Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra - 01.02.1991, Page 3

Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra - 01.02.1991, Page 3
Viltu geta lifað af dagvinnulaunum? Eitt helsta stefnumál Kvennalistans er að bæta launakjör fólksins í landinu, jafnt karla sem kvenna. Öllum er Ijóst að of stór hópur býr við dagvinnulaun sem hvergi duga til framfærslu og því tíðkast yfir- vinna, aukavinna og ,,svört“ vinna í þeim mæli að mannskemmandi er. Ofan á þetta bætist svo að laun kvenna eru almennt mun lægri en laun karla fyrir sömu störf. Það er slíkt óréttlæti að furðu gegnir að ekki skuli löngu vera búið að grípa til róttækra aðgerða til að leiðrétta þann mun. Þessu hvoru tveggja vill Kvennalistinn breyta með hjálp kjósenda. Dagvinnulaun sem duga Vorið 1990 voru lægstu laun hjá ASÍ og banka- mönnum, fyrir fulla dagvinnu, rétt rúmar 39.000 krónur. Hver hugsandi manneskja hlýtur að sjá að af slíkum launum framfleytir enginn sjálfum sér, hvað þá fjölskyldu. Þessu verður að breyta ef við viljum ekki festa fátækt í sessi á íslandi aftur, fyrir- bæri sem við höfum stært okkur af að vera búin að útrýma. Lágmarkslaunin Kvennalistinn hefur lengi barist fyrir lögbindingu lágmarkslauna sem taki mið af framfærslu. Þetta hefur öðrum stjórnmálaöflum þótt hin mesta firra. Vorið 1987 hafnaði Kvennalistinn stjórnarþátttöku vegna þess að ekki var gengið að þeirri kröfu að lágmarkslaun yrðu 40.000 kr. Samsvarandi upphæð vorið 1990 var 73.000 kr. Finnst þér, lesandi góður, þetta slík upphæð, miðað við þær tekjur sem við vitum að ýmsir hópar hafa, að hún sé líkleg til að gera þjóðarbúið gjaldþrota? Það finnst okkur í Kvennalistanum ekki og við erum sannfærðar um að þetta er framkvæmanlegt, ekki síst eftir reynsluna af ,,þjóðarsáttinni“. Ef sambærileg samstaða næðist um lögbindingu lágmarkslauna væri engin hætta á að hækkunin flyttist upp launastigann, en það ef,sú grýla sem helst er reynt að hræða okkur með. Því munum við ótrauðar halda áfram að krefjast lág- markslauna sem miðast við framfærslukostnað. Launajafnrétti Árið 1967 tóku gildi lög um jöfn laun karla og kvenna. Síðan - og þó sérstaklega á síðari árum - hefur tilvist þessara laga verið notuð gegn konum í launabaráttu. Þegar konur krefjast sömu laun og karlar fyrir jafngild störf er gjarnan sagt: Þetta er nú úrelt krafa, það er löngu búið að binda jafnréttið í lögum. En hvernig lítur málið út í raun og veru? Hlutur kvenna í hagvextinum Kannanir sýna að landsframleiðsla á hverja vinn- andi manneskju jókst nær ekkert á árunum 1973-83. Hvaðan kom þá hagvöxtur síðustu áratuga? Frá konum. Atvinnuþátttaka giftra kvenna jókst á árun- um 1960-89 úr 20 í 84%. Konur brugðust við kalli vinnumarkaðarins eftir vinnufúsum höndum og þeg- ar sérhæft starfsfólk vantaði fóru konur í nám - menntunin átti líka að hækka launin þeirra, auka jafnréttið. Launamunurinn er staðreynd • Þrátt fyrir aukna menntun og mikiivægi vinnufram- lags kvenna fyrir þjóðarbúið eru laun kvenna lægri en laun karla í öllum stéttum, hvort sem miðað er við föst laun eða heildarlaun. Laun kvenna i fullu starfi voru um 60% af launum karla árið 1986 og munurinn hafði aukist frá 1981. Lítum á nokkrar tölur um meðaldagvinnulaun vorið 1990: karlar kr. konur kr. mismunur kr. Verkafólk 62.000 58.000 4.000 Afgreiðslufólk 74.000 55.000 19.000 Skrifstofufólk 102.000 72.000 30.000 Eins og þarna sést er munurinn minnstur milli verkakvenna og -karla, en þá eru launln líka orðin svo lág að þau eru engum bjóðandi. Menntunin skilar konum ekki tilætluðum árangri, launamunurinn eykst með aukinni menntun. Læknar og Ijósmæður eiga að baki jafnlangt grunnnám, 6 ár í háskóla. Öll vitum við hvor hópurinn hefur hærri laun. Þetta er óviðunandi ástand, þessu verðum við að breyta. Konur geta haft áhrif Konur eru í meirihluta í mörgum stórum verkalýðs- félögum og geta komist til áhrifa ef þær standa saman. Konur geta líka haft áhrif á fjölda kvenna á Alþingi með atkvæðum sínum. Síðast, en ekki síst, geta og eiga konur að vinna saman að kjaramálum og nota allar leiðir sem þeim eru færar til að knýja fram leiðréttingar. Kvennalistinn - valkostur fyrir þig Kvennalistinn vill beita sér fyrir bættum kjörum launafólks. Til þess að hafa sem mest áhrif verða fulltrúar hans að vera á Alþingi og þangað komast þeir með stuðningi kjósenda. Ef þú, lesandi minn, vilt að allt launafólk á íslandi fái dagvinnulaun sem duga og vilt útrýma launamisrétti kynjanna skaltu greiða Kvennalistanum atkvæði þitt á kjördag. Með aðstoð þinni getum við gert líf okkar allra dálítið betra. Elín Stephensen. BYGGINGAVORUR LÓNSBAKKA GRUNNURINN AÐ GÓÐU VERKI B? Teppi V Dúkar M Parkett tt Flísar K Loft- og veggklæðningar tt Hreinlætistæki IÉ Málningarvörur tt Verkfæri HÍ Boltar og skrúfur tt Innréttingar tt Skrifstofuhúsgögn tt Eldhúsborð og stólar Timbur tt Plötur - margar gerðir Steypustál tt Einangrunarefni . . . og ótal margt fleira Lónsbakki - Þægileg verslun fyrir þa sem vilja breyta, eru aö byggja - eða eru bara forvitnir! - Næg bílastæöi - Heitt á könnunni! - Opið frá mánudegi til föstudags frá kl. 08 til 18. 96-30321 & 96-30326 • Fax 96-27813 601 Akureyri H! íl íí Trm 3

x

Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra
https://timarit.is/publication/1248

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.