Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1978, Side 9

Norðurslóð - 15.12.1978, Side 9
Bærinn sólarmeginn við Mjörs, Hamar. Þar búa um 16 þúsundir manna, eða um 13 menn á móti hverjum íbúa á Dalvlk. Björgúlfur aðstoðar Súluna EA Um kl. 10:30 mánudaginn 16. október sl. tók Björgúlfur Súluna EA 300 í tog, eftir að skipstjórinn, Hörður Bjarna- son hafði beðið um aðstoð. Málsatvik voru þau að Súlan, sem var á loðnuveiðum, hafði ætlað að kasta nótinni, en fengið snurpuvírinn í skrúfuna og allt varð fast. Vel gekk að koma tógi á milli skipanna og dró Björgúlfur skipið til Bol- ungarvíkur, þar sem skorið var úr skrúfunni. Þegar óhappið átti sér stað voru skipin um 90 sjómílur norður af Horni. Tók þetta um 12 klst. F.B. hátt tengdir Norræna félaginu á Dalvík.) „Með þátttöku okkar Dalvík inga í menningarvikunni eign- uðumst við vini í Vanersborg í Svíþjóð, því að vísnasöngvar- inn Frank Johnsson hefur haldið kunningsskap við Dal- víkinga. Kom hann hér við síð- astliðið sumar ásamt fjölskyldu sinni og söng þá fyrir félaga í Norræna félaginu. Hví urðu þessir bceir fyrir valinu? Valdimar Bragason benti á að ekki væri unnt að velja vina- bæi algjörlega eftir eigin höfði. Hér væri um að ræða gamlar rótgrónar vinabæjakeðjur, einn bær frá hverju landi. „Spurn- ingin var því,“ sagði hann, „hvaða keðju Dalvíkingar vildu tengjast.“ „Það að farið var fram á að tengjast þessari keðju en ekki einhverri annarri réðst af því, að hugmyndin var að velja bæi er væru sem ólíkastir Dalvík, þ.e. ekki útgerðarbæi, og einn- ig réð það miklu um valið að þessir bæir eru tiltölulega stutt frá aðalflugstöð svo að ferðalög þangað ættu ekki að verða fram úr hófi kostnaðarsöm.“ Valdimar vildi taka það fram að það var Norræna félagið á Dalvík sem átti frumkvæðið að þessu. „Deildin á Dalvíkmælti með því að tengjast þessari og bæjarstjórn samþykkti síðan 1975 að fara þess á leit við við- komandi bæjarstjómir að Dal- víkurbær fengist að slást í hóp- inn. Síðan kom Norræna fél- agið hér þessu erindi á fram- færi við deildir Norrænu félag- anna á viðkomandi stöðum og þær snúa sér svo hver til sinn- ar bæjarstjórnar. Það gerist svo seint á síðasta ári og fyrri hluta þessa árs að við fáum bréf frá bæjarstjórn- um þessara bæja og erum boðin velkomin í hópinn.“ Vinabœjamót ncesta sumar „Ég hef svo fyrir stuttu,“ segir Sigrún, „fengið bréf frá Viborg vegna vinabæjamóts sem þar verður haldið 2.-4. júní næsta sumar. Þeir treysta sér til að taka á móti allt að 50 Dalvikingum en ætlast er til að menn fari á vegum einhverra félaga eða bæjarins. Einstakl- ingar verða því að skipulegja sínar ferðir sjálfir eða í sam- vinnu við félagssamtök. Að lokum bað Sigríður um að skilað yrði þakklæti til allra beirra er lagt hefðu starfi Nor- ræna félagsins lið og þannig stuðlað að aukinni norrænrii samvinnu 684 AKUREYRINGAR 15. nóvember síðastliðinn unnu hjá Sambands- verksmiðjunum 684 Akureyringar. Samvinnu- iðnaðurinn á Akureyri er mikið afl og því er eðli- legt að taka á með bœjarfélaginu í stöðugri við- leitni þess til að skapa íbúum sínutn atvinnu- öryggi og trausta lífsafkomu. Nú um hríð hefur íslenskur iðnaður átt í tniklum erfiðleikum. Samvinnuiðnaðurinn hefur ekki farið varhluta af þeitn. Það er eðlilegt að íbúar hinnar blótnlegu byggðar við Eyjafjörð, sem þessi iðnaður hefur sannarlega átt tnikinn og heillavcenlegan þátt í að skapa, beri ugg í brjósti um framvinduna og finni betur nú en máski oft endrancer að samvinnuiðnaðurinn er það afl sem ekki má bresta. Standið vörð um samvinnuiðnaðinn. IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS Akureyri Glerárgötu 28 - Pósthólf 606 - Simi: (96) 21900 SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Mjór er mikils vísir I dag er gólfflötur Sambandsverksmiðjanna á Gleráreyrum rúmlega 29.000 fermtr. NORÐURSLÖÐ - 9

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.