Norðurslóð - 21.06.1978, Page 4

Norðurslóð - 21.06.1978, Page 4
[. Einn af þeim sem byggði bæinn Jón E. Stefánsson smiður í Hvoli NORÐURSLÓÐ SVARFDÆLSK BYGGÐ OG BÆR A Dalvík eru tveir Jonnar og eru báðir smiðir. Annar býr á Sigurhæðum. Hann var kynnt- ur hér. í blaðinu í fyrravetur. Hinn er Stefánsson og er kenndur við Hvol. Allir Svarfdælingar í sveit- inni og við sjóinn þekkja Jonna í Hvoli, smiðinn, hjálparhell- una, manninn, sem byggt hefur þak yfir fleir svarfdælsk höfuð en nokkur annar. Honum er því óþarft að lýsa, nema með mynd þeirri, sem fylgir þessum línum Hins vegar gæti verið fróðlegt að taka manninn tali og fræðast svolítið um æfiferil hans, sem nálega allur hefur orðið innan hins svarfdælska fjallahrings. í þeim erindum stefndi blaða maður heim að Hvoli, fallegu gömlu húsi í nýjum litklæðum á syðri Lágarbarmi. Uppruni? Ég fæddist á Jarðbrú 4. maí 1902. Stefán faðir minn var sonur Jóns bónda Jónssonar þar á bæ, en systkini hans voru Kristín á Bakka og Valdemar í Vegamótum. Móðir mín var Jónína Arnbjarnardóttir bónda á Þorleifsstöðum. Foreldrar mínir bjuggu á nokkrum stöðum hér í sveitinni, en lengst á Syðri-Másstöðum og á Hjaltastöðum. Sjálfur var ég með þeim tíma og tíma, en þess á milli á öðrum bæjum. Á Bakka var ég t.d. í 2 - 3 ár hjá þeim Jóni og Guðrúnu. Þarvar ég að mestu leyti frá 9 til 15 ára aldurs og tel mér það mikið lán. Þau hjónin voru afbragðsmann eskjur, sem jafnan höfðu hjá sér hóp af tökubörnum, en sjálf voru þau barnlaus. Skólaganga? Á þessum árum var skóla- skyldan að komast á í landinu. Hér var farskóli og í Skíðadaln- um var kennt á Þverá. Égfór því frá Hálsi og fram í Skíðadal til foreldra minna þann tíma á veturna, sem skólinn var á Þverá. Þaðvorunokkrarvikurí >enn. Kennarinn var Tryggvi Kristinsson, bróðir sr. Stefáns á Völlum, skemmtilegur maður 3g góður kennari. Þetta var öll skólagangan. En smíðanámið? Ég hafði alltaf haft gaman af að sýsla við smíðatól. Um 1920 hugkvæmdist mér að reyna að fá atvinnu við smíðar og afla mér um leið tilsagnar í þeirri iðn. Það varð úr að ég komst til Gunnlaugs Sigfússonar í Vall- holti. Eitt fyrsta húsið, sem ég vann við með honum, var einmitt hans eigið hús, Vallholt, sem enn stendur. Líka man ég eftir frá þessum fyrstu árum mínum í smíðunum gamla Fúsahúsinu, og Brekku, þ.e. hús Kristjáns Jóhannessonar. Sömuleiðis húsinu á Hóli og á Karlsá. Þetta var allt saman einungis sumarvinna, en á veturna var ekkert að gera í smíðum og þá réð ég mig sem vetrarmann á ýmsum bæjum fram í sveit. Eitt árið útvegaði Óskar Gíslason (múrarameistari) mér vinnu á Akureyri. Honum hafði ég verið samtíða á Hálsi. Þá var verið að byggja sláturhús KEA á Tanganum og þar var mikil vinna.. Þá kynntist ég Svein- birni Jónssyni, byggingameist- ara og vann ég fyrir hann eitt og annað. Hann átti þá heima á Knararbergi og var með hugann við alls konar uppfinningar og frumlegar hugmyndir. ísvoleið- is tilraunir fóru fjármunir hans, held ég, að mestu leyti. En vel reyndist hann mér. Hann var þá formaður Iðnráðs íslands og sem slíkur gekk hann fram í því að ég fekk iðnbréf, sem gaf mér takmörkuð iðnréttindi. Eg man að í þessu sambandi fékk ég meðmæli frá Gunnlaugi í Vall- holti og Gísla á Hofi. Svo var það nokkru seinna, þegar ég var aftur kominn hingað heim, að hann hringdi til mín og sagði að ég ætti meistarabréf liggjandi hjá sýslumanninum á Akureyri og ég skyldi hirða það við tækifæri, ef ég tímdi að borga gjaldið, sem var nokkrar krónur. Og það gerði ég glaður. Ætli þetta hafi ekki verið 1927 eða 28. Svo festirðu ráð þitt? Já, í mai 1929 kvæntist ég Fanneyju Stefaníu Bergsdóttur á Hofsá. Við örkuðum fram í Velli þar sem sr. Stefán Krist- insson gaf okkur saman í kirkjunni. Við Fanney voru jafnaldrar. Skömmu eftir brúðkaupið fórum við til Siglufjarðar þar sem ég vann við smíðar, en hún tók að sér ráðskonustöðu hjá einhverjum síldarsaltanda. Þetta var á velmegtarárum Siglufjarðar sem síldarbæjar, en hér á Dalvík var aftur á móti lítið um að vera og lítið um bygg ingarframkvæmdir. En við urðum að reyna að hafa upp sem mesta peninga, því við hugðum á byggingu eigin húss. Við Friðsteinn Bergsson, mágur minn réðumst sameigin- lega í húsbyggingu í ágúst 1930. Við kölluðum húsið Hvol, þótt enginn verulegur hóll væri hér, þar sem það stendur. Við vorum að koma þessu upp næstu árin. Svo kom jarðskjálftinn? Jarðskjálftinn reið yfir 4. júní 1934. Hann olli miklu tjóni, sérstaklega á steinsteypuhúsun- um hér á Dalvík. En hann skapaði líka atvinnu fyrir smiði eins og mig. Reyndar skemmd- ist Hvoll líka dálítið, stafnarnir einkanlega sprungu talsvert, svo það varð að steypa þá að nýju, utan á þeim, sem fyrir voru. Það er til marks um verð- lag á þessum árum, að heildar- verð hússins fullfrágengins og að meðtalinni viðgerð eftirjarð- skjálftann var kr. 28.500.00. Á næstu árum stóð ég fyrir smíði margra húsa hér á Dalvík og í sveitinni. Ég veit ekki ná- kvæmlega hvað mörg hús ég hef smíðað, en ætli þau séu ekki orðin upp undir 50 talsins. Þú hefur smíðað fleira en íbúðarhús? Já, blessaður vertu, ég hef smíðað allskonar hús, allt frá fjárhúsum upp í kirkjur. Barna- skólann tók ég að mér, þ.e.a.s. nýju viðbygginguna og íþrótta- húsið með Víkurröst. Fiskhús Aðalsteins Loftssonar byggði ég og svo Dalvikurkirkju. Þá tók ég líka að mér smiði barnaskólans á Húsabakka, bæði húsin. Maður varð nú áræðnari með tímanum, en samt verð ég að játa, að ég var svolítið skelkað- ur við íþróttahúsið. Það voru þessir löngu, steyptu burðarbit- ar, sem voru nýlunda hér og ollu mér kvíða. Mig fór jafnvel að dreyma fyrir ótíðindum í sam- bandi við þessa bita. En allt fór þetta samt vel og enn stendur húsið. Ég vil nú ómögUlega að svo líti út í þessu spjalli, ef þú birtir það, að ég hafi sjálfur verið allt í öllu við smíði þessara bygginga. Ég hef alltaf haft ágætis sam- starfsmenn, sem ég hef getað reitt mig á, á hverju sem gekk, og þeir eru nú orðnir býsna margir á þessu hálfrar aldar bjástri mínu við byggingar. Núna síðustu árin hef ég unn- ið hvað mest með þeim félögum mínum og jafnöldrum Anton Sigurjónssyni og Sveini Frið- finnssyni í Efstakoti. Okkur kemur vel saman, enda erum við farnir að þekkja hver annars sérvisku. Mikið af vinnu okkar nú fer fram í litla timburverkstæðinu hérna við hliðina. Ég keypti það af Jónasi Hallgrímssyni, en hann hafði á sínum tíma byggt það sem bílaverkstæði. Það var áður en hann fór að vinna fyrir KEA. Þú fékkst við fleira en byggingarst örf Já, já, ég þvældist inn í allan skrambann. Ég átti t.d. að heita vatnsveitustjóri hérna í þorpinu í ein 30 - 40 ár. Ég vann við að leggja fyrstu vatnsveituna hérna, líklega 1935, með Jó- hannesi heitnum Kristjánssyni á Akureyri. Upp frá því vann ég meira og minna í pípulögnum, aðallega miðstöðvarlögnum bæði í ný og eldri hús. Ég hef mikið þurft að ferðast fram og til baka hér um plássið, en aldrei varð úr því að ég fengi mér bíl. Ég hef látið mér nægja reiðhjólið mitt. Ég veit að mönn um finnst það nú sérviskulegt og óheyrileg íhaldssemi að ferð ast um á reiðhjóli, en sannleikur inn er sá að mér finnst það bara gaman að róla svona um bæinn í hægðum mínum á hjólinu og Dalvík er þægilegur bær til þeirra hluta, ekki eru brekkurn- ar. Hvað um fjölskyldumálin? Okkur Fanneyju búnaðist bara vel. Hún var afburða dug- leg manneskja til allra verka og sérstaklega listfeng í höndun- um. Við drýgðum tekjur okkar með smábúskap eins og margir