Norðurslóð - 15.12.1978, Side 10
r
Lítill frásögu-
þáttur um Fjósu
Þegar ég las í Norðurslóð,
PASKALAMBIÐ KEMUR
AF FJALLI, s.l. vor, datt
mér í hug lítill frásögu-
þáttur, sem er sannur, en
hvergi hefur komið fram
opinberlega. Þessi þáttur
er einskonar hliðstæða við
páskalambsþáttinn þótt
ekki gerist hann nákvæm-
lega með sama hætti. Telj-
ist hann eftirtektarverður
ætla ég að honum henti
rúm í Norðurslóð, þar sem
þátturinn gerist einmitt í
Svarfaðardal. Hefst svo
frásagan.
Margir eru þeir Svarfdæl-
ingar enn í dag, sem muna
Svarfdælinginn Gamalíel
Hjartarson fyrrum bónda,
lengst af og síðast í Skeggstöð-
um, enda af mörgum kenndur
við þann bæ löngu eftir að hann
fluttist þaðan. Vorið 1935 brá
hann búskap, og fluttist þá frá
Skeggstöðum. Var hann eftir
það nokkur ár í Svarfaðar-
dalnum í húsmennsku, sem
kallað var, á nokkrum bæjum
áður en hann flutti til Reykja-
víkur. Kona hans hét Sólveig
Hallgrímsdóttir. Hún lést
skömmu fyrir jólin 1936. Þá
voru þau hjónin búsett að Völl-
um í húsmennsku þar. Þótt þau
hjónin væru hætt búskap áttu
þau næstu árin nokkrar kindur
sér til ánægju. Svo var það
haustið 1935, er þau hjónin
heimtu kindur sínar af fjalli, að
eitt lamba þeirra (gimbur) var
svo smá að ekki var talið neitt
frálag í henni á blóðvelli. Betra
ráð væri því að setja hana á
vetur þótt alla vega virtist lítil.
framtíð í henni. Hún kynni þó
að verða æt næsta haust. Svo
fóru leikar með gimbrina þetta
haust að hún lenti í fjósi þar
sem hún dvaldi allan veturinn,
og af því fékk hún nafnið
Fjósa.
Fjósa fóðraðist eftir atvikum
vel um veturinn, enda ein-
göngu fóðruð á töðu. Náði hún
því nokkrum þroska þótt í
minna lagi væri hún um vorið.
Þegar hún svo kom af fjalli
haustið 1936 hafði hún náð
góðum þroska um sumarið.
Var þá strax ákveðið að lífvæn-
leg væri hún fyrir næsta vetur.
Allt gekk eftir áætlun með hana
þennan vetur, og um vorið
1937 eignaðist hún hrútlamb.
Allt gekk það með ágætum.
Henni var sleppt á fjall með
öðrum kindum og til rúnings
kom hún, en um haustið
heimtist hún ekki af fjalli. og
dilkur hennar ekki heldur, þótt
þrígengin væru fjöll og afrétt-
ir. Jafnvel var oftar smalað að
minnstakosti heimalönd, þegar
tíð hélst góð fram eftir hausti
sem og nú gerðist. Oft var og
gerð leit í Sveinsstaðaafrétt
þótt áliðið væri orðið tímans.
Þrátt fyrir allt þetta kom Fjósa
ekki fram né heldur lamb
hennar. Svona líður tíminn,
dagur styttist og styttist, en
ekkert fréttist um Fjósu, hvort
hún mundi vera lifandi eða
dauð, né heldur hvar niður-
komin. Nema bráðlega fara
draumar að sækja á Gamalíel.
Hann dreymir látna konu sína,
hún er í draumum hans að gera
honum einhverja grein fyrir
Fjósu. Hann þykist þess full-
viss að bæði ær og lamb munu
vera lifandi. Jafnvel heldur
ekki útilokað að hann viti hvar
þeirra muni að leita. Brátt er
komið fram á Jólaföstu, dagur
orðinn stuttur, en tíð helst
allgóð, og jörð snjólétt.
