Kjósum konur - 03.12.1982, Page 10

Kjósum konur - 03.12.1982, Page 10
KVENNAHORNIÐ Konur, eflaust eigið þið eitthvað ípokahorninu sem ykkur langar að KONUR deila með öðrum. Eitthvað skrifað, eitthvað teiknað, hugsanir, tilfinn- ingar sem þið viljið leyfa öðrum að eiga hlutdeild í. Þetta er ykkar staður, sendið okkur efni! Misréttið svart á hvítu Nýlega kom út ritið „Jafnréttiskönnun í Reykjavík 1980- 1981“. Það fjallar um niðurstöður könnunar sem Kristinn Karlsson gerði að tilhlutan Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Ritið skiptist í 6 kafla og segja heiti þeirra allnokkuð um þá efnisþætti sem kannaðir voru: 1. Framkvæmd könnunar og heimtur. 2. Húsnæði, fjölskyldugerð og heimili. 3. Menntun svarenda, atvinnuþátttaka og störf. 4. Vinnutími á heimili og utan heimilis, ferðir á vinnu- stað og verkaskipting á heimili. 5. Daggæsla barna. Ástand og viðhorf. 6. Nokkur viðhorf til jafnréttismála, félagaþátttaka og fleira. Við lestur ritsins kemur margt athyglisvert í Ijós. Þarna má augljóslega sjá hversu atvinnuþátttakagiftra kvenna utan heimilis er orðin mikil. Einnig má sjá hversu lítið framlag eiginmanna er til heimilisstarfa. Athyglisvert er hve litlu munar á þessu framlagi karla hvort sem eiginkonan vinnur utan heimilis eða ekki. Heimilisstörf eiginkonu klst. á viku Heimilisstörf eiginmanns klst. á viku Eiginkona ekki í vinnu utan heimilis 51 5 Eiginkona í hlutastarfi utan heimilis 34 6 Eiginkona í fullu starfi utan heimilis 22 7 í formála segir orðrétt: „Skemmst er frá því að segja að hefðbundin verkaskiptin kynjanna reynist eiga ákaf- lega rík ítök í Reykvíkingum. „Veldi“ kvenna (þótt slíkt öfugmæli sé naumast við hæfi) stendur einna traust- ustum fótum í fataþvotti, en matargerð fylgir fast á eftir (tafla 4.13). Karlar eru reyndar allhlutgengir við matar- innkaup og kann þaðað vera sannurvotturvaxandijafn- réttis, en ságrunur læðistað rannsakandanum að hérsé frekar um að ræða fastheldni hins'sterka kyns á farar- tæki heimilisinssem er mörgum heimilum ómissandi við matarinnkaupin. Ekki bendir neitt til þess heldur að reynsluheimur karla sé að hruni komin (tafla 4.15).“ Hér hefur aðeins verið tekið lítið sýnishorn af þeim fróðleik sem finna má í ritinu. Þessi könnun var gerð með hliðsjón af svipuðum könnunum sem gerðar voru í Neskaupstað, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði 5 árum áður. Nú höfum við Akureyringarfengiðjafnréttis- nefnd og vonandi megum við eiga von á að myndarleg jafnréttiskönnun af þessu tagi verði framkvæmd hér í bæ. Við erum ekkert smeyk við niðurstöðurnar eða hvað? Vaigerður Magnúsdóttir. „Að verða að manni" Þakklæti til L. A. fyrir stórkostlega uppfærslu á Atómstöðinni Mér finnst ég ekki geta látið hjá líða að segja í örfáum orðum hér í Kvennahorni frá hrifningu minni átúlkun Leikfélags Akur- eyrar á Atómstöðinni eftir Hall- dór Laxness. Ég fór með manni mínum og 10 ára syni á sýningu eitt laugar- dagskvöld nú fyrir skömmu. Ég vissi svo sem ekkert við hverju ég bjóst en var þó áður búin að rifja upp með syni mínum höfuðefni bókarinnar, sem mér fannst mjög góð, þegar ég las hana hér á árunum. En þarna á sviðinu öðlaðist verkið nýjar víddir. Frábær leikstjórn, leikur og sviðssetning gæddu verkið þvílíku lífi og krafti að ég sat sem bergnumin. Atómstöðin var þarna allt í einu fyrir mér ekki bara góð bók