Norðurslóð - 27.01.1978, Side 6
NORÐURSLÓÐ
SVARFDÆLSK
BYGGÐ OG BÆR
Heimsókn í Ú.K.E.A.
á Dalvík
Rœtt við Kristján
Ólafsson útibússtjóra
Útibú Kaupfélags Eyfirðinga
á Dalvík var formlega stofnað
árið 1920 þótt nokkur starf-
semi, slátrun og vörusala, á
vegum félagsins hefíst
nokkru fyrr.
►ar sem félagið er langum-
svifamesti atvinnurekanái á
Dalvík þótti Norðurslóð eðli-
legt á nýbyrjuðu ári að líta inn
bjá fyrrrtækinu, hafa tal af
útibússtjóranum til að fræð-
asr um ástand mála og
framtíðarhorfur.
Kristján Ólafsson kaup-
félagsstjóri, eins og hann er
oftast titlaður, er Eyfirðing-
ur að ætt og uppruna. Ungur
hóf hann störf hjá K.E.A. á
Akureyri en hingað til
Dalvíkur fluttist hann 1969 og
starfaði fyrst sem búðastjóri
en útibússtjóri hefur hann
verið síðan 1972, þegar
Baldvin Jóhannsson lét af
störfum.
Kristján samsvarar heldur
illa þeirri mynd, sem sumir
menn hafa verið að reyna að
búa til í seinni tíð, af hinum
fyrirferðamikla og ráðríka
kaupfélagsstjóra, sem öll ráð
hefur í hendi sér og allir í
„plássinu“ skjálfa fyrir. Hann
er maður alþýðlegur í orðs-
ins bestu merkingu, hress í
Kristján Ólafsson, útibússtjóri KEA á Dalvík. Ljósmynd R. Sk. F.
Tímamót
Hjónavígslur í Dalvíkurkirkju um jól og áramót:
Sigurborg Sigurlaug Magnúsdóttir (Dalsmynni) og Svan-
björn Jón Garðarsson. Heimili á Sauðárkróki.
Guðrún Helga Magnúsdóttir (Dalsmynni) og Kristinn Við-
arsson. Heimili á Dalvík.
Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir og Viðar Kristmundsson.
Heimili á Alureyri.
Hjörtína Guðmundsdóttir og Albert Gunnlaugsson, sjómað-
ur. Heimili á Dalvík.
Skírnir í Vallaprestakalli um jól og áramót:
Sigrún. For. María Jónsdóttir og Árni Steingrímsson, Ing-
vörum.
Emilía Ásta. For. Valgerður Gunnarsdóttir, Dalvík, og
örlygur H. Jónsson.
Dagur. For. Guðrún Bjarnadóttir og Óskar Pálmason, Dal-
vík.
Ólafur Helgi. For. Guðríður Ólafsdóttir og Rögnvaldur Sk.
Friðbjörnsson, Dalvík.
Ólafur Ingi. For. Guðlaug V. Konráðsdóttir og Steinar
Steinsgrímsson, Dalvík.
Heiðdís. For. Friðrika Jónmundsdóttir og Þorsteinn Bene-
diktsson, Hrafnsstöðum.
Karllngi. For. Halla Karlsdóttirog Atli Friðbjörnsson, Hóli.
Helgi. For. Unnur Hjálmarsdóttir og Jóhann Ólafsson,
Ytra-Hvarfi.
Friðrika Björg. For. Valgerður Friðriksdóttir og Anton
Baldvinsson, Dalvík.
Merkisafmæli í janúar:
Anna Arngrímsdóttir, Dalvík, varð 80 ára 20. janúar.
Lilja Rögnvaldsdóttir frá Hóli varð 60 ára 20. janúar.
Sigfús Þorleifsson, Dalvík, verður 80 ára 29. janúar.
Andlát:
Gunnlaugur Þorsteinsson, fyrrv. bóndi á Hamri, dó á nýársd.
Baldvin Loftsson, Dalvík, dó 11. janúar.
máli og vill hvers manns
vanda leysa eftir því sem í
hans valdi stendur.
Kristján tekur sendimanni
blaðsins ljúfmannlega og
kveðst reiðubúinn til að veita
upplýsingar eins og hann
framast geti.
Verslunin?
