Kvennalistinn - 01.06.1986, Blaðsíða 5
Ábyrgðarmaður Kristín A. Árnadóttir
að konan sem vinnur hjá heimilisþjónustu borgarinnar, við
störf sem gera sjúkum og öldruðum kleift að dvelja lengur
en ella á heimilum sínum, fær að launum 122 kr. á tímann
eða 19.245 kr. á mánuði.
að konan sem gætir barna þinna eða barnabarna á gæsluvöll-
um borgarinnar fær í laun 19.878 á mánuði og ef hún endist
í starfi í 18 ár eru launin 25.887 kr.
■ að konan sem vinnur ásamt tannlækni við að gæta tannheilsu
skólabarna fær í laun 19.299 kr. á mánuði og 25.153 eftir 18
ár í starfi.
-að konan í skólaathvarfinu sem sér um börn sem umfram
annað þurfa á skilningi og umhyggju að halda, fær í laun
20.475 kr. á mánuði.
■að sjúkraliði fær fyrir sín vandasömu og ómissandi störf 22.
373 kr. í laun á mánuði.
að fóstra sem leggur fram ómetanlegan skerf til uppeldis
þeirra barna sem fá inni á barnaheimilum borgarinnar fær í
laun 24.097 kr. á mánuði.
-að það eru ekki konur sem meta þessi störf til launa.
að á fjárhagsáætlunum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn á
þessu kjörtímabili hefur forgangsröðun verkefna verið þessi:
12% af tekjum borgarsjóðs hefur farið til nýbyggingar gatna
og holræsa.
2.6% til viðhalds gatna.
2.1% til byggingar stofnana í þágu aldraðra.
1.5% til skólabygginga.
1% til byggingar íþróttamannvirkja.
0.9% til byggingar dagvistarheimila.
að síðan Kvennaframboðið kom í borgarstjórn hefur það á
hverju ári lagt fram sína tillögu að fjárhagsáætlun. í þessum
tillögum hefur forgangsröðuninni verið breytt í grundvallarat:
riðum og félagsleg þjónusta og framkvæmdir stórauknar. í
hvert eitt sinn hefur Kvennaframboðið sýnt fram á hvaðan
ætti að taka fjármunina.
Gerum reynslu og menningu kvenna
að
stefnumótandi afli í borgarstjórn.
Kjarnorkuvopnalaus Reykjavík.
Kvennalistinn vill að Reykjavík verði lýst kjarnorkuvopnalaust
svæði. Slík yfirlýsing felur í sér að hvorki verði leyfð staðsetn-
ingin kjarnorkuvopna né umferð með þau um borgarlandið.
Jafnframt verði skipum með kjarnorkuvopn innanborðs
óheimil aðkoma að hafnarsvæði Reykjavíkurhafnar.
-að Kvennaframboðið hefur barist fyrir því í borgarstjórn að
laun og störf kvenna sem vinna hjá borginni verði endurmetin.
- að Kvennaframboðið hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá
húsmóðurstörf metin til launa á við aðra starfsreynslu.
Skrifstofa Kvennalistans er í Kvennahúsinu, Hótel
Vík við Hallærisplanið. Sími 621910 og 13725. Líttu við.
I blaðinu hefur aðeins reynst unnt að birta brot
úr stefnuskrá Kvennalistans. Stefnuskrána er hægt að fá
senda í pósti eða sækja á skrifstofu Kvennalistans.
*1/á &tu*H titöúttcvi tíí eá ÚMta,
á (Mtutuá&áaýuttdi, oy, aÁra ýuttdi,
oy ácftwa, tfefrtu 'Kvetutatctóutó eý þeác ea óeúcá.
*?fa£á ecutácutd i áútta, 621ýJO oy, 12725