Kjósum konur - 21.12.1981, Síða 8
KJOSUM KONUR
Útgefancli: Áhugahópur um kvennaframboð á Akureyri
Útgáfunefnd: Vala Valgarðsdóttir (ábm)
Rósa Júlíusdóttir
Guðmundur Sæmundsson
Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar
Dagsprent
Bestu þakkir til auglýsenda og annarra sem aðstoð-
uðu við útgáfu blaðsins.
JÓLAGLÖGGí
MIÐBÆNUM
Aðstandendur kvennaframboðs Bæjarbúar - bragðið á
ins bjóða bæjarbúum upp á jóla- óáfengu jólaglöggi kvennafram-
glögg í miðbænum á Þorláks- boðsins. Fjölmennið í miðbæinn
messu frá kl. 16.00. á Þorláksmessu!
STUÐNIN GSF ÓLK
HAPPDRÆTTI
KVENNAFRAMBOÐS
Dregið hefur verið í happdrætti kvennaframboðsins. Upp komu
eftirtalin númer:
1. vinningur: SONY hljómflutn-
ingstæki, miði nr. 950.
2. vinningur: SONY stereo
útvarp, miði nr. 1801.
Nánari upplýsingar í síma 22456.
3-5 vinningur: Vöruúttekt í
Radiovinnustofunni Kaupangi
fyrir 1000 kr.,miðar nr. 3668,
177f og 36.
Kvennaframboðið hefur þörf
fyrir fúsar starfshendur sem
vilja taka þátt í baráttunni með
okkur á einn eða annan hátt,
mikið eða lítið, sjaldan eða oft.
Þær sem starfa í kosninga-
undirbúningnum hafa skipað
sér í nokkrarstarfsnefndir(nöfn
formanna eða tengiliða í
svigum):
Stjórn og framkvæmdanefnd
(Þorgerður Hauksdóttir, sími
23560).
Uppstillingarnefnd (Gunnhild-
ur Bragadóttir, sími 22054).
Útgáfunefnd (Vala Valgarðs-
dóttir, sími 22406).
Fjármálanefnd (Svava Aradótt-
ir, sími 22456).
Stefnuskrárnefnd (Sigfríður
Þorsteinsdóttir, sími 24507).
Vegna framhalds starfsins
vantar fólk til að starfa í þessum
nefndum eða með þeim og til að
gefa þeim góðar hugmyndir, svo
og til að vinna önnur störf sem
að ber.
Kosningasjóður framboðsins
er næstum tómur ennþá. Þeir
sem vilja fá að vera með í að
hressa hann við, geta haft
samband við fjármálanefndina
Bætum umhverfið í bænum okkar!
Starfshópur um stefnu í umhverfismálum: *
Loftmengun.
1. Fylgst verði náið með loft-
mcngandi starfsemi (verk-
smiðjum) á Akureyri.
Hreinsitæki verði hið fyrsta
sett á Malbikunarstöðina,
og viðeigandi ráðstafanir
gerðar ef hreinsun í Krossa-
nesverksmiðjunni reynist
ónóg.
2. Loftmengunafvöldumbíla
á götum bæjarins verði at-
huguð og ráðstafanir gerðar
til að draga úr henni.
Sjávar- og vatnsmengun.
1. Komið verði í veg fyrir að
skólp renni i ár og læki í
bæjarlandinu.
2. Stefnt verði að því að koma
á fót fullkominni hreinsun
á öllu skólpi og öðru að-
fallsvatni sem leggst til i
bænum fyrir árið 1990.
3. Leitað verði samstarfs við
önnur sveitarfélög í Eyf. um
að halda Eyjafirði hreinum,
með þvi að þau geri sam-
svarandi ráðstafanir.
Sorphaugamál, endumýt-
ing o. fl.
1. Umgengni og eftirlit við
sorphaugana í Glerárdal
verði stórlega bætt og tekið
fyrir að fjúki úr þeim eða
renni ofan í Glerárgil.
2. Glerá og Glerárgil verði
hreinsað af rusli eftir því
sem mögulegt er. Rusla-
haugar sem víða eru í bæjar-
landinu verði fjarlægðir eða
safnað á einn stað. (Sbr.
ábendingar náttúruvernd-
arnefndar Ak.)
3. Stefnt verði að aðskilnaði
(flokkun) sorpsins í bænum
og endurnýtingu á málmum
trjáviði, pappír, gleri o.s.
frv. Það sem ekki verður
nýtt þannig verði brennt
eða notað til áburðarfram-
leiðslu í sorpeyðingarstöð
sem komið verði upp í félagi
við nágrannabyggðir (ekki
síðar en 1985).
4. Bæjarfélagið leggi sinn
skerf af mörkum til að
koma á fót áætlaðri stál-
bræðslu, til nýtingará brota*
járni.
5. Reynt verði að hafa áhrif á
fyrirtæki og verslanir til að
draga úr því mikla magniaf
alls konaróþörfum umbúð-
urfi sem nú tíðkast.