Gamalíel dreymir og dreymir
með stuttu millibili. Draumar
hans falla nokkuð á einn og
sama veg. Sólveig er að gera
honum grein fyrir þeim mæðg-
inum, en Gamalíel hefst ekki
að. Eftir því sem tíminn líður
og hann dreymir meir verður
Sólveig æ ákveðnari. Þegar
nokkuð er komið fram á þorra
hefir Gamalíel orð á því að nú
þoli hann ekki meira af svo
góðu. Hann tekur að hugsa ráð
sín í alvöru, og áður en þorra
sleppir^ hefir hann áformað
þau. A góðviðrisdegi tekur
hann sig upp, leggur leið sína
að Þverá í Skíðadal, hittir þar
Vigfús bónda, og segir honum
óefni sín. Er svo ekki að orð-
lengja það. Gamalíel gistir þar
um nóttina. Með birtu morg-
uninn eftir leggja þeir svo báðir
upp Gamalíel og Vigfús.
Stefna þeir nú inn eftir Skíða-
dalnum sem leið liggur í Sveins
staðaafrétt. Þar heitir Almenn-
ingur í austanverðri afréttinni.
Þangað leggja þeir leið sína,
örugglega ekki af tómri tilvilj-
un. Þar fínna þeir Fjósu og
lamb hennar í besta ásigkomu-
lagi, og líkur svo hér með ævin-
týrinu um Fjósu.
Skráð 9. okt. 1978.
Sigurjón Kristjánsson
frá Brautarhóli.
Endurminningin merlar ce
í mánasilfri hvað sem var3
yfir hið liðna bregður blce
blikandi fjarlcegðar,
gleðina jafnar, sefar sorg;
svipþyrping
scekir þing
í sinnis hljóðri borg.
Svona yrkir Grímur Thomsen
fallega um endurminninguna.
Bernskan sækir á menn í fleiri en
einum skilningi því meír sem
þeir eldast. Minningarnar stíga
fram úr hugskotinu og raða sér
allt í kring, hljóðar, en áleitnar
og virðast segja: „Manstu eftir
mér?“ Afí minn, Júlíus Daníels-
son, sagði það einu sinni við mig,
þá ungan dreng, að hann myndi
betur eftir ýmsu frá æskudögum
eftir því sem hann eltist, og ég
man, að ég undraðist þetta þá.
Þessarar bemskuhneigðar
manna gætir víða í bókmenntum
og nægir þar að nefna sem dæmi
tvær af síðustu bókum Halldórs
Laxness, I túninu heima og
Ungur ég var. Ótal aðrir,
minni spámenn, hafa dundað sér
við að færa í letur bernskuminn-
ingar sínar.
Fyrir tveimur árum var sá, er
þetta ritar, beðinn að mæla fyrir
minni sveitarinnar á Svarfdæl-
ingafagnaði í Reykjavík. Valdi ég
þá þann kostinn að breyta út af
venjunni, sem verið hafði á þeim
samkomum og tala heldur um
gamla bæinn heima í Syðra-
Garðshorni. Þessi pistill birtist
svo hér í Norðurslóð að beiðni
ritstjórnar blaðsins og hefur
hann verið nokkuð styttur.
SÚ VERÖLD sem ég lifði í
bernsku minni, heima í Svarfað-
ardal, voru síðustu ár tímamóta-
skeiðs, sem um félagslegt mynst-
ur fjölskyldulífs og atvinnuhætti
náði allt aftur til landnáms
dalsins.
Heimurinn, sem ég þá skynj-
aði, takmarkaðist af fjallahringn-
um þekka með Brennihnjúk í
vestri, Stól í suðri, Rimar í austri
og Látrafjöll í norðri.
Bernskuheimili mitt, torfbær-
inn í Syðra-Garðshorni, þar sem
við systkinin ólumst öll upp, var
hinn síðasti á þeirri jörð af ótal
mörgum torfbæjum, sem venju-
lega entust ekki nema í tvær eða
þrjár kynslóðir.
Þessir bæir láku í haustrign-
ingum, þeir voru kaldir í norðan
Omefni í Eyjafjarðarsýslu
Merkilegt menningarframtak
Jóhannes Óli Sæmundsson á
Akureyri hefur sent blaðinu til
kynningar lítið bókarhefti, sem
ber ofanskráðan titil. Þetta er
fyrsta hefti í safni, sem á að lok-
um að ná yfir alla Eyjafjarðar-
sýslu.
