Kvennalistinn í Hafnarfirði - 01.02.1986, Blaðsíða 3

Kvennalistinn í Hafnarfirði - 01.02.1986, Blaðsíða 3
Kvennalistinn Sigurveig Guðmurtdsdottir: Kvennalistar voru hugsjón frumherja Fyrsta konan sem talaði á pólitískum fundum hér á landi var Þorbjörg Sveinsdóttir Ijósmóðir. Hún var slíkur agítator að í Reykjavík þýddi engum að bjóða sig fram án hennar stuðnings, hvort heldur voru prestskosningar eða til bæjarstjórnar. En auðvitað hafði hún ekki kosningarétt fremur en aðrar konur á hennar tíð. Hún stofnaði Hið íslenska kvenfélag 1895 með fóstur- dóttur sinni Ólafíu Jóhannsdóttur. Baráttu- mál þeirra voru fyrst og fremst sjálfstæði íslands, stofnun háskóla og aukin réttindi kvenna. Eftir dauða Þorbjarnar og brottför Ólafíu úr landi koðnaði Hið íslenska kven- félag niður. Kom þá til sögunnar hin mikla kona Bríet Bjarnhéðinsdóttir, hinn eiginlegi frumherji íslenskrar kvenréttindabaráttu. Hún var fyrsta konan sem skrifaði grein í blað 1885 og hélt opinberan fyrirlestur 1887. Hún stofnaði Kvenréttindafélag íslands árið 1907 og hún var aðalhvatamaður að stofn- un hins fyrsta kvennalista til bæjarstjórnar í Reykjavík 1908. — Mikið gekk á fyrir þessar kosningar og óvenju margir listar komu fram. — Átján listar yfir dundu — eins og sagði í gamanvísum. Aðrir listar buðu þeim Bríeti sæti hjá sér en þau voru það neðar- lega að Bríet og félagar hennar héldu sínu fram um kvennalistann. Allar fjórar konurnar á þessum fyrsta kvennalista komust að. Er þetta mesti póli- tískur kosningasigur sem íslensk kvenna- samtök hafa unnið allt fram á þennan dag. Þessi dugnaður kvennanna hafði mikil áhrif á framvindu kvenfrelsismála. Árið 1915 hlutu konur hér kosningarétt og kjör- gengi. Næsti kvennalisti kom fram fyrir Alþingis- kosningarnar 1922, með Ingibjörgu H. Bjarnason forstöðukonu Kvennaskólans í Reykjavík í forsæti. Náði hún kjöri fyrst kvenna til Alþingis. Baráttumál hennar voru einkum stofnun Landsspítala og aukin menntun kvenna. Alþingismenn voru auðvitað allsóvanir að hafa konu í sölum sínum og brugðust mis- jafnlega við. Sumir stríddu Ingibjörgu, eink- um Jónas Jónsson frá Hriflu, frægasti mað- ur Framsóknarflokksins. Ingibjörg þoldi lítt. í rauninni átti þessi fyrsta alþingiskona nauð mikla í sínu embætti hin fyrstu ár. Jón Þor- láksson formaður íhaldsflokksins var kænn stjórnmálamaður og sá í hendi sér að hin einmana alþingiskona gat orðið jafngildur liðsmaöur og aðrir þingmenn. Bauð nú Jón Ingibjörgu stuðning ef hún gengi í flokk hans. Þetta boð þáði hún og varð seinna einn af stofnendum Sjálfstæðisflokksins. Þegar nú Ingibjörg H. Bjarnason hafði lát- ið fjötrast í flokksböndum karlmanna þá þótti mörgum kvenréttindakonum illt í efni. Við Alþingiskosningarnar 1926 bauð Kven- réttindafélag fslands fram lista með Bríeti Bjarnhéðinsdóttur í efsta sæti. Hún var þó orðin sjötug en samt barðist hún með ofur- mannlegum krafti í kosningaslagnum. Ekk- ert dugði og Bríet féll. Sárnaði henni mest að konurnar skyldu bregðast henni. Þessi ósigur Bríetar dró það rækilega all- an kjark úr konum að rúm hálf öld leið áður en kvennalisti sæi dagsins Ijós. íslenskt þjóðfélag hefur tekið stórbreyt- ingum undanfarna áratugi. Konurnar hafa verið kallaðar út í atvinnulífið í langtum ríkara mæli en áður þekktist — án þess að séð hafi verið nógu rækilega fyrir þörfum barna hinna útivinnandi mæðra. Alvarlegast er þó að íslenskar konur virðast vera orðnar láglaunastétt í sínu eigin þjóðfélagi. Ekki virðist duga sú smávegis fjölgun þeirra á Al- þingi og í bæjarstjórnum. Hér verða konurnar sjálfar að taka til hendinni. Hugsjón frumherja íslenskrar kvennabaráttu var í upphafi sjálfstæðir kvennalistar sem gæfu konum í hendur þau sjálfsögðu pólitísku völd og þátttöku í ákvörðunum á sviði þjóðmálanna sem þeim aö réttu ber. Konur eru nú reyndar helmingur þjóðar- innar. Þess vegna kjósa forsjálar konur Kvennalistann, sjálfum sér til farsældar og Hafnarfirði til heiðurs.

x

Kvennalistinn í Hafnarfirði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn í Hafnarfirði
https://timarit.is/publication/1243

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.