Norðurslóð - 15.12.1978, Page 5
FUGLARNIR OKKAR
Það var vor, farfuglarnir voru
komnir. Búið var að girða kring
um húsið og segja niður nokkur
tré.
Þrestirnir komu fljótt auga á
þetta land og einn fallegur og
mikill þrastarkarl lagði það
undir sig. Síðan trúlofaðist hann
þeirri með breiðustu augnrák-
irnar og þau urðu einráð í
þessum garði og næsta nágrenni.
Þau áttu þetta allt.
Norðan við götuna, beint á
móti stóð gamalt, opið og yfir-
gefíð fjárhús. Þarna var afbragð
að vera fyrir máríátlur. Enda
flugu þær þarna út og inn.
En viti menn. Einn góðviðris-
morgun, þetta vor, var komið
með stórvirkar vinnuvélar, fjár-
húsið mölvað niður og hóllinn
sem það stóð á, bókstaflega
þurrkaður burt.
Hvað áttu nú máríátlurnar að
gera? Þær hurfu.
En það er af þröstunum að
segja, að þeir voru greinilega
orðnir hjón, en höfðu nokkra
áhyggjur út af festingu fyrir
hreiður, því trén voru varla
orðin það stór að greinarnar
bæru það uppi. Frekast kom til
greina þakrennuhornið. Þann
stað skoðuðu þau alltaf á kvöldin
að loknu dagsverki, sem var í því
fólgið fyrir henni, að finna fæðu
og borða mikið, svo hún gæti átt
egg, en honum að vera á verði og
gefa aðvörunarmerki ef hætta
nálgaðist. Þeim var gefinn hreið-
urkassi, sem festur var upp við
þakrennuhornið. Þessi nýja íbúð
var skoðuð gaumgæfilega og nú
þurfti ekki að kvíða festingunni.
En máríuátlurnar úr fjár-
húsinu, hvernig fór fyrir þeim?
Meðal þeirra var líka hamingju-
samt par, sem lánið hafði leikið
við þangað til ósköpin dundu
yfír. Karlinn hafði að vísu orðið
fyrir áfalli áður, það var í fyrra
þegar hann missti konuna. Þau
höfðu nýlokið hreiðurgerð og
voru að veiða flugur á jörðinni.
Það tók hana köttur. Hann
ásakaði sjálfan sig voðalega, að
vera ekki betur á verði, og hélt að
hann mundi aldrei fá sér konu
afur. En svo skeði svolítið suður
á Spáni í vor, þegar hann var að
hvíla sig á leiðinni heim frá
Afríku. Það voru margar márí-
átlur á ströndinni. Ein vakti sér-
staklega athygli hans fyrir hvað
hún var grönn og hreyfði stélið
fallega. Hann gat varla haft af
henni augun. Þá datt honum
ekki í hug að þau væru bæði frá
víkinni heima og ættu eftir að
hittast á síldarplaninu þar. Hann
var nefnilega uppalinn í kirkju-
turninum en hún í fóðurbætis-
skemmu kaupfélagsins.
Já, þegar fjárhúshóllinn var
horfínn lá þessu áður hamingju-
sama pari við örvilnun því þegar
þau ætluðu heim á staðinn sem
þau höfðu valið sér var allt
horfið, eitthvert tóm, bara
ekkert, og þau forðuðu sér.
En svo sótti karlinn í sig kjark,
flögraði aftur yfír fjárhússtæðið
og lánið var með honum þá.
Hann sá hreiðurkassa á húsinu á
móti. Þetta ætlaði hann að
athuga með kvöldinu, því nú var
þrastapabbi þarna útbelgdur og
söng eins og hann ætti himin og
jörð.
Tækifærið gafst, hann settist á
þakið en hún tyllti sér á spýtuna
við kassaopið og gægðist inn, það
var öllu óhætt. Og þarna var hey
í botninum, þá var minna að
bera en mesti kosturinn var rifan
á kassanum, þaðan gat hún séð á
sjóinn. Bóndi hennar gaf merki
og þau fóru í fjöruna.
Um kvöldið komu þrasta-
hjónin heim. Búið var að hreinsa
Þrastarhreiður á svölunum að Skeiðabraut 15 vorið 1978.
garðinn og ruslahrúgur lágu hér
og þar, nægilegt byggingarefni.
