Norðurslóð - 27.01.1978, Page 5

Norðurslóð - 27.01.1978, Page 5
Akureyrar. Vegaáætlun verður endurskoðuð síðar á þessum vetri og verður eindregið að vonast til að verulega meira fjármagni verði varið til þessara verkefna. Elliheimili Þegar bygging elliheimilis var í undirbúningi töfðust byrjunar framkvæmdir talsvert þar sem ríkissjóður greiddi 1/3 stofn- kostnaðar og nánari samráð þurfti því að hafa við viðkom- andi ráðuneyti en ella. Rýrnuðu á meðan þeir sjóðir, sem til voru, af völdum verðbólgu. Þegar byrjað var á byggingunni hafði lögum verið breytt á þann hátt að ríkissjóður hætti að taka þátt í byggingu slíkra stofnana. Þessi lagabreyting var látin heita „breytt verkefnaskipting milli ríkis ogsveitarfélaga“ener, í raun aðeins hemill fyrir miðl- ungsstór og lítil sveitarfélög á að koma upp aðstöðu fyrir aldr- aða. Með sömu lagabreytingu var sömu sveitarfélögum gert þungt fyrir um rekstur dagheimila. Hver endanlegur skaði svarf- dælskrar byggðar verður vegna lagabreytinga þessara er erfitt að segja til um. En vegna elli- heimilisins nemur þessi skaði mörgum tugum milljóna nú þegar. Loðnar yfirlýsingar voru gefn ar um að í einhverju yrði sveit- arfélögum bættur skaðinn, þar sem lagabreytingin virkaði á þennan hátt. Ekkert hefur enn komið fram um efndir þótt eftir því hafi verið leitað mjög fast. „Ef fimmeyring ég fengi“ Framhald af bls. 1. Alagning verðjöfnunargjalds er alltaf opin leið, sem ekki má. skirrast við að fara, einkum gagnvart kindakjöti, þegar nauðsyn krefur. • A ð snúa vörn í sókn Bændur eru í dag áhyggju- fullir út af þeim málum, sem hér eru til umræðu. Þeir eru sárir og óöruggir um framtíð sína og stéttarinnar ekki síst vegna hinnar miskunnarlausu og of- sóknakenndu gagnrýni, sem þeir hafa mátt þola. Samt á svartsýni ekki rétt á sér. Á þessu nýbyrjaða ári þarf að snúa vörn í sókn bæði efnahagslega og siðferðislega. En slík sókn stéttarinnar til bættra og jafnari kjara og auk- innar virðingar í þjóðfélaginu mun ekki bera árangur nema samtök hennar sýni að þau hafi sjálf vilja og getu til að takast á við innri vandamál, en þar eru framleiðslumálin efst á blaði. Stéttarsambandið og Fram- leiðsluráð verða að sýna þrek og stefnufestu þó að ósamstillt viðbrögð hinna óbreyttu liðs- manna geri þeim erfitt fyrir. Alþingi og ríkisstjórn verða að sínu leyti að gera það, sem gera þarf, til þess að Fram- leiðsluráð geti tekið nauðsyn- legar ákvarðanir. Sjálfir verða bændur, með atbeina ráðunauta sinna, nú fremur en nokkru sinni fyrr að beina allri athygli að hinni hagrænu hlið búrekstursins í því sk'yni að minnka tilkostn- aðinn án þess að minnka að sama skapi nettótekjur búsins, bæta fóðurframleiðsluna, draga úr ofvélvæðingu svo það sé nefnt, sem sennilega er einna mest ábótavant. Með hyggilegum ákvörðun- um Stéttarsambands og eðli- legum stuðningi stjórnvalda að viðbættri óhjákvæmilegri sam- vinnu bænda sjálfra á markaðs- vandinn að geta horfið fljótt og til frambúðar. Og hvað snertir áróðurs- meistarana, sem misst hafa jarð samband við land sitt og vilja landbúnað feigan, þá er það öldungis víst að þegar enginn man nöfn þeirra lengur eða kærir sig minnsta hót um að vita hvað þeir höfðu til mála að leggja, þá