Kjósum konur - 03.12.1982, Blaðsíða 8

Kjósum konur - 03.12.1982, Blaðsíða 8
Það er ekki allt sem sýnist þegar litið er til þeirra markmiða sem skólastarf hefur að leiðar- ljósi. Hin opinberu markmið er að finna í lögum og námsskrám, en skólinn hefur einnig önnur markmið sem hvergi eru skráð. Þau eru oft nefnd dulda náms- skráin. Segja má að allt sem við kennarar höfum fyrir nemendum okkar í skóla með viðhorfum okkar, talsmáta og framkomu tilheyri duldu námssljránni, einnig val okkar á þekkingu eða umfjöllunarefni sem gert er að námsefni. Við veljum eitt en höfnum öðru og opinberum þar með ákveðið gildismat. Stað- setning skóla, skipulag og niður- röðun námsbrauta, t.d. á fram- haldsskólastigi, endurspeglar ákveðin viðhorf. Val á kennur- um, starfsaðstaða þeirra og kjör byggjast einnig á ákveðnu gildis- mati. Húsnæði skóla, innbú og fyrirkomulag húsbúnaðar gegn- ir sínu hlutverki sem aðrir þættir. Að ekki sé talað um vinnuaðferðir skóla og mat á vinnu nemenda. Allt þetta til- heyrir duldu námsskránni og miklu fleira. Hér er í raun um að ræða alla hugmyndafræðina að baki skólastarfinu. Til nánari útskýringar verða hér nefnd nokkur dæmi. Nem- andi kemur í skóla og sér fyrir sér hvítmálaða byggingu, engin gluggatjöld, ekkert skraut eða blóm, engin leikföng. Hann eða hún er e.t.v. að velta fyrir sér hvað sé skólaganga og menntun. Áhrifin eru undirstrikun á skörpum skilum á milli heimilis- hlýju og leikja eða daglegs lífs annars ' egar og menntunar og skóla hins vegar. Niðurröðun einstaklingsborða í röðum í skólastofu sýnir að skólinn metur einstaklingsvinnu meira en hópvinnu. Stundataflan með yfir 20 lesgreinatíma, alla fyrir hádegi, en handmenntir í tvo tíma á viku eftir hádegi niðri í kjallara eða í öðru húsi gerir greinarmun á gildi huglægs og verklegs náms. Skipulag framhaldsnáms með yfirgnæfandi meirihluta náms- brauta, þar sem aldrei þarf að nota hendurnar nema til að skrifa með, gjörsamlega án til- lits til þarfa þjóðfélagsins eða þeirra starfa sem verið er að búa nemendur undir, bergmálar ákveðin viðhorf og gildismat. Að ekki sé minnst á fjölda vandasamra starfa í þjóðfélag- inu sem ákveðið hefur verið að skóli þurfi ekki að búa nemend- ur undir. Hvers vegna þarf t.d. þriggja ára framhaldsnám til að verða sjúkraliði, þ.e. vinna við þjónustustörf á sjúkrahúsi, en allir geta orðið fiskiðnaðar- og útgerðarmenn án nokkurs fram- haldsnáms? Það er munur á stöðu sjúkrahúss ogfiskvinnslu- húss. Dæmin úr duldu námsskránni eru óþrjótandi og allt í kringum okkur. Umfang hennar er efa- laust miklu meira en hinnar opinberu námsskrár og áhrif að sama skapi dýpri og varanlegri. Hinir ýmsu þættir duldu náms- skrárinnar eru misvel sýnilegir. Það er mikilvægt að draga þá fram í dagsljósið og reyna að gera sér grein fyrir áhrifum þeirra og mikilvægi. Hér er um hápólitískt mál að ræða. Ef flokka ætti góða og vonda þætti duldu námsskrárinnarertrúlegt að skoðanir manna yrðu all mjög skiptar, eins og gerist með aðra þætti þjóðfélagsmála. I þessari grein verður fjallað um mismunandi meðhöndlun duldu námsskrárinnar á nem- endum eftir stétt og kyni. Úr niðurstöðum rannsókna Sigurjóns Bjömssonar Við íslendingar státum okkuraf því að hér á landi sé