Norðurslóð - 27.01.1978, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 27.01.1978, Blaðsíða 4
BÖGGVER Dalvískir unglingar hxifa komið sér upp tómstundaheimili Flestir Dalvíkingar hafa ugg- laust orðið varir við að búið er að setja á fót æskulýðsheimili á Dalvík. Það er til húsa í Sogni og kalla unglingarnir þaðBögg- ver. Böggvers-nafnið, sem ekki er laust við að bergmála nafn Jfúnavers og fleiri frægra dans- staða, er án efa dregið af Böggvis- eða Böggversstöðum en um þá segir reyndar í Jarða- bók þeirra Arna og Páls: „kall- ast almennilega Beggustaðir“. En það er ekki nafnið sem er það merkilegasta við Böggver, heldur hitt að allur undirbún- ingur og rekstur er í höndum unglinganna sjálfra og þá fyrst og fremst Úlfars Gunnarssonar. Aðstandendur Norðurslóð- ar, kannski má kalla þá Norður- slæðinga, litu við í Böggveri síðastliðið þriðjudagskvöíd, en þá leiðbeindi Kristján Jónsson unglingum við bridge-nám og var þröngt setinn bekkurinn. Úlfar upplýsti að eigandi hússins væri Haraldur sf. en Dalvíkurbær hefur tekið húsið á leigu næstu fimm árin. Það voru unglingar sem áttu frum- kvæðið að því að bærinn tæki húsið á leigu í þessu skyni. Gíf- urlega mikil vinna hefur verið innt af hendi við að innrétta hæðina og hefur hún að lang mestu leyti verið unnin af sjálf- boðaliðum undir stjórn Úlfars. Hann gerði reyndar meira í því sambandi en að stjórna verk- inu; innréttingarnar eru unnar samkvæmt hugmyndum hans. Nær allir milliveggir hafa ver- ið rifnir, sett upp borð í tilheyrandi básum og komið fyrir snyrtiherbergjum, eldhúsi og afgreiðsluborði. Oft hefur verið notast við ódýrt efni: blaðamaður studdi olnboga á Bridge-fólkið leit varlá upp, svo niðursokkið var það við spilamennskuna. Hótel Bændahöllinni, Reykjavík - Sími 2-99-00 sendir bœndum og búaliði kueðjur á nýbyrj- uðu ári og minnir á hin sérstöku kjör, sem bœndur njóta hjá hótelinu. Bœndur, takið vetrarfrí. Heimsækið höfuðstaðinn og gistið undir eigin þaki. Úlfar Gunnarsson, tækniskólanemi og framkvæmdastjóri, setur plötu á fóninn. Ljósmynd R. Sk. F. rennislétta borðplötu úr brasil- ískri furu og átti bágt með að trúa að efnið í hana væri fengið úr síldarkössum. Og ekki má gleyma músik- inni. í Böggveri eru hin full- komnustu hljómflutningstæki (græjur) og var stór hluti þeirra greiddur með fé sem náðist saman í almennri söfnun. Úlfar bað um að komið væri á framfæri þökkum til bæjar- stjórnar og allra þeirra sem hjálpað hafa til við að gera drauminn um Böggver að veru- leika. Hvað er um að vera? Eins og áður segir var fjöldi unglinga við Bridge-nám þetta kvöld og að spilamennskunni lokinni var von á tónlistar- klúbbnum. Á föstudögum og laugardög- um er haft opið hús, síðari hluta dagsins, frá kl. 4 til 7, en að kvöldi þessara daga hefur eitt og annað verið á dagskrá; diskótek, náttfataball og félags- vist. Ýmislegt annað er í deigl- unni, t.d. skákklúbbur, og í sumar er ákveðið að mun meira verði þar um að vera. Hvað með áfengið? Er mikill drykkjuskapur í Böggveri? Hafa dalvískir ungl- ingar nú loksins fundið stað þar sem þeir geta drukkið í friði? Úlfar sagði að fyrstu tvær helgarnar hefðu verið ansi blaut ar. En þá hélt hann fund með krökkunum og gerði þeim grein fyrir því að starfsemin myndi leggjast niður ef svo héldi áfram, í Böggveri mætti enginn vera drukkinn. Þessi fundur virðist hafa haft tilætluð áhrif. Þó fylgir böggull skammrifi: aðsóicnin hefur minnkað, mætti stundum vera mun meiri. Því miður virðast mjög margir unglingar taka fyllerí í bílum og partíum fram yfir skemmtun í Böggveri. Hitt er svo annað mál að drukknir unglingar eru oft að snópa kringum Böggver, hugs- anlega til að ná sambandi við þá sem þar eru að skemmta sér. Eða er sú bið sprottin af eilífri von hins drukkna, voninni um að nú hljóti þó bráðum að verða gaman? Ljóðagetraun Þátttaka varð ekki mjög mikil í getrauninni, líklega hefur hún verið fullþung. Að lokum bár- ust þó 12 úrlausnir og voru 5 alréttar. Rétt svör (og höfundar ljóð- anna í sviga) eru sem hér segir: I. Ofurlitla fötu (?). 2. Jökum. (Páll Ól.). 3. Gleði þín og sorg. (Steinn Steinar). 4. Happ þeim hlýtur. (Jónas H.). 5. Vök á dýpi. (Einar Ben.). 6. Tindá- stól. (Matth. Jocn.). 7. Fjall- hnjúkaraðirnar. (Þorst. Erl.). 8. Hulinn verndarkraftur. (Jón- as H.). 9. Sólogvor. (Davíð St.) 10. Menningin. (Hannes Hafst.) II. Lítinn smaladreng. (St. Th.). 12. Hálfdán. (Jón Helg.). 13. Stafa og lesa á blað. (Hallgr. Pét.). 14. Loki bundinn. (Jónas H.). 15. Allt. (P. Ól.). 16. Ég. (Tómas Guðm.). 17. Gjafir þínar, sól og vor. (St. frá Hvíta- dal). 18. Baldursbrá. (Guðm. Böðv.). 19. Hverfanda hveli. (Hávamál). 20. Utan gátta (?). Allt rétt höfðu: Jónína Krist- jánsdóttir, Klængshóli, Jóna og sr. Stefán, Dalvík, heimilisfólk- ið í Seldal í Norðfjarðarhreppi, Ásdís Björnsdóttir, < .ögmund- arstöðum, Skagafirði, og Rann- veig Stefánsdóttir, Huldulandi 1, Reykjavík. Dregið var um tvenn verð- laun og hlaut Jónína ljóðasafn- ið Til móður minnar og pró- fastshjónin hlutu Lilju Eysteins Ásgrimssonar. 19 rétt svör höfðu Gísli Jóns- son, Ak., (frá Hofi) og Kristín Gestsdóttir, Dalvík. 18 rétt svör höfðu: Baldvina Þorsteinsdóttir, ögðum, og Dagbjört Ásgrímsdóttir, Lamb- haga. Aðrir höfðu aðeins færri rétt svör. (Þess skal getið að með úrlausn Dagbjartar fylgdi 5000 kr. seðill til blaðsins. Blaðið þakkar henni og öllum hinum fyrir þátttökuna.) Sparisjóðsfundur Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla 1978 verður haldinn í Víkurröst, Dalvík, laugardaginn 28. jan. Fundurinn hefst kl. 2 e.h. STJÓRNIN. Kýr og kálfar Vil kaupa góða vetrarbæra kú og nokkra nautkálfa af holdanautakyni. Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn. 4 -NORÐÚRSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.