Norðurslóð - 21.06.1978, Side 3

Norðurslóð - 21.06.1978, Side 3
AUGLÝSING Frá Fiskiræktarfélagi Svarfdæla Svarfaðardalsá var opnuð til veiði þann 10. júní s.l. Stangarverð fyrir utanfélagsmenn er kr. 2.500 fyrir heilan veiðidag en kr. 1.500 fyrir hálfan dag. Fjölskylduveiðileyfi fyrir hjón og börn yngri en 15 ára) verða í reynsluskyni seld í síðustu viku júní og gilda þau sem hér segir: Fyrir 1. veiðisvæði: 1., 8., 17. og 29. júlí og 7. ág. Fyrir 2. veiðisvæði: 12. og 22. júlí og 2. og 10. ág. Fyrir 3. veiðisvæði: 22. og 26. júlí, 5. ágúst og 2. sept. Fyrir 4. veiðisvæði: 30. júlí og 15. ágúst. Fyrir 5. veiðisvæði: 8. ágúst. Verð þeirra er kr. 5.000 fyrir daginn. Sala allra veiðileyfa fer fram hjá formanni félagsins á Völlum, þar sem allar frekari upplýsingar verða veittar. Stjórnin. Frá kjörstjórn Svarfaðardalshrepps Kosningarnarsunnudaginn 25. júnífaraframað Húsabakka (syðri byggingu). Kjörfundur hefst kl. 11:00. Kosningar eru þrennar, þ.e. til Alþingis, til sveitarstjórnar (hlutbundin) og til sýslunefndar (óbundin). Fólk er beðið að kjósa tímanlega. NÝ MÖRK. 1. Sneitt aftan hægra, stýft, vaglskorið aftan vinstra. Óskar Sæberg Gunnarsson, Dæli. 2. Hangfjöður framan hægra, alheilt vinstra. Friðrika Eygló Gunnarsdóttir, Dæli. Auglýsing um utankjörfundar- atkvæðagreiðslu Á Akureyri, Dalvík og öllum hreppum Eyjafjarð- arsýslu er hafin utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga, er fram eiga að fara 25. júní 1978. Kosið er hjá hreppstjórum, skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, Akureyri, og Hafnarbraut 10, Dalvík. Skrifstofa embættisins á Akureyri verður opin auk venjulegs skrifstofutíma kl. 17.00til kl. 19.00 og frá kl. 20.00 til kl. 22.00 alla virka daga, en á laugardögum og helgidögum kl. 14.00 til kl. 18.00. Skrifstofa embættisins á Dalvík verðuropin, auk venjulegs skrifstofutíma, kl. 16.00-18.00. Akureyri, 12. júní 1978. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. Svarfaðardalsá - góð bleikjuá Á öðrum stað í blaðinu er auglýsing um sölu veiðileyfa í Svarfaðardalsá. En er einhverja veiði þar að hafa, mun einhver spyrja. Svar við þeirri spurningu er að fá af eftirfarandi upplýsingum um veiðina 1977 fengnum hjá for- manni Veiðifélags Svarfdæla, Snorra Árnasyni á Völlum: Það ár voru seldir 449 stangardagar alls. Út fylltum veiðiskýrslum var skilað fyrir 270 stengur. Á þeim var fjöldi veiddra fiska 931 stykki, sem skiptust þannig eftir tegundum: 845 bleikjur, 77 urriðar og 9 laxar. Með hlutfallslega jafnmikilli veiði á alla stangardaga mun heildarveiði hafa verið rösklega 1400 fiskar. Veiðisvæði í ánni verða nú í sumar 5 í stað 4 sem verið hafa. 1. svæði frá ós að Helgafellshyl, 2. þaðan að Hofsbrú, 3. þaðan að ármótum við Skíðadalsá, 4. Skíðadalsá fram að merki við steinboga og 5. svæði er Svarf- aðardalsá frá ármótum fram að Skallá. Að lokum skal þess getið að nú er áformað að breyta fiski- ræktarfélaginu í veiðifélag samkvæmt lögum um lax og silungsleyfi frá 1970. Auglýsing um lista Við kosningu þá til hreppsnefndar, er fram á að fara sunnudaginn 25. n.k. eru eftirtaldir 2 listar í kjöri í Svarfaðardalshreppi: H-LISTI borinn fram af Framsókn- arfélagi Svarfaðardals og óháðum kjósendum. Listinn er svo skipaður: Hjalti Haraldsson Ytra-Garöshorni. Jónas Þorleifsson Koti. Jóhann Ólafsson Ytra-Hvarfi. Símon Helgason Þverá. Friðbjörn Jóhannsson Hlíð. Jón Þórarinsson Hæringsstöðum. Fjóla Guðmundsdóttir Húsabakka. Margrét Kristinsdóttir Skeiði. Júlíus Friðriksson Gröf. Klemenz Vilhjálmsson Brekku. Kjörstjórn Svarfaðardalshrepps. I-LISTI borinn fram af 15 kjósend- um. Listinn er svo skipaður: Halldór Jónsson Jarðbrú. Þórarinn Jónsson Bakka. Hilmar Gunnarsson Dæli. Sigríður Hafstað Tjörn. Olga Steingrímsdóttir Sökku. Árni Steingrímsson Ingvörum. Gísli Þorleifsson Hofsá. Jóhann Sigurbjörnsson Atlastöðum Svana Halldórsdóttir Melum. Sigurður Ólafsson Syðra-Holti. Dalvíkingar - Nærsveitamenn Ferðafólk Sport & búsáhaldadeild 3. hæð Höfum mikið úrval af vörum fyrir: Veiðimanninn og í útileguna Einnig mikið úrval af: Sjónvörpum & hljómtækjum Hljómplötum & gjafavörum Leikföngum Ú. K. E. Dalvík ðími 61200 NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.