Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði - 01.04.1994, Qupperneq 4

Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði - 01.04.1994, Qupperneq 4
A Kvennalistinn er stjóm- Æjff málaafl þar sem lýðræði og ” valddreifmg situr í fyrir- rúmi. Kvennalistinn leggur áherslu á að konur hafi áhrif þar sem á- kvarðanir eru teknar og á það ekki síst við sveitarstjómarmál, sem snerta okkar nánasta umhverfi. Framboð til bæjarstjómar á Isa- firði er ein þeirra leiða sem við viljum fara til að auka áhrif kvenna á mótun samfélagsins. Við teljum það brýna nauðsyn að konur verði helmingur fulltrúa í bæjarstjóm ísafjarðar. Það er tíma- bært að auka þátttöku kvenna í bæjarmálum á næsta kjörtímabili. Það mun skila sér í betra og réttlát- ara stjómkerfi bæjarfélagsins. Atvinnumál Kvennalistinn vill að mót- uð verði framtíðarstefna í atvinnu- málum á ísafirði. Framtíðarstefna skapar ramma sem leiðir okkur inn í 21. öldina og gefur okkar ferskar forsendur til þess að takast á við sí- breytilegt efnahagsumhverfi. Kvennalistinn vill: - að ísafjarðarkaupstaður verji a.m.k. 1% af tekjum bæjarins í at- vinnuþróunarsjóð. - efla rekstrammhverfi smáfyr- irtækja og styðja við nýsköpun, til dæmis með því að efla fullvinnslu sjávarafurða og framleiðslu úr ó- hefðbundnum hráefnum. - að Isafjarðarkaupstaður beiti sér fyrir því að Samtök sveitarfé- laga á Vestfjörðum stofni Lána- tryggingarsjóð sem einkum sinni þörfum smáfyrirtækja. - byggðakvóta við fiskveiði- stjómun. - auka fjölbreytni á atvinnu- möguleikum kvenna með auknum stuðningi við fmmkvæði og fyrir- tæki kvenna. - stuðla að aukinni þjónustu við ferðamenn. Uppeldis- og menntamál Uppeldis- og menntastofnanir bama, s.s. leikskólar og skólar miðast margir hverjir enn við sam- félagið eins og það var. Mikilvægt er að bömum verði tryggð góð uppvaxtarskilyrði. Jöfn foreldraá- byrgð stuðlar að velferð bama og unglinga. Bætt og aukin þátttaka samfélagsins er því nauðsynleg til að búa vel að öllum bömum. Kvennalistinn vill: - að mörkuð verði stefna í mál- efnum leikskóla og uppbyggingu þeirra - að öll böm eigi kost á leik- skólaplássi frá því fæðingarorlofi foreldra lýkur og að foreldrar geti valið um breytilegan dvalartíma bamsins <9 Skólar Góð og almenn gmnn- menntun er nauðsynleg öllum bömum og unglingum. Heilbrigðir og ánægðir einstaklingar em lík- legri til góðra verka. Nauðsynlegt er því að búa vel að menntastofn- unum bæjarins. Skólamir á ísafirði em með íjölmennustu vinnustöð- um. Fyllsta ástæða er til að huga vel að aðbúnaði og aðstöðu nemenda. Kvennalistinn vill: - að jafnréttisviðhorf ríki í skól- um, svo að stúlkur og drengir séu jafn vel búin undir að lifa og starfa í nútímaþjóðfélag' - að grunnskólar verði einsetnir, skóladagurinn samfelldur og að nemendum verði gefinn kostur á máltíð í skólanum - að efla forvamir og fræðslu um skaðsemi vímuefna - að hjúkmnarfræðingur starfi við gmnnskólann - að listkynning verði tekin upp sem fastur liður í skólastarfi - efla beri fræðslu um samskipti kynjanna, fjölskyldulíf og heimil- isfræðslu - að sérstök áhersla verði lögð á að efla námsgeinar sem lúta að sjávarútvegi - stuðla að því að list- og verk- menntageinar fái aukið gildi Félags- og heilbrigðismál Góður stuðningur við íbúana í félags- og heilbrigðismálum er mælistika á mannúð og samábyrgð. Kvennalistinn vill: - að fatlaðir njóti sömu þjónustu og aðrir íbúar bæjarins