Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1953, Qupperneq 7

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1953, Qupperneq 7
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 5 sem miður æskilegar eru, gæti ekki. Því miður er ekki hægt að segja fyrir, hvaða upplag eða möguleiki er líklegur til að erfast í hvert sinn, né heldur er hægt að breyta kynfylgjum sínum, þær erfast ó- hreyttar. En stundum hregður þó til breyt- inga, „mutatio“ er það nefnt, er erfða- eining breytist allt i einu, og liið breytta upplag erfist svo áfram. Á slíkum breyt- ingum byggist sennilega öll framþróun. Ekki er vitað, hvað henni veldur, en þess má geta til fróðleiks, að sum geislavirk efni og eins sum lyf, t. d. sinnepsgas, virð- ast geta framkallað virka breytingu, og hefur jafnvel tekizl að liafa með þeim áhrif á virus-stofna, hreyta erfðaupplagi þeirra þannig, að eituráhrif eða önnur skaðleg áhrif þeirra hverfi. En þetta er í deiglunni enn og „mutatio“ er sjaldgæf, og venjan er, að upplagseiningar erfast óbreyttar, og aldrei blandast þær inn- byrðis, en þær dreifast og gera það raun- ar milli afkomendanna, og fjölbreytnin er svo mikil, að enginn einn maður er öðrum líkur að upplagi nema sameggja tvíburar, sem reyndar eru bara tvær út- gáfur af sama einstakling, að því er til áskapaðra tilhneiginga tekur. Þó geta líka upplagseiningar fallið úr leik í fleiri ættliðum, ef þeim lendir sam- an við ofjarl sinn, en svo skotið upp koll- inum aftur löngu seinna, ef þær hitta fyrir samstæðu, er minna má sín eða á- þekk er. Þvi er æskilegt, ef líkur eru á sjúldegu erfðaupplagi hjá einhverjum, að hann varizt að geta afkvæmi með þeim, er svipað er ástalt um, og stundum cr hægt að segja með nokkurri vissu fyrir um slíkt, þó að ógerlegt sé það í öðrum tilfellum. En margt mætti varast, ef nán- ar gætur væru hafðar á þess háttar hlut- um, og mikið er í sölurnar leggjandi til að afstýra eða draga úr þeim mikla kosln- aði, en þó sérstaklega því einstaklings- böli og eymd, er leiðir af t. a. m. vissum tegundum ættgengra geðsjúkdóma, óeðli- legs sálarlífs og fávitahætti o. f 1., og því er leyft að lögum að gera það fólk ófrjótt, sem sterkar líkur benda til að slíkar kyn- fylgjur liafi. En því miður vill það oft fara svo, að aðgerðin sé ekki gerð, fyrr en hlutaðeigandi hefur þegar aukið kyn sitt; e. t. v. hefur honum verið ókunnugt um ágallann áður, ef liann hefur legið lengi niðri í ættinni. Vafalaust mætti sín mikils á þessu sviði aukin fræðsla í líf- og erfðafræði i skól- um, og eins má, er fram liða stundir, vænta hér á landi árangurs af almennri heilsugæzlu, er hver maður er athugað- ur reglubundið og getur svo fyrirhafnar- lítið fengið í stöðinni upplýsingar um sig og sína, því að margir liafa það ríka ábyrgðartilfinningu, að þeir halda sér frá því að eignast börn, ef þeir vita um illar kynfylgjur í ætt sinni. En hitt kem- ur þó einnig oft fyrir, að fólk ber að á- stæðulillu eða ástæðulausu kvíðboga af sömu sökum, og getur j>að haft hinar bagalegustu afleiðingar í bráð og lengd. En jiegar svo er ástatt, er alltaf réttast að ráðfæra sig við lækni sinn eða sérfræðing í jjeiin sjúkdómi, sem óttast er um. Og loks er það bót í máli, að það eitt að erfa óákjósanlegt upplag þarf ekki að verða til jiess, að úr jjví verði sjúklegur eða óæskilegur eiginleiki, jjvi að upplagið eitt er ekki nóg, aðstæðurnar, áhrif um- hverfisins á jiað ráða, hvað úr jiví verð- ur. Frh. Munið að tilkynna ritstjórn einnig bú- staðaskipti, jjví eftir liverja útsendingu blaðsins er endursendur fjöldi blaða, með tilkynningu um, að viðkomandi búi ekki lengur á staðnum og heimilisfang se ó- jiekkt.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.