Hávaðamengun.
1. Hávaði verði athugaður á
helstu umferðargötum í
bænum og reynt að draga úr
honum, sérstaklega að næt-
urlagi. Framfylgt verði á-
kvæðum í lögreglusam-
þykkt bæjarins er lúta að
þessu.
Stóriðja.
1. Hugmyndir um stóriðju
(stóra málmbræðslu, álver)
í Eyjafirði samræmast ekki
þeirri stefnu að byggja
upp heilbrigt mannlíf í
eðlilegu umhverfi. Náttúru-
skilyrði (landslag/veðurfar)
í héraðinu er þannig að jafn-
vel hin minnsta mengun frá
slíku fyrirtæki gæti orðið
afdrifarík.
Húsdýrahald og beit.
1. Stefnt skal að því að bú-
skapur (sem atvinna) hald-
istá þeim jörðum í umdæmi
bæjarins sem ekki er brýn
þörf að nýta í öðrum til-
gangi. (í stað þess að
leggja þær undir hrossarækt
bæjarbúa).
2. Tómstundabúskapurísmá-
um stíl verói viðurkenndur
þáttur bæjarlífsins og fullt
tillit tekið til hans viðskipu-
lag bæjarins framvegis, ekki
einungis í útjöðrum þétt-
býlisins, heldur einnig inn-
an bæjar í sérstökum hverf-
um, þar sem leyft verði að
hafa gripahús við íbúðar-
húsin eða nálægt þeim.
3. Setja skal reglur um eðli-
legan fjölda beitargripa í
umdæmi bæjarins, er miðist
við beitarþol landsins og
æskilega beitarfriðun. Jafn-
framt verði settar reglur um
hámarksfjölda beitargripa
(hesta, kinda og kúa) sem
hver einstaklingur eða fjöl-
skylda í bænum má eiga.
4. Viss svæði í umdæmi bæjar-
ins verði alfriðuð fyrir beit
a.m.k. um tíma, svo sem
Glerárgil, Kjarni og önnur
skógræktarsvæði, ýmis
klettaborgasvæði o.s.frv.
(Sjá næstu kafla).
Skógrækt, garðyrkja, úti-
vist.
1. Brekkurnar, Eyrarlandstún
og Búðargil (Lækjargil)
verði skipulögð sem eins-
konar lystigarður eða trjá-
tegundagarður (arboretum)
til alhliða útivistar fyrir
bæjarbúa. (Sbr. tillögur
Skógræktarfélags Eyfirð-
inga og Garðyrkjustjóra).
2. Skógræktar- og útivistar-
svæði í Kjarna verði stækk-
að og fært út eftir hlíðinni
fyrir ofan Suðurbæinn (Eyr
arlandsháls) allt að Gler-
árgili og tengt skógræktar-
svæði milli gilsins og Hlíð-
arbrautar, þannig að skóg-
arbelti myndist utan um
bæinn. (Sbr. tillögur í til-
efni af Ári trésins 1980).
Verði þetta skúgarbciti einn-
ig nýtt til útivistar, tóm-
stundabúskapar o.fl.
3. Reynt verði að ná samn-
ingum við landeigendur og
viðkomandi sveitarfélög
um samsvarandi nýtingu
Vaðlaskógarreitsins og
stækkun hans.
Landvernd, friðlýsing o.fl.
1. Við skipulagningu bæjarins
skal leitast við að varðveita
megineinkenni landslagsins
í bæjarlandinu, svo sem
brekkurnar, borgarsvæðin
(klettaborgir) og strand-
lengjuna (Mikið af henni
hefur verið eyðilagt).
2. Kosta ber kapps að varð-
veita Leiru- og Hólma-
svæðið (ásamt Akureyar-
polli, sbr. kafla um meng-
un) sem einstætt fuglaland
í grennd við þéttbýli. Forð-
ast skal frekari framk-
kvæmdir um breytingar á
þessu svæði (þar með tal-
inn Leiruveg) og reyna að
bæta fyrir unnin spjöil (m.a.
með því að greiða fuglum
aðgang að Leirutjörninni).
3. Glerárgilberaðverndaeftir
föngum og friðlýsa hluta
þess. Það verði hreinsað hið
fyrsta og jarðrask á börm-
um þess lagfært eins og
hægt er. (Sbr. kaflann um
mengun). Hætt verðiaðaka
mold í hvammana o.s.frv.
Stefnt verði að því að flytja
þaðan ýmsa starfsemi sem
veldur mengun í gilinu og
ánni (Sorphauga, Malbik-
unarstöð, Steypustöðvar o.
n.).
4. Krossanesborgir skal varð-
veita sem fjölbreytt kletta
(borgaF, mýra- og tjarna-
svæði, sem lítið hefur verið
raskað. Sömuleiðis klett-
ana og ströndina milli
Sandgerðisbótar og Krossa
nesvíkur (Sandgerðis- og
Bárufellsklappir).