heldur snilld- arverk, sem endurspeglar í öllum sínum margbreytileika einmitt þá baráttu sem við konur og mæður stöndum í fyrir réttinum til að „verða að manni“, og að geta skapað börnum okkar lífvænlega fram- tíð. Hliðstæðurnar; heimur Uglu í sveit og í borg og heimur kvenna á heimilum og úti í þjóð- félaginu, urðu mér skyndilega ljósar og lifandi. Annar heimur- inn ósýnilegur hinum og um leið lítilsvirtur, hinn harður og óvæginn þar sem konur verða að berjast fyrir sjálfstæðri tilveru. - Olíkt verðmætamat og þanka- gangur, aðrir siðir og reglur. ÓNNUR MENNING. Hamingja Uglu eins og ann- arra einstaklinga er í því fólgin að fá að verða að manni. En það er erfið barátta að vilja veiða sjálfstæð kona og móðir í san;- félagi, sem lítilsvirðir reynslu og menningu kvenna og ýtir allri uppeldislegri ábyrgð yfirá mæð- urnar. Hvað verður um lífs- blómið og kærleikann í heimi þar sem stríðsóttinn vofir yfir og allt stjórnast af hagvaxtar- valda- og peningasjónarmiði. En - meðan slík verk eins og Atómstöðin lifa á méðal okkar er von til að hamingjublómin spretti aftur næsta vor og friður og jafnrétti verði einhvern tím- ann veruleiki mannanna barna. Bríet, Guðbjörg og þið öll hin, TAKK. RABB..................... Nú er liðið langt á annað ár síðan nokkrar konur fengu þá hugmynd að ástæða væri til að konur færu að taka meiri þátt í stjórnun bæjarins okkar. Þeim fannst að stjórnun bæjarins hlyti að varða alla íbúana og að ein kona og tíu karlmenn væru ekki rétt hlutiall, þar sem annar hvor bæjarbúi er kona. Er skemmst frá því að segja að farið var að ræða málin, fyrst í fámennum hópi, en hann dró æ fleiri með sér og stækkaði og eldmóður greip um sig svo að jafnvel nokkrir af sterkara kyn- inu hrifust með. (Karlmenn á undan sinni samtíð). Almennir fundir voru haldn- ir, sumir þeirra fjölsóttir, málin voru skeggrædd í smáhópum um „hugmyndafræði“ og „reynsluheim" kvenna og stöðu þeirra í nútíma velferðar þjóð- félagi. Eftir því sem umræðan varð meiri og kafað var dýpra fundum við öll, að ekki væri allt sem skyldi um jafnrétti kynjanna og þarna undanskil ég ekki þá karla sem með okkur störfuðu, þeirra hlutur var að mínum dómi góður. Niðurstaðan varð að sérstakur kvennalisti skyldi borinn fram við bæjarstjórnar- kosningarnar. Síðan hófst starfið, sjálf kosningabaráttan, sem var í raun miklu meira og marg- slungnara en okkur hafði órað fyrir, en það óx okkur þó ekki yfir höfuð, bjartsýni og vinnu- gleði ríkti. Arangurinn lét held- ur ekki á sér standa. Við eigum nú tvo bæjarfulltrúa á Akureyri og konum í sveitarstjórnum hefir stór fjölgað um allt land. En hvað hefir svo áunnist spyrja menn. Hefir eitthvað breyst? „Þessu viljum við breyta“ hvað oft við í Kvennarisi í fyrra ER JÖLABÚK KVENNA IÁR (§) Skjaldborg bæði í gamni og alvöru, en ekki held ég að nokkrum úr hópnum hafi dottið í hug að við gætum gjörbreytt öllu stjórnkerfi bæj- arins okkar til hins betra eins og veifað væri hendi, jafnvel þótt við hefðum fengið hreinan kvennameirihluta. En ég full- yrði að ýmislegt hefir breyst og er að breytast í bæjarmálum, en það sem mér finnst mestu varða er kannske það að viðhorf almennings, kvenna og karla eru að breytast. Augu fólks eru hægt og hægt að opnast fyrir því að konur, sem óumdeilanlega eru helmingur þjóðarinnar eru hæfar til að starfa að opinber- um málum og að þeim er