Norðurslóð - 27.01.1978, Page 2

Norðurslóð - 27.01.1978, Page 2
Útgefendur og ábyrgöarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvlk Óttarr Proppé, Dalvík Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Heimsókn í Ú.K.E.A. Framhald af baksíðu mála, fiskvinnslan og útgerð- in, samstarfið sé gott þarna á milli og að ekki sé líklegt að það yrði í heild til bóta að koma á fastari rekstrarlegum tengslum. Aðalatriðið er, sagði Kristján, að reksturinn sé traustur og að fyrirtækið, og þar með bæjarfélagið, njóti í uppbyggingu og rekstrar- öryggi þess hagnaðar, sem það skilar þegartil langs tíma er litið. Og það held ég að það geri við núverandi fyrirkomu- lag. Sláturhúuð? Á sláturhúsinu hafa verið gerðar veigamiklar umbætur á undanförnum árum. Ásíðast- liðnu ári var frystigetan t.d. aukin til muna og viðbótar- fjárrétt komið fyrir í gömlu beinaverksmiðjunni oggöngu brú þaðan upp í gömlu rétt- ina. Þetta var hvortveggja nauðsynlegt. Nú á ekkert að vera því til fyrirstöðu að slátra 700 kindum á dag og réttirnar rúma þann fjölda. Auðvitað er húsið ekki alfullkomið ennþá, það á enn eftir að sinna nokkrum atriðum, sem dýralæknirinn hefur óskað eftir að væru lagfærð. Líka er verið að athuga möguleika á nýjum fláningsbekk, sem talið er að hugsanlega geti bætt og létt vinnubrögðin. Þú telur þá ekki að leggja eigi þetta sláturhús niður? Það er nú síður en svo, þvert á móti álítum við að hér mætti gjarnan slátra fé af stærra svæði en nú er, t.d. úr öllum Arnarneshreppi. Hér vinna á haustin 40-50 manns af Dalvík og úr nágrenninu og það er mikil vinna, sem kemur sér vel fyrir margan manninn. Sláturhússtjóri nú er Krist- inn Guðlaugsson og hann hefur mikinn hug á að rekstur þessa húss sé til fyrirmyndar í hvívetna eins og hann líka er. Hvernie er aðstaðan? Á árunum 1976 og 1977 voru keypt 2 fiskvinnsluhús, Snorrahús og Aðalsteinshús. Þarna fengum við geysilega mikið og verðmætt húspláss, enda var það bráð nauðsyn vegna hins aukna aðburðar af fiski. Bæði húsin eru nú þegar í fullri notkun við saltfisk- vinnsluna og geymslu skreið- ar. Hinsvegar er alveg eftir að endurskipuleggja og innrétta Aðalsteinshúsið til þessara nota og e.t.v. líka til fisk- móttöku fyrir frystihúsið. Aðstaðan í kringum fisk- vinnslustöðina alla hefur gjörbreyst til batnaðar síðan plönin voru steypt og svo er glíman við snjóinn orðin svo miklu léttari en áður var. Það er þess vegna engin neyð að flytja fiskmagn til smávega- lengd þótt yfir götu væri að fara. Er erfitt að vera útibússtjóri K.E.A. á Dalvík? Auðvitað er það erfitt með köflum, því er ekki að neita. Það skiptast á skin og skúrir í þessu starfi eins og flestu öðru. Ég vil þó segja að það er fyrst og fremst skemmtilegt starf. Það er mikið umleikis hér og alltaf eitthvað að gerast. Maður kynnist mörgu fólki og högum þess óhjá- kvæmilega. Nauðugur viljug- ur dregst maður inn í fjár- hagsvandamál manna og það er ekki alltaf til óblandinnar ánægju. Samstarf fólks hérna innan stofnunarinnar er yfirleitt ágætt, við höldum iðulega ráðstefnur um gang mála, fólkið hérna í búðunum, og ráðum í sameiningu fram úr vandamálum. Eins hef