Norðurslóð - 21.06.1978, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 21.06.1978, Blaðsíða 1
NORÐURSLOÐ SVARFDÆLSK BYGGÐ OG BÆR 2. árgangur Miðvikudagur 21. júní 1978 5. tölublað Bcejarstjóm á Dalvík: Nýr meirihluti Hœtt við Landsmót TJMFÍ Miklar breytingar urðu i bcejar- stjórn Dalvikur við kosning- arnar í mai, af núverandi bœjar- fulltrúum sátu aðeins tveir í gömlu bœjarstjórninni. í kosningunum fékk A-list- inn 64 atkv. og engan mann kjörinn, B-listinn 210 atkv. og 3 menn kjörna, D-listinn 163 atkv. og 2 menn kjörna og G- listinn fékk 202 atkv. og tvo menn kjörna. / bæjarstjórn Dalvíkur sitja þvi af B-lista: Helgi Jónsson, Kristján Ólafs- son og Kristinn Guðlaugsson, af D-lista: Trausti Þorsteinsson og Júlíus Snorrason, af G-lista: Óttar Proppé og Rafn Arn- björnsson. Hin nýja bœjarstjórn hélt fyrsta fund sinn 10. júní og var þar kjörinn forseti og bœjar- ráð. Einnig var þar samþykkt að fella niður á fjárhagsáætlun upphœð sem fara átti ígerð nýs íþróttavallar og tilkynna UMSE að Dalvíkurbœr sjái sér ekki fœrt að halda Landsmót UMFÍ1981. Eftirfarandi frásögn af fund- inum er byggð á fundargerð: Aldursforseti, Kristinn Guð- laugsson, setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og ósk- aði þeim velfarnaðar í starfi. Allir aðalmenn voru mættir að undanteknum Júlíusi Snorra- syni, en í hans stað mætti Júlíus Kristjánsson. Helgi Jónsson kvaddi sér hljóðs og las stutta yfirlýsingu þess efnis að fulltrúar af B-lista og G-lista hefðu ákveðið að hafa samstarf um myndun meiri hluta bæjarstjórnar, þó þannig að hvor aðili um sig hefði óbundnar hendur er varðaði af- greiðslu á tillögu Óttars Proppé og Rafns Arnbjörnssonar um að fella niður framlög til gras- vallar. Að því búnu var gengið til dagskrár. Helgi Jónsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar og tók hann við fundarstjórn. Óttar Proppé var kjörinn 1. vara- forseti og Kristinn Guðlaugs- son 2. varaforseti. í bæjarráð voru kjörnir Trausti Þorsteinsson, Rafn Arnbjörnsson og Kristinn Guð- laugsson. Ráðning bœjarstjóra. Samþykkt var með 7 sam- hljóða atkvæðum svohljóðandi tillaga frá Helga Jónssyni og Óttari Proppé: „Bæjarstjórn samþykkir að ráða Valdimar Bragason sem bæjarstjóra á yfir standandi kjörtímabili. Bæjar- ráði er falið að ganga frá ráðn- ingarsamningi." Hætt við Landsmót UMFÍ Næst lá fyrir tillaga frá Óttari Proppé og Rafni Arnbjörns- syni um að UMSE yrði tilkynnt að Dalvíkurbær sæi sér ekki fært að hafa tilbúin íþrótta- mannvirki svo að hægt yrði að halda Landsmót UMFÍ á Dal- vík 1981. í síðara lið tillögunn- ar var lagt til að lækka niður- stöðutölur á eignabreytinga- reikningi íjárhagsáætlunar um 27 milljónir, en það var sú upp- hæð sem nota átti í byrjunar- framkvæmdir við nýjan gras- völl. Allmiklar umræður urðu um tillöguna. Er kom að atkvæða- greiðslu kom fram beiðni frá Óttari Proppé, Kristni Guð- laugssyni og Rafni Arnbjörns- syni um að viðhaft yrði nafna- kall. Niðurstöður nafnakalls- ins urðu þessar: Rafn Arnbjörnsson sagði já. Trausti Þorsteinsson kvaðst sitja hjá og lagði fram eftirfar- andi bókun: „Við sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn lýsum undr- un okkar á þeirri tillögu sem hér liggur frammi. Nú liggur ljóst fyrir að framsóknarmenn og Alþýðubandalag mynda með sér meirihlutasamstarf í bæjar- stjórn Dalvíkur á komandi kjör tímabili. Þessi tillaga bendir til þess að þrátt fyrir tveggja vikna samningsþóf hafa þessir tveir flokkar ekki getað komið sér saman um þetta mikilvæga mál og ætla sér því að varpa ábyrgð- inni á minnihluta bæjarstjórn- ar. Við teljum að þar sem að opinber meirihluti komi til með að bera ábyrgð á framkvæmd þessa máls, sé eðlilegt að þeir taki sameiginlega afstöðu til þess og leysi innbyrðis deilu- mál sín. Þegar fyrir liggur málefnasamningur milli þess- ara flokka um það hvernig að framkvæmdum Dalvíkurbæjar skuli staðið, munu sjálfstæðis- menn reiðubúnir til að vinna að framgangi mála sem eru bæjar- félaginu til heilla.