Kjósum konur - 03.12.1982, Side 6

Kjósum konur - 03.12.1982, Side 6
Úr lögum um byggingu ogreksturdagvistarheimilafyrirbörn frá 1976: „Markmiðið með starfsemi dagvistarheimila er að gefa börnum kost á að njóta handleiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldismálum og búa þeim þau uppeldisskilyrði er efli persónulegan og félagslegan þroska þeirra“. Kvenfélagið Hlíf stóð fyrir byggingu Pálmholts á sínum tíma með miklum dugnaði og rak þar barnaheimili yfir sumar- mánuðina frá 1950 fram til haustsins 1971 þá var Akureyrarbæ afhent húsið og hefur síðan annast reksturinn. Barnaverndarfélag Akureyrar byggði leikskólann Iðavöll, árið 1959 og er það fyrsta dagvistin sem starfrækt er allt árið. Barnaverndarfélagið rak leikskólann frá 1959 til 1974, engaf hann Akureyrarbæ árið 1975. Akureyrarbær hefur séð um reksturinn síðan. Akureyrarbær hefur ekki rekstur dagvistar fyrr en Hlífar- konurafhenda PálmhoUárið 1971. í júní 1974hóf Akureyrar- bær rekstur leikskóla í Árholti í húsnæði gamla barnaskólans í Glerárhverfi sem byggður var 1935. Barnaverndarfélagið afhendir Akureyrarbæ Iðavöll 1975. Lundarsel, sem hóf rekstur í ágúst 1979, er því fyrsta dagvistin sem Akureyrarbær lætur byggja sem slíka og svo Síðusel sem hóf starfsemi 1. nóv. 1981. Opnunarhátíð í Pálmholti í dag eru í bænum 4 leikskólar og 2 dagheimili fyrir börn á forskólaaldri. Iðavöllur, Árholt og Lundarsel sem eru tveggja deilda leikskólar. Síðusel er með tvær leikskóladeildir og eina dagheimilisdeild. Pálmholt er eingöngu dagheimili. Á þessum dagvistum eru pláss fyrir 394 börn. Einnig er dagheimilið Stekkur sem er fyrir börn starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins og fellur rekstur þess undir sjúkrahúsið. Á biðlista á dagvistir hjá Akureyrarbæ voru 20. okt. s.l. 253 börn, þau sem ekki hafa aldur eru 111. Á þessu ári eru nú komnar 270 umsóknir og er það svipað og á sama tíma í fyrra. Jólaball á Iðavöllum Úr lögum. „Ríkissjóður greiðir stofnkostnað fullbúins dagvistarheimilis að hálfu og skal þessi kostnaður greiðast á fjörum árum, en þó þannig, að kostnaðarhluti byggingaraðilans sé eigi minni en framlag ríkisins hverju sinni“. Ríkissjóður greiðir ekki rekstur. Rekstrarkostnaður skipt- ist milli sveitarfélags og foreldra. Hluti bæjarins er um 60% - Hluti foreldra um 40%. Frá 1. nóv. 1982, eru gjöld dagvista þessi: Frá 1. nóv. 1982, eru gjöld dagvista þessi: Leikskcdar 4 klst. á dag kr. 800 pr. mán. Leikskólar 5 klst. á dag, kr. 1.000 pr. mán. Dagheimili f. einst. foreldra 8 klst. á dag kr 1 300 nr mán Dagheimili f. aðra 8 klst. á dag kr! L950 pn mám Síðusel, „hádegisbörn" 5 klst. á dag kr. t.200 pr. mán. í dag eru gjöld til dagmæðra kr. 13.80 klst. 8 tímardagl. í 22 daga = 2.428.80 fyrir utan fæði sem er 40 kr. fyrir heilan dag. Bærinn gr. 47% af gjöldum fyrir einst. foreldra. Aðstaða fyrir börn með sérþarfir í lögum um aðstoð við þroska- hefta frá 1979 stendur: „Veita skal þroskaheftum þjónustu á almennum stofnun- um að svo miklu leyti sem að unnt er“. „Búa skal þannig að almenn- um stofnunum að þeim sé kleift að annast slíka þjónustu“. Stofnanir fyrir þroskahefta skulu m.a. vera „deildir tengdar dagvistarstofnunum og leik- skólum“. Hugmyndafræði að blöndun (samskipan) liggur greinilega að baki þessum lögum. Þ.e.a.s. að allir eigi sama rétt til þjónustu hinna almennu stofnana sam- félagsins óháð fötlun og þjóð- félagsstöðu og að fullt tillit sé tekið til