ég reglulega umræðufundi með deildarstjórunum i Dalvík- ur- og Svarfdæladeild félags- ins. Það finnst mér líka mjög gagnlegt. Ég hef það á tilfinning- unni að samvinnustarfið hérá' Dalvík njóti trausts og hylli manna yfirleitt. Sjálfsagt eru á þessu margar undantekn- ingar og við erum lika ekki fullkomin. Það er stundum full ástæða til umkvörtunar viðskiptavinanna. Ekki samt vegna gæða og þaðan af síður verðs á vörum okkar. Heldur vegna vöntunar á vörum, stundum nauðsynlegum vör- um til hversdagsbrúks. Oftast er þetta bundið við stuttan tíma, en sama er, það er alltaf leiðinlegt þegar það hendir og veldur mér og öðru starfsfólki oft miklum óþægindum. Svonalagað er sérstaklega bagalegt hér af því að oft er ekki í annað hús að venda til kaupa á nauðsynjavöru. Það er þá máske grundvöllur fyrir fleiri verslanir hér á Dalvík? Það kann vel að vera. Heiðar- leg samkeppni er alltaf til góðs og víst er það að við hjá kaupfélaginu myndum ekki reyna að standa gegn slíku þótt við gætum og gætum það sjálfsagt ekki heldur þótt við vildum. Blaðið þakkar þessar upp- lýsingar um starfsemi útibús K.E.A. hér á Dalvík. Ekkert hefur hér verið minnst á enn eitt stórt fyrirtæki, sem kaupfélagið rekur í bænum, þ.e.a.s. Bifreiðavérkstæðið. Til þess var ekki ráðrúm að sinni. Seinna gefst vonandi tæki- færi.til að heimsækja það og rabba við forstöðumenn þess. Auglýsing í NORÐURSLÓÐ getur gert gæfumuninn Auglýsing um bæjargjöld á Dalvík 1978 ÚTSVÖR: Fyrirframgreiðsla útsvara 1978 verður 70% af álögðu útsvari síðasta árs með gjalddögum 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Eftir- stöðvar skulu greiðast með jöfnum greiðslum 1. ágúst, 1. september, 1. október, 1. nóvember og 1. desember. FASTEIGNAGJÖLD: Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Dalvíkur munu fasteignagjöld 1978 «hækka um nálega 80% miðað við fasteignagjöld 1977. Gjalddagar eru Jveir. Fyrri helmingur greiðist 15. janúar og seinni helmingur 15. júlí. Til- kynningar um álögð gjöld verða ekki send gjaldendum fyrr en við seinni gjalddaga. AÐSTÖÐUGJÖLD: Aðstöðugjöld hafa tvo gjalddaga. 15. janúar skal greiða 50% af aðstöðu- gjaldi síðastliðins árs og eftirstöðvar þess 1. júlí. DRÁTTARVEXTIR: Séu framangreind gjöld ekki greidd innan mánaðarfrá gjalddaga, er skylt samkvæmt lögum að innheimta dráttarvexti af því sem ógreitt er frá og með gjalddaga. Dráttarvextir falla þó ekki á ógreidd fasteignagjöld og aðstöðugjald 1978, fyrr en mánuður er liðinn frá birtingu auglýsingar þessarar. Dráttarvextir eru nú 3% á mánuði. ÁBYRGÐ KAUPGREIÐENDA: Kaupgreiðendur skulu senda til skrifstofu bæjarins skýrslu um nöfn starfsmanna, sem taka laun hjá þeim, svo og tilkynna ef gjaldendur sem ógreiddan eiga hluta útsvars, hætta að taka laun hjá þeim. Nánari reglur um ábyrgð kaupgreiðenda er að finna í 30. og 31. gr. I. nr. 8/1972. BÆJARSTJÓRINN Á DALVÍK. Frð Kjörmarkaði KEA Við bjóðum góðar vörur á hagstæðara verði. Munið að 10% afsláttur f rá okk- ar búðarverði gerir rekstur heimilisins auðveldari. Gerið kjarakaup í KJðRMARKADI KEA við Glerárgötu Matvörudeild ^ 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.