Hann söng og þau voru ham-
ingjusöm. Þetta var þeirra jörð.
Um næsta hádegi fór máríátlu-
pabbi enn á stjá, hann sá ekki
þrastaparið og gaf kerlu sinni
merki. Hún byrjaði umsvifalaust
á hreiðurgerðinni og er langt
komin þegar þrastapabbi kemur
heim. Þegar hánn sér hvað er á
seyði ræðst hann að máríátlu-
mömmu, en máríátlupabbi varð
fyrri til og varnaði því að hann
næði til hennar, síðan settust
þeir hvor andspænis öðrum á
girðinguna. Máríátlupabbi gerði
sig svo stóran og breiðan sem
hann gat og tifaði aðeins stélinu
en þrastapabbi barði stélinu og
hafði hátt og snéri sér ýmist að
máríátlupabba eða kerlu sinni,
sem sat álengdar og gaf frá sér
nokkur reiðihljóð.
Þetta dugði ekki. Þrastapabbi
varð að ráðast á þennan durg,
sem sat þarna útbelgdur og
þagði, en hann varð svolítið að
átta sig. Satt að segja hélt hann
að allir vissu, og að hann væri
búinn að láta það nægilega í ljósi,
að hann ætti þennan stað.
Nú varð hann að láta til skarar
skríða, flaug upp á mæninn á
húsinu á móti, renndi sér eld-
snöggt að máríátlupabba, sem
sat á spýtunni við opið. Þeir
tókust á, fyrst á spýtunni, svo
barst leikurinn niður á jörðina og
þar flugust þeir á um stund og
voru rétt hættir þegar máríátlu-
mamma kom með fullfermi af
stráum. Þá gramdist þrasta-
panna svo að sjá þessa mjógörn
vaða svona uppi, að hann réðst á
hana. Og þegar hún missti
stráin, sleppti máríátlupabbi sér
alveg, réðist á þrastapabba og
þeir tókust á bæði í lofti ogniðri,
svo fjaðrirnar fuku í allar áttir.
En þegar máríátlupabbi reif
þrastapabba í augað varð hann
að gefast upp. Síðan var reynt að
koma á sáttum, þannig að setja
upp annan hreiðurkassa á móti,
hjá nágrannanum.
Þrastamamma sá strax nýja
kassann og þegar leið á kvöldið
fór hún að safna í hann stráum.
Þrastapabbi reyndi að fylgjast
með, brá sér inn. Honum líkaði
vel útsýnið, hann sá yfir landið.
Hann flaug með henni þegar
hún þurfti lengra til, þótt hann
væri með strengi og annað augað
klístrað af blóði. Hreiðrið var
tilbúið um morguninn. Þá fór
þrastapabbi að hvíla sig, en hún
að draga upp maðka, hann hafði
auga með henni fram á kvöldið,
þá sofnaði nann og svaf alla
nóttina.
Um morguninn þegar hann
vaknaði sá hann hvergi þrasta-
mömmu, gægðist í hreiðrið og sá
eitt egg. Hann varð forviða og
glaður en þó gramur við sjálfan
sig að láta varpið fara fram hjá
sér. Hann gægðist inn í hitt
hreiðrið því þar var enginn
heima, þar voru tvö egg. Reiðin
blossaði upp í honum snöggv-
ast og datt honum í hug að
sparka þessu sundur og fór inn.
Nei þetta var svo lítið og auvirði-
legt.
Nú kom kella hans heim og
stakk sér inn í þeirra hreiður þá
fór hann upp á snúrustaur og
söng aðeins.
Hann horfði á hreiðuropið og
beið. Honum fannst biðin löng,
vængirnir kipptust til og stélið
tifaði. Hún kom út og hann flaug
með henni eitthvað frá. Eftir
svolitla stund komu þau aftur og
hann fór upp á hús og söng af
öllum kröftum. Nú var hann
orðinn hress og gat dregið upp
ánamaðka með kellu sinni. Það
skipti ekki miklu máli fyrir þau
hjónin, fannst honum nú, þótt
máríátluparið byggi þarna í ná-
grenninu. Þau yrðu að minnsta
kosti ekki með afskiptasemi og
tækju heldur ekki frá þeim fæðu,
því ánamaðka réðu þau ekki við,
því síður að þau kynnu að nýta
sér ber. Flugurnar gátu þau átt
fyrir þeim, því svoleiðis óþverra
byðu þau ekki sínum börnum.