bein- línis skylt að vera ábyrgar og virkar um þjóðmál. Ég held að breytingin verði farsælust ef hún gæti komið þannig inn í vitund okkar allra, ég held að það sé heppilegra heldur en að samtök kvenna gerðu einhverja leiftursókn í því augnamiði að hrifsa til sín völdin. Þarna er mikið verk óunnið. Við megum hvergi láta deigan síga í áróðri fyrir okkar mál- stað. Konur, látum í okkur heyra á opinberum vettvangi. Við höf- um sama lagalegan rétt til mennt- unar og embætta. Reynum að nýta hann. Látum okkur ekki endalaust lynda að raða okkur í allra lægstu launaflokkana og síðast en ekki síst, líðum hvorki okkur sjálfum eða öðrum að vanmeta ogjnisvirða móður- hlutverkið og húsmóður störf- in eins og þjóðfélagið gerir reyndar sjálft eins og málum er háttað. Hólmfríður Jónsdóttir. Höfundurlnn, Lucienne Lanson, lauk prófl meö hæstu einkunn frá lækna- háskólanum i Pennsylvaniu i Bandarikjunum og sérhæföi sig siðan I kven- lækningum. Hún hefur hlotiö viöurkenningu frá mörgum virtustu heil- brlgölsstofnunum Bandarikjanna, einkum fyrir framlag hennar til kven- sjúkdómalækninga. Frá því bókin From Woman to Woman var fyrst gefin útáriö 1975hefurhún unniö sér sivaxandi vinsældir í mörgum löndum sem fræðslu- og heimild- arrit vegna hinnar skýru og nærfærnu framsetningarfróðleiksum kvenlegt eöli og kvenlega sjúkdóma. Kona sem er sérfræöingur í kvensjúkdómum miðlar kynsystrum sinum af reynslu sinni og þekkingu á alþýölegan hátt - líkt og viömælandinn sæti í stól fyrir framan hana og þær ræöi saman eins og maöur viö mann -eöa kona viökonu. Bókin hefurveriöendurskoöuöog aukin næstum þvi um helming síöan hún kom fyrst út 1975 og inn í hana bætt nýrri vitneskju og nýjum uppgötvunum sem síðan háfa komið fram, svo aö næstum því þriöji hluti hennar er nýtt efni sem ekki var í frumútgáf- unni. Meðal hinna fjölmörgu atriöa sem svarað er í þessari bók má nefna: • Er nokkur aöferö tll sem gætl haft áhrlf á kyn bams vlö getnaö? • Hvernlg er hægt aö gera nákvæma brjóstaskoöun á sjálfrl sér? • Er nokkuö hægt aö gera vlö fyrlrtiöastreitu? • Er brottnám legs alitaf nauösynlegt i sambandl vlö aögerö vlð legháls- krabba á byrjunarstlgi? • Er hugsanlegt aö kona veröl þunguö ef hún hefur bam á brjóstl og hefur ekkl haft á klæðum? • Hvernlg er hægt aö vlta aö tlöahvörf séu I nánd? • Geta getnaðarvarnaplllur valdlö blóösega og hjartaáföllum? • Er nokkurt samband á mllli getnaöarvarnalyfja og krabbamelns? • Hvenær er kona oröln of gömul tll aö eignast fyrsta bamiö? • Hvaöa þættlr ráöa lifslfkum vlö brjóstkrabba? • Hversu öruggar eru getnaöarvarnir þfnar? (Plllur? Lykkja? Hetta? Ófrjó- semlstimabil? o.s.frv.) • Er endurbyggjandl aögerö hugsanleg á konu sem brjóst hefur verlö teklö af? • Er hugsanlegt aö hormónalyf getl valdlö legkrabbamelni? • Hversu mörgum klukkustundum eftlr getnaö getur læknlr úrkuröaö aö kona sé þunguð? Þetta eru einungis fáar þeirra mjög svo skýrt afmörkuöu spurninga sem dr. Lanson svarar - skýrt, nákvæmlega, nærfærnislega - og byggir svörin á allra nýjustu læknisfræöilegum uppgötvunum. Þessi bók svlptlr hlnum uggvænlega dularhjúp af öllu þvf sem kvenlækn- Ingar varöar. 10 - KJÚSUM KONUR Karólína Stefánsd.

x

Kjósum konur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjósum konur
https://timarit.is/publication/1251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.