Norðurslóð - 21.06.1978, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 21.06.1978, Blaðsíða 2
TVrí"^T3> ZTIT TT> •i'I VJ’XVIL/ vJ JCwi Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjortur E. Þórarinsson, Tjörn. Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvlk Óttarr Proppé. Dalvlk Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Gamlir vinnufélagar. F.v. Sveinn, Jón og Anton. BRÉF TIL BLAÐSENS Kæra Norðurslóð! Mig langar til að skrifa nokkr ar línur um fjallið sem rís hér rétt f\ rir ofan bæinn okkar, hið svokallaða Böggvisstaðafjall. Það hefur veitt mörgum ánægju stundir á góðviðris- og sólskins- dögum, á ég þar aðallega við gönguferðir um fjallið og svo hlessaða hóla- og lautartúrana sem við öll könnumst við og höfum mörg notað okkur í frí- stundum; farið með fjölskyld- unni og þá oftast haft með nesti sem krakkarnir geta helst ekki án verið. Og margar eru berjaferðirn- ar sem farnar hafa verið í fjallið og fram á dalinn, þeir eru ómældir pottarnir af berjum sem runnið hafa í maga okkar i falvíkinga. í þetta sinn tala ég ekki um skíðaferðir í fjallið, þær til- hevra öðrum tíma. Það sem vakir fyrir mér nú er verndun fjallsins gegn veginum sem lagð- ur hefur verið uppeftir því og allt fram á dal. Úr eldhúsglugg- anum mínum sé ég á sumrin hvernig bílarnir þeysast dag eftir dag upp rykugan fjallveg- inn alveg upp á brún. Moldar- og rykmökkinn leggur svo suð- ur ailt fjall og er alveg ótrúlegt hvað hann getur stundurh orðið stór og breiðst yfir stórt svæði. Mér hefur dottið í hug hvort ekki mætti takmarka umferð þarna á sumrum og leyfa aðeins keyrslu upp að gilinu þeim sem nauðsynlega þurfa að fara þarna upp. Menn ættu að geta gengið eins og áður var Góð gjöf Á síðasta fundi Lionsklúbbs Dalvíkur á þessu starfsári, seint í maímánuði, var klúbbnum afhentur til varðveislu fallegur og merkilegur gripur. Það er skápur, smíðaður um miðja síöustu öld af Þorsteini smið Þorsteinssyni á Upsum. Skáp- urinn er um hálfur annar metri á hæð í tvennu lagi, fótstykki og skúffu, og skáphluti með hólfi ofan á. Hann er málaður smekklegum litum og á hurð- inni eru útskornir ,,pílárar“ sem sagðir eru úr gamalli Valla- kirkju. Þessi fallegi gripur er gefinn af Stefaníu Jónsdóttur, ekkju Bald\ ins heitins Jóhannssonar, og á að fara í byggðasafn það, sem Lionskiúbburinn er að safna til og emhverntímann 2 - NORÐURSLÓÐ gert, það væri bara hressandi fyrir þá. Fjallið er orðið loðið af ryki og mold þegar kemur fram á sumarið og er það mikil skemmd á fögru umhverfi. En það er annar staður í ná- grenni bæjarins sem mér þykir einnig afar gaman að koma á, það eru sandhólarnir og fjaran hérna austur um. Ef sandurinn væri hreinsaður vel, væri þessi staður á góðviðrisdögum á við bestu baðströnd. Þarna er mjög fallegt og það er hressandi að labba eða hlaupa um fjöruna í hafgolunni. Einnig er mjög gaman að vaða þarna í sjónum með litla krakka þegar heitt er í veðri og láta sólina þurrka sig í heitum sand- inum á eftir. Ég tel þennan stað einn af þeim bestu sem við eig- um hér um slóðir. En menn þurfa að opna augun fyrir dá- semdum náttúrunnar og því sem hún getur gefið okkur. Það þarf að hreinsa þarna til ogfjar- lægja drasl. Ég sé að þetta hef- ur verið nefnt í síðasta blaði og vil ég