Heftið tekur til Árskógs-
strandarhrepps og hefur að
geyma um það bil 1000 örnefni
raðað niður eftir jörðum í
hreppnum.
Þarna er mikinn fróðleik að
finna og alls ekki þurran af-
lestrar, því höfundurinn gæðir
textann lífi með því að lýsa stutt-
lega landinu, þar sem örnefnið
er, en auk þess lætur hann fljóta
með smáfrásagnir af atburðum
10 - NORÐURSLÓÐ
tengda nafninu og jafnvel ein-
staka vísur.
Ennfremur eru í heftinu
meira en 30 ljómandi vel teknar
ljósmyndir, sem auka til muna á
gildi þess.
í bókarformála klikkir höf-
undur út með þessum orðum:
„Aðaltilgangur minn með
þessari útgáfu er áhugi fyrir
varðveislu örnefna og notagildi
þeirra. Þau eru gildur þáttur
þjóðlegra fræða og mega ekki
glatast.“
Jóhannes Óli Sæmundsson á
miklar þakkir skilið fyrir þetta
framlag til eyfirskrar menning-
arsögu.
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
stórhríðum, og það var erfitt að
þrífa þá, en mér fannst þó, að
þessi bær, sem ég þekkti best,
byggi yfir miklum þokka og mér
þótti vænt um hann.
Bærinn var þrjú langhús, sem
stóðu eftir stefnu dalsins, sam-
hliða, hvert aftur af öðru, tengd
með löngum göngum, eins og
venja var. Það var framhús, eld-
hús og baðstofa. Torfþak var á
bænum. Þessi bær var kjörið svið
meðan það ekki tróðst. Uppi á
lofti í framhúsinu kenndi margra
grasa. Þar voru m.a. geymdar
gamlar búrkistur, kornmatur og
steinolía til vetrarins. Þegar
Guðrún föðursystir mín og
Halldór Sigfússon giftu sig, sat
afi minn þama í loftsgatinu og
skenkti körlunum brennivín í
staup í brúðkaupsveislunni. Þá
var dansað í gestastofunni, en
þetta var löngu fyrir mitt minni.
Þegar inn eftir göngunum var
haldið, kom eldhúsið á vinstri
hönd, en gamla eldhúsið á hægri
hönd. Gamla eldhúsið var með
torfveggjum og torfgólfi og
tvennum hlóðum og víðum
strompi yfir hlóðunum. Þama
var soðið slátur á haustin og
reykt hangiket og skæðaskinn
hékk jafnan uppi í rótinni. Það
var stundum mikill reykur í
þessu eldhúsi, þegar eldur hafði
verið tekinn upp og þá súrnaði
manni í augunum. Eldurinn var
alltaf falinn í hlóðunum á
kvöldin og sóttur þangað í elda-
vélina á morgnana um leið og
kveikt var upp. I gamla eldhús-
inu var vatnskrani og hlandfor
norður af því og í hana voru
koppanir tæmdir á morgnana og
hendurnar - vinstri og hægri, þá
sat ég uppi á eldhúsbekknum og
þá var það vinstri hendin, sem að
dyrunum vissi. Þetta var öruggt
kennileiti nokkuð langt fram
eftir aldri.
I bollaparaskápinn átti ég æði
oft erindi til að ræna sykri og var
það illa séð af mömmu, enda
hlaut ég makleg málagjöld í
tannpínu.
Búrið var sunnan við eldhús-
ið. Þar voru olíuföt úr eik með
slátri og súrum sviðum og kinda-
löppum og skyrsýru. Sýran var
drukkin á sumrin við þorsta, það
var kallað að drekka blöndu.
Það orð hefur nú að nokkru
breytt um inntak.
I torfveggina í göngunum
stungum við krakkarnir öllum
bamatönnunum, þegar þær
duttu úr okkur og líka málbein-
um úr kindakjömmum, því
annars varð maður mállaus.