heldur landbúnaður áfram að blómgast í íslenskum sveitum þjóðinni til hags og heilla. Jan. 1978. H. E. Þ. 5 tjórnsýslumiðstöð Markmiðið með byggingu stjórnsýslumiðstöðvar (ráð- húss) er að hafa á einum stað sem flestar þjónustugreinar fyr- ir almenning. Opinber þjónusta svo sem skrifstofa bæjarfógeta, trygg- ingastofnunar o.fl. þurfa sitt rými í byggingunni og hafa full- trúar hins opinbera lýst ein- dregnum áhuga sínum á að fá inni í byggingunni. Hins vegar hafa engan árangur borið til- raunir til að fá lánsfé úr fjár- festingarsjóðum eða að ríkið komi sem eignaraðili að bygg- ingunni. Afstaða ríkisvaldsins er því sú að byggja eigi húsið fyrir heimafé og ríkið leigi síðan það rými sem það þarf? Engin sann- girni getur það talist að þannig sé þunganum af stofnkostnaði velt á bæjarfélagið og þá ekki heldur að lánsfé fáist ekki utan sveitarfélagsins þegar verið er að leysa slíkan húsnæðisvanda til langs tíma? Niðurlagsorð Hér að framan hef ég dregið upp ófagra mynd af afstöðu íjárveitingarvaldsins til upp- byggingar í svarfdælskri byggð. Ekki reyni ég að gera saman- burð við byggðarlög hér í kring. Vafalaust hafa þau ekki fengið sinn óskalista uppfylltan. Égefa* að nokkurt þeirra hafi jafn slæma sögu að segja, en saman- burður þjónar engum tilgangi. Jóhann Antonsson. Landbúnaður Xtrðlag hefur þrefaldast á tíu árum Meginvandi islenzks efnahagslifs á undan* farandi áratugum hefur verið hin öra verð- bó.lguþróun. Sl. 10 ár hefur visitala fram- færslukostnaðar tæplega þrefaldazt og visitala byggingarkostnaðar er nú þremur og hálfum sinnum hærri en fyriMO árum siðan. Sannvirðistrygging er forsenda fullra bóta Ef til vill gera ekki allir sér grein fyrir, að sannvirðistrygging er forsenda fullra tjón- bóta, þvi séu eignir eigi tryggöar á fullu verði, þá verður að lita svo á, að trygging- artaki sé sjálfur vátryggjandi aö því.sem á vantar fullt verð og ber þvi sjálfur tjón sitt að þeim hluta. Hskkun trygginga samkvsmt vísltölu Samvinnutryggingar hafa nú ákveðið aö taka upp visitöluákvæði i skilmála irinbús- trygginga og lausafjártrygginga, þannlg aö upphæóir hækki árlega meö hliðsjón af visitölu framfærslukostnaóar og byggingar- kostnaði. Til þess aö þessi ákvæði koml aö fullum notum ér mjög áriðandi, aö allar tryggingarupphæðir séu nú þegar leiðréttar og ákveónar eftir raunverulegu verðmæti þess, sem tryggt. er. SAMVHVrSÍUTRYGGINGlAR ARMÚLA 3 - SlMI 38500 Framhald af bls. 3. landbúnaði, muni fallast á þessi rök og samþykkja að rétt sé og nauðsynlegt að búa sauðfjár- ræktinni tryggan tilverugrund- völl, sem m.a. felst í tryggingu gegn skakkaföllum af of lágu markaðsverði erlendis. • Vanhirða á ull er dauðasynd Hér verður að skjóta því inn að auðvitað fellur þessi rök- semdafærsla dauð og ómerk ef ullin er ekki hirt. Og hér verður það að segjast hreinlega að það búskaparlag, sem enn viðgengst í sumum héruðum þessa lands, að hirða ekki ullina eða að gjör- spilla henni með haustrúningi eða annarri vanhirðu, er órétt- lætanlegt. Fyrir slíkan búskap er erfitt fyrir stéttarsamtök að gerast málsvari. Eða hvað mundi sagt um þann kúabónda, sem hirti aðeins mjólkina en léti allt tilfallandi kjöt fara á rusla- hauginn? I gildandi