Kjósum konur - 21.12.1981, Qupperneq 5

Kjósum konur - 21.12.1981, Qupperneq 5
S:WsS:::®| >IO Á AKUREYRl: SKRÁ félagsmiðstöðum í öllum hverfum og þær miðaðar við, að öll fjölskyldan geti átt þar samastað og vettvang til að sinna áhugamálum. I heilbrigðismálum sem félagsmálum teljum við að leggja beri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og viljum við í því skyni að hraðað verði uppbyggingu heilsugæslustöðvar. Við álítum, að það sé öllum til góðs, að h öldruðum verði gert kleift að dveljast sem lengst í sínu eigin umhverfi. Að þessu má vinna með aukinni heimilishjálp og heimahjúkrun, en einng er brýn þörf fyrir dagvistun fyrir aldraða. Nauðsynlegt er að aukin verði umræða og fræðsla um geðsjúkdóma, í því skyni að ráða bug á þeim fordómum, sem eru ríkjandi. Viljum við að stefnt verði að því að koma á athvarfi, þar sem slíkir sjúklingar fái endurhæfingu til þátttöku í samfélaginu á ný. Iþróttir eru mikilvægar heilsu fólks. Því ber að leggja áherslu á að gera þær öllum aðgengilegar, án tiilits til færni, aldurs eða búsetu. Við teljum því, að ■þrótta- og útivistarsvæði eigi að vera sjálfsagður hluti íbúðarhverfa. Við álítum að leggja beri áherslu á, að unglingar verði virkari þátttakendur í samfélaginu. Það gerum við ekki með því að krefjast þess, að æskan breyti sér, heldur með því að sveigja samfélagið að þörfum hennar. Nú þegar þarf að gera ráðstafanir vegna unglinga, sem eiga við ýmis félagsleg vandamál að stríða. Nauðsynlegt er að unglingar hafi vinnu við sitt hæfi og þarf í því skyni að bæta mjög starfsemi vinnuskólans. Einnig viljum við að vinnuskólinn færist að einhverju leyti inn í atvinnuvegina. 6. Menningarmál. Efla ber að okkar áliti alla almenna menningar- starfsemi í bænum og skapa henni þá aðstöðu, að hún nái að þroskast og dafna. Þess vegna verður að sjá til þess, að í menningarmálanefndum bæjarins sitji fólk með þekkingu á þessum hlutum. Listafólk þarf að styrkja og skapa vinnuaðstöðu eftir föngum. Þar má benda á, að vel mætti nýta betur þau skáldahús, sem nú eru notuð sem söfn, með því að gera þau að dvalar- og vinnustöðum rit- höfunda. Auk Tónlistardaga í maí ár hvert verði komið á almennum listadögum bæjarins. Leikfélaginu verði skapað fjárhagslegt öryggi og svigrúm til tilrauna og nýjunga á sviði listar sinnar. Stefnt skal að byggingu safnahúss, sem hýst gæti öll söfn og listaverk bæjarins. Þá teljum við fulla ástæðu til að hefja strax starfsrækslu bókabíls, er þjónað gæti stærstu hverfunum í bænum, s.s. Glerár-og Lundarhverfi. 7. Umhverfis og skipulagsmál. Bæjarland Akureyrar hefur sín séreinkenni, sem hafa þarf í huga við skipulagningu að haldi sem best sinni upprunalegu mynd. Við álítum að skipulag eigi að þjóna fólkinu og bæta umhverfið en ekki spilla því. Við viljum að íbúðarhverfi verði sem mest sjálf- um sér nóg um þjónustu, skóla og atvinnu. Telj- um við að auka þurfi samvinnu milli bæjarbúa og aðila, sem vinna að umhverfis- og skipulags- málum. Við teljum að leggi beri áherslu á þjónustu almenningsfarartækja, og að reynt verði að draga úr notkun einkabíla og þeirri miklu áherslu, sem lögð er á að þjóna þeim. Jafnframt ber að gera gangandi fólki auðVeldara að komast leiðar sinnar. Efla þarf rannsóknir á mengun, svo á láði og legi sem í lofti. Jafnframt skulu tillögur heilbrigðis- nefndar um skólp og sorpeyðingu teknar til greina. Taka verður tillit til þess að margt fólk hefur þörf fyrir að eiga og umgangast skepnur og ber að miða skipulagningu við það. 8. Húsnæðismál Við viljum að bæjarfélagið standi fyrir byggingu á hentugu en íburðarlausu húsnæði, sem selt yrði eða leigt á kostnaðarverði. Við teljum einnig nauðsyn- legt að skipuð verði sjálfstæð húsaleigunefnd, eins og skylt er samkvæmt nýju húsaleigulögunum. Einnig þarf bæjarfélagið að efla hagkvæmari lánastarfsemi til íbúðabyggjenda og auðvelda fólki þannig að eignast húsnæði. 