Kjósum konur - 03.12.1982, Side 12

Kjósum konur - 03.12.1982, Side 12
KJÓSUM KONUR 3. desember 1982 Frá Kvennaframboðinu Stjórnskipulagi Kvennaframboðsins er nú þannig háttað: í stjórn sitja 5 konur kosnar af bakhópum, húsnefnd og rit- nefnd (ein úr hverjum hópi). í stjórn eru nú: Ragnhildur Bragadóttir formaður, Margrét Arnadóttir varaformaður, Hólmfríður Eiríksdóttir gjaldkeri, Þorbjörg Vilhjálmsdóttir ritari og Jónína Marteinsdóttir meðstjórnandi. Bæjarmálaráð er n.k. bakhjarl bæjar- og nefndarfulltrúa og sér um bæjarmálafundi. í þessu ráði eru auk bæjarfulltrú- anna Sigfríðar Þorsteinsdóttur og Valgerðar Bjarnadóttur; Hólmfríður Jónsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Jófríður Traustadóttir, Þorgerður Hauksdóttir, Gunnhildur Braga- dóttir, Ingibjörg Auðunsdóttir og Karólína Stefánsdóttir. Auk þess situr formaður stjórnar í bæjarmálaráði. Bæjarmálaráð heldur fundi öll mánudagskvöld. Bæjarmálaráð hvetur allar konur sem sitja í nefndum fyrir Kvennaframboðið að sækja bæjarmálafundi I. og 3. mánudag hvers mánaðar. Ekki einungis til að fylgjast með og fá stuðning heldur einnig til að aðrir í Kvennaframboðinu geti fylgst með því sem gerist í nefndum. Á fundi í Kaupangi 24/10 var samþykkt að stofna félag áhugafólks um Kvennaframboð. Var hringt í alla skráða stuðningsmenn og þeim boðin þátttaka. Jafnframt var á þessum fundi ákveðið að samtökin í he'ild skyldu standa að og fjármagna húsakaup. Var samþykkt lág- marksgjald á mán. kr. 100, þar til húsnæði yrði að fullu greitt. Þó var félögum gert frjálst að taka á sig þá skuldbindingu. Þegar þessi fundur var haldinn, stóð til og var raunar búið að skrifa undir kauptilboð í húseignina Aðalstræti 18 (s.k. Túliníusarhús). Ætluðu Færeyingafélagið og Geðverndar- félagið að vera með í húsnæðiskaupunum. Síðan gerðist það að seljandi féll frá sölunni og var þá strax hafist handa í leit að nýju húsnæði en sú leit hefur engann árangur borið enn sem komið er. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfsemi Kvenna- framboðsins eru ætíð velkomnir í Kvennaris, en þar er oftast eitthvað um að vera á kvöldin. Þó verður starfsemin í lágmarki í kringum jólin. Flóamarkaður - Basar - Kökumarkaður verður í Kvennarisi, laugardaginn 4. desember. - Margir góðir handunnir munir og gómsætar heimabakaðar kökur. - Opið frá kl. 14.00. Kvennaframboðið Hafnarstræti 86 (suðurdyr) Jólakveðjur Hjólbarðaþjónustan, Hvannavöllum 14 b Ford-umboðið, Bílasalan hf. Strandgötu 53 Amaró hf. Akureyri Norðurmynd, Ijósmyndastofa, Glerárgötu 20, sími 22807 Raforka hf. Glerárgötu 32 Akureyri, símar 23257 & 21867 Heilsuhornið, Skipagötu 6, sími 21889 Pedro-myndir, Hafnarstræti 98, sími 23520 Stillíngaverkstæði Jóseps Zophoníassonar, Keilusíðu 4 a, sími 22109 Halldór Ólafsson, úrsmiður, Akureyri Olíufélagið Skeljungur hf. Hjalteyrargötu 8, sími 22850 Frétta- tilkynning frá Jafn- réttisnefnd Jafnréttisnefnd Akureyrar var stofnuð á síðastliðnu sumri og er hún skipuð fimm fulltrúum, auk áheyrnarfulltrúa frá Jafn- réttishreyfingunni. Formaður er Karólína Stefánsdóttir og ritari Bcrgljót Rafnar, en auk þeirra eiga sæti í nefndinni Katrín Jónsdóttir, Gísli Jóns- son og Ólafur Birgir Árnason og áheyrnarfulltrúi Jafnréttishreyf