Norðurslóð - 15.12.1978, Qupperneq 7
Er fyrsta_allsherjarmanntal var
tekið á íslandi, 1703, töldust
landsmenn 50358. Þá voru
íbúar Eyjafjarðarsýslu 3029,
karlar 1308 og konur 1721.
Hreppar í sýslunni voru þá tíu,
en skipting ekki hin sama og
síðar varð. Til dæmis náði þá
Svarfaðardalshreppur ekki að-
eins yfír Svarfaðardal og Upsa-
strönd, heldur og Arskógs-
strönd, Þorvaldsdal og Hrísey,
en 17 íbúar voru þá í eyjunni.
íbúar Svarfaðardalshrepps
1703 voru alls 657, karlar 276
og konur 381. Vera má, að ein-
hverjir hreppsbúar hafí verið
að heiman, er manntalið var
tekið, og hefur þess ekki verið
leitað hér, enda skeikar það
Mannanöfn í Svarfaðar-
dalshreppi 1703
Mörg algeng nÖfn 1978 bar þá enginn, en nokkur
hljómmikil nöfn hafa horfið
Kolbeinn 1
Magnús 5
Markús 2
Nikulás 6
Oddi 1
Oddur 5
Ólafur5
Páll 5
Pétur 2
Rögnvaldur 1
Semingur 1
Sigmundur 1
Sigurður 16
Símon 2
Skeggi 1
Skúli 1
Steingrímur 1
Steinn 1
Steinólfur 1
Sumarliði 1
Sveinn 6
Sæmundur 2
Tómas 5
Vigfús 2
Þorbjörn 2
Þorgeir 3
Þorgrímur 1
Þorkell 5
Þorlákur 1
Þorleifur 6
Þorsteinn 10
Þorvaldur 2
Þórarinn 3
Þórður 5
Konur
Agnes 2
Anna 3
Arnbjörg 2 *
Arndís 2
Arnfríður 1
Ásdís 2
Ásta 1
Ástríður 3
Barbara 2
Björg 11
Bóthildur 2
Broteva 1
Elín 5
Engilráð 2
Filippía 1
Guðlaug 5
Guðný 4
Guðríður 4
Guðrún 84
Gunnhildur 8
Gunnvör 3
Gyða 1
Halla 2
Halldóra 7
Hallfríður 5
Hallótta 2
Helga 18
Herdís 2
Hildur 2
Iðunn 1
Ingibjörg 17
Ingigerður 1
Ingileif 1
Ingiríður 6
Ingunn 1
Ingveldur 6
Jórunn 3
Kolfinna 2
Kristín 5
Kristrún 1
Línanna 1
Magnhildur 1
Margrét 10
Matthildur 1
Oddný 3
Ólöf 9
Ragnheiður 3
Ragnhildur 3
Rannveig 4
Salný 1
Salvör 2
Sesselja 3
Sigríður 25
Snjófríður 1
Solveig 10
Sólvör 1
Steinunn 4
Steinvör 2
Una 3
Unnvör 1
Valgerður 5
Vigdís 8
Þorbjörg 2
Þorgerður 7
Þóra 12
Þórarna 3
Þórdís 2
Þórey 1
Þórunn 9
Þuríður 13
Karlar
Andrés 1
Arngrímur 3
Árni 3
Ásgrímur 1
Ásmundur 2
Benedikt 1
Bessi 2
Bjarni3
Björn 5
Brandur 1
Böðvar 1
Egill 2
Einar 5
Erlendur 3
Eyjólfur 1
Eyvindur 1
Filippus 1
Finnbogi 1
Finnur 3
Fúsi 1
Gísli 4
Grettir 1
Grímur 2
Guðmundur 16
Gunnar 1
Gunnlaugur 1
Gunnsteinn 1
Halldór 5
Hallgrímur 1
Hallur 2
Hákon 1
Hálfdán 1
Helgi 1
Henrik 1
Hjálmar 1
Ingimundur 6
Ingjaldur 1
Ivar 1
Jón 76
Gísli Jónsson.
naumast mjög miklu. Ómagar
á hreppnum eru taldir 102, eða
15,5%, þar af 25 karlar og rúm-
ur helmingur þeirra innan 16
ára, en 77 konur, tæplega þriðj-
ungur þeirra innan 16 ára.