“ Bókun þessi var undirrituð af Trausta Þorsteinssyni og Júlíusi Kristjánssyni. Forseti úrskurðaði rök þessi ógild og kvaðst Trausti Þor- steinsson hlíta þeim úrskurði og sagði „já“. Helgi Jónsson sagði „nei“. Júlíus Kristjánsson kvaðst sitja hjá og vitnaði til framan- greindrar bókunar en forseti taldi hana sem fyrr vera ógild rök fyrir því að taka ekki af- stöðu til málsins. Nú óskaði Kristinn Guð- laugsson eftir fundarhléi og veitti forseti hlé í 3 mínútur. Eftir fundarhlé kvaðst Júlíus Kristjánsson skjóta úrskurði forseta til bæjarstjórnar en hún samþykkti með 5 atkvæðum gegn 1 að úrskurður forseta væri gildur. Júlíus kvaðst þá hlíta úrskurðinum og sagði já við tillögunni. Kristinn Guðlaugsson sagði nei. Kristján Ólafsson sagði nei. Óttar Proppé sagði já. Tillagan var því samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3. ★ í fundarlok þakkaði bæjar- stjóri það traust sem honum hefði verið sýnt með einróma kjöri og kvaðst mundu vinna heils hugar að málefnum bæjar- ins. u m t ( yJk 'U' j ' ' *. j >f’ ■ Æwi Til kaupenda Við viljum biðja lesendur Norðurslóðar að gera ekki ráðfyrir öðru blaði nú á þessu sumri. Sennilega tökum við okkur frí frá blaðamennsku, en það er staðföst cetlun okkar að taka aftur upp þráðinn í haust. Svo menn eiga von á ncesta blaði í september eða svo. Við sendum öllum lesendum bestu kveðjur og óskir um gott og gjöfult sumar. Útgefendur. Snemma að morgni 17. júní s.l. lögðu fjórir ungir Dal- víkingar af stað úr Dalvíkur- h öfn á lítilli plastskektu með utanborðsmótor. Þetta voru þeir Egill Antonsson, Gunn- ar Jónsson, Símon Hilm- arsson og Stefán Ægisson og var ferðinni heitið til Hrís- eyjar. Ekki hefur spurst til þeirra síðan. Enn þá veit enginn með vissu hvað hefur gerst en víðtæk leit hefur engan ár- angur borið og hafa vonir manna um að piltarnir séu enn á lífi kulnað. Dalvíkingar eru harmi slegnir vegna þessa sorglega atburðar. > órarinn Jónsson 60 ára 3-6 197ö ■t* Ullif g£ í* lOf » «!•■« Uétt (KIA HKJ qj_, _ . , HH C..IU #&« ... 3>fe£r jh„ ,JkkJ S|mH u Kt.il MJS **»* FrilS Auinir kk nmnn , nv „ „ ____ 1/’<a,,, TrX CT JDI MPC CMJ II... UBK 3JJ LOA A-* ** MJ »Q“ ► » KLI prJg llctM *>•»-* Ubl ula.____________ ' St**f tch D«u BUI HM" *»B hao Frumleg afmceliskveðja Þórarinn Jónsson bóndi á Bakka varð sextugur þann 3. júní síðastliðinn. Þann dag var blíðskaparveður í Svarfaðar- dal og héldu hestamenn veglegt mót á Tungunum, og var mikil för ríðandi manna um endilanga sveit. Þetta góða veður notaði afmælisbarnið á Bakka til að ganga í fjall og huga að sauðgróðri, enda er honum niálið skylt, því maðurinn er fjallskilastjóri hreppsins og hef- ur verið það til margra ára. Ekki tókst honum samt að flýja afmæli sitt með öllú, þótt hann færi til fjalla, því nioðri í byggðinni mundu ýmsir eftir því og létu hann kenna á því, þegar hann kom þreyttur heim að lokinni fjallkönnun. Þá var honum m.a. afhent „skjal“ það, sem hér birtist mynd af og vonandi prentast vel, svo menn megi lesa, hvað þar stendur skráð. En þetta skjal er að því leyti nýstárlegt, að textinn er ristur í tré og „undirskriftirnar" brenni- merktar neðan við. Að þessari heillakveðju standa fjárbændur sveitarinn- ar og á Dalvík eða þeir, sem brennijárn eiga. Er þetta til marks um almennar vinsældír Þórarins bónda og fjallskila- stjóra á Bakka og þarf ekki fieiri vitna við. Blaðið óskar Þórarni til hamingju með afmælið og árnar honum allra heilla.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.