Verslunin fer fram í samtals 7
deildum þ.e.a.s. þessum 4
deildum hér í aðalverslunar-
húsinu og að auki í kjör-
búðinni í Skíðabraut, í fóður-
vöruversluninni, sem nú ertil
húsa í beinaverksmiðjunni og
loks er svo salan í Bifvéla-
verkstæðinu. Við alla þessa
verslun vinna 25 manns. Þar
fyrir utan er svo skrifstofu-
fólkið 7 talsins.
Núna þessa dagana er verið
að breyta til í bókhaldinu og
setja það í tölvuvinnslu.
Færslurnar eru settar inn á
spjöld (discettur) hér og síðan
fer úrvinnslan fram í tölvu
félagsins á Akureyri.
Ekki er vitað um afkomu
verslunarinnar en söluaukn-
ing hefur orðið um 40%, sem
er líkt og á Akureyri og þó
líklega heldur lakara.
Verslunaraðstaðan ?
Hún er vafalaust ekki nógu
góð. Búðunum hérna var
breytt 1969 þegar matvöru-
deild var breytt í kjörbúð og
vefnaðarvörudeild og bygg-
ingarvöru- og búsáhaldadeild
komið fyrir á núverandi
stöðum. Síðan hefur fólki
hér fjölgað um 25% eða
meira. Því er ekki að neita að
nú er orðið þröngt á þingi,
einkum í matvöru- og vefn-
aðardeildum. Þaðsjáallir. Og
sportvörum og búsáhöldum
o.m.fl. hefur verið komið fyrir
uppi á 3. hæð og það er
auðvitað ekki ákjósanlegt.
Samt er þetta ekki það, sem
mest kallar á úrbætur nú að
okkar dómi. Heldur er það
nýtt, rúmgott hús fyrir
geymslu og verslun með gróf-
vöru. Þá er átt við alla fyrir-
ferðarmeiri byggingarvöru,
timbur, járn, sement os.frv.
Ennfremur salt og síðast en
ekki síst fóðurvöru bæði
sekkjaða og líka lausa ef vel
Miðpunktur viðskiptalífsins á Dalvík, verslunar- og skrifstofuhús KEA
ætti að vera. Þetta er nú einna
efst á óskalista okkar þessa
stundina og við vonum að
unnt verði að koma upp slíku
húsi á þessu ári. En ákveðið er
það ekki.
Fiskvinnslan?
Heildarmagn af flski, sem
fiskvinnslustöðin tók á móti á
árinu 1977 var 5780 tonn. Að
langmestu leyti var þetta afli
tveggja togara útgerðarfélags-
ins. Björgvin lagði upp 2750
tonn en Björgólfur, sem kom í
gagnið í apríl, lagði upp 2100
tonn. Afgangurinn, 930 tonn,
var bátafiskur eða aðkeyptur
fiskur. Þetta aflamagn skipt-
ist þannig hlutfallslega milli
vinnslugreina: Frysting 56%,
saltfiskur og skreið 38% og
afgangurinn, 6%, aðallega
neyslufiskur.
Framleiðslan úr þessu
hráefni var sem hér segir: 55
þús. kassar frysturfiskur, 783
tonn saltfiskur, 66 tonn skreið
og úr úrganginum var unnið í
beinaverksmiðjunni 520 tonn
mjöl og 160 föt lýsi. (Eitthvað
af beinum innan af Strönd).
Við fiskvinnsluna vinna alls
um 120 manns, langmestfólk,
sem er í fullu starfi, því vinna
hefur verið svo til samfelld
síðan togararnir urðu tveir.
Frystihússtjóri er Árni
Óskarsson, sem allir þekkja
hér, en framleiðslustjóri í
frystihúsi erungurfisktæknir,
Aðalsteinn Gottskálksson,
ættaður úr Reykjavík.
Er þá húsnœðisþörf fisk-
vinnslunnar þar með
fullnœgt?
Nei, ekki er nú svo að skilja.
En fyrst og nauðsynlegast er
að gera Aðalsteinshúsinu svo
til góða að úr því fáist fyllstu
not.
Þá væri komið að því að
stækka sjálft frystihúsið til
austurs um nokkur hólf. Það
er nóg pláss til þess. Þá mundi
fiskmóttaka væntanlega vera
á jarðhæðinni svo og flökun-
inn, en á efri hæð snyrting,
pökkun, frysting os.frv.