aðrir á þeim árum. Kú höfðum við í skúrnum á bak við húsið. Hest áttum við líka og ær, einar 25 þegar mest var. Við heyjuðum fram í Skíðadal, höfðum Ytri-Másstaði á leigu um skeið. Jörðin var þá ekkj i byggð. Við Addi bróðir minn unnum mikið saman í þessu. Okkur hjónunum varð ekki barna auðið, en þegar Skarp- héðinn Júlíusson, kunningi okkar hjónanna, lést frá mörg- um ungum börnum árið 1942, þá tókum við Elínu dóttur hans í fóstur. Hún var. þá á 3. ári. Fanney tók strax miklu ást- fóstri við litlu stúlkuna og leit á hana sem eigin dóttur. En því miður varð sá æfiþátt- ur allt of stuttur, því að Fanney veiktist og dó seint á ári 1942. Það varð afskaplega snöggt um hana, og eiginlega varð það aldrei fyllilega ljóst, hvert bana- mein hennar var. Hér var enginn héraðslæknir þá stund- ina, heldur einhver læknir til af- leysinga, og hann hefur víst ekki áttað sig á því nógu fljótt, hvaða alvara var á ferðinni, svo að konan var ekki send á spítala og allt varð um seinan. Þetta hefði sjálfsagt farið öðru vísi nú á dögum. En ekki tjáir um það að fárast. Þetta var auðvitað óskaplegt áfall. En ekki þurfti ég að senda frá mér fósturdótturina, og það var okkur báðum mikil heppni, að til mín réðist sem ráðskona María Sigurjónsdóttir. Það var strax árið 1943, og hún er hjá mér enn, þótt Elín sé farin að heiman fyrir löngu og búin að stofna eigið heimili hér í bæn- um. Ertu sáttur við lífið og tilveruna? Já, já, mjögsáttur. Mérfinnst ég hafi átt góða æfi. Ég ólst að miklu leyti upp hjá sérstöku ágætisfólki, sem voru gömlu Hólshjónin, Jón og Guðrún. Ég hlaut sem æfistarf iðn, sem ég hef líklega verið náttúraður fyrir og alltaf unnið mér til ánægju. Ég get horft á handverk mín í húsunum, sem ég byggði, hvar sem ég fer hér um bæinn eða sveitina. Og ég hef séð Dalvík vaxa úr fátæklegu þorps kríli í myndarlegan kaupstað og átt minn eigin þátt í þeirri um- byltingu. Svo eignaðist ég ágætis konu þót sambúðin yrði stutt, og fósturdóttirin og hennar fjöl- skylda hafa reynst mér eins og best verður á kosið. Auk alls þessa hef ég svo eignast fjölmarga prýðilega sam starfsmenn og góða vini á lífs- leiðinni. Mér hafa yfirleitt reynst samferðarmenn mínir góðar og áreiðanlegar mann- eskjur, ekki þarf ég að kvarta undan öðru. Menn eru nú stundum að segja, að öllu sé aftur farið frá því sem áður var, vinnusemi, orðheldni og heiðar leiki í viðskiptum. Satt er það, að menn hugsa nú meira um klukkuna í vinnunni, heldur en ég vandist í gamla daga. En mikill er samt dugnaður fólks hér á Dalvík enn í dag og þá ekki síður hjá sveitafólkinu. Og aldrei hef ég orðið fyrir prettum í viðskiptum við menn, það held ég að ég geti fullyrt. Þakklátastur er ég fyrir það, að heppni hefur alltaf fylgt störfum mínum. Aldrei hafa menn orðið fyrir alvarlegum meiðslum i vinnu hjá mér. Og sjálfur hef ég slampast í gegn um lífið óhappalaust og við góða heilsu á sál og líkama. Nú er ég að vísu farinn að mæðast og fleiri hús tek ég ekki að mér að smíða, þegar ég er laus við húsið hans Heimis skólastjóra. Þar fyrir hef ég hugsað mér að lifa dálítið lengur, og ég ætla að reyna að njóta þess eftir föngum, hvort sem það varir lengur eða skemur. Tímamót Guðlaug Þorvaldsdóttir fyrrum húsfreyja í Höfn á Dalvík varð 75 ára þann 6. júní. Ingibjörg Magnúsdóttir fyrrum húsfreyja á Þorsteinsstöðum verður 80 ára þann 22. júní. Anna Jóhannesdóttir frá Sandá, nú í Hvoli, verður 70 ára þann 24 júní. Friðrika Jónsdóttir, fyrrum húsfreyja í Víkurhóli verður 80 ára þann 23. júní. Ingibjörg Árnadóttir, fyrrum húsfreyja í Dæli verður 90 ára þann 28. júní. Þannig þekkja allir Dalvíkingar manninn. (Sjá einnig mynd á bls. 2.) H.E.Þ.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.