Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1953, Qupperneq 11

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.07.1953, Qupperneq 11
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 9 þá kenningu, að græni liturinn sé hollur fyrir augun, og er hann mikið notaður i bókasöfnum, sem áklæðislitur á knatt- leikshorð, prófhorð, spilaborð o. s. frv. Blátt verkar gagnstætt við rautt. Sá litur virðist draga úr jurtagróðri og minnka vakastarfsemi líkamans. Hann hægir á blóðþrýstingi og æðaslætti, en verkar vel á skapferli manna. Einnig er talið, að blái liturinn hafi sýklaeyðandi eiginleika, sem eykst eftir því sem litnr- inn verður útfjólublárri. Útfjólublátt er mjög sýklaeyðandi. Ef lengra er haldið, er komið inn á hættusvæði fyrir mennina. Röntgengeisl- ar geta eyðilagt bandvef og orsakað ófrjó- semi, hárlos, og haft önnur Iiræðileg á- hrif, ef þeir verða of sterkir. Mikið skort- ir á, að atómgeislan og áhrif þeirra á menn séu fullrannsakaðir, en áhrif lita er skylt rannsóknarefni, og hefur upp á síðkastið verið mikið athugað víða, hver áhrif litaval hefur í skólum, verksmiðj- um og híbýlum manna. í Ameríku er lit- auðgi í verksmiðjum algeng. I skólum og spítölum liafa einnig verið rannsökuð litaáhrif á nemendur og sjúklinga. I sænslcu tímariti birtist nýlega grein um þetta efni. Er þar getið um tilraunir próf. B. W. Gerard við háskólann í Chi- cago. Rannsóknarefnin eru 27,000 á 10 árum. Þar er talið, að vakalæknisaðgerð- ir séu mjög árangursríkar, þegar sjúkl- ingar séu hafðir í hei'bergjum, sem mál- uð séu í svokölluðum „heitum“ litum, þ. e. rauðum, rauðgulum og gulum. Sama gildir um penicillin- og auromycin-lækn- ingar. Loks er talið, að þessir litir hafi styrkjandi áhrif á lungnasjúkt fólk. Læknanefndin, sem hafði Georg VI í Eng- landi til meðferðar, lét mála herhergi konungsins í björtum rauðum lit með fjólublárri skreytingu. Prófessor Alec Borgmolet í Moskvu telur sig geta staðfest eftir 800 rannsókn- ir, að anti-relicular-cytoxin, sem hann notar til endurnýjunar bandvefs, sé eink- um dugandi í grænu umhverfi, en aftur á móti veiki rautt þessi áhrif. Þessar rannsóknir benda til þess, að verið sé á réttri leið, þótt varlega beri að treysta þeim að svo komnu máli. Það er því tímabært að gefa litavali meiri gaum en gert hefur verið hingað til. Ameriski litasérfræðingurinn Faber Birren hefur gert tillögur um litasamsetn- ingu á nútíma sjúkrahúsi, þar sem hann m. a. stingur upp á að hafa veggi skurð- stofunnar túrkishláa og loftið hvítt. Einn- ig vill hann hafa lök og klæði, sem notuð eru við uppskurði, túrkisbláa í slað hvítra og forðast sem mest hið þreytandi hvíta endurskin. Túrkislitur er uppfyllingar- litur hins rauða blóð- eða vefjalitar. Gangar og móttökuherbergi eiga að vera ljósrauðgul og sjúkraherbergi yfir- leitt ljósgræn eða ljóstúrkisblá — til að undirstrika hvíldar- xog friðarkennd. Mikið lillil þarf að taka til sumra deilda. Fæðingardeildir eiga að vera ljósrauð- gular, gular eða bleikrauðar. Birren legg- ur til, að hjúkrunarkonur gangi í bláum klæðum, læknar í hvítum, en starfsstúlk- ur og annað starfsfólk stofnunarinnar í grænum. Með tilliti til þess, að sjúklingar liggja út af og horfa þvi oft til lofts, ættu loftin yfirleitt að vera máluð í milduin hleik- rauðum, blágrænum eða gulum litum. í setustofum og herbergjum fyrir fótaferð- arsjúklinga má hafa sterkari liti og breytilegri. Þessar litasamsetningar hafa þegar verið reyndar á mörgum sjúkra- húsum í Ameríku og þykja gefast vel. Þær auka lífsmátt sjúklinganna og flýta á þann liátt fyrir bata þeirra. Lausl. þýtt af S. E.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.