Að öllu þessu gerðu má
telja að aðstaða þessa fisk-
iðjuvers væri orðin góð og
það gæti ráðið við miklu
meira hráefnismagn en nú er,
ef svo vill verkast.
Er nokkuð að segja um
reksturinn á liðnu ári?
Niðurstaðan liggur alls ekki
fyrir ennþá. Hinsvegar er
hægt að segja að sjálfur
reksturinn gekk ágætlega á
árinu, hráefnismagnið var
miklu meira en áður og engin
óhöpp skeðu, sem teljandi
séu. Maður leyfir sér því að
vona að útkoman verði réttu
meginn við strikið þó að
kostnaður allur hafi auðvit-
að stórhækkað og fiskvinnsla
sé víða rekin með tapi. Það er
vitaskuld afarþýðingarmikið
að reksturinn komi út jákvæð
ur m.a^ af Jdví að alltaf þarf að
vera að fjárfesta bæði í bygg-
ingum og tækjum. í fyrra g
fengum við t.d. nýuppgerða, |
og sama sem nýja, flatnings-
vél fyrir saltfiskinn og nú
vantar nauðsynlega nýtt frysti
tæki, sem kostar einar 6-8
milljónir.
Hvað um þá hugmynd að slá
saman fiskvinnslu og útgerð í
eina rekstrarheild?
Kristján Ólafsson sagði að
auðvitað kæmi slíkt til greina,
enda sé málum þannig fyrir
komið sumstaðar eins og á
Akureyri, Húsavík og víðar.
Á hinn bóginn lýsti hann því
sem sinni skoðun að hér á
Dalvík sé reynslan sú að hvor-
tveggja gangi vel og áfalla-;
laust við núverandi skipan
Framhald á bls. 2.
Fjörutíu vísubotnar bárust
Það er nú komið í ljós, sem
sumir reyndar þóttust vita fyrir,
að ekki er skortur á skáldum og
hagyrðingum í byggðum Svarf-
dæla. Einir 40 vísubotnar bár-
ust við fyrripartinn, sem birtist í
desemberblaðinu. Annað mál
er það hvort þar er um mikið af
stórbrotnum skáldskap að
ræða. Og kannske gaf fyrri-
parturinn heldur ekki ástæðu til
stórra tilþrifa.
Þessir 12 sendu inn botna,
einn eða fleiri, allt upp í 6 stk.:
Árni Lárusson, Árni M. Rögn-
valdsson Ak., Birna Friðriks-
dóttir, Gunnlaugur Gíslason,
Haraldur Zóphóníasson, Jó-
hann Sigurðsson Ak., Jóavin
Helgason, Óskar Karlsson Hrís
um, Sverrir Gunnlaugsson Mel-
um, S. S. Dalvík, Unnur Sig-
urðardóttir og Þorsteinn Krist-
insson.
Hér koma nokkursýnishorn:
Fyrripartur:
Nú er svalt um norðurslóð
nætur stjörnubjartar.
Botnar:
En við Kröflu geysar glóð
um galdrarúnir svartar. - Á. L.
Ljósabelta geysar glóð
gulli máninn skartar - Á.M.R.
Þekki ég ekki þennan óð?
Þetta er smíði Hjartar. - B. F.
Norðurljósa fagurt flóð
fjölda litum skartar. - G. G.
Einhver mun þá yrkja ljóð
til Óttars, Bróa ogHjartar. S.G.
Verma andann Víkurfljóð
veikt þá holdið kvartar. - J. S.
Vistleg sveit í vetrarglóð
vinalega skartar. - J. H.
Mánaskin um fold og flóð
fegurð djúpri skartar. - H. Z.
Kuldahrímið krafsar stóð
kalinn gróður nartar. - Ó. K.
En hlýnar þegar hækkar sól
og hnjúkaröðull skartar. - U. S.
Ei þó kafnar andans glóð
enn í skáldskap Hjartar. - Þ. K.
Norðurslóð þakkar höfund-
um góðar undirtektir.
Svo kemur hér nýr vísubotn
sendur af Haraldi Zóph.
Vaxi lengi á vorri storð
vegur Norðurslóðar.
Og botni nú hver, sem kann.