Norðurslóð - 10.11.1978, Blaðsíða 1
NORÐURSLÓÐ
SVARFDÆLSK BYGGÐ OG BÆR
7. tölublað Föstudagur 10. nóvember 1978 2. árgangur
Dalvíkurhöfn:
Modeltilraunir að hefjast
Æskilegt að sem flestir sjómenn geti skoðað það
Fjalllendi á Tröllaskaga.
Gönguskáli á
Hólamannaleið
Ekki hafa verið framkvæmd-
ir við Dalvíkurhöfn á þessu ári.
Fjárveitingar hafa verið skorn--
ar niður ár eftir ár, miðað við
áður gerðar áætlanir og ein-
dreginn vilja heimamanna. Nú
er svo komið, að ef framkvæmd
ir verða ekki á næsta ári, og
raunar næstu árum, stefnir að
vandræðum við höfnina.
Ný fjögurra ára áætlun um
hafnarframkvæmdir verður
lögð fyrir Alþingi það sem nú
situr, en ekki er ljóst hvað
Hafnamálastofnunin leggur til
um framkvæmdir hér. Reynslan
sýnir að þessar áætlanir hafa
ekki verið allt of áreiðanlegar,
nema þegar ekki hefur verið
gert ráð fyrir framkvæmdum í
þeim efnum standast áætlan-
irnar, saman ber yfirstandandi
ár við Dalvíkurhöfn.
Hafnarnefnd og bæjarstjórn
Dalvíkur hafa sett fram óskir
varðandi næstu fjögurra ára
áætlun og er þar lögð megin
áhersla á eftirfarandi atriði:
1. Stálþil á norðurgarð
steypt þekja og dýpkun.
2. Smábátaaðstaða.
3. Lenging og breikkun norð
urgarðs.
Trébryggjan á norðurgarði er
orðin mjög sigin og hefur öll
umferð verið bönnuð alllengi
um meginhluta trébryggjunnar.
Gert er ráð fyrir að viðgerð á
bryggjunni. muni kosta tugi
miljóna, ef að einhverju gagni á
að koma, en kostnaður mun
allur lenda á hafnarsjóði, því
ríkissjóður styrkir ekki slíkar
endurbætur.
Hafnarnefnd hefur af þeim
sökum, og eins af því að það er
betri framtíðarlausn, óskað eft-
ir að sett verði stálþil í stað
trébryggjunnar og verður þá
hægt að dýpka upp með garðin
um og hafa td. löndunarað-
stöðu fyrir togara alveg upp við
hafnarvogina. Hafnarmála-
stjóri hefur einnig lýst þessu sem
sinni skoðun.
Athafnasvæði fyrir smábáta
hefur lengst af verið við svo-
kallaða „litlu bryggju" en hún
er nú að hruni komin og þolir
enga umferð. Mikil nauðsyn er
að fá aftur sérstaka aðstöðu
fyrir smábáta, bæði til að létta
viðlegu og umferð um þessa tvo
aðalgarða, og eins til að veita
eigendum smærri báta betri
möguleika til útgerðar.
A síðast liðnum vetri voru
gerðar öldu- og straummæling-
ar í og utan hafnarinnar, með
það fyrir augum að modeltil-
raunir verði gerðar af Dalvíkur
'höfn. Um þessar mundir er gerð
models af höfninni að ljúka og á
næstu vikum verða hafnar
tilraunir, sem vonast er til að
gefi vísbendingu um hvernig
minnka megi hreyfingu inni í
höfninni og hvaða áhrif ein-
staka framkvæmd muni hafa
varðandi hreyfmgu í höfninni.
