Norðurslóð - 15.12.1978, Side 2
""■""Wi
NORÐURSLÓ
Útgefendur og ábyrgfiarmenn:
Hjortur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvlk
Óttarr Proppé. Dalvlk
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun Prentsmiðja Björns Jónssonar
Hvernig verður veturinn?
Gömul spá segir að það megi sjá áþvíhvernig
stendur á tungli ájólum:
Hátíð jóla hygg þá að,
hljóðar svo gamáll texti
Arsins gróða þýðir það
ef þá er tungl í vexti.
En ef máni er þá skerður
önnur fylgir gáta:
Arið nýja oftast verður
í harðara máta.
_________________ ■ ___
L
Brunabótafélag
Islands
óskar öllum landsmönnum
gledilegra jóla.
Við kveikjum á kertum og minnumst
þess að sólin fer senn að rísa á ný. En
minnumst einnig þess að illa getur farið
ef ekki er gætt varúðar.
Ohöppin eiga sér orsök!
Brunabótafélag íslands
- Dalvíkurumboðið
Ný verslun á Dalvík
r-
- Saumastofan Ylirflytur ínýtt húsnceðiogopnar
þar verslun
Fjórir af flmm eigendum hlutafélagsins Ýlis hf. daginn sem nýja verslunin var opnuð:
Jóhann Tryggvason, Hjördís Árnadóttir, Aðalbjörg Árnadóttir og Júlíus Snorrason,
Seinni hluta júnímánað-
ar hóf Ýlir hf. byggingar-
framkvæmdir á lóð við
Hafnarbraut, sem lengi hef
ur staðið ónýtt og er hún
númer 14.
Laugardaginn 2. des. var
tekin í notkun neðri hæð
hússins og opnaði fyrirtæk-
ið verslun þar.
Aðeins eru því liðnir
rúmir fímm mánuðir frá
því byrjað var og þar til
þessi hluti hússins var tek-
inn í notkun. Um eins mán-
aðar vinna er eftir við efri
hæðina en þar mun sauma-
stofa fyrirtækisins verða en
hún er nú í leiguhúsnæði að
Skíðabraut 3 (Tírol). Tré-
verk hf. sá um byggingar-
framkvæmdir að mestu.
Samtals er húsið 900 rúm-
metrar á tveimur hæðum, 150
m2 hvor hæð, en leiguhúsnæði
það sem áður er getið er um 80
m2. Hér er þvi um mjög mikla
stækkun að ræða.
Eins og áður segir er verslun
á neðri hæð, og verður þar að
sögn eigenda fyrst qg fremst á
boðstólum framleiðsla fyrir-
tækisins, en til uppfyllingar
verður annar fatnaður og
íþróttavörur.
Þó hér við bætist ný verslun
er vafamál að samanlagt versl-
unarhúsnæði sé nú jafnstórt og
það var fyrir 2-3 áratugum hér
á Dalvík. Ekki er nokkur vafí að
samdráttur hefur orðið miðað
við fólksfíölgun á verslunar-
svæðinu á undanfarandi ára-
tugum. Engin könnun hefur
farið fram, en ekki er ósenni-
legt að verslunarsvæðið búi við
einna minnsta fermetratölu
verslunarhúsnæðis á íbúa á öllu
landinu.
Ýlir byrjaði rekstur sauma-
stofu árið 1972 og hefur fram-
leitt 600-800 mokkajakka ár-
lega. Vegna árstíðabundinnar
sölu og lítilla afurðalánafyrir-
greiðslu hefur framleiðslan
verið mest haust og vetrar-
mánuðina og þá er starfsfólk
flest um 10 manns.
Eigendur sögðu í viðtali við
Norðurslóð að hægt verði að
þrefalda afköst þegar flutt
verður í nýja húsnæðið, en
aðrar aðstæður geta þó komið í
veg fyrir það.
Skipuleg __ könnun er nú í
gangi hjá Utflutningsmiðstöð
iðnaðarins á markaði erlendis
fyrir mokkaskinnsfatnað. Ef já-
kvæður árangur verður af því
starfi, auðveldar það afkasta-
aukningu, því innanlandssala
hefur aukist nokkuð.
I haust hefur Iðunn á Akur-
eyri ekki getað annað eftir-
spurn á skinnum, því fram-
leiðsla sútunarinnar hefur dreg
ist saman vegna manneklu, að
því er best er vitað. Aðeins eru
notuð skinn í hæsta gæðaflokki
í slíka framleiðslu sem þessa og
útilokað er með öllu að litlar
saumastofur geti verið sjálf-
bjarga með sútun. Sútun er
mikið fyrirtæki og vandaverk.
Þegar bar á góma í spjalli við
eigendur Ýlis hvort möguleiki
væri að njóta góðs af nálægð-
inni við stærsta minkabú
landsins varðandi hráefni, kom
fram, að minkaskinn eru mjög
vandmeðfarin og verkþekking í
landinu í þessum efnum varla
nóg.
Þegar Þorsteinn Aðalsteins-
son var inntur eftir því sama
sagði hann að sútun minka-
skmna færi öll fram erlendis,
svo mörg vandamál þyrfti að
leysa áður en þetta yrði fram-
kvæmanlegt. Hvorugur aðilinn
vildi þó útiloka að málið v-erði
athugað.