taka undir með bæjar- stjóra, að fólk gæti þess fram- vegis að skemma ekki fagra náttúrustaði rétt við bæjardyrn- ar hjá því. Mér finnst að fleiri ættu að skrifa í blaðið um málefni sem varða Dalvík. Ég vil sérstak- lega hvetja konurnar til að láta álit sitt í ljós um það sem betur mætti fara, ef eitthvað er. Gerum þetta eina blað okkar vel virkt. Látið álit ykkar í ljós. Með bestu kveðjum, Sigrún J. Eyrbekk. kemst vonandi á legg og verður til sýnis almenningi. MÉR ER SPURN? Norðurslóð leitar svara Á hverju vori og sumri hefur verið mikill ágangur af hross- um og fé í bænum, sérstaklega í sumum hverfum. Nú vil ég spyrja: Hver ber ábyrgðina á þessu og hver er réttur garð- eigenda? Eigum við að þola bótalaust sundursparkaðar lóð- ir og uppétinn gróður ár eftir ár? Þorbjörg A Ifreðsdóttir, Böggvisbraut 9. Hér virðist fyrst og fremst vera um löggfræðilegt atriði að ræða. Útgefendur Norðurslóð- ar geta ekki gefið óyggjandi svör í þessum efnum en vilja gjarnan fá að heyra frá lög- spekingum. Aftur á móti ætti birting þessarar fyrirspurnar að vera viðkomandi aðilum þörf áminning. Það er ekki vansa- laust að búpeningur rási um bæinn og geri að engu tilraunir bæjarbúa til að fegra umhverfi sitt. Heit kosn- ing í Svarfað- ardals- hreppi Eins og sjá má af auglýsingu frá kjörstjórn Svarfaðardals- hrepps á öðrum stað hér í blaðinu fer fram listakosning til hreppsnefndar þar í sveit sunnu daginn 25. þ.m. og eru tveir listar í kjöri. Listabókstafir eru H og I rétt eins og i kosningunni fyrir 4 árum síðan og eru fylkingarnar í stórum dráttum þær sömu og þá voru. Það vekur þó helst athygli, að H-listinn er nú borinn fram af Framsóknarfélagi Svarfaðar- dals og óháðum kjósendum. Mun þetta í fyrsta skipti sem pólitískt félag stendur opinber- lega að framboði til sveitar- stjórnar í hreppnum og er það raunar næsta óvenjulegt í sveita hrepp, hvar sem er. Sennilega mun það vefjast fyrir ýmsum að skilja, hvernig slíkt framboð á að geta eflt gengi Framsóknarflokksins og stefnumál hans og það því fremur sem hinn listinn, I-list- inn, ber líka sterkan framsókn- arkeim og eru enda tveir efstu menn hans flokksbundnirfram- sóknarmenn. Hvað sem því líður er víst, að allnokkur hiti er í mönnum og hart leikið. Og eins og segir í gömlu stefi: „það dansar marg- ur nauðugur, en dansar þó.“ Núverandi hreppsnefnd í Svarfaðardalshreppi skipa þess ir: Halldór Jónsson oddviti, Hilmar Gunnarsson, Hjalti Har aldsson, Sigurður Ólafsson og Þórarinn Jónsson. Þá verður einnig kosið til sýslunefndar í hreppnum. Verð- u sú kosning óhlutbundin, en þar með er ekki sagt, aðekki verði tekist á um hana eins og annað. Núverandi sýslunefndarmað- ur er Hjörtur E. Þórarinsson og varamaður hans er Þórarinn Jónsson. Úr reikningum Svarf- aðardalshrepps 1977 í síðasta tölublaði Norður- slóðar birtist viðtal við bæjar- stjórann á Dalvík um fyrirhug- aðar framkvæmdir bæjarfélags- ins á árinu með tilliti til fjárhagsáætlunar, sem þá var í fæðingu. Ætlunin var að birta til mótvægis nokkrar upplýsingar úr reikningum Svarfaðardals- hrepps, en vegna plássleysis varð það að bíða þessa blaðs. Nú hafa reikningar hreppsins yfir 4 síðustu ár verið fjölritaðir og sendir inn á hvert heimili, svo minni ástæða er en ella til að birta mikið úr þeim hér. Þó skal þeim til fróðleiks, sem ekki fá heildarreikninginn í hendur, birtur hér samandreginn rekstr- arreikningur ársins 1977 svo og gjöld á eignabreytingarreikn- ingi. Á þetta að gefa mönnum nokkra hugmynd um veltu sveitarsjóðs, og hvað orðið hefur um tekjur hans. Rekstrarreikningur Svarfaðardalshrepps 1977. GJÖLD: kr. 1. Stjórn sveitarfélagsins ....................... 