Kvennalistinn í Hafnarfirði - 01.02.1986, Qupperneq 7

Kvennalistinn í Hafnarfirði - 01.02.1986, Qupperneq 7
Kvennalistinn 7 Aukin valddreifing breytt stjórnkerfi Kvennalistinn býður nú fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði. Eitt af stefnumálum Kvennalistans er að gera stjórnkerfi bæjarins opnara íbúunum, dreifa valdinu og gera bæjarbúum auð- veldara að fylgjast með og hafa áhrif á stjórn eigin bæjar. Fyrir hinn almenna bæjarbúa virð- ist ekki greið leið að upplýsingum um málefni bæjarfélagsins og því sem efst er á baugi hverju sinni. Það leiðir til þess að ekki er auðvelt fyrir bæjarbúa að hafa áhrif á gang mála. í Hafnarfirði sem og öðrum kaup- stöðum eru áhrif íbúa á stjórn bæjarmála einungis tryggð í kosn- ingum á fjögurra ára fresti. Þá hafa þeir aðeins almennar stefnuyfirlýs- ingar frambjóðenda að taka mið af. Að kosningum loknum eru ekki tryggð nein lágmarkstengsl milli þeirra sem með völdin fara og al- mennings. Með auknum íbúafjölda í bænum (og útþenslu bæjarins) má ætla að bæjarfulltrúar hafi minni möguleika á að þekkja málefni einstakra bæjarhluta til hlítar hvað þá alls bæjarins. Til greina kæmi að stofna hverfasamtök til að auðvelda íbúum ^ð gæta sameiginlegra hagsmuna sinna. Færa þarf frumkvæði að þjónustu og framkvæmdum að verulegu leyti til bæjarbúa. Einungis þannig verður tryggt að ákvarðanir byggist á þörfum íbúanna og séu í samræmi við vilja þeirra. Kvennalistinn vill að allar fram- kvæmdir í bænum verði kynntar íbúum þess bæjarhluta sem málin snerta hverju sinni og þeim verði heimilt að senda fulltrúa sinn á fund nefnda og ráða þegar rætt eru um málefni hverfisins. Kvennalistinn vill að í upphafi hvers kjörtímabils verði gerður að- gengilegur upplýsingabæklingur um nefndir og ráð bæjarins, verksvið þeirra, fundarstað, fundartíma, að- setur og þá fulltrúa sem þar eiga sæti. í bæklingnum skulu vera greinargóðar upplýsingar um hvern- ig bæjarbúar geti komið málum sín- um á framfæri við bæjaryfirvöld. Bæklingnum verði dreift til allra bæjarbúa. Breytingar á stjórnkerfi bæjarins Kvennalistinn vill aukna valddreif- ingu og lýðræðislegri stjórnun og vill draga úr miðstjórnarvaldi bæjar- ráðs. Kvennalistinn vill breyta bæjar- stjórn úr málþingi í raunverulegan ákvörðunaraðila. Jafnframt vill Kvennalistinn auka valdsvið nefnda og ráða á kostnað bæjarráðs. Með breyttu stjórnkerfi má auka hið beina lýðræði og bæjarráð verður óþarft. Kvennalistinn vill færa verksvið núverandi nefnda og ráða, annarra en þeirra sem bundin eru í lögum, undir stjórn átta nýrra ráða. Hin nýju ráð fari með framkvæmd, rekstur og fjárreiður hvert á sínu sviði í umboði bæjarstjórnar. Ráðin átta verði: Félagsmálaráð, fræðsluráð, heilbrigðisráð, fyrir- tækjaráð, umhverfismálaráð, menn- ingarmálaráð, vinnumálaráð og fjár- hagsáætlunarráð. Kvennalistinn vill að myndað verði kvennaráð sem hafi það verkefni með höndum að vinna að bættri stöðu kvenna innan bæjarins, með- an þess gerist þörf. Ráðið komi m. a. á framfæri við önnur ráð bæjarins málum um hvað eina, sem verða má til að bæta hag kvenna. Kvennalistinn vill að fulltrúar allra flokka og samtaka sem eiga aðild að bæjarstjórn eigi sæti í nefndum og ráðum bæjarins. Kvennalistinn telur mjög nauð- synlegt að fundargerðir nefnda og ráða séu