ingarinnar er nú Guðrún Gísla- dóttir, en hún situr þar með málfrelsi og tillögurétti en hefur ekki atkvæðisrétt. Nefndin hefur þegar haldið sex fundi, þar sem rætt hefur verið um stöðu jafnréttismála almennt og nauðsyn þess að kanna stöðu þeirra mála hér á Akureyri. Slíkar kannanir hafa verið gerðar víða annars staðar, s.s. í Reykjavík, Hafnarfirði. Kópavogi, Garðabæ og Nes- kaupstað. Ekki er ástæða til að ætla, að niðurstöður jafnréttis- könnunar á Akureyri verði í mörgu frábrugðnar, en þó er að áliti nefndarmanna rétt, að slík könnun fari einnig fram hér, þannig að nefndin geti betur áttað sig á, hvar sé helst þörf úrbóta í þessu bæjarfélagi. Hefur nefndin í því skyni farið fram á fjárveitingu frá Ákureyr- arbæ á næsta ári. En nefndin situr ekki auðum höndum á meðan. Fyrsta verk nefndarinnar var að senda öllum grunnskólum bæjarins bréf með fyrirspurn um, hvernig lögum umjafnrétti sé framfylgt í skólunum. Ekki hafaenn borist svör frá öllum skólum og mun því síðar verða fjallað um þær niðurstöður. Varðandi hlutverk Jafnréttis- nefndar, var á fundi nefndar- innar 20. október sl. samþvkkt eftirfarandi bókun: „Nefndarmenn eru sammála um mikilvægi samhjálpar kynj- anna innan heimilis og utan. Nefndin álítur það vera hlut- verk sitt að vekja almenna umræðu um þau viðhorf, sem viðhalda misrétti kynjanna. Nefndin bendir á nauðsyn þess að sníða af þá vankanta í þjóð- félagsgerðinni, sem torvelda framkvæmd jafnréttislaga." Annað hlutverk Jafnréttis- nefndar er að vekja athygli á misrétti og brotum á lögum um jafnrétti kynjanna og sinna ábendingum og kvörtunum þar að lútandi. Hefur nefndin þegar haft til umfjöllunar slíkt erindi þar sem vakin er athygli á mis- munandi álagningu á karl- manna- og kvenfatnaði, en álagning á kvenfatnaði er sam- kvæmt lögum leyfdeg 3.2% hærri en á karlmanna- barna- og unglingafatnaði. Nefndin hefur sent Jafnréttis- ráði þetta erindi, en Jafnréttis- ráð er sá aðili, sem sker úr um slík mál. Mun niðurstaða Jafn- réttisráðs verða birt þegar þar að kemur. Jafnréttisnefnd Akureyrar vill hvetja fólk til að vera vel á verði gagnvart brotum á jafn- réttislögum og öllu misrétti sem orsakast af kynferði, og senda þá ábendingar eða önnur erindi skriflega til Jafnréttisnefndar, Geislagötu 9. Fyrir hönd Jafnréttisnefndar Akureyrar, Karólína Stefánsdóttir. KJÓSUM KONUR Útgefandi: Kvennaframboðið á Akureyri Þeir sem unnu Lára Ellingsen (ábyrgðarkona) að útgáfu: Guðrún Hallgrímsdóttir Hólmfríður Jónsdóttir Þorbjörg Vilhjálmsdóttir Elín Stephensen Rósa Júlíusdóttir o.fl. Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Dagsprent Bestu þakkir til auglýsenda og annarra sem aðstoð- uðu við útgáfu blaðsins. AFRAM STELPUR! Eins og allir muna jókst mjög hlutur kvenna í sveitar- stjórnum um allt land í kosningunum sl. vor. Svo fáar höfðu þær áður verið að enn var ýmislegt að gerast í fyrsta sinn og þótti fréttnæmt. Fjölmargarkonursettust í sveitastjórnir eða nefndir í fyrsta sinn, og margar þeirra hafði líklega aldrei órað fyrir að þær ættu eftir að taka slík störf að sér. Konurnar unnu ötullega að því fyrir og eftir kosning- arnar að kynna sér hin ýmsu málefni og ekki síst starfs- hætti kerfisins margumrædda. I dag dettur áreiðanlega engum í hug að