Á göngunum voru að minnsta
kosti þrjár skellihurðir, þ.e. þær
lokuðust sjálfkrafa með sérstök-
um útbúnaði, sem var búinn til
úr priki og snúnu snæri. Göngin
voru koldimm og hölluðust frá
bæjardyrum og uppí baðstofu.
Oft var ég myrkfælinn í göngun-
þrír, litlir, fjögura rúðu gluggar,
sem alltaf voru hrímaðir á
morgnana í frostum, og þó var
norðurstafninn á baðstofunni
tveir metrar á þykkt og veggirnir
gríðarþykkir.
Afi og ammabjuggu í Norður-
húsinu, sem var lítið herbergi
noður af miðbaðstofunni. Þar
sátu þau á rúmum sínum við tó-
vinnu.
Fyrir ofan rúmið hans afa
hékk Drottinn blessi heimilið og
innrammað ævifélagaskírteini
frá Ræktunarfélagi Norðurlands
en fyrir ofan ömmu rúm var
innrömmuð mynd af engilbami
með hönd undir kinn og í
kringum það voru kvöldbænar-
vers.
Amma kenndi mér að signa
mig og svo faðirvorið og margar
bænir, bæði morgun- og kvöld-
bænir. Hún kenndi mér líka að
lesa og notaði til þess band-
prjón og nýjatestamentið frá
1850. Oft raulaði hún þessa vísu
við okkur á kvöldin:
Þey, þey, og haf ei hátt,
hér dunar undir,
Og er stigið ekki smátt,
Um foldar grundir.
Júlíus Daníelsson á Syðra Garðshomi:
Ég vitja þín æska
Minningar úr svarfdcelskum torfbce
Jóhannes Óli Sæmundsson.
til leikja fyrir böm, en samgang-
ur var mikill á milli bæja. Uppi á
Suðurskúrnum, sem var sunnan
við framhúsið, höfðu systur
mínar búið sitt. Mér þótti gaman
að sjá Stólinn speglast í suður-
glugganum á framhúsinu. Það
var eiginlega önnur sveit, sem
sást þama í glugganum, því
spegilmyndin sýndi dalinn öf-
ugan. Ekki var þá amalegt að fara
í feluleik eða „Spýtan fallin“ og
fela sig í sundum og skotum eða
koma í „Yfir“ eða í „Húsbolta“.
Oft sat ég uppi á bænum með
hundinum og horfði yfir sveitina
og byggðina og virti fyrir mér
umferðina um brautina, en
„braut“ var og er enn, nefndur
vegurinn um dalinn. Það var
gaman að horfa á vel ríðandi
menn þeysa um, eða þá bænd-
urna framan að, sem riðu um
brautina með einn eða tvo reið-
ingshesta í taumi og tognaði þá
stundum á þeim handleggnum,
sem hélt í tauminn, þegar
reiðingshestamir voru treg-
gengir. Þessir hestamenn sátu
venjulega hoknir á hestunum og
höfðu stutt í ístöðunum.
Heim að líta var bærinn
reisulegur, með ljósu framhúsi.
Sunnan við bæjardymar var
gestastofan. Hún var ljósgræn á
litinn og með rósamáluðu lofti,
einkum í homunum. Eg heyrði
sagt, að Sölvi Helgason hefði
málað rósimar í loftið. Hurðin á
henni og borðið, sem var þar, var
líka málað með sérkennilegu
handbragði, sem þá var tíðkað,
þar sem dregið var úr pensli í
stuttum bugðum með frá-
brugðnum lit við grunnlitinn.
Norðan við bæjardyrnar var
Norðurhúsið. Þar var hefilbekk-
ur og smíðatól. í Norðurhúsinu
var afþiljaður klæðaskápur, þar
sem sparifotin voru geymd. þar
norður af var Norðurskúrinn.
Hann var alltaf fullur af taði og
sverði á haustin. Bæjardyrnar
vom jafnan þaktar nýju torfi á
haustin. Það var mjúkt teppi á
þangað var öllu skolpi hellt. Á
vorin var lögurinn úr forinni
færður upp með fötum í snæri og
hellt í tunnur, sem stóð í hesta-
kerru og forarleginum keyrt út á
tún. Það var ljótur fnykur! Eitt
sinn datt hross ofan í hland-
forina, það var brúnstjörnótt
meri, uppáhald okkar krakk-
anna. Það þurfti að ná í mann-
hjálp bæði suður í Bakkagerði og
út í Garðshorn til að ná henni
upp úr. Svo var Stjarna öll
þvegin á eftir.