Þessi voru nöfn íbúa Svarf-
aðardalshrepps 1703:
Kveðja
Lovísa Sveinborg Gísladóttir
F. 18. janúar 1913 - D. 29. nóvember 1978.
Hér vit skiljumsk
ok hittask munum
á fegins-degi fíra,
dróttinn minn
gefí dauðum ró
en hinum líkn es lifa.
- Sólarljóð.
Síðastliðinn laugardag var jarð-
sungin frá Dalvíkurkirkju Svein-
borg Gísladóttir, eða Svenna,
eins og við vinir hennar og kunn-
ingjar nefndum hana gjarnan.
Hún var fædd í Kjarnholtum í
Biskupstungum þann 18. jan.
1913, næst yngst barna Guðrún-
ar Sveinsdóttur og Gísla Guð-
mundssonar, er þar bjuggu
rausnarbúi. Svenna ólst upp í
foreldrahúsum í faðmi stórrar
fjölskyldu, en þá þegar kynntist
hún mótlæti lífsins, er reyndi á
hennar sterku skaphöfn. Föður
sinn missti hún 13 ára gömul og
5 systkina hennar létust á ungum
aldri.
Átján ára hleypti Svenna
heimdraganum og hélt í Hvítár-
bakkaskóla, þar sem hún stund-
aði nám í eitt ár. 1933 og ’34
dvaldi hún um skeið á Hofsá í
Svarfaðardal, með systur sinni
og mági, er skömmu áður höfðu
hafíð þar búskap. Kynntist hún
þá verðandi eiginmanni sínum,
Friðsteini Bergssyni. Alfarin
fluttist hún norður 1935, er þau
Friðsteinn stofnuðu heimili á
Dalvík. Á Dalvík áttu þau heima
síðan til æviloka beggja. Tóku
þau ríkan þátt í uppbyggingu
hins verðandi bæjarfélags með
iðni handa sinna og fegrun
mannlífsins með hlýju sinni og
glaðværð.
Bæði voru þau hjónin félags-
lynd í besta lagi og lögðu félags-
starfsemi heimabyggðar sinnar
mikið lið, einkum á vettvangi
verkalýðshreyfingar og leik-
listar.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið, en þau ólu upp tvö
fósturbörn: Önnu Stellu
Marinósdóttur og Rúnar Þor-
leifsson. Mörgum samferða-
manninum voru þau stoð og
skjól, því að hjálpfýsi þeirra og
greiðvikni var mikil. Þau voru
jafnan gefendur og veitendur, og
þau voru glaðir gjafarar. Ekkert
brast á samheldni þeirra í þeim
efnum fremur en öðrum.
Friðsteinn lést 1975 eftir
erfíða sjúkdómsþraut. Eftir það
dvaldi Svenna lengst af hjá
fóstursyni sínum, Rúnari og
tengdadótturinni, Hafdísi Haf-
liðadóttur.
Börn fósturbarna hennar, sem
eru fjögur, voru Svennu miklir
gleðigjafar, enda tengsl hennar
við þau náin og innileg.
Síðustu þrjú árin átti Svenna
við vanheilsu að stríða, en dauða
hennar bar að nokkuð skyndi-
lega þann 29. nóv. s.l.
Svenna var fyrir margra hluta
sakir merkileg kona. Viljasterk
var hún og einbeitt og hvikaði
hvergi frá því, sem hún taldi rétt
vera. Jafnframt hafði hún til að
bera óvenjulegt umburðarlyndi
og hlýju og ríka samúð með öllu
lífí. Engan þekkti ég, sem átti
meira af þolinmæði, né var
lausari við hleypidóma. Eigin-
girni held ég að hún hafi ekki
þekkt af eigin raun.
Glettni og glaðværð brást
henni ekki fram að dánardægri.