efast um hæfni þeirra til að sinna þessum störfum. En varla voru haustverkin afstaðin þegar aftur var farið að tala um kosningar. Nú eru það alþingiskosning- ar á næsta ári sem vekja áhuga bæði hjá pólitíkusum og öðru fólki - ekki síst hjá konum. Konur eru farnar að spyrja hver aðra hversu margar konur muni sitja á þingi eftir næstu kosningar. Við erum farnar að velta fyrir okkur hjá hvaða flokkum konur muni komast í örugg sæti eða baráttusæti, eða hvort konum muni alls staðar vera stillt upp í baráttusætin eins og í vor, og svo reynt að etja þeim saman. Við erum einnig farnar að velta fyrir okkur hvernig flokkarnir hafi byggt upp sína stefnu í þeim málum sem sérstaklega snerta konur og á hvaða slagorð reynt verði að veiða atkvæði okkar. I dag bendir flest til þess að fá þingsæti muni koma í hlut kvenna. Núverandi alþingismenn virðast flestir ætla að sitja sem fastast eins og fyrirrennarar þeirra. Erfðaprinsar flokkanna eru svo margir að ekki er pláss í eldlínunni fyrir alla, og líkur eru á sérframboðum þeirra hér og þar. Þetta eru sömu erfðaprinsarnir og síðast, og þeir verða e.t.v. aftur að sitja heima. Þaðer ekki fyrren á eftir þingmönnum og erfðaprinsum sem konur hafa einhverja möguleika innan flokkanna. Fyrst kemur semsagt fríð fylking karla í gráum jakkafötum með bindi og svo koma konurnar. Því miður virðist allt benda til þess að alþingiskven- mönnum fjölgi lítið í næstu kosningum og alþingiskarl- menn verði áfram tuttugu sinnum fleiri. Stólar þingmanna eru svo fáir og eftirsóttir. Við þurfum að hafa í huga að í sveitarstjórnarkosningunum voru tæki- færin svo miklu fleiri. Þá var verið að kjósa svo marga fulltrúa alls, að mun auðveldara var að hnika hlutföllun- um til. Kvennaframboðin á Akureyri og í Reykjavík komu fram í þeim ákveðna tilgangi að koma konum til valda í kosningunum og benda á ríkjandi misrétti. það kostaði ómælda vinnu og mun kosta hana áfram út allt kjör- tímabilið. Það er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að þessar sömu konur standi að framboðum til alþingis- kosninga. Nú vita allar konur að kvennaframboð geta borið góðan árangur. Þess vegna getur enginn kona sem vill auka hlut kvenna á Alþingi leitt málið hjá sér. Okkur dettur öllum sami möguleikinn í hug,kvennaframboð. Engin okkar getur þvegið hendur sínar og sagt að hinar eigi að bjóða fram eða að kvennaframboðin eigi að gera það. Ábyrgðin er hjá okkur öllum. En finnst ykkur í fyllstu hreinskilni það vera gerandi nokkurri konu að kjósa hana á þessa karlasamkundu sem Alþingi er? Þær yrðu að vera margar til að geta stutt hver aðra. Hingað til hafa alþingiskarlmenn gert sitt besta til að ota saman þeim fáu alþingiskvenmönnum sem með þeim hafa setið. Það má ekki gerast oftar. Við konur eigum alltaf okkar atkvæði, hvort sem við bjóðum fram kvennalista eða ekki. Höfum hugfast að með atkvæðum okkar getum við komið frambjóðendum að og fellt aðra. Það eru ýmsar leiðir færar til að hafa áhrif. Ræðið málin og munið að orð eru til alls fyrst. Áfram stelpur! Valgerður Magnúsdóttir FORUSTUGREIN

x

Kjósum konur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjósum konur
https://timarit.is/publication/1251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.