Hjúkrunarkvennablaðið - 01.06.1937, Blaðsíða 8

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.06.1937, Blaðsíða 8
6 HJOKRUNARKVENNABi. AÐIÐ að liaí’a fengið einkenni af því tjóni, sem Syfilis-sóttkveikjan (Spirochæta pallida) hefir valdið. Þó ber það við, og það jafnvel nokkuð oft, að menn virðast liafa góða heilsu með positivan Wassermann. Það er ótrúlegur fjöldi af Syfilis-sýklum, sem hreiðast út á liverri mínútu og gera líkam- anuin tjón, jafnvel þó að sjúklingurinn liði ekki þjáningar i liili. Gagngerð rann- sókn leiðir í ljós vanheilsu, sem ekki er sjáanleg í fljótu liragði. Við vitum mn fjölmörg tilfelli af lijartahilun og skemd í lifur, af króniskum Syfilis, einnig arteria sclerosis, mörg tilfelli af heilalinun og lo- comotor ataxia, og er lítill möguleiki á að nokkur maður komist hjá heilsuleysi, fái hann ekki fullkomna meðferð. Það þarf ekki að skýra frá hinni sorg- legu revnslu kvenna, sem smitast af Go- norrhoe. Komast mætti hjá mörgum kvið- ar-operationum á konum, ef þær hefðu í bvrjiin veikinnar fengið nægilega með- ferð. Asetningur minn er þó ekki að ræða um liættu kynsjúkdóma gagnvart sjúklingun- um sjálfum, heldur hættuna gagnvart al- menningi. Smitunarhættan af Gonorrhoe og Syfilis er gagnólík, og verður þvi að ræða nm sjúkdómana hvorn fyrir sig. Gonorrhoe. Gonorrhoe er altaf smitandi þangað til sjúklingurinn er læknaður. Þess vegna eru Gonorrhoiskir sjúklingar altaf hættulegir þeim, sem þeir umgangast, þangað til þeir eru læknaðir að fullu. Maður með Gonorr- hoe liefir mest smit á fyrsta mánuði, vegna þess að úlferðin inniheldur mest af Gono- eoecum. Á því tímahili verður til afskap- legur fjöldi af coccum og er auðvelt að sjá þá í smásjá. Hættulegasta timabilið fvrir aðra er þó venjulegast þegar útferðin hættir, vegna þess, að sjúklingurinn er óvarkár og álítur sig læknaðan, og er því líklegur til að vera hættulegur þeim, er hann umgengst. í hyrjun veikinnar veit hann að hann hefir smit og jafnframt get- ur coitus valdið honum þjáninga og tjóni. Seinna getur verið að hann hugsi ekki um að hann geti smilað við coitus. Önnur ástæða fvrir því, að sjúklingur- inn geti verið hættulegur á því tímabili, er útferðin hættir, er sú, að hann hætti að ganga til læknis. Læknirinn hefir máske ekki sagt honum, að hann geti haft smit, þrátt fvrir negativar rannsóknir, og að ekki sé örugt um það fvr en ákveðinn tími sé liðinn. \ þeim tíma eigi hann að lialda sér frá coitus. Þennan tíma ákveð eg að minsta kosti 6 mánuði frá því að nokkur útferð hefir verið sjáanleg. Mér finst að brýna ætti fvrir hverjum manni, sem fengið hefir Gonorrhoe, jafn- vel þó hann virðist vera orðinn heilhrigður, að ekki sé örugt um að hann stofni ekki öðrum í hættu með smitun fyr en ö mán- uðir eru liðnir frá því, að nokkur ein- an sig, fyrir smitun á ný. í þessa sex mánuði getur liann ef til vill ekki haldið sér frá coitus. Sé hann giftur, ælti honum að vera sagt að nota verju, til þess að vernda konu sína fvrir smitun. Sé hann ógiftur, ætti hann einn- ig altaf að nota verjur, ekki aðeins til þess að vernda aðra, heldur einnig sjálf- an sig fyrir smitun á ný. Hjá konum er smitunarhættan einnig mest í hyrjun veikinnar. Margar vændis- konur meðkroniskan Gonorrlioe eru mjög lítið smitandi, og smita tiltölulega fáa, oft aðeins 1 af 40. Hættuleguslu kvenmenn með Gonorrhoe eru stúlkur á aldrinum 16 —20 ára, sem nýlega hafa smitast. Þær eru kærulausar um það, þó þær útbreiði sjúkdóminn, eða hugsa jafnvel sem svo, að úr því að þær smituðust af karlmanni, geti þær alveg eins smitað karlmann aftur. Reglur þær, er eg gat um að gilda ættu fvrir karlmenn, ættu að vera alveg hinar sömu fyrir kvenmenn. Það er enginn mæli- kvarði til, sem hægt er að fara eftir, um

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.