2.323.674 2. Framlag til Sjúkrasaml. Eyjafjarðars........... 1.997.276 3. Fræðslumál .................................... 4.441.784 4. Heilbrigðismál - tannlækningar................... 219.592 5. Félags- og menningarmál ....................... 1.525.445 6. Vegamál ....................................... 1.096.672 7. Sýslusjóðs-og sýsluvegasjóðsgjald ............. 1.863.479 8. Landbúnaður ..................................... 729.424 9. Vaxtagjöld ...................................... 122.258 10. Rekstrarkostnaður fasteigna...................... 374.080 11. Önnur útgjöld ................................... 192.753 14.786.437 Mismunur tekna og gjalda 8.475.821 Samtals 23.262.258 TEKJUR: kr. 1 • Útsvör ...................................... 12.026.149 2. Aðstöðugjöld .................................. 2.369.800 3. Fasteignaskattar .............................. 1.174.018 4. Jöfnunarsjóðsframlag .......................... 6.482.891 5. Tekjur af fasteignum ............................ 516.735 6. Vaxtatekjur . ................................... 642.665 7. Aðrar tekjur ..................................... 50.000 Samtals kr. 23.262.258 1. Gjöld á eignabreytingareikningi: kr. Fjárfesting í Dvalarh. aldraðra á Dalvík ......... 3.000.000 Fjárfesting í Heilsugæslustöð á Dalvík ............. 250.000 Fjárfesting í Húsabakkask. vegna framkv........ 1.200.213 2. Afborganir langtímalána: Lánasjóður sveitarfélaga ............................ 46.620 Landakaupasjóður .................................... 21.700 Bjargráðasjóður (v/endurlána)....................... 360.000 3. Önnur útgjöld: Framlag til bókasafns Svarfdæla..................... 258.000 4. Hækkun á hreinu veltufé: Hreint veltufé 01.01. 1977 kr. 4.820.886 Hreint veltufé 31.12. 1977 - 8.541.076 - 3.720.190 8.856.723 Þess skal getið, að í gjaldaáætlun fyrir 1977 var lagt á fyrir fram- lagi í „Félagsheimilissjóð“, kr. 1 milljón. Þessi jjárupphæð kemur ekki sérstaklega fram á eignabreytingareikningi, heldur felst hún í liðnum „hækkun á hreinu veltufé“. ---------------------------------------\ Frá Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra Aðsetur Yfirkjörstjórnar Norðurlandskjördæmis eystra á kjördegi verður í Oddeyrarskólanum á Akur- eyri, sími 22954, og þar verða atkvæði talin, þegar þau hafa borist frá hinum 45 kjördeildum í kjör- dæminu. Undirkjörstjórnir eru beðnar að hafa samband við Yfirkjörstjórn á kjördegi um sendingu kjörkassa. YFIRKJÖRSTJÓRN NORÐURLANDSKJÖRDÆMIS EYSTRA Ragnar Steinbergsson, Jóhann Sigurjónsson, Guöm. Þór Benediktsson, Jóhannes Jósefsson, Haukur Logason. v______________________________________________y Öllum þeim, sem á sextugsafmæli minu 3. júni síðastliðinn heiðruðu mig með gjöfum og heilla- skeytum, þakka ég innilega og bið guð að launa. Þórarinn Jónsson, Bakka. J

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.