Kvennalistinn - 01.06.1986, Blaðsíða 3

Kvennalistinn - 01.06.1986, Blaðsíða 3
ÖDRUVÍSI Þessi skrif mín eru einskonar opið bréf til húsmæðra og þá aðallega þeirra sem eru með mörg börn. Bæði er þetta efni sem ég þekki sjálf og að auki ber ég þessar konur sérstaklega fyrir brjósti. í bráðum níu ár er ég búin að vera með smábörn sjálf og hef að sjálfsögðu átt margar góðar stundir, en oft hef ég líka verið að gefast upp. Auðvitað gefst maður ekki upp, en eitt er það sem gerir mig ofsalega reiða og það er að hafa ekki leyfi til að vera þreytt. Ég er orðin hundleið á að vera þreytt og útjöskuð og þurfa að biðjast afsökunar á því í ofaná- lag. Og halda jafnvel að ég sé afbrigðileg því allt virðist vera í lagi hjá hinum, allavega á yfirborðinu. Svo kemst maður aðeins undir yfirborðið og þá er er fátt í lagi. Það er í sjálfu sér ágætt að fólk gangi ekki um vælandi, uppfullt af sjálfsmeð- aumkun og volæði, en mér finnst allt í lagi að ræða málin og viðurkenna það hver fyrir annarri að hlutskiptið sem átti að vera okkar frá upphafi (eða svo sagði mamma) er í rauninni tómt basl. Svo er ekki nóg með að við megum ekki vera þreyttar, við eigum líka að vera þakklátar. „Því þetta er jú allt orðið sjálf- virkt í dag. Þið þurfið eiginlega ekkert að gera." Setningar í þessum dúr hef ég heyrt of oft, og þið hljótið að hafa heyrt þær líka. Hafið þið t.d. ekki flestar heyrt vitnað í ömmur ykkar og langömmur og fengið í leiðinni smáromsu um það hvað þið hafið það gott, og hvað þið getið verið þakklátar. Fyrir ja t.d. sjálfvirku þvottavélina, heita vatnið og rafmagnið, ryksug- una og jafnvel dósamatinn. Og svo fyrir börnin og eigin- manninn að sjálfsögðu. Það er samt ekki búið að mér vitandi að finna upp sjálf- virka þvottahengjara, eða sjálfvirkan bleiuskiptara, eða sjálf- virkan barnahuggara svo dæmi séu tekin. Eða sjálfvirkan eiginmann. Og sjálfvirku heimilistækin gera fjandakornið ekk- ert nema maður sjálfur sveittist með þau í höndunum. Og svo þegar maður eftir erfiða daga tekur á móti manninum sínum, þreyttur, vonlaus og þvældur, útældur og skitinn, og með súrmjólk í hárinu og grátandi börn á handleggnum, á maður að vera þakklætið holdi klætt. Væntanlega ekki síst fyrir það að hann (eiginmaðurinn) skuli yfirleitt koma heim eða vilja mann, eins og maður lítur nú út. Þetta vill stundum verða einn allsherjar Pollýönnuleikur - það gæti allt verið svo miklu verra. Svo er það eitt enn. Vinkona mín ein, (barnlaus) sagðist einhverntíma ekki þola þetta rugl um sektarkennd í tíma og ótíma, sektarkennd yfir hverju? Ja, það er von hún spyrji. Og hennar gæfa að þurfa að spyrja. Því sektarkennd verður mað- ur sér auðveldlega út um þegar maður á börn. Ef við vinnum úti bregðumst við þeim gjörsamlega, ef við erum heima, skap- vondar og þreyttar, bregðumst við þeim líka. Það sem við gerum ekki hefðum við einmitt átt að gera, hitt sem við gerum hefði mátt gera betur. Afleiðing af öllu saman - botnlaus van- máttarkennd. En svo er þetta allt tímabundið. Eftir nokkur ár ertu aftur orðin frjáls og getur gert hvað sem er. Og það er heilmikið til í því. En reyndu að segja manni með tannpínu að verkurinn sé bara tímabundinn. Vari í tíu ár