Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans Norðurlandi vestra - 01.02.1991, Side 5
5
sem þá skipuðum efstu sæti á lista fyrir
Samtökin, þ.e. Steinunn Finnbogadóttir
á Reykjanesi og ég, vorum fyrstu kom-
urnar, sem það höðum gert á blönd-
uðum lista, ef frá er talin Rannveig
Þorsteinsdóttir, sem efst í Reykjavík
1949 og 1953. Svo stutt er síðan, að
það þótti nærri undarlegt, að kona
skipaði efsta sæti á lista og hefur
eingöngu breyst fyrir tilkomu Kvenna-
Fjölskyldan frá Mælifelli í
Kaupmannahöfn
Skólamál.
Góð og almenn grunnmentun er for-
senda þess að einstaklingar geti mynd-
að sér sjálfstæðar skoðanir og haft
áhrif á mótun og sköpun samfélagsins.
Það ætti að vera æðsta hlutverk
grunnskólans að skila af sér heilbrigðu
og hamingjusömu fólki, sem hefur not-
ið menntunar sem er sniðið að þess eig-
in þörfum. Allt of lengi hefur verið
miðað við þarfir fjöldans í starfi og
uppbyggingu grunnskólans. Þar hefur
gleymst að börnin eru mjög ólík bæði
hvaö færni og hæfileika snertir. Það
verður að tryggja grunnskólum nægi-
legt fjármagn svo að þeir geti mætt
þörfum einstaklinganna og síbreytilegu
þjóöfélagi.
Skólastefna gærdagsins á ekki við í
dag. Skólinn verður að taka mið af
þjóðfélagsþróuninni Þ.e. að nú vinna
báðir foreldar nær undantekningar-
laust utan heimilis. Þetta þýðir að þaö
verður að koma á einsetnum skólum,
samfelldum skóladegi og gefa nemend-
um kost á máltíðum í skólanum.
Líkamsrækt Eddu
Sími35515
Nýja-línan-Nuddstofa
Ljós: Best og ódýrast
hjá
Okkur
listans. Ég var fulltrúi á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna 1977 fyrir Sam-
tökin og var það afar áhugavert, en ég
hef frá barnæsku borið mikla virðingu
fyrir S.Þ.
Og nú ertu í framboði fyrir Kvenna-
Iistann.
Já, og mörg málin frá fyrri framboðu-
num eru samstíga stefnuskrá Kvenna-
listans. Þegar boðið var fram á vegum
Kvennalistans á Norðurlandi vestra
fyrir 4 árum, hugsaði ég úti í Kaup-
mannahöfn: Nú heföi ég verið með, ef
ég væri enn á Mælifelli. Og hér er ég
komin. Mér hefur alltaf gramist þátt-
tökuleysi kvenna og hversu við látum
oft traöka á okkur. Ég er alin upp við
jafnrétti og þótti alltaf sjálfsagt, að ég
gæti flest, sem strákar gætu, en var þó
alltaf mjög meðvituð um hinn kvenlega
þátt. Ég bý enn við jafnrétti á heimili,
þar sem maðurinn minn sér ekki síður
um heimilishaldiö, líka meðan börnin
voru heima. Jafnréttiö byrjar inni á
Hér á Norðurlandi - vestra búum við
við tilfinnanlegan skort á kennurum
með réttindi og sömuleiðis er ástandið
mjög slæmt varðandi sérkennslumál.
Þetta er mál sem verður að leysa með
öllu tiltækum ráðum, hvort sem það er
í formi beinna launahækkana eða
staðaruppbóta. Þetta kostar peninga,
en þar verður að koma til samvinna rík-
is og sveitarfélaga. Við vitum að pen-
ingarnir eiga eftir að skila sér margfalt í
bættri menntun barnanna. Víða úti
um landið eru skólar það fámennir að
kenna verður blönduðum aldurshóp-
um saman og gefur það auga leið að
kennarar í samkennslu verða að búa
yfir mikilli faglegri þekkingu ef vel á að
fara.
Kvennalistinn vill að fækkað verði í
bekkjardeildum, þannig að meðalfjöldi
barna verði aldrei meiri en 14-16, einnig
að starf hvers skóla verði sveigjanlegra
og meira miðað út frá þörfum ein-
staklingsins.
Börn í dreifbýli búa alls ekki við sama
35132
heimilunum. Meðan konur á Alþingi
eru svona fáar, á Kvennalistinn fullan
rétt á sér. Ég hef alltaf viljað láta gott
af mér leiða og haft ríka réttlæt-
iskennd og hef sterkan hug á að
berjast fyrir mörgum félags og þjóð-
þrifamálum á Alþingi.
framboð hvað varðar verk og list-
greinar og börn í þéttbýli. Þar er enn
um að kenna skorti á menntafólki,
einnig er húsnæðið í mörgum skólum
svo takmarkað að það leyfir varla
kennslu í list - og verkgreinum. En
fræðsluskylda í verk - og listgreinum er
lögboðin og ber viðkomandi fræðslu-
yfirvöldum að fylgja henni eftir hvar á
landinu sem er.
I fámennum byggðum er hugsanlegt
að koma á einhvers konar farkennslu,
þannig að viðkomandi kennari færi á
milli nokkurra skóla og kenndi sitt fag.
Einnig mætti reyna að samnýta skóla
meira ef kennslugreinarnar krefjast
aukins rýmis eða verkfæra og aðstööu
sem ekki er til í heimaskóla. Börn í
dreifbýli eiga ekki og mega ekki lengur
sæta mismunun vegna búsetu.
Fjölbrautaskóli
Noröurlands vestra
á Sauðárkróki
Skólinn býður upp á
fjölbreytt nám á bókhalds-
starfsnáms- og iðnbrautum.
Vegna breyttra reglna um
innritun er mikilvægt að
umsóknum um skólavist á
haustönn 1991 sé skilað sem
allra fyrst.
Heimavist er við skólann.
Allar upplýsingar eru veittar
á skrifstofu skólans og í síma
95-35488.
Skólameistari.