Þegar máríátlupabbi sá að
enginn var á vakt settist hann á
loftnetið. Hann ætlaði að líta
eftir svæðinu núna eins og í nótt
þegar þrastapabbi svaf. Annars
var enginn betri vörður en þrasta
pabbi, hann sá svo langt til og
hann notaði svo greinileg hættu-
merki, þess vegna var svo gott að
búa í nágrenni við hann. Sjálfur
var hann ekki fyrir að vera með
hávaða, en hann gat vel sungið,
lítið síður en þrastapabbi, ef
honum sýndist svo.
Þá var fuglastríðinu í garðin-
um lokið. Framundan er kyrrlát
bið.
Þetta er saga um fuglana sem
fljúga óra leið til þess að njóta
birtunnar og þeirra lífsmögu-
leika, sem skapast fyrir þá á vorin
þegar snjórinn fer og sólin
vermir raka jörðina hér á
norðurslóð.
A ðalbjörg Jóhannsdóttir.
Gömul þula um
bæjarröð í Svarfaðardal
Sauðakot stendur allra yst, Melar og Tungufellið feitt,
er Sauðanes svo líka fyrst, þar fer ég í dalinn Skíða greitt
Sauðaneskot og Karlsá með, hjá Dæli. Márstaði tvenna tel,
kemur svo Hóll og Miðkotið. tíðum á Þverá gengur vel.
Efstakot, Hátún, Brimnes brot, Á Kóngsstaði, Hverhól og Krosshól ég kemst,
-bakki Lækjar og Upsa-slot. og kotið Sveinsstaði allra fremst.
A Böggvisstöðum er oftast ös, Holár- og Gljúfurárkotin klén,
Árgerði, Hrafnsstaðir, Holtin tvö, klárunum er þar opnuð ben.
Ingvarir, Tjörn og Tjarnarkot, Á Klængshóli og Hnjúki eru kostabú,
tel ég Gullbringu lítið slot, en Klængshólsgerði ég nefni nú.
Tjarnargarðshorn og Jarðbrú, já, Sæla og Hjaltastaðir hátt
ég held Brekkukot standi þar hjá. hreykja sér nóg, þó gangi bágt.
Brekka og Grund eru af skriðum skemmd, Syðra- og Ytra- svo er Hvarf,
skulu svo Garðshornin tvö hér nefnd. síst þar að neinu finna þarf.
Bakki, Steindyr og Þverá þá, Skriðu- og Hofsár- kostaKot
þar næst skal Hreiðarsstaði tjá, ég kalla, en Skeggjastaði lítið slot.
Hreiðarsstaðakot og Urðir enn Hofsá og Hof er ljúflingsland,
annexíu þar nefna menn. - Ljótur karlinn þar setti í stand.
Þorleifsstaðir og þar næst Hóll, Þar næst kemur hún gamla Gröf,
þar er réttnefndur arnarstóll. get ég að Brautarhóll standi á nöf.
Auðnir og Klaufabrekknakot Veitingastaður er Vallnaból'
og Klaufabrekkur sín hafa not. Vænir Uppsalir standa á hól.
Göngustaðakot greini ég beint Hánefsstaðir sín hafa not
og Göngustöðum ei verður leynt, og híbýlistetrið Garðakot,
Sandá og Þorsteinsstaði þá, Ólduhryggur og Sakka svo.
þar næst skal Atlastaði tjá. Sé ég út þaðan Hamra tvo,
Kotið er talið bændum blítt, Skáldalæk, Hrísa og hér næst Háls.
en brögnum á Skeiði þykir grýtt. Hef ég svo talið, runnur stáls,
Hæringsstaðir og Búrfell, best Vallnahrepps-bæi alla ört,
björg er þar fyrir kú og hest. er til skemmtunar þetta gjört.
NORÐURSLÓÐ - 5