Sjúkdóm sinn og annað mótlæti
lífsins bar hún með fágætu
jafnaðargeði, og aldrei vissi ég
hana æðrast eða kvarta um eigin
hag.
Eg sem átti því láni að fagna, að
kynnast Svennu náið og verða
aðnjótandi þess, sem hún hafði
öðrum að miðla, vil, er leiðir
skiljast, þakka henni með þess-
um fáu og fátæklegu orðum.
Um Svennu og þau hjónin
bæði þarf raunar ekki önnur orð
að hafa en þessi: Þau voru gott
fólk.
Ástríður Karlsdóttir.
Einkum er athyglisvert
hversu nöfnin Guðrún og Jón
eru yfirgnæfandi algeng.Rúm-
lega 4. hver karlmaður heitír
Jón, og ekki skortir mikið á hið
sama hlutfall um Guðrúnar
nafn. Er þetta að vísu ekkert
sérstakt fyrir Svarfaðardals-
hrepp, því að þessu líkt var um
land allt.
Þá var og er ekki fágætt, að
systkin væru samnefnd þessum
nöfnum. Á Hofsá voru 1703
Guðrúnar tvær Þorleifsdætur
alsystur, á Steindyrum Jónar
tveir Hjálmarssynir albræður,
á Hrafnsstöðum Guðrúnar
tvær Sigurðardætur alsystur, á
Syðstabæ í Hrísey Guðrúnar
þrjár Þorkelsdætur alsystur
og Guðrúnar tvær á Yztabæ
Guðmundardætur, sömuleiðis
alsystur, enda hét móðir þeirra
og Guðrún. Hétu því 6 af 17
íbúum Hríseyjar Guðrúnar að
nafni.
Hinum fátíðu nöfnum Sem-
ingur, Snjófríður og Broteva,
hétu systkin á Sauðanesi, börn
Sigurðar Einarssonar. Reynd-
ar átti hann einnig Árna og
Guðrúnu.
Ekki skal ábyrgst að villur
geti ekki hafa slæðst inn í þetta,
því þær sitja um mann í allri og
því þær sitja um mann í allri
þvílíkri skýrslugerð.
Gísli Jónsson tók
saman. Áður birt í jóla-
blaði íslendings 1965.
Ljóðagetrafin
NORÐ VttSL OÐAR
Hér kemur ein lítil ljóðagetraun í
sama dúr og sú, sem við höfðum
hér í blaðinu fyrir síðustu jól og féll
þá í góðan jarðveg hjá lesendum.
Hér er sýnishorn af spurningu og
réttu svari við henni:
Hvað fór afi minn að scekja suðrá bcei?
Svar: Sykur og brauð.
1. Af hverju var höndin kreppt og
bogin?
2. Hver gerði hér stuttan stans?
3. Hvar gistir pósturinn?
4. Hvað hefur tófan á kló?
5. Hvað ilmar af gullnu glasi?
6. Hvenær er engin þörf að kvarta?
7. Hver tók við bagga af klakk?
8. Hverjum gat ég ei otað úr stað?
9. Hvar una lömbin sér?
10. Hvað skín mér í hjarta í hvert sinn
er ég græt?
11. Hvað berst og þýtur yfir höfði?
12. Upp á hvað hreif andinn mig?
13. Hver býr í höll af rafi?
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20.
21.
Hvað rís úr gráðinu þegar gegnir
sem verst?
Hvað er huggun harmi gegn?
Hver er nú nár á Tjörn?
Hvað skilur bakka og egg?
Hverjir munu líta uppá jólunum?
Hver er samgróinn öllu því besta
hjá mér?
Hvers vegna skrifa ég þér með
blýant?
Hverjum er tamast að tala sem
minnst um það allt?
22. Hvar er nóg um hýreyg og heill-
andi sprund?
23. Hvað á ég gamla Bakkusi að
þakka?
24. Hver er öndvegi íslenskra dala?
25. Hvenær er best að hætta hverjum
leik?
Rétt svör verða birt í janúarblaðinu.
Bókaverðlaun verða veitt þeim hlut-
skörpustu.
NORÐURSLÓÐ - 7