stéttaskipt- ing minni en annars staðar og jöfnuður allur meiri. Allir hafi. sömu möguleika til náms, allir grunnskólar bjóði upp á sama námsefni og geri sambærilegar kröfur og framhaldsskólar séu öllum opnir. Allt lítur þetta vel út, en þegar grannt er skoðað er jöfnuðurinn ekki eins mikill og við viljum vera láta. Því til stuðnings höfum við niðurstöður vísindalegra rannsókna. I bók sinni „Börn í Reykja- vík“ útg. 1980, segir Sigurjón Björnsson prófessor frá athygl- isverðum niðurstöðum umfangs- mikilla rannsókna sem unnar voru af honum og samstarf- mönnum hans og hófust árið 1965. Lítum á örfáa þætti þessara niðurstaðna og þáeink- um þá er lúta að menntun þeirra einstaklinga sem rannsóknin náði til og tengsl menntunar við stétt og kynferði. Aðstöðumunur milli kynja og stétta Þegar borin er saman menntun og stétt kemur í ljós að milli 70 og 80% barna úr verkalýðsstétt ná hæst 2 menntunarstigi af fjórum (gagnfræða- og starfs- nám), en 14,3% barna úr hæstu stétt nema staðar við sama þrep. Einnig kemur fram að 64% barna feðra á 1. menntunarstigi (barnapróf eða minna) ná ekki upp fyrir 2. menntunarstig og aðeins 8% þeirra fara í háskóla- nám. Aftur á móti fara tæplega 60% barna háskólamenntaðra feðra (4.stig) í háskóla og 14% þeirra stoppa við 2. menntunar- stig. Ekki er greint á milli stelpna og stráka, en öllum er kunn mismunandi skólaganga kvenna og karla. Þegar borin er saman breyting munnlegra greindar (samkvæmt greindarprófum) eftir aldri kemur fram marktækur munur á kynjum og stéttum. Drengiraf öllum stéttum sýna framfarir þegar þeir eldast, en miðstéttar- drengirnir hækka mun meira en lágstéttardrengirnir. Miðstéttar- telpur, aftur á móti, standa í stað í GV við hækkandi aldur þegar miðað er við drengi, en lágstéttartelpur lækka. Mismun- ur GV kynjanna eftir stétt fer vaxandi með aldri. Þetta má túlka sem vísbendingu um mis- góð þroskaskilyrði stétta og kynja trúlega bæði á heimili og í skóla. Við athugun á GV kemur einnig í ljós að á lægsta GV bilinu (af fimm) eru drengir tölvert fleiri. Á næsthæsta bilinu eru telpur aftur á móti fleiri. Við samanburð á GV drengja og telpna og starfsstétt föður (sex stéttir) kemur í ljós að í 1. og 5. stétt eru stúlkurnar hærri en drengirnir, en í öðrum stéttum eru drengirnir hærri og er munurinn mestur í 6. stétt. Gildi slíkra greindarmælinga er umdeilt, en engu að síður leiða þessar niðurstöður hugann að því að þroskaskilyrði séu ekki jafngóð fyrir bæði kynin og jafnframt það að hlutdeild erfða í GV séu minni en sumir hafa hingað til ætlað. Sú staðreynd er einnig alkunn að kröfur og væntingar til telpna eru ekki þær sömu og til drengja. Þeir fá fremur hvatningu til athafna sem leiða til góðs námsárangurs en stúlkurnar, sem ekki er ýtt til afreka á þeim sviðum. Getur skólinn verið hlutlaus? Frammi fyrir þessum mikla aðstöðumun sem virðist vera á milli stétta og kynja vaknar sú spurning hvort skólinn geti við þessar aðstæður verið hlutlaus stofnun opinn öllum jafnt. Hvaða þátt á skólinn e.t.v. í þeim gífurlega aðstöðumun sem hér kemur fram? Er skólinn fær um að jafna þennan mun? Eða leggst hann á eina sveif með þeim öflum sem orsaka þennan mun eða jafnvel eykur hann? And- spænis þessum