9. Atvinnu'Og kjaramál í kjaramálum beinist stefna okkar annars vegar að því, að aflétt verði því misrétti kynja, sem ríkir á vinnumarkaði, og hins vegar þeirri vinnuþrælkun sem viðgengst og skaðar fjölskyldulíf margra og leggur auk þess á konur tvöfalt vinnuálag. Við teljum að rétt sé að stefna beri að því, að leggja niður yflrvinnu, en hækka dagvinnulaun sem nemur því, og stuðla þannig að því að dagvinnulaun nægi. Þá teljum við brýnt að koma til móts við þarfír smábarnaforeldra með sveigjanlegum vinnutíma, þar sem því verður við komið. Nauðsynlegt er að huga betur en áður að vinnuaðstöðu og umhverfí á vinnustöðum, einkum er brýnt að auka eftirlit og heilsugæslu, í því skyni að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma og ráða bót á þeim sem fyrir hendi kunna að vera. Tryggja verður rekstur verndaðra vinnustaða og að öryrkjar sem þess óska geti fengið vinnu viðsitt hæfi á almennum vinnustöðum. Þá er nauðsynlegt að öryrkjar geti orðið fullgildir félagar í stéttarfélögum. Bærinn gangi á undan með góðu fordæmi og ráði fólk með skerta starfsorku á sínum vinnustöðum. Atvinnumál bæjarins eru afar mikilvæg, ekki síst fyrir konur, sem lítt hafa ráðið þar stefnunni til þessa. Það er eindregin skoðun okkar, að stóriðja við Eyjafjörð sé ekki sú leið í atvinnumálum, sem hentar bænum okkar. Þess í stað teljum við að leggja beri áherslu á að byggja upp og efla almennan iðnan, sem byggir á því sem fyrir er og notar heimafengin aðföng. Styrkja þarf rekstrar- grundvöll þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. einkum hinna smærri og meðalstóru, og leita þarf nýrra atvinnuleiða með rannsóknum og athugunum. Við álítum mikilvægt, að litið verði á Eyjafjarðar- svæðið sem eina heild við uppbyggingu atvinnu- veganna. I því skyni þarf að efla samvinnu við nágrannabyggðirnar. Við teljum að stefna beri að því, að Akureyri verði miðstöð viðskipta og þjónustu fyrir Norðurland allt og raunverulegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Þessvegna ber að vinna að því, að ríkisstofnanir eða útibú þeirra verði fluttar til Akureyrar, svo og sumardeildir og rannsóknarstofnanir háskólans. 10. Samskipti. Mikið skortir á, að samskipti bæjarins við nágrannabyggðirnar séu eins góð og æskilegt væri, og fögnum við því mjög nýstofnaðri samstarfs- nefnd um svæðisskipulag Akureyar og nágrennis, með þátttöku allra hreppa við Eyjafjörð og kaupstaðanna, Dalvíkur, Akureyrar og Olafs- fjarðar. Við viljum að allir aðiljar þessarar samstarfsnefndar verði jafnréttháir, og enginn geti drottnað þar yfir öðrum í krafti stærðar sinnar. Hlutverk þessarar nefndar verði að fjalla um og gera tillögur um skipulagsmál svæðisins, atvinnu- uppbyggingu, orkumál, umhverfísmál og önnur þau mál, er þurfa þykir. Við styðjum aðild bæjarfélagsins að Fjórðungs- sambandi Norðlendinga og teljum sjálfsagt aðefla samstarf sveitarfélaganna í fjórðungnum e.t.v. á kostnað samstarfs sveitarfélaganna yfír landið allt. Við teljum þó sjálfsagt að halda áfram aðild að Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hins vegar leggjumst við eindregið gegn stofnun launanefndar þess, sem ætlað er að sameina alla samningagerð sveitarfélaganna í landinu við starfsfólk sitt. Slíkt mundi til dæmis þrengja mjög svigrúm bæjarins til að gera sérstakar úrbætur á ríkjandi misrétti kynjanna, með tilliti til launa, starfsvals og atvinnuöryggis. Vinabæjartengsl við erlenda kaupstaði þurfa að breytast þannig, að hinn almenni borgari verði þar þátttakandi. Mætti þá hugsa sér, að hin ýmsu áhuga- og hagsmunasamtök í bænum sæju um mestan hluta framkvæmda við þessi tengsl með aðstoð og fyrirgreiðslu bæjarins. ■ ' . V, ■ I ■■ KJÓSUM KONUR - 5

x

Kjósum konur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjósum konur
https://timarit.is/publication/1251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.