Reynt verður að líkja eftir
aðstæðum hér við hinum ýmsu
veðurskilyrðum og sjólagi, því
er það eindregin ósk þeirra, sem
við þessar tilraunir starfa, að
allir þeir, sem þekkja til að-
stæðna við höfnina og eiga leið
til Reykjavíkur, fari og líti á
modelið og segi sittt álit á því
hvernig tekst, því þessi vinna
skilar ekki árangri nema for-
sendur séu réttar. Þegar tilraun
um verður lokið, eftir 2-3
mánuði, er hægt að gera deili-
skipulag af höfninni, en það
hefur lengi verið mikið áhuga-
mál..
Þeir sem geta orðið við þeirri
áskorun að líta á modelið geta
haft samband við Gísla Viggós-
son hjá Hafnarmálaskrifstof-
unni, eða hafnarnefndarmenn
og bæjarstjóra.
í hafnarnefnd eiga sæti Jó-
hann Antonsson, formaður,
Kristján Ólafsson og Kristján
Þórhallsoson. Hafnarvörður er
Ingimar Lárusson.
Gönguferðir um hálendi lands-
ins hafa færst í aukana nú á allra
siðustu árum. Samtök og stofn-
artir, sem vinna að ferðamálum
hérlendis, hafa mikinn hug á að
ýta undir þessa tegund ferða-
mennsku. Má þar nefna Ferða-
félög, Ferðamálaráð, og Nátt-
úruverndarráð.
Nú þegar hefur nokkuð verið
gert til að auðvelda mönnum
langar gönguferðir um hálend-
ið, en meira er þó í vændum.
Það sem hér er um að ræða er
merking gönguleiða, gerð brúa
yfir illfærar ár og bygging lítilla
sæluhúsa. Ferðafélag Islands
hefur með tilstyrk opinberra
aðila komið upp sæluhúsum í
þessu skyni í Esjufjöllum í
Vatnajökli og við Hrafntinnu-
sker norðan Mýrdalsjökuls.
Þá hefur Ferðafélag Akur-
eyrar einsett sér að greiða fyrir
gönguferðum um Ódáðahraun
og hefur nú þegar byggt einn
göngumannaskála við Bræðra-
fell vestan Herðubreiðar. Fleiri
slíkir eru fyrirhugaðir.
Nú hefur sú hugmynd skotið
upp kollinum að ástæða sé til að
reyna að laða menn til göngu-
ferða um hið stórbrotna íjalla-
svæði, sem skilur byggðir Eyja-
og Skagafjarðar. Þessi fjalla-
heimur, sem er hér á næstu
grösum við fjölbyggðar sveitir
og kaupstaði, er mjög lítið
þekktur af almenningi og lítið
sóttur heim. Þó er skylt að geta
þess að í botni Glerárdals er lítill
skáli, sem F.A. hefur komið
upp í þessu augnamiði.
Helst hefur mönnum dottið í
hug, að hentugur áningarstaður
fyrir göngumenn á leið milli
byggða væri á miðri Hóla-
mannaleið svo kallaðri. Sú leið
liggur upp úr Barkárdal og
endar í Víðinesdal, sem gengur
inn bak við Hólabirðu í Hjalta-
dal. Var sú leið allmikið farin
áður fyrr, en sjaldan nú á
dögum. Leiðin er hrikaleg og
stórskemmtileg og er auðvelt að
komast inn á hána héðan úr
Svarfaðardal, ef farið er í
Skíðadalsafrétt og haldið upp
úr botni Austurtungna, sem
állir gangnamenn þekkja.
Þá kemur stóra spurningin,
hver vill gangast fyrir að hrinda
þessu í framkvæmd? Nú þegar
er hægt að fullyrða að hér yrði
ekki um erfitt fjárhagsmál að
ræða. Unnt mun verða að fá
kostnaðinn af húsbyggingunni
að miklu leyti greiddan úr
opinberum sjóðum. Einhverja
vinnu yrðu þó þeir áhugamenn
að leggja afmörkum, sem tækju
að sér forgöngu um þetta
skemmtilega verkefni.
Síðan yrði sá aðili einnig að
hafa á hendi umsjón með
húsinu, reisa og halda við
vörðum osfrv.