niðurstöðum læðist óneitanlega að sá grunur að skólinn hljóti að eiga ein- hverja aðild að þeim mikla mun sem virðist vera á menntunar- stöðu stétta og kynja. Það ætti að vera bæði foreldrum og skólamönnum umhugsunarefni, einkum þar sem bilið á milli stétta, hvað menntun barnanna varðar, breikkar frekar en hitt, þrátt fyrir allar félagslegar framfarir og stóraukna mögu- leika á menntun. Dulda námsskráin og stétt Þar sem millistéttar- og hástétt- arbörnum virðist ganga betur í skóla en lágstéttarbörnum burt- séð frá greind, er ekki fráleitt að draga þá ályktun að skólinn höfði síður til lágstéttanna. Sú staðreynd að lágstéttarbörn fara frekar í lágstéttarstörf og milli- stéttarbörn fara í millistéttar- störf þrátt fyrir að þeim er ætlað að öðlast sams konar reynslu af skólagöngunni, bendir til þess að skólinn viðhaldi aðeins stéttamynstrinu en vinni ekki gegn því. Kennurum er vel ljóst að þeim gengur misvel að kenna nem- endum sínum. Sumir taka mjög vel við en aðrir virðast ekkert 8 - KJÖSUM KONUR ' innbyrða af því sem fyrir þá er lagt. Við köllum þau ýmsum illum nöfnum en ræjðum sem minnst vanda þeirra. Eg ætla nú að velta eilítið vöngum yfir þessum hópi. Vandræðagemlingamir Hver þekkir ekki hópinn sem er á móti öllu, einkum ef þeim finnst þau beitt valdi. Andstöðu sína láta þau í ljósi með ákveðnu hátterni, og oft hárgreiðslu og klæðaburði („I hate school“ á úlpunni!). Þau halda stíft hóp- inn í klíkunni sem er í reynd undirstaða og uppspretta and- stöðunnar. Þeim er lífsnauðsyn- legt að hittast daglega (það er kannski það eina sem hvetur þau til að mæta í skólann, mega ekki missa af neinu!), þau þróa með sér sérstakan „ofsalega töff“ talsmáta og framkomu. Það er hlegið að öllu. Mest gaman er að fara um göturnar og gera smá vandræði. Káfað er á öllum hlutum og^ hrindingar eru tjáningarmáti. I skólanum reyna þau í lengstu lög að koma í veg fyrir að vera látin vinna, þau „misskilja“, snúa út úr og eru óþolinmóð. Hvert penna- strik er kvöl. Þau finna ekki gleði í einstaklingsvinnu í róleg- heitum. Hámarkið er að vera á skrá. Hópnum er mikið atriði að sýna kúristunum og kennurun- um að hann er aðgreindur frá skólanum, lifir og hrærist í öðrum og „æðri“ lífsstíl, hinum „raunverulega heimi“. I duldu námsskránni segir að berjast eigi gegn þessum hópum. Þau eru kölluð „óskólahæf“. Því meira sem skólinn þrýstir á þessa nemendur því meiri eru oft á tíðum ólætin, andstaðan og jafnvel skemmdirnar. Þetta eru þeirra viðbrögð við gildismati sem ekki höfðar til þeirra. Þeim er vel ljóst að skólamenntun er algerlega óþörf í þeim störfum sem þau þekkja og telja sig munu vinna. „Öll störf“ eru í eðli sínu lík að þeirra mati, það er brúna umslagið á föstudögum sem skiptir máli. Þegar foreldrarnir koma í skólann heyra þeir hvað börnin þeirra eru slæm og hvað skólinn hefur gert þeim gott. Þeir heyra ekkert um hvað skólinn hefur gert þeim vont! og spyrja heldur ekki um það. Hvaða gildismat er ofan á? Höfum við leitt hugann að því að það geti verið að skólinn höfði alls ekki til þess hóps, t.d. vegna þess að reynsla þeirra og menn- ingararfleifð er önnur en milli- stéttarinnar sem mótar skólann? Er e.t.v. dulda námsskráin að reyna að þvinga upp á þetta