Þrátt fyrir að vissar blikur
eru á lofti eru eigendur Ýlis
bjartsýnir uni framtíð fyrir-
tækisinr Með tilkomu þess á
sínum tíma var nýrri stoð
skotið undir atvinnulíf hér á
Dalvík, sem vonandi á eftir að
dafna. Norðurslóð árnar þeim
Ýlismönnum heilla.
Böggver opnað á ný
Böggver, samkomuhús ung-
linga á Dalvík, hefur nú opnað
á ný eftir all langt hlé.
Nokkurrar óþolinmæði var far-
ið að gæta hjá unglingum og
höfðu þeir ritað æskulýðsráði
og boðist til að annast rekstur-
inn að einhverju eða öllu leyti.
En æskulýðsráð vildi ekki hefía
starfsemina fyrr en því hefði
verið markað starfssvið og
gengið hefði verið frá málum
við þá, er ráku Böggver í fyrra-
vetur.
Nú hefur bæjarstjórn sam-
þykkt reglugerð fyrir íþrótta-
og æskulýðsráð og hefur það
ráðið Heiðar Olason sem
framkvæmdastjóra í Böggveri.
Æskulýðsráð hefur einnig
svarað erindi unglinganna um
þátttöku í rekstrinum og þeirri
skipan komið á, að fíáröflunar-
nefnd 9. bekkjar leggur til
starfsfólk (í samráði við fram-
kvæmdastjórann) og fær í þess
stað hluta af aðgangseyri og
ágóða af sælgætissölu.
Þetta fé rennur svo í ferða-
sjóð 9. bekkjar. I haust kvikn-
uðu hugmyndir um að bekkur-
inn lyki 9 vetra samveru í skóla
með ferðalagi, e.t.v. eitthvað
lengra en áður hefur verið.
Minnst hafði verið á Færeyjar,
en áfangastaðir hljóta að mið-
ast við fíárhaginn. Því er ljóst
að fíáröflunarnefndin hefur
ærið verk að vinna.
Gjafír til dvalar
heimilis aldraðra
Dalvík
- Kvenfélögin hafa
Kvenfélagið Vaka á Dalvík
hefur ákveðið að gefa öll
gluggatjöld og tilheyrandi
búnað í Dvalarheimili aldraðra
Dalvík. Friðrikka Óskarsdóttir
formaður félagsins tjáði blað-
inu, að nú þegar hafí allt efni
verið keypt. Munu félagar
síðan sjá um allan frágang. Fjár
hefur verið aflað með ýmsum
hætti, þó mest mecf bösurum.
Leiðrétting. Hér með leið-
réttist villa sem slæðst hafði inn
á lista sem Norðurslóð fékk hjá
bæjarstjóra um gjafír sem
honum höfðu borist vegna
byggingar elliheimilisins. Þar
er sagt að Gestur Árskóg hafí
afhent ásamt fleirum ágóða af
hlutaveltu, en á að vera Gestur
Helgason. Eru þeir báðir
nafnarnir beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
tekið á móti stórfé
Árlega hefur verið lagt í
sérstakan sjóð (elliheimilis-
sjóð) og nú er sem sagt farið að
ráðstafa fé úr þessum sjóði.
Friðrikka sagði, að í þennan
sjóð hefðu verið settar pen-
ingagjafir frá einstaklingum,
sem falið hefðu kvenfélaginu
að koma þeim í dvalarheimilis-
bygginguna. Ekki hefur verið
tekin ákvörðun um það hjá
'félaginu hvort þessu gjafafé
verður ráðstafað sérstaklega
eða hvort það verður með í
þeim verkefnum eða gjöfum,
sem koma frá félaginu sjálfu.
Listi yfir fyrrnefndar gjafír
eru hér birtur um leið og þakkir
og kveðjur eru sendar til gef-
enda. Þess skal getið að margar
þessára gjafa bárust fyrir all-
mörgum árum síðan:
Gjöf til kvenfélaganna Vöku og Tilraunar:
Laufey Þorleifsdóttir og Magnús Jónsson.....kr. 100.000
Gjafir til Kvenfélagsins Vöku:
Frá Páli Hallgrímssyni......................kr. 100.000
Minningargjöf um Guðrúnu Júlíusdóttur og
Halldór Sigfússon frá bömum þeirra.....kr. 100.000
Frá börnum Önnu Sigurðardóttur..............kr. 24.762
Frá Jóhönnu Halldórsdóttur..................kr. 5.000
Frá Albínu Bergsdóttur......................kr. 35.000
Frá dcetrum Önnu Júlíusdóttur...............kr. 25.000
Aheit frá Guðmundi Þórarinssyni.............kr. 10.000
Áheit frá Svanhildi Árnadóttur..............kr. 1.000
Gjöf frá Dagbjörtu Jóhannsdóttur............kr. 1.000
Gjöf frá Hildi Pétursdóttur.................kr. J00
Agóði af tombólu frá Hörpu Kristinsdóttur og
Sigríði og Bryndísi Brynjarsdcetrum....kr. 1.600
2 - NORÐURSLÓÐ