og að feril- mál fatlaðra verði stórlega bætt - að öldruðum verði gert kleift að dveljast sem lengst á heimilum sínum, fullnægja þörf aldraðra á allri þjónustu þ.e. heimilisþjónustu, heimahjúkmn, dagvistun, endur- hæfingu, hjúkmnar og sjúkrahús- vist þegar með þarf og koma á fót skammtímavistun - gagngerar endurbætur og upp- byggingu á gæsluvöllum og leik- svæðum - að unnið verði að því að skólagarðar og athafnasvæði fyrir böm verði starfrækt á vegum bæj- arins Umhverfismál Brýnt er að auka umhverf- isvitund. Þekking og skilningur á náttúmnni getur komið í veg fyrir að við eyðileggjum umhverfið sem við lifum í. Slík fræðsla fyrirbyggir það að við ofnýtum landið og auð- lindir þess, auk þess sem hún eykur ánægju fólks af útivist og bætir umgengni. Við teljum að atvinnufyrirtæki eigi að bera ábyrgð á eigin fram- leiðslu og því sem frá þeim kemur. Kvennalistinn vill: - að áhersla verði lögð á að sorp verði flokkað. Isafjarðarkaupstaður beiti sér fyrir því með fræðslu og viðunandi lausnum á flokkun á heimilissorpi. - neysluvatns- og frárennslis- málum bæjarins verði komið í mannsæmandi horf. - að tekið verði tillit til um- hverfissjónarmiða við ákvarðamir um skipulag og hvers konar fraam- kvæmdir og rekstur fyrirtækja. - að leitað verði leiða til að draga úr mengun af völdum umferðar Menning Menning er lífsmagn sem birtist í ýmsum myndum. Hún á stóran þátt í að gera samfélagið líf- vænlegra, ekki síst nú þegar kröfur fólks til afþreyingar og fjölbreytts mannlífs hafa aukist. Menning er líka leið til að skilja og skilgreina stöðu okkar í samfélaginu og heiminum og stuðlar þannig að því að gera okkur hæfari til að takast á við viðfangsefni dagsins. Líflegt og frambærilegt menningarlíf styrkir þar af leiðandi sjálfsmynd bæjarbúa og gerir þeim kleift að bera höfuðið hátt hvar sem er. Kvennalistinn vill: - auka framlög til menningar- mála, enda sé fjárfesting í mannlífi með arðbærustu Ijárfestingum og styrki byggðina á norðanverðum Vestfjörðum. - að bærinn verði menningarfé- lögum staðarins haukur í homi við að koma upp aðstöðu og styðji betur við bakið á núverandi starf- semi. - stuðla að því að ísfirðingar, ungir sem aldnir, njóti jafngreiðs aðgangs að menningu og listum og hverju því öðru sem sjálfsagt þykir í nútímasamfélagi. - að bæjarstjóm sýni stuðning sinn við listsköpun í verki með því að útnefna bæjarlistamann á hverju ári og veita honum laun í 3—6 mánuði. Jafnréttis og launamál Þrátt fyrir ötula baráttu fyrir jafnrétti kynjanna hefur allt of lítið áunnist. Breyta þarf viðhorfum samfélagsins gagnvart þátttöku kvenna í atvinnulífmu. Kvennalistinn vill: - að hjá ísafjarðarkaupstað verði fyllsta jafnræðis kynjanna gætt í stöðuveitingum og launamálum. - að lægstu dagvinnulaun nægi fyrir framfærslu. - að tryggt verði að hagræðing í fyrirtækjum og stofnunum bæjar- ins verði ekki á kostnað hinna tekjulægstu. Almennt Kvennalistinn vill að komið verði á fót safni sem sýni sögu og þróun fiskvinnslunnar - Kvennalistinn vill að endur- reisn útivistarsvæða fsfirðinga í Tungudal og á Seljalandsdal verði forgangsverkefni. Kvennalistinn Útgefandi: Kvennalistinn á ísfirði. Ábyrgðarmaður: Guðrún Guðmundsdóttir. Prentvinnsla: ísprent hf.__________

x

Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn: málgagn Kvennalistans á Ísafirði
https://timarit.is/publication/1234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.