verðlags- grundvelli er kjöt þó aðeins 7,5% af heildarafurðum naut- gripa en ullin er 8,^% af afurð- um fjárins. • Aðhafa taumhaldámjólkur- framleiðslunni Ef menn geta verið sammála um þessa stefnu, þ.e. að hnit- miða beri mjólkurframleiðsl- una sem mest við þörf heima- markaðarins, þá er komið að því mikla álitamáli, sem bænd- ur hafa deilt um innbyrðis og ályktað um til ýrhissa átta: H vernig á að stjórna framleiðsl- unni? Það vill nú svo til að það á að vera miklu þægilegra að stýra mjólkurframleiðslu til samræmis við árlega þörf held- ur en öðrum búfjárafurðum. íslensk nautgriparækt notar nú a.m.k. 40 þús. tonn af innfluttu kjarnfóðri á ári. Fræðilega séð svarar þetta fóður til nálega allrar mjólkur, sem til samlags berst í landinu. Einfaldasta leiðin til að stjórna mjólkur- magninu ætti að vera sú að hreyfa til verð þessarar rekstr- arvöru. Margt mælir með að sú leið sé farin. Þess hefur lengi verið þörf en kannske ekki nauð syn. Nú er það nauðsyn, því eins og komið er markaðsmálum hafa íslenskir bændur ekki efni á að veita akuryrkjubændum á meginlandi Evrópu þá atvinnu, sem það er að rækta korn til að framleiða mjólkina á íslandi og fá því til stuðnings stórar fjár- fúlgur úr opinberum sjóðum E.B.E. Margir halda því fram að verðhækkun kjarnfóðurs þurfi að verða gífurleg, 100% eða meira, til þess að hún verki í átt til sparnaðar. Þessu verður ekki trúað að óreyndu. Hófleg verð- hækkun kjarnfóðurs ásamt því umtali, sem orðið er og áfram heldur, hlýtur að bera nokkurn tilætlaðan árangur og þess ber að minnast að hér er ekki þörf stórrar sveiflu. Ótakmarkaður aðgangur að niðurgreiddu, erlendu kjarn- fóðri er ekki blessun fyrir íslenskan landbúnað, miklu fremur hið gagnstæða. Þetta er sagt m.a. með það í huga hvaða áhrif hann hlýtur að hafa á þá áherslu eða áhersluleysi, sem bændur almennt leggja á fram- leiðslu gæðafóðurs afeiginjörð og ennfremur hvaða áhrif hann hlýtur að hafa á grænfóðuriðn- aðinn, sem er vaxtarbroddur íslensks landbúnaðar. Annað mál er það hvernig nota skal kjarnfóðurskatt. Aug- ljóst er að hann kemur að mestu leyti sem álag á mjólkurfram- leiðslu. Því er erfitt að hugsa sér að hann verði notaður til að greiða halla á útflutningi frá sauðfjárrækt. Tillaga Eyfirð- inga o.fl. um að nota hann, ef til kæmi, til að greiða niður tilbúinn áburð er allrar athygli verð. En þá verður sauðfjár- ræktin væntanlega að leggja eitthvað samsvarandi af mörk- am í sama skyni. • A ðrar leiðir til takmörkunar Kvótafyrirkomulag af ein- hverju tagi kemur vissulega líka til greina til takmörkunar mjólk urframleiðslu og þá ekki síður sauðfjárframleiðslu, ef og á meðan hennar gerist þörf. Hér er ekki rúm til að ræða um þessa hlið málsins. Aðeins skal sögð sú skoðun að það væri létt og útlátalítið fyrir margan mjólk- urframleiðandann (en alls ekki alla) að minnka framleiðsluna um segjum 5-10%. Það mundi t.d. mega gera með nokkrum kjarnfóðursparnaði og þó Iík- lega öllu fremur með því að leiða í sláturhús eina eða fleiri kýr, þá eða þær kýr, sem minnsta gefa eftirtekjuna. Og þó mundi hygginn bóndi líklega beita báðum aðferðunum í þeim hlutföllum, sem honum hent- aði. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.