fólk gildismati sem er þeim víðs fjarri og þau eru alls ekki tilbúin að taka við? Hver getur sagt hvaða gildismat er best eða mest virði? Foreldrarnir gera sér e.t.v. að vissu leyti grein fyrir mismunun- inni sem börn þeirra verða fyrir. Viðbrögðin eru réttilega and- staða við skólann. Viðhorf barna til lífsins, skólans og umhverfisins ákvarðast af þeim sem næstir þeim standa, þ.e. foreldrum eða staðgenglum beirra en ekki kennurum. Hræðsla við framandi stofn- un, sem dæmir ákveðna einstakl- inga til að tapa, vekur reiði. Skólinn er ekki gagnrýndur upphátt eða opinberlega, enda ekki skapað rúm til þess, og menn spyrja ekki af hverju þeir séu hræddir og reiðir. Námsárangur Farsælu nemendurnir í skólan- um trúa því að þeim gangi vel af því þeir vinni vel, hafi sjálfsaga og metnað. Þeim hentar vel að sitja í röðum, hlusta og horfa á bakið á næsta manni. Einstakl- ingsvitund þeirra er sterkari en hópvitundin. Þeim er ekki ljóst að skólinn tilheyrir sömu stétt eða menningararfleifð og þau og m.a. þess vegna aðlagast þau þokkalega vel. Þeir „lélegu“ trúa því að þeir séu mislukkaðir og að mistök þeirra stafi bara af þeirra eigin aumingjaskap. Þeir vita ekki að kerfið er ekki fyrir þá og að skólinn hefur sem markmið að viðhalda menningu eða menningararfleið sem er ekki þeirra. Kynbundin mismunun Við upphaf skólagöngu eru stelpurnar betri en strákarnir. Verkefnin, sem eru lestur, fönd- ur og rólegir leikir, höfða frekar til reynslu stelpnanna. Það líður smá tími þangað til strákarnir sjá námið sem karlmannlegt verkefni og hluti þeirra fer að tengja námið frama síðar í lífinu. Það líður líka smá tími þangað til stelpurnar skilja að vinna er ekki þeirra aðaltak- mark og að það er fremur ókvenlegt að streða of mikið eða að ná góðum árangri. Rann- sóknir erlendis hafa sýnt þessa afturför eða stöðnun stelpna á ákveðnu skeiði unglingsáranna. Hvað gerir skólinn til að vinna gegn eða fyrirbyggja þessa stöðnun? Getur verið að hann örvi hana frekar með vali náms- efnis, mati á greinum, karlkyns kennurum (stelpurnar hafa færri samkynja fyrirmyndir þegar ofar dregur í skólakerfinu) og annars konar væntingum til strákanna. Eg vil nefna nærtækt dæmi til skýringar. Mikilvægt er fyrir hvern einstakling að finna sinn stað í fortíð og nútíð. Sagnfræði, eins og hún hefur verið iðkuð lengst af, hefur að lang mestu leyti beinst að «ögu hvítra karlmanna. Karlkynseinstakl- inga og verka þeirra er getið. Þar eru með taldir landvinningar og stríð sem talin eru meðal helstu mótandi afla sögunnar. Kvenna er sárasjaldan getið, hvað þá að tíunduð sé afrek verkalýðsstétt- arinnar - karla og kvenna; hvítra, svartra og gulra - sem í reynd hefur skapað söguna. Þessi takmörksögukennslunnar hafa án efa haft djúptæk ómeð- vituð áhrif á sjálfsvitund stúlkna af öllum stéttum og drengja úr verkalýðsstétt. Það hefur verið sagt að skilyrði þess að skilja sjálfan sig sé að gera sér grein fyrir sögu sinni. Fyrst þegar menn finni fast land undir fótum í þeim efnum, sé þroskaskilyrðum full- nægt. Framhald á bls. 11

x

Kjósum konur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjósum konur
https://timarit.is/publication/1251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.