að horfast í augu við, að það er ekkert svigrúm eins og bærinn er rekinn núna. Samt borgum við hátt útsvar. Tekjurn- ar munu tæpast aukast á næstunni og þá er ekkert hægt annað en að fara að spara. Ég held að við verðum að byrja á toppnum og skoða stjómsýsluna, ekki alltaf að byrja neðst, en auðvitað er víða hægt að spara. En svo er líka að hafa auga fyrir því sem er ekki mjög dýrt. Við getum tekið umhverfismálin sem dæmi. Það þarf að efla fræðslu og auka t.d. flokkun sorps, minnka sorpið og fara að líta á það sem hráefni. Þetta kostar ekki svo mikið en yrði engu að sfður til mikilla bóta. Reyndar er búið að gera ótrúlega mikið í umhverfismálum á und- anfömum ámm, ég ætla ekki að gagnrýna það, en við þurfum að læra að bera ábyrgð á eigin framleiðslu og neyslu. Vatns- málin fara nú að komast í lag, en næst verðum við að koma frá- rennslinu út úr Pollinum. Mér finnst mikilvægt að starf bæjarins sé opið og virkt, að fólk viti t.d. hvert það á að leita. Það er ábyggilega þörf fyrir upplýs- ingafulltrúa sem myndi sinna bæði þeim sem þurfa að leita til bæjaryfirvalda og einnig sjá um að kynna bæjarbúum hvaðeina sem væri á döfinni, segjum sem dæmi átak í að flokka sorp. Við emm ekki með töfra- lausnir um að koma öllu í verk sem við óskum okkur, en við teljum að það þurfi að breyta um áherslur og þess vegna vil ég sjá fleiri konur þar sem ákvarðanir eru teknar, helst að það komist á jafnræði í nefndum og ráðum bæjarins. Til þess þyrfti konum að fjölga um helming. Það er nauðsynlegt að sjónarmið kvenna séu metin til jafns við sjónarmið karla. Fyrstu öldungadeildarnemendurnir sem luku námi frá Menntaskólanum á ísafirði. pMjjg fflfc i ■ hC KOSNINGASKRIFSTOFAN í KAUPFÉLAGSHÚSINU ANNARRI HÆÐ - Sími 5230 og 5231 Almennir fundir á fimmtudögum kl. 20:30

x

Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði
https://timarit.is/publication/1234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.