Nýrra eldhúsið var þiljað og
með steingólfi og eldavél. Þar
var engin vatnsleiðsla, en vatnið
sótt í kranann í gamla eldhúsinu.
Vatnsfatan stóð alltaf á palli við
eldavélina og ausa í fötunni.
Diskarekki var upp á veggnum
og bollaparaskápur í einu hom-
inu. Fólkið sat á baklausum setu
bekk við eldhúsbekkinn þegar
það borðaði. Eg man að ég var að
læra að þekkja sundur á mér
um, nema á jólunum því þá voru
göngin upplýst með fjósalugt-
inni.
Úr göngunum lágu trétröpp-
ur upp í baðstofuna. Baðstofan
var undir súð með tveim bitum
og á annan bitann var skorið ár-
talið 1884, en það var bygging-
arár hennar. Guðjón á Hreiðars-
stöðum smíðaði baðstofuna með
afa, en þeir voru bræður. I
miðbaðstofunni voru þrjú rúm
og eitt borð, sem ekki var hægt
að hreyfa, því það var neglt fast
við vegginn. Það var alltaf kallað
Hvíta borðið, þó það væri ómál-
að. Þama var líka kista, sem var
kölluð púff. I henni voru geymd
sokkaplögg.
Gólfið í borðstofunni var
alltaf skúrað upp úr sandi á laug-
ardögum og ég man það, að Sig-
rún Sigtryggs var að segja mér til
við að draga til stafs með griffli á
spjald, einu sinni þegar hún var
að skúra. Á miðbaðstofunni voru
Hver er sá hinn mikli
mann, sem stígur svo
fast á múr?
Það er hann gamli Samson,
sínum kofa úr.
Á sunnudögum las afi ævin-
lega í hljóði fyrir sjálfan sig úr
Péturspostillu og ég sat stundum
hjá honum og fannst skrýtið
hvemig varirnar á honum hreyfð
ust þegar hann var að lesa.
Margir eldri menn komu til að
finna afa. Þá þótti okkur krökk-
unum gaman að sitja álengdar og
hlusta á þá spjalla saman. Oft var
rætt um sjóróðra og hákarlatúra.
Einn þeirra manna, sem oftast
komu var Jón gamli Sælor.
Hann var frændi okkar. Jón var
hagyrðingur og nokkuð drjúgur
með sig og hálfgerður bóhem.
Hann hafði verið skúturkarl í
Reykjavík fyrir aldamót og taldi
sér það til gildis. Hlaut hann af
þessu aukanefni sitt. Stundum
Júlíus Daníelsson.
sagði hann sögur af því þegar
hann lenti í slag við þá dönsku og
beitti þá hollófa og skalla, sem
hann svo nefndi. Það var víst
jiú-j í-tsjú þeirra tíma. Reyndar
var Jón góðmenni og barngóður
mjög. I Norðurhúsinu var kola-
ofn, og þar var alltaf hjýtt.
I Suðurhúsinu, rúmgóðu her-
bergi, sem var nýjast þessata
hýbýla, bjuggu mamma og
pabbi. Það var með stórum stafn
glugga og málað ljósgrátt. Þar
var prjónavél, sem mamma og
Sigrún á Tjörn áttu saman og var
vélin nokkra mánuði á hvorum
bæ í senn. Ofn var í Suðurhús-
inu, en reykofn frá honum, hinu
megin við þilið, í miðbaðstof-
unni. I Suðurhúsinu vorum við
krakkarnir baðaðir í stórum bala
fyrir jólin.
Á því tímaskeiði, sem hér um
ræðir, voru enn útvarpslaus
kvöld, því það var ekkert útvarp
komið þá og þetta voru síðustu
ár kvöldvökunnar í Svarfaðar-
dal. Amma og Soffi, sem lengi
var hjá pabba vinnumaður og
Siggi frá Hæringsstöