Kjósum konur - 03.12.1982, Qupperneq 9

Kjósum konur - 03.12.1982, Qupperneq 9
„Við viljum ekki þjálfa hugsunarlausa páfagauka...“ Heimsókn í skólabókasafn Þegar við Kvennaframboðskonur vorum í barnaskóla, var skóla- bókasafn í hugum okkar flestra herbergi fullt af bókum - yfirleitt lokað eða nokkrar hillur með bókum í inni í einni kennslustof- unni. Eina erindið sem við áttum í þetta bókasafn var að fá lánaða eins og eina spennandi skáldsögu til að fara með heim að lesa. Nú höfum við hins vegar frétt að starfsemi skólabókasafna sé orðin heldur viðameiri en áður. Til að kynnast þeirri starfsemi nánar var litið inn á skólabóka- safn Oddeyrarskóla. Já - það er af sem áður var. Þarna var saman kominn hópur barna. Nokkrir hreiðruðu um sig í hægindastólum með bækur fyrir framan sig, aðrir sátu við borð, unnu verkefni, lásu eða skrifuðu, enn aðrir stóðu á gólfinu og teiknuðu stóra mynd með hjálp myndvarpa. Sumir unnu einir aðrir í hópum. Astríður Guðmundsdóttir bókasafnsfræðingur Oddeyrar- skóla var tekin tali. - Hvernig fer starfsemi skóla- bókasafna fram? Henni má skipta í 3 aðalþætti; - Kennsla í notkun safnsins og í frumatriðum bókasafns- fræðinnar. - Kennsla í efnissöfnun. Þjálfa þarf nemendur í notkun ýmiss konar handbóka s.s. orða- bóka, alfræðirita og almanaka. Einnig þarf að þjálfa nemendur í að meta gildi handbókanna t.d. að athuga aldur upplýsinga og sannleiksgildi þeirra. - Útlán á safninu til einstakl- inga eða bekkja. Útlán í bekkina eru í formi bekkjarbókasafna, lesflokka, efnissafna (safn bóka og annarra námsgagna um ákveðið efni) og sérgreinasafna (handbækur og fræðibækur í ákveðinni grein sem eru lánaðar í sérgreinastofur). - Er mikið um önnur gögn en bækur í skólasafni? Bækur eru að sjálfsögðu í miklum meirihluta. Það er skáldrit, barnabækur, kennslu- bækur og handbækur fyrir nem- endur og kennara. En að auki eru svo kölluð nýsigögn, bæði aðkeypt og unnin í skólanum. Þetta eru t.d. skuggamyndir, glærur, segulsnældur, kvik- myndir og filmuræmur. Nýsi- gögn hafa þann kost að höfða til annarra skynfæra en hið talaða og prentaða mál og getur því nýst vel þeim sem eiga við mál- eða lestrarörðugleika að stríða. I lögum um grunnskóla (1974, 42. gr.) er bent á mjög mikilvæg- an punkt þar sem segir „að öllum nemendum séu gefin sem jöfnust tækifæri til náms, jafn- Ef trén gœtu ta/að þá gœti ég talað við þau setið á greinum þeirra og spjallað við þau og þá mundi ég ekki vera einmana. Skúli 10 ára. framt því sem skólinn komi til móts við og viðurkenni mismun- andi persónugerð, þroska, getu og áhugasvið nemenda“. Einmitt í þessu sambandi er skólabókasafn ákjósanlegt hjálpartæki. Þ.e.a.s. taka tillit til einstaklingsins hvort sem hann er skarpari eða lakari en mið- lungsnemandinn sem námsskrá- in miðar við. - Hver er svo tiigangurinn með skólasöfnum? I grunnskólalögum (1974, 22. gr.) segir m.a. að skólabókasöfn skuli vera þannig búin „að þau geti gegnt því hlutverki að vera eitt af meginhjálpartækjunum í skólastarfinu.“ Tilgangurinn er því margþættur en ég vil gera grein fyrir 5 meginþáttum. - Þekkingarflóðið ergífurlegt og eitt af markmiðum grunn- skólans hlýtur að vera að gera nemendum grein fyrir hversu lítið þeir vita í raun og veru þótt þeir hafi lokið prófi í einhverri námsgrein, en jafnframt að vekja löngun til sjálfstæðrar þekkingarleitar og veita leikni í öflun upplýsinga. Nemendur verða að læra að nota bókasöfn því þeirrar kunnáttu er krafist af þeim þegar þeir koma ofar í skólakerftð og svo út í lífið seinna meir. - Sjálfstæð þekkingarleit. Skólasafn á að hafa itarleg efni tengt hverri námsgrein þannig að nemendur geti leitað nánari upplýsinga og hópar eða ein- , staklipgar unnið verkefni í tengslum við skólastarfið. Mjög æskilegt er að þjálfa nemendur í að nota aðra miðla en hið ritaða orð, t.d. myndir, hljóðritun og glærur. Við lifum á öld þar sem þessir upplýsingamiðlar eiga æ ríkari þátt í okkar daglega líft og skólinn þarf að fylgjast með tímanum og bjóða upp á þjálfun í umgengni við slík tæki. Mark- miðið með kennslu í efnissöfnun er að nemendur geti mótað spurningar, leitað upplýsinga, fengið nýjar hugmyndir og unnið úr upplýsingum. Því sjálfstæðari sem nemandi er í þekkingarleit þeim mun virkari er hann í námi sínu. - Þjálfun í samvinnu. Bóka- safnið er mjög heppilegur vett- vangur til að þjálfa samvinnu nemenda. En þegar verið er að þjálfa nemendur í hópvinnu þarf mikinn undirbúning og passa þarf vel að allir í hópnum séu virkir. Markmið með hóp- vinnu er m.a. að nemendur geti unnið með öðrum, látið í ljós skoðanir sínar og samþykkt skoðanir annarra. - Þjálfun í að gera grein fyrir niðurstöðum sínum. Heimildar- vinna á að þjálfa nemendur í að finna aðalatriðin og gera grein fyrir þeim. Við viljum ekki þjálfa hugsunarlausa páfagauka heldur fólk sem vegur og metur, dregur ályktanir og umfram allt er virkt. - I fimmta lagi er tilgangur skólasafna sá að bjóða upp á lestrarhvetjandi rit með tilliti til mismunandi þarfa nemanda. Kona - hver er ráttur þinn? 1. janúar 1981 gengu í gildi ný lög um fæðingarorlof. Frá þeim tíma eiga allar konur rétt á einhverri greiðslu i fæðingarorlofi, ýmist frá atvinnurekanda eða úralmannatryggingum. Fastráðnir ríkis- og bæjar- starfsmenn í bönkum eiga rétt á óskertum launum í þrjá mánuði. Þær konur sem ekki eiga rétt á óskert- um launum eiga rétt á greiðslum úralmannatrygg- ingum. Þetta nýja fyrir- komulag leysir af hólmi greiðslur atvinnuleysisbóta í fæðingarorlofi, og leysir jafnframt aðra atvinnurek- endur en riki og sveitarfélög og banka undan greiðslum á samningsbundnu fæðing- arorlofi, sem voru áður 3ja vikna laun í flestum tilvik- um. Lögin tryggja konum leyfi frá störfum í þrjá mánuði og leggja þær skyldur á at- vinnurekendurað veitakon- um það. í lögunum er tekið fram að óheimilt sé að segja barnshafandi konu uþþ störfum og sama gildir um Fæðingarorlof foreldri í fæðingarorlofi. Þó er sá fyrirvari gerður að uppsögn geti verið heimil ef gildar og knýjandi aðstæð- ur eru fyrir hendi. Ekki hefur reynt á þetta ákvæði svo vitað sé. Eins og áðursegireiga nú allar konur rétt á greiðslu i fæðingarorlofi, einnig þær sem ekki stunda vinnu á almennum vinnumarkaði, heimavinnandi konur, nem- ar og fleiri. Hins vegar fer uþphæðin eftir vinnu utan heimilis. Full vinna eru 1032 dagvinnustundirs.l. árogef konan hefur unnið þá fær hún 9.957 kr. á mánuði. Séu stundirnar 516 og að 1031 fær hún greiddan 2/3 hluta upphæðarinnar eða 6.638 kr. á mánuði. Fyrir þær sem ekki ná516stundum og þær sem eru heimavinnandi er upphæðin 1/3, eða 3.319 kr. á mánuði. Það er sú upp- hæð sem öllum konum er tryggð. Ef barnið er sjúkt eða þegar fæðast fleirburar er hægt að sækja um auka- mánuð. Kjör- og fósturforeldrar eiga rétt á tveggja mánaða fæðingarorlofi ef þau taka barn yngra en 5 ára. Nýmæli í lögunum er að nú getur faðir átt rétt til greiðslu í fæðingarorlofi í einn mánuð. Hann á þá rétt á leyfi frá störfum þann tíma, en þarf að tilkynna at- vinnurekanda að hann ætli að taka orlofið með minnst 21 dags fyrirvara. Það er aðeins síðasti mánuðurinn af þremur sem kemur til greina, því móðirin á undan- tekningalaust rétt á greiðslu fæðingarorlofs fyrstu tvo mánuðina. Samþykki móð- ur þarf til að faðir geti neytt þessa réttar síns. Faðir fær greidda sömú upphæð og móðirin átti rétt á og fram- lag hans á vinnumarkaði skiptir ekki máli. Stuðst við bækling frá Tryggingastofnun og bók- ina „Nýi kvennafræðarinn", Mál