á þann veg að þær gefi fyllri upplýsingar en nú er um það sem fram fer á fundum. Tilgangur breytinga á stjórnkerfi bæjarins er að mati Kvennalistans sá að tryggja bæjarbúum greiðari aðgang að stjórnkerfinu með því að einfalda það og auka þar með áhrif íbúanna. Einnig má benda á að um leið eykst væntanlega ábyrgð og þátttaka bæjarfulltrúa, því þeir kæmust ekki hjá því að setja sig inn í málin og ættu því auðveldara með að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku og viðhorfum. Við Kvennalistakonur í Hafn- arfirði viljum beita okkur fyrir þvi að samgöngumál i Hafnar- firði verði stórbætt. Samgöng- ur innanbæjar þarf að taka til gagngerrar endurskoðun- ar. Dregið verði úr einangrun aldraðra og fatlaðra með því að gera þeim kleift að komast leiðar sinnar um bæinn. 2 ll' ? '///' Við viljum gera veg skólanna i bænum sem mestan. Stefnt verði markvisst að samfelld- um skóladegi, fækkun nem- enda í bekkjum, skóladag- heimili nýtist öllum, sem þess óska, hvar sem þeir búa í bænum. Skólabókasöfn sem eru undirstaða nútímakennslu- hátta þarf að stórefla. =2) fé Tónlistarskólinn hefur alltof lengi verið á hrakhólum með aðstöðu en það hefur staðið honum fyrir þrifum. Stórátak þarf nú þegar að gera í mál- efnum Tónlistarskólans. Við viljum að uppbyggingu heilsugæslustöðvar verði hrað- að og megináhersla lögð á fyrirbyggjandi heilsugæslu. Efia þarf heilsugæslu i skólum og dagvistunarstofnunum og leggja áherslu á eftirlit og meðferð andlegra og félags- legra þátta í nánu samstarfi við foreldra. Bærinn leggi þeim lið, sem vinna gegn neyslu vímuefna, með aukinni fræðslu og umræðu. Efla þarf heilsufarslega og félagslega þjónustu við aldraða og fatl- aða og gera þeim þannig kleift að vera lengur i sinu eðlilega umhverfi. Stuðla að aukn- um atvinnumöguleikum t.d. heimilisiðnaði sem kæmist i verð. Einnig viljum við stuðla að auknu framboði á nám- skeiðum fyrir aldraða. Við viljum að allir foreldrar eigi kost á dagvistun fyrir börn sín lengri eða skemmri tíma á dag og að sá tími sem börnin geti dvalið i dagvistun- inni sé sveigjanlegri en nú er. Sú láglaunastefna sem rekin er á íslandi í dag og bitnar ekki síst á konum, veldur þvi að báðir foreldrar verða að vinna úti. Þess vegna er þetta ekki spurning um val heldur nauðsyn. Við viljum að sérstakt átak verði gert i æskulýðs-, tóm- stunda- og atvinnumálum unglinga í bænum. Efla þarf félagsstarfið í skólunum og nýta skólahúsnæðið eftir kennslu eins og unnt er. XV Sú kona sem aldrei hefur lesið eina einustu bók um kvennafræði, aldrei heyrt neina fræðilega útskýringu á því hvað kvennamenning er, aldrei tekið sér orðið kvenna- pólitík í munn, þarf ekki að láta hugfallast. Því kvenna- pólitík er, þegar allt kemur til alls, ekkert annað en að hlusta eftir eigin rödd, taka mið af eigin reynslu, draga ályktanir af eigin hversdagsamstri og þeim vandamálum, stórum og smáum sem mæta okkur dag- lega. Verum óhræddar við að vita hvað við viljum, hvað við viljum ekki og berum svo niðurstöður okkar fram í nafni kvenfrelsis, þar til hlustað er á rödd kvenna til jafns á við karla.

x

Kvennalistinn í Hafnarfirði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn í Hafnarfirði
https://timarit.is/publication/1243

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.