Norðurslóð - 15.12.1978, Page 8
Fyrir skömmu bárust
þær fregnir að Dalvík væri
orðin viðurkenndur hlekk-
ur í keðju norrænna vina-
bæja. Aðrir bæir í þessari
keðju eru Borgá í Finnlandi
Hamar í Noregi, Lundur í
Svíþjóð og Viborg í Dan-
mörku.
í tilefni þess að Dalvík
hefur loks eignast vinabæi
á Norðurlöndum átti
Norðurslóð stutt spjall við
Sigríði Rögnvaldsdóttur,
formann Norræna félags-
ins á Dalvík og Valdimar
Bragason bæjarstjóra.
Sigríður vildi leggja á það
áherslu að slík tengsl vinabæja
þyrftu ekki og ættu ekki að vera
einskorðuð við kjöma fulltrúa
og embættismenn viðkomandi
bæjarfélaga og upplýsinga-
streymi milli þeirra. „Sam-
vinna ýmissa félagasamtaka,
t.d. leikhópa eða kóra, við sam-
svarandi samtök í vinabæjun-
um getur orðið mjög gagnleg
og hlýtur að leiða til kunnings-
skapar og vináttu milli einstakl
inga. Einnig virðist upplagt að
koma á tengslum milli skól-
anna í þessum bæjum, nem-
endum og kennurum til gagns
og gamans.“
„Ég hef,“ sagði Sigríður,
„fengið bréf frá Viborg og er í
því beðin að hafa samband við
ýmis félagasamtök hér og
benda þeim á og hvetja þau til
að hafa samband við sams
konar samtök.“
Sigríður ræddi um ýmsa
möguleika á samskiptum ein-
staklinga og fjölskyldna í vina-
bæjunum. Hún benti t.d. á að
gaman yrði að vinna að því að
koma á skiptidvöl fyrir ung-
linga á heimilum í vinabæjum,
þannig að unglingur héðan
dveldist um tíma hjá fjöl-
skyldu í einhverjum vinabæn-
um en unglingur þaðan dveldi
svo hér.
Norrcena félagið
Eins og áður er komið fram
er Sigríður formaður Dalvíkur
deildar Norræna félagins.
„Deildin var stofnuð í septem-
ber 1975 og í því eru nú tæp-
lega hundrað manns.“
Við spurðum í hverju starf-
semi félagsins hefði verið fólg-
in. Sigríður benti á að eitt af
verkefnum félagsins hefði ver-
Hamar varð snemma biskupsetur og á miðöldum var þar reist dómkirkja, sem nú er rústir einar.
Kirkjan var byggð úr tilhöggnu grjóti og rómversku bogarnir standa enn stoltir og afmarka
kirkjuskipið.
'11 ..................... .........................................
Bókaútgáfan ÖGUR
úudnmdur
Irínmn
þonnig e,r ég
liljirdu lilu (hid
Þannig mr ég
- viljiröu vita þaö
Minningaþættir eftir Guð-
mund Frímann. Bráð-
skemmtileg frásögn af
æsku hans í Langadal og af
fjölda fólks í Húnaþingi á
fyrstu árum þessarar aldar.
býður
yður
þessar
bækur
ÓIúIui Jónsson
Stripi í Purudís
Stripl í Paradís
Sögur eftir Ólaf Jónsson.
Þessar smellnu sögur hafa
legið í handraða hans sum-
ar lengi, en eru hér komnar
og biðja hreint að lesa sig.
ið að koma á vinabæjatengslum
við Norðurlöndin en starfið
hefði þó ekki verið bundið við
það eitt. Vorið 1976 stóð félag-
ið fyrir tónleikahaldi á Dalvík í
samvinnu við Tónlistarfélagið
og hafa tæplega fleiri flytjend-
ur komið fram hér á tónleikum
áður. Sigríður Ella Magnús-
dóttir söng ljóðalög, Sinfóníu-
hljómsveit Reykjavíkur lék og
kór Söngskólans söng undir I
stjóm Garðars Cortes.
Félagið hefur haldið kynn-
ingarkvöld, eitt um Finnland
og annað um Noreg. Þar hafa
verið haldnir fyrirlestrar og
sýndar myndir til kynningar á
landi og þjóð.
Félagið tók einnig þátt í nor-
rænu menningarvikunni sem
nokkur bæjarfélög á Norður-
landi, þ.á.m. Dalvík, efndu til
sumarið 1977. (Vegna blaða-
skrifa um þessa menningarviku
’vill Norðurslóð taka það fram
að þeir framkvæmdaþættir
menningarvikunnar, sem gagn
1 elsta hluta Lundar eru hlykkjóttar, þröngar götur, bindingshús og
gamaldags verslanir.
Þarna má sjá rakaraskál, svipaðri þeirri sem Don Quijote notaði
fyrir hjálm. Myndin er tekin á götu sem kennd er við kirkju
heilags Péturs.
---- .
Hvaða bœir eru þetta?
Norðurslóð treystist ekki til að gefa hér tæmandi
lýsingu á þessum bæjum en vill geta hér nokkurra
atriða sem ef til vill gætu orðið kveikja þess að les-
endur settust niður með bækur og kort og öfluðu sér
frekara fróðleiks.
Hamar.
Hamar er við vatnið Mjörs (Mjösa, Mjösen) í
blómlegum byggðum Heiðmarkar. Á miðöldum var
Hamar biskupsetur og verslunarbær. Nú er Hamar
blómlegur iðnaðar- (trjávörur), verslunar- og skóla-
bær.
Lundur.
Lundur er skammt frá Málmhaugum (Malmö) og er
þekktastur fyrir háskólann. Talið er að Lundur hafi
verið grundvallaður á dögum Knúts ríka en veldi
hans stóð beggjavegna Norðursjávar. Fljótlega varð
Lundur trúarlegur, menningarlegur og viðskipta-
legur miðpunktur í Skandinavíu. Island tilheyrði
erkibiskupsdæminu-Lundi frá 1104, þar til sett var
sérstakt norskt erkibiskupsdæmi (Niðarós)
1152-53.
Viborg.
Viborg er á Jótlandi skammt sunnan við Limafjörð.
Hér er um að ræða gamalgróinn verslunarstað og
embættismannabæ. Fyrrum var nafn bæjarins
gjarnan íslenskað Vébjörg en ekki vitum við hvort
björgin eru þar ginnhelgari en annars staðar.
Borgá.
Norðurslóð hlýtur að viðurkenna að um Borgá veit
hún minna en ekki neitt, nema hvað bærinn er á
suðurströnd Finnlands og nefnist á fmnskri tungu
Porvoo. Sænskumælandi fólk er tiltölulega stór
hluti íbúanna og þar er gefíð út stærsta sænsk-
finnska dagblaðið, Borgábladet.
V___________________________________________J
Vinábceir á
Norðurlöndum
Dalvík er orðin þátttakandi í
gamalgróinni vinabæjakeðju
8 - NORÐURSLÓÐ