Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2004, Side 15
GREIN Fátækt og heilsufar á Islandi Hringferli fátæktar og heilsufars (The Cycle of Poverty and Pathology) Llr bókinni Fátækt á islandi viö upphaf nýrrar aldar, bls. 46" börnin. Oft á fólk einnig erfitt með að sækja þann rétt sem því ber í kerfinu, t.d. örorku- bætur. Einn viðmælandinn í bókinni segir: „Ég var búin að vera heilsulaus í fleiri ár áður en sótt var um örorkubætur, ég hætti að geta unnið um fimmtugt og fékk örorkustyrk í 15 ár. Eg var 65 ára þegar ég fékk fullar örorkubætur. Mínar að- stæður voru þær að ég var heilsuskert og gat ekki stundað fulla vinnu, en ég vann smávegis við skúringar. En tekjurnar voru ekki meiri en það á mánuði að ég gat ekki veitt mér að kaupa súkkulaðipakka á þessum árum.“ „Það að búa við langvarandi fátækt hefur niður- brjótandi áhrif á þá sem við þau kjör búa og skömmin, sem ætti að vera skömm samfélagsins, fylgir þeim,“ segir Harpa Njáls. Hún bendir á að margir fái ómælda aðstoð frá vinum og fjöl- skyldu. Harpa segir samfélagið vera að búa til vandamál með því að hafa stóran hóp undir fá- tæktarmörkum og bendir á að á árunum 1986- 1995 hafi um 10% þjóðarinnar verið undir fá- tæktarmörkum. „Þetta er smánarblettur á ís- lensku samfélagi," segir Harpa. Hún bendir á að þeim sem lenda t.d. í slysum sé kippt út úr sam- félaginu án nokkurs fyrirvara, í öllum tilfellum hefur það veruieg áhrif á fjármálin, fólk lendir í vanskilum og missir iðulega húsnæði sitt. Heilsubresturinn leiðir þannig til fátæktar. Langvarandi fátækt dregur úr lífsánægjunni, sumum er ráð- lagt að taka inn þunglyndislyf, jafnvel börnum, og aðrir missa lífslöngunina eins og fram kemur hjá einum viðmælandanum. „Ég hef oft hugsað út í það - það er eins gott að skaparinn læt- ur ekki annað hvort okkar falla frá og deyja - við eigum ekki fyrir jarðarförinni. Það var líka fyrst eftir að ég lenti í þessu, þá kom það nokkrum sinnum fyrir að ég var að hugsa um að svipta mig lífi - það er engin launung á því. En það hefði ekki leyst neinn vanda því þá hefði hún setið eftir í súpunni, bless- unin.“ Harpa Njáls bendir á að stjórnvöld á Islandi hafa ekki útfært hvað lágmarksframfærsla kostar þó raunverulega sé miðað við að fólk hafi lífeyri/tekjur til að standa undir Iágmarksfram- færslu. Hún segir að það liggi fyrir á öllum Norðurlöndum hvaða framfærsluþættir eru taldir nauðsynlegir til að fólk komist af. Hér á landi eru þessir þættir útfærðir í opinberum gögnum félagsmálaráðuneytisins frá 1996, þ.e. “Leiðbeining- ar um reglur sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð sbr. 21. gr. Iaga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga.“ Þar kemur skýrt fram að lágmarksfjárþörf fjölskyldu skal taka mið af fram- færslukostnaði, þ.e. nauðsynlegum færsluþáttum sem einnig eru skilgreindir. Þar segir enn fremur að lágmarksfjárþörf skuli taka mið af bótum frá Tryggingastofnun ríkisins og fram- færslukostnaður miðast við hámarkslífeyristekjur Trygginga- stofnunar. Samkvæmt þessari skilgreiningu ættu lífeyris- greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins að duga til að standa undir framfærslukostnaði fólks. Timarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.