sérþarfa einstaklingsins. Hvemig háttar þessum málum nú? Um árabil hafa börn sem á ein- hvern hátt víkja frá eðlilegum þroska eða eru alveg á mörkum þess að fylgja því sem eðlilegt er talið haft forgang að dvöl á dagvistum bæjarins. Hér er um að ræða þroskaheft börn, hreyfi- eða málhömluð og börn með geðræn eða félagsleg vandamál. Ef um verulegt frávik er að ræða er ráðinn sérstakur starfsmaður með barninu en það gildir alls ekki um öll forgangsbörn. Ráð- gjafarþjónusta til starfsfólks dagvista hefur aukist til muna hin síðustu ár en betur má ef duga skal. Að hveiju eigum við að stefna? Geta öll börn nýtt sér dvöl á dagvist ef aðstaða er fyrir hendi? Ef svo er hvernig þarf þá aðstaðan að vera? Þarf þjálfunaraðstaða að vera til staðar á öllum dagvistum? Ef svo er, hvernig þyrfti þá aðbúnaður að vera? Er nægjanlegt að ein dagvist sé betur útbúin m.t.t. þjálfunar- aðstöðu, hjálpartækja o.s.frv.? Hvað um sérfræðilega ráðgjöf og meðferð? Þarf bærinn e.t.v. að ráða sérmenntaðan starfsmann til þess að sinna þessum þætti? Þrátt fyrir að sérþarfabörnum sé sinnt á dagvistum bæjarins þá er allsstaðar léleg aðstaða til þess að taka börn út úr hópnum í þjálfun. Dagvistir framtíðar- innar verða að taka fullt tillit til allra barna sem þar eiga þjón- ustu að njóta. Áugljóst er að stórátak þarf til, þannig að þessum málum verði sinnt sam- kvæmt lögum. DAGVISTIR Hverjir eru kostirnir sem foreldrum bjóðast í dag? 1. Annað foreldrið vinnur heima og sér um uppeldi barnanna. Þetta þýðir að fjölskyld- an verður að lifa af einum launum og að ein- stæðir foreldrar eru sjálfkrafa útilokaðir frá þessum möguleika. 2. Foreldrar vinna hálfan daginn utan heimilis og skipta með sér heimilisstörfum og upp- eldi barna. 3. Foreldrið/foreldrarnir vinna utan heimilis °g: A. Börnin eru hjá dagmömmu. B. Börnin eru á dagvist hálfan eða allan daginn. Gróft yfirlit yfir þróun uppeld- ismála á dagvistarstofnunum og á hvaða þætti hefur verið lögð megináhersla á hverjum tíma. 1940 - Mest áhersla lögð á hreinlæti og reglusemi. 1950 - Farið að huga að heil- brigðis- og hollustu- kenningum. 1960 - í viðbót við framan- greint kemur ástúð, traust og umhyggja. 1965 - Sálfræðilegar kenning- ar ryðja sér til rúms, örvun, upplifun, virkni og þroski einstaklings- ins. 1975 - Atferlisstefnur. - Fram koma stefnur um atferl- ismótun, farið er að beita umbun, refsingu o.þ.h. 1977 - Uppbygging mark- miða, sem byggjast á kenningum um samspil barna, fullorðinna og umhverfis. Viljum við leita annarra leiða? Engar tvær manneskjur eru eins og þarfirnar því mismunandi. Þess vegna er óhugsandi að ætla að sama uppeldisformið henti öllum börn- um. Ætti því ekki að stefna að því að allir for- eldrar og börn þeirra hafi möguleika á að velja það gæsluform sem hentar þeim best? Þetta gæti þýtt: 1. Að sá sem vinnur heima fær laun frá ríki eða bæ einhvern tíma meðan börnin eru ung, samsvarandi þeirri upphæð sem dagvistar- pláss kostar viðkomandi stjórnvöld. 2. Greitt verði með þeim börnum sem eru í gæslu dagmæðra á sama hátt og ef barnið vistast á dagvist. 3. Framboð á dagvistarplássum svari eftir- spurn. Höfum það hugfast að dagvist og fjöl- skyldulíf geta bætt hvort annað upp en annað getur ekki komið í staðinn fyrir | hitt! 6 - KJÚSUM KONUR

x

Kjósum konur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjósum konur
https://timarit.is/publication/1251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.