Er einhver sá aðili til hér um
slóðir, sem hefur áhuga á að
takast á við svona verkefni?
Hvað um Ferðafél. Svarfdæla,
hvort er það lifandi eða dáið?
Ef það er lifandi virðist það vera
hinn rétti aðili. Ef það er dáið
væri kannske unnt að blása í
það lífsanda eigi að síður og
gefa því néjan tilgang í lífinu.
Vitað er að á Dalvík er til
fólk, sem hefur áhuga á íjall-
göngum, en hver hefur svo
mikinn áhuga að hann vilji
leggja það á sig að gangast fyrir
samtökum sem gætu tekið
málið að sér og komið því í
höfn?
Undirritaður er fús til að
leggja málinu lið með því að
hafa milligöngu við þá opinberu
aðila, sem vinna að þróun
ferðamála hér á landi.
Hjörtur E. Þórarinsson.
Til
lesenda
Hitaveita í Svarfaðardal?
- Þið skuluð spyrja þá hjá Fjarhitun h.f. hvað þeir haldi um þetta
mál, sagði Þórir Stefánsson, hitaveitustjóri á Dalvík
Blaðið sendir öllum lesend-
um kveðju guðs og sína og
óskar góðs og farsœls vetr-
ar til lands og sjávar.
Stutt verður í 8. tölublað
og svo kemur vandað jóla-
blað skulum við vona.
Á ekki einhver gott efni í
blaðið, hugvekju smásögu,
Ijóð?
Já, og svo erum við alltaf
fáanlegir til að birta dálitla
auglýsingu fyrir sanngjarnt
verð.
Útgefendur.
Er tímabært að láta kanna,
hvort unnt er að leiða hitaveitu
fram í Svarfaðardal frá Hamri
eða Dalvík?
Þessi spurning hefur skotið
upp kollinum í sambandi við
fréttir um að Hallur bóndi á
Skáldalæk hafi náð sér í heitt
vatn frá Hamri. Blaðið hringdi í
Hall og spurði, hvað hæft væri í
þessum fréttum.
Jú, rétt er það, sagði Hallur,
það þraut vatn í vatnsbóli mínu
í haust, svo ég fékk leyfi til að
tengja vatnspípu við affalls-
vatnið hjá hitaveitunni á
Hamri. Þetta er tommu Dlast-
slanga 800 m löng. Hún er óein-
angruð og liggur að mestu ofan-
jarðar. Samt er vatnið 50 gráðu
heitt, þegar það kemur til mín,
ef ég læt renna mikið.
Nei, ég hita ekki húsið með
þessu, en við notum það sem
kranavatn og finnst það góð bú-
bót.
Ég veit ekki hvort þetta verð-
ur nokkuð til frambúðar. Þetta
var bara gert til að leysa bráðan
vanda þarna í haust. Én gjarn-
an vildi ég geta samið um
ákveðin afnot af vatninu og hit-
að með því húsið.
Þá hafði blaðið tal af Þóri
Stefánssyni hitaveitustjóra og
spurði, hvort hann teldi hugsan-
legt, að það gæti borgað sig að
leggja hitaveitu t.d. frá Dalvík
og fram Vesturkjálkann.
Þórir vildi ekki hætta sér í að
gefa um það álit. sagði þó að
mikið umframvatn væri reynd-
ar fyrir hendi. Einnig að við-
horf til lagningar langra hita-
veitna hefði breyst til batnaðar
nú nýskeð með tilkomu plast-
röra, sem þola miklu meiri hita
og þrýsting en eldri gerðir röra.
Þá sagði hann, að Hitáveita
Dalvíkur hefði sem slík engan
rétt til að selja vatn út af sínu
svæði. Þar kæmi til kasta Svarf-
aðardalshrepps, sem er eigandi
heita vatnsins á Hamri.
Þið skuluð spyrja þá hjá Fjar-
hitun h.f. hvað þeir haldi um
þetta mál, sagði Þórir að
lokum.