og Menning 1981. Ástríður Guðmundsdóttir, bókasafnsfræðingur Nemendur eru mjög misvel á vegi staddir. Langt er frá því að allir passi inn í mót meðal- nemans sem námsskráin er miðuð við. Skólasafnið á að bjóða upp á úrval bóka fyrir öll börn. Þar eiga einnig að vera á boðstólum ýmisskonar gögn sem höfða til annarrar hæfni en lestrarhæfni og auðvitað verður börnunum að vera treystandi til að handfjatla þessi gögn. - Viltu segja okkur eitthvað frá starfseminni í Oddeyrarskóla? Já, síðastliðinn vetur fór fram safnkynning í nokkrum bekkj- um. Hún gaf góða raun og nú er svo komið að bókasafnsfræði er kennd í 9. bekk. Sú nýlunda var tekin upp í fyrra að 6 ára bekk- irnir komu í stutta safnkynningu Höfð var fyrir þá sögustund og þeir fengu lánaðar bækur í fyrsta sinn. Nokkrir bekkir komu reglulega til að fá lánaðar bækur og nokkrum sinnum var komið með bekk í frjálsa stund á safninu. Skrá sem gerð var yfir útlán bóka síðastliðinn vetur sýnir að vinsælasti bókaflokkurinn var skáldsögur. Talsvert var lesið af flokkunum: Tungumál - raun- vísindi - tækni, framleiðsla - iðngreinar, listir - skemmtanir og saga - landafræði - ævisögur. Aðrir bókaflokkar voru lesnir minna og enginn nemandi fékk lánaða bók úrflokknum, heims- speki - sálfræði. Efnisflokkarnir eru misaðgengilegir fyrir börn og ræður það eflaust einhverju um val bóka. Greinilegt var að nemendur nýttu sér safnið mun meira en kennarar en að mínu mati mættu kennarar nota safnið í miklu ríkara mæli en nú er. Af ofangreindu má sjá að nemendur hafa tekið vel þessu nýja hjálpartæki sem skólasafn- ið er. En það er eins með þetta hjálpartæki og önnur, að það þarf tíma og vinnu til að læra að nýta sér það sem best. - Hvernig er ástand skóla- bókasafna almennt? Það er mjög misjafnt. í mörgum skólum er einhver hreyfing í átt að þessu nýja hlutverki skólabókasafna. Nokkur söfn gegna nú þegar því hlutverki að vera eitt af megin- hjálpartækjum skólastarfsins. Þá á ég við að nemendur með mismunandi getu og áhugasvið finni sér allir gögn sem geta hjálpað þeim við námið. En víða er þó pottur brotinn í þessari þróun og til þess að skólasöfn komist í viðunandi horf alls staðar, þarf fullan innbyrðis skilning og samstöðu þeirra sem innan skólanna starfa. - Einhver lokaorð Ástríður? Það er ljóst að skólasafn er allólíkt þeirri bókasafnsmynd sem við velflest höfum vaxið upp við. Þ.e.a.s. „musteri þekk- ingarinnar" sem geymir leyndar- dóma mannlegrar þekkingar í dökkum og virðulegum bókum og þar sem umfram allt ríkir grafarþögn. Skólasafn er hvorki undra- meðal sem leysir allan vanda skólastarfsins né „vandræða- barnið" í skólanum heldur eðli- legur og nauðsynlegur þáttur í nútíma skólastarfi sem við verðum öll að læra að vinna með og aðlagast jafnframt því sem við aðlögum það þörfum skól- ans og þjóðfélaginu sem er „í sífelldri þróun“. Srtjórinn er bara eitl kafaldskóf heflarnir ýta það er mesta þóf hjá veðurguðunum er veisluhóf en í skólann verður maður að komast, þetta litla hróf Gunnlaugur, 10 ára. Snjórinn er eins og hvít ábreiða sem bílar festa sig stundum í. Þegar stormur er heldur fólk sig inni svo það verði ekki undir ábreiðunni. Anna, 10 ára. Það er vont veður í dag stormurinn blæs sitt á hvað. Lítil börn með vettlinga og húfur ganga yfir stórar þúfur. Anna, 10 ára. Elín heitir kennarinn, sem kennir mér allan daginn, ég er sjálfur nemandinn og gengur allt í haginn. í fjórða bekk við erum mörg en ekki veit ég hversu. Úr öllum stofum heyrast görg, en gaman er þó að þessu. Ásta Hrund, 10 ára. KJÓSUM KONUR-9

x

Kjósum konur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjósum konur
https://timarit.is/publication/1251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.