Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.02.1998, Blaðsíða 2

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.02.1998, Blaðsíða 2
Ilclgin 14.-15. mars verður viðburðarík hjá Kvennalistakonuin. í tilefni af 15 ára afmæli Kvennalistans þann 13. mars og vegna 8. mars, verðum við með hálfs dags málstofu um kvennapólitískt alþjóðastarf, afmælishátíð, samráð og sveitastjórnaráð. Við fáum góða gesti frá útlöndum og það er fagnaðarefni að samráðskonur af öllu landinu fá tækifæri til þess að vera með. KVENNALISTINN 15 ÁRA Vegleg afmælishátíð Kvennalistans verður haldin laugardagskvöldið 14. mars í Þórshöll, Brautarholti 20. Á boðstólnum verða matur og skemmtiatriði. Veislustýra verður Kristín Halldórsdóttir Þessu má engin missa af, takið því frá kvöldið. Nánari upplýsingar í næsta fréttabréfi. Nefndin SAMRÁÐ OG SVEITASTJÓRNARÁÐ sunnudaginn 15. mars, í Pósthússtræti 7, 3. hæð Samráð frá kl. 12-14: fjánnál, sveitastjórnamál, viðræður við stjórnarandstöðuflokkana, önnur mál. Sveitastjórnarráð írá kl. 14-17: Frambjóðendur víðs vegar af landinu bera saman bækur sínar

x

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga
https://timarit.is/publication/1249

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.