eða svo. Tæki hann ekki umsvifalaust gleði sína á ný? Tíu ár er lengur tími, sérstaklega þegar horft er fram á við. Og lítil huggun meðan á baslinu stendur. Lágmarkskrafa er að fá að vera þreyttur þegar maður er það og þurfa ekki að hafa hugfast hverja stund að allt var erfiðara hér áður fyrr. Ömmur okkar og langömmur voru hetj- ur en ég segi það persónulega fyrir mig, ég hef ekki áhuga á að vera hetja á sama hátt og þær. Kannski einhvern veginn öðruvísi. Ég ætlaði ekki að vera neikvæð í þessum pistli, það get ég svarið, og sennilega verða einhverjar konur, þessar sem „allt leikur í höndunum á" hneykslaðar. Það verður bara að hafa það. Við hinar ættum að láta meira í okkur heyra. Ekki til að mæla upp í hver annarri óánægju, heldur aðallega til að engin okkar sitji ein heima í eldhúsi og telji sér trú um að hún sé afbrigðileg. Engin okkar þarf að þjást af vanmáttarkennd. Við erum nefnilega hetjur! Húrra fyrir því. Bið að heilsa í bili. Ykkar Edda. njás - að um áramótin 1974-75 voru 259 börn á biðlista eftir dag- heimili og 882 á biðlista eftir leikskóla. Um síðustu áramót voru 584 börn á biðlista eftir dagheimili og 1151 á biðlista eftir leikskóla. - að 220 þeirra barna sem eru á biðlista eftir dagheimili eru börn einstæðra mæðra. Biðtími þeirra eryfirleitt um 8 mánuðir. - að í desember 1984 voru 8562 börn á forskólalaldri í Reykja- vík. Aðeins 37,5% þeirra nutu einhverrar dagvistunar á vegum borgarinnar, þar af 13% á dagheimilum og 24,5% á leikskólum. - að í desember 1984 voru 6473 börn í Reykjavík á aldrinum 6-10 ára en aðeins 218 þeirra höfðu aðgang að skóladag- heimilum á vegum borgarinnar. - að 72% kvenna og 83% karla á aldrinum 15-54 ára í Reykja- vík voru á vinnumarkaði árið 1984. Hver gætir barna þeirra? - að Kvennaframboðið hefur árlega lagt fram tillögu um, að borgin markaði þá stefnu að leggja aldrei minna en 4% af útsvarstekjum sínum til byggingar dagvisarheimila. Þetta hefði þýtt verulegt átak í þessum málaflokki. - að Kvennaframboðið lagði til við gerð síðustu fjárhagsáætlun- ar, að borgin minntist 200 ára afmælis síns á varanlegan hátt og legði aukalega fram 30 milljónir til byggingar dagvistar- heimila. að nú eru um 1100 aldraðir á biðlista eftir húsnæði á vegum ellimáladeildar Reykjavíkurborgar. Þar af eru 600-700 í mjög brýnni þörf. að Kvennaframboðið hefur ítrekað lagt til að borgin festi kaup á húsnæði sem hentaði fyrir sambýli aldraðra. Á huldukona þjóðsögunnar erindi við kvenf r e I s i sba ráttu - að 129 manns á þessum biðlista voru 87 ára og eldri. að gífurlegur hörgull er á starfsfólki hjá heimilisþjónustu borg- arinnar. Þjónustan hefur því minnkað og margir aldraðir og sjúkir búa við stöðugt óöryggi og enga eða mjög skerta þjón- ustu í borginni. að Kvennaframboðið hefur lagt til, að borgin kaupi til útleigu 30% íbúða í þeim húsum fyrir aldraða þar sem hún byggir og rekur þjónustumiðstöð. nútímans? að Kvennaframboðið lagði til við gerð síðustu fjárhagsáætlun- ar, að borginn minntist 200 ára afmælis síns með því að verja 30 milljónum til að hefja framkvæmdir við byggingu hjúk- runar- og dagdeildar fyrir aldraða. Urstefnuskrá Kvennalistans í borgarmálum vorið 1986 Kvennalistinn stefnir að samfélagi þar sem virðing fyrir lífi og samábyrgð sitja í öndvegi. Kvennalistinn vill standa vörð um hagsmuni kvenna og barna, leggja sitt af mörkum til að auka áhrif kvenna í þjóðfélaginu og búa börnum betra líf. Vegna starfa sinna og uppeldis búa konur yfir annarri reynslu en karlar. Konum er tamara að hugsa um þarfir annarra, þær hafa löngum borið ábyrgð á heimilum og börnum, öldruðum og sjúkum. Reynsla kvenna leiðir af sér annað verðmætamat, önnur lífsgildi en þau sem ríkja í veröld karla. Þekking og viðhorf kvenna koma þó lítt við sögu þar sem ákvarðanir eru teknar. Kvennalistinn vill breyta samfélaginu og telur að besta leiðin til þess sé að taka mið af aðstæð- um og kjörum kvenna. Konur hafa lægstu launin, minni möguleika á vinnumarkaðnum en karlar, minnstan frítíma og vinna ólaunuð störf á heimilum. Allt sem getur orðið til að bæta stöðu kvenna skilar sér í réttlátara og betra þjóðfélagi. Framboð til borgarstjórnar er ein þeirra leiða sem við viljum fara til að auka áhrif kvenna og bæta stöðu þeirra. Með því viljum við tryggja að kvennapólitík eigi sér málsvara í borgarstjórn. Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar um mörg mál sem snerta daglegt líf okkar. Þar hafa karlar löngum setið við stjórnvöl og sjónarmiða kvenna lítið gætt, enda sér þess stað í skipulagi borgar- innar og þeim verkefnum sem sett eru efst á blað. Þar þarf breyting að verða á. Hlutverk borgarstjórnar á að vera að jafna aðstæður borgarbúa og sjá til þess að kjör þeirra séu sem jöfnust og best. Til að svo megi verða þarf að gera sérstakt átak til að bæta hag þeirra sem lakast eru settir, en í þeim hópi eru konur fjölmennastar. Ósýnileg, sterk og sýnir samstöðu í Borgarstjórn Reykjavíkur vill Kvennalistinn leggja höfuðáherslu á eftirfarandi: • reynsla og menning kvenna verði metin sérstaklega sem stefnumótandi afl í samfélaginu. • kjör kvenna í borginni verði bætt og störf þeirra endurmetin til launa. • valddreifing í borginni verði aukin og áhrif íbúasamtaka á mótun umhverfis síns verði tryggð. • Reykjavíkurborg tryggi blómlega menningu, atvinnulíf og atvinnuöryggi. Áhrif starfs- manna á stjórn stofnana og fyrirtækja á vegum borgarinnar aukist. • dagvistarþörfinni verði fullnægt. • skóladagur barna verði samfelldur og skólamáltíðum komið á í öllum skólum. • þjónusta við aldraða verði stórbætt. • leiguíbúðum á vegum borgarinnar verði fjölgað. • uppbyggingu heilsugæslustöðva verði hraðað og megin áhersla lögð á fyrirbyggjandi heilsugæslu. • lífríki og náttúra borgarinnar verði virt. • mannleg verðmæti sitji ávallt í fyrirrúmi við ákvarðanir í borgarmálum. karlasamstadan rotum. Kona eða karlmannsígildi Kvennamenning er tiltölulega nýtt hugtak sem er framandi þeim sem alltaf hafa hugsað sér menningu karla og kvenna sem eina samofna heild, vef ofinn þráðum sögu beggja kynja. Þó er það ekki svona einfalt. í vefnum, sögu mannkynsins, er karlmannlega ívafið það sem er sýnilegt og það sem fram til þessa hefur verið kallað menning og saga okkar beggja. í vefnum glittir þó stöku sinnum í konu, stundum af því að hún hefur gerst of fyrirferðamikil, krafist þess að verða sýnileg en jaó oftar ef hún hefur skarað fram úr körlum, verið karlmannsígildi eins og sagt er. Draumur kvenna um að vera sýnilegar, að eiga þátt í sköpun samfélagsins er jafngamall samofinni sögu okkar, karla| og kvenna, en við þekkjum ekki þá sögu nema af afspurn þar sem hún er ekki skráð. Þess vegna er okkar menning eins konar huldumenning, aðeins sýnileg og raunveruleg okkur konum, líkt og huldufólkið í þjóðsögunum sem gat ferðast um í heimi mennskra manna en var þó ósýnilegt. íslenskar sögur um huldufólk og álfa hafa lifað með þjóð- inni um langan aldur og trú á slíkar verur hefur verið nokkuð útbreidd meðal manna og er reyndar jafnvel enn. Þessar sögur eru um margt sérstæðar og ólíkar þeim huldufólkssögum sem þekkjast á hinum Norðurlöndunum. Eins og ýmsar aðrar þjóðsög- ur og ævintýri bera þær vitni um þær hugmyndir og tilfinningar sem bærðust með því samfélagi sem skóp þær. Sú staðreynd að slíkar sögur lifa enn í vitund fólks gefur til kynna að boðskapur þeirra er gildur og á enn erindi til okkar. En hvaða erindi á huldukona þjóðsögunnar við kvenfrelsisbaráttu nútímans? Með tölulegum upplýsingum má auðveldlega sýna fram á að konur eru undirokaður hópur í þjóðfélaginu. Þær hafa lægri laun en karlar, minni menntun, raðast á færri starfsstétt- ir, atvinnuöryggi þeirra er minna, þær vinna ólaunuðu störfin á heimilunum og svona mætti lengi telja. En þetta segir ekki alla söguna. Þó okkur tækist að uppræta það óréttlæti sem í þessu felst, þá væri jafnri stöðu kynjanna samt ekki náð. Þess- ar hindranir í vegi jafnréttis eru sjáanlegar og mælanlegar en aðrar eru mjög óáþreifanlegar og erfitt er að færa sönnur á þær. Þannig er því t.d. farið um karlasamstöðuna, þá samstöðu sem tryggir forskot karla. Þessi samstaða, eða samtrygging, á rót sína að rekja til þess að völd og áhrif í þjóðfélaginu eru í höndum karla, en um leið viðheldur hún þeirri skipan mála. Það er ekki hægt að sanna þessa samstöðu á óyggjandi hátt en þó er margt sem varpar Ijósi á hana. Eftir fjögurra ára setu í Borgarstjórn Reykjavíkur sjáum við konur betur en áður í hverju hún er fólgin. Hún er m.a. fólgin í því að félagasam- tök og stofnanir, sem eru undir stjórn málsmetandi karla, sækja gull í greipar yfirvalda meðan hinum, sem stjórnað er af konum og/eða miða starf sitt fyrst og fremst við konur er naumt skammtaður bitinn. Á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar er ógrynni fjármagns veitt í margháttaða félagsstarfsemi karla. Þetta fjármagn er í formi styrkja og svo dæmi séu tekin þá má nefna að keppnis- íþróttirnar fá á þessu ári styrki sem nema um 27 milljónum króna, skákíþróttin fær um 1.4 milljórrir og karlakórar 250 þúsund krónur, Kvennaráðgjöfin 20 þúsund krónur og Kvennaathvarfinu er nánast úthýst. Þótt fjárhagsáætiun hafi verið afgreidd hvað alla aðra varðar í janúar s.l. þá er enn I byrjun maí með öllu óljóst hvort og þá hvaða rekstrarstyrk athvarfið fær. Mönnum getur þó tæplega blandast hugur um nauðsynina á slíku athvarfi sem á ári hverju tekur á móti u.þ. b. 150 konum og álíka mörgum börnum sem verða að flýja heimili sín vegna ofbeldis heimilisföður. Hvað gengur borgar- yfirvöldum til? Karlasamstaðan teygir anga sína inn á flest svið þjóð- félagsins og hefur m.a. fest djúpar rætur í pólitískum flokkum og fjölmiðlum hvaða nafni sem þeir nefnast. Enn er í fersku minni sú fmeykslunarbylgja sem gekk yfir fjölmiðla þegar Al- bert Guðmundsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, veitti 2 milljónum króna til Hlaðvarpans á Vesturgötu 3, sem er menn- ingarmiðstöð opin öllum konum á landinu. Margir borgarfull- trúar, sem láta sér annars ekki allt fyrir brjósti brenna, fylltust líka heilagri vandlætingu vegna þessa máls. Fyrir stuttu ákvað hins vegar Borgarstjórn Reykjavíkur að veita 4.7 milljónum króna, utan fjárhagsáætlunar, til að kaupa félagsheimili í sam- vinnu við Bridgesamband ísland. Þá sá enginn fulltrúi karla- flokkanna i Borgarstjórn ástæðu til að gera athugasemd við þessa ráðstöfun fjármuna þó svo að Kvennaframboðið vekti sérstaka athygli á málinu. Hvorki heyrðist hósti né stuna frá fjölmiðlum vegna þessa máls, ekki heldur frá þeim sem hæst höfðu yfir fjárveitingunni til Hlaðvarpans. Þetta er karlasam- staðan eða samtryggingin í hnotskurn. Það má ekki skilja þessi orð sem svo að Kvennalistinn sé mótfallinn því að karlar komi saman og spili bridge, tefli, syngi, sparki í tuðru eða sinni öðrum slíkum hlutum í tómstund- um sínum. Kvennalistinn hefur heldur ekkert á móti því að Reykjavíkurborg styrki karla eitthvað til þessara hluta. Hitt getum við bara ekki sætt okkur við, að það sem konur taka sér fyrir hendur skuli mæta jafn litlum skilningi og raun ber vitni. Meðan kariar sitja svo til einir við stjórnvölinn eru ekki miklar líkur á að sá skilningur aukist. Karlasamstaðan gerir það m.a. að verkum að við konur verðum að fylgja okkar málum sjálfar fram, innan stjórnkerfisins sem utan. Sá er eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur og því munu karlar ekki breyta hlutunum fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálfar. Hið táknræna gildi huldukonunnar er margslungið en benda má á þrjá meginþætti. Fyrsti þátturinn byggir á þeim eiginleika hennar að geta verið ósýnileg og ferðast þannig um mannheima. Henni svipar þannig í raun til allra þeirra mennsku kvenna sem að vissu leyti eru gerðar ósýnilegar í eigin samfélagi. Verk þeirra inni á heimilun- um til að viðhalda og annast um lífið sjálft, kynslóð fram af kynslóð eru lítils virt til launa og verðleika. í reynd virðast þau ósýnileg öllum þeim er reikna út framleiðslu og verðmætasköpun í þjóðfélaginu og eru aldrei talin með þegar hagsæld þjóðar- búsins er tíunduð í löngum skýrslum. Þau verk sem konur vinna síðan úti á vinnumarkaði eru sömuleiðis nær ósýnileg þegar meta á þau til launa. Sömuleiðis eru konur ósýnilegar á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir eru teknar fyrir samfélagið allt. Annar þátturinn á rætur að rekja til þess að eigindir og staða huldukonunnar er svo ólík því sem flestar konur í mannheimum njóta. ímynd huldukonunnar er ofin bæði af körlum og konum en ef til vill er hún óskhyggja og draumsýn hinnar mennsku konu um sjálfa sig. Huldukonan var sterk, virk og voldug kona sem gat hefnt harma sinna. Hún var kona sem gerði kröfur, hafði frumkvæði t.d. til ásta og vakti þrá og ótta karla og kvíða um eigin dug og getu. Huldukonunni svipar um margt til þeirra kvenna sem nú gera kröfu um kvenfrelsi, um frelsi til að hafa frumkvæði og ráða yfir eigin lífi. Þær konur sem nú vilja vera virkar, á eigin forsend- um, til að móta það samfélag sem við byggjum og gera það mennskara og lífvænlegra, vekja ótta og kvíða meðal þeirra karla sem ráða, líkt og huldukonan forðum. Þriðji þátturinn er sprottinn af þeirri eindregnu samstöðu sem ríkti milli huldukonunnar og hinnar mennsku konu. Þessi samstaða kom gleggst í Ijós í tengslum við barneignir sem var sameiginlegt kvíðaefni kvenna og krafðist skilyrðislausrar sam- stöðu þeirra. Á sam hátt ríkti hefðbundin og sjálfsögð samhjálp milli mennsku konunnar og huldukonunnar um matbjörg í harð- indum. Þessi samstaða og samkennd sem þannig ríkti milli kvenna úr ólíkum heimum þjóðsögunnar á sér hliðstæðu í þeirri sam- stöðu sem konur úr ólíkum þjóðfélagshópum og stéttum finna nú hver með annarri þegar þær leita réttar síns. Sú neyð sem rekur þær til samvinnu nú er jafn brýn og áður og runnin af sömu I hálfa aðra öld hafa konur unnið sleitulaust að því að öðl- ast almenn mannréttindi. í þeirri baráttu höfum við leitaðl margvíslegra leiða - leiða sem hafa borið mismikinn árangur en hafa þó skilað okkur þangað sem við erum komnar í dag. Sú leið sem við þekkjum best og hefur að margra mati skilað okkur lengst til að ná jafnstöðu við karla er að samhæfa okkur karla- menningunni. Með því að líkja eftir karlmönnum, klæða okkur eins, hegða okkur eins, hugsa eins og þeir höfum við sannað að við getum gengið inn í hlutverk þeirra. Menntun, þátttaka í atvinnulífi og stjórnmálum er konum opin nú á þeirri forsendu að konur séu karlmannsígildi. En að baki þessari baráttuaðferð liggur auðvitað sú hugmynd að konur séu annars flokks og verði því að keppa að því að komast upp í fyrsta flokkinn. Það er ekki fyrr en nú á síðustu árum þegar við konur höfum náð nokkurn veginn lagalegri jafnstöðu á við karla að við getum farið að snúa okkur að hinu raunverulega frelsi okkar - andlegu sjálfstæði - sem byggir á sérstöðu okkar sem manneskjur - því að vera konur. Leyfum Huldunni að stíga frjálsri út úr dalnum Vitundin um að lykillinn að frelsi okkar er fólginn í okkur sjálfum, lífssýn okkar og menningu hefur hleypt nýju lífi í sköpun- armátt okkar. Gleðin yfir því að við eigum sameiginlegan arf sem okkur ber að varðveita og þróa, gerir okkur kleift að rýðja úr vegi úreltum fordómum sem hafa gert okkur undirokaðar og háðar þeirri menningu sem hingað til hefur verið einráð. Víða um heim eru konur nú að leita uppi hina týndu sögu kvenna og leiða fram á sjónarsviðið þá huldukonu sem saga mannsandans gleymdi að segja frá. Þetta viljum við Kvennalistakonur einnig gera og því höfum við valið Huldukonuna sem tákn okkar í kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Huldukonutáknið gefur óþrjótandi og sífelld tilefni til að ræða og útskýra baráttu kvenna fyri rétti sínum og betra heimi. Vertu með og leyfum Huldunni að stíga frjálsri út úr dalnum!

x

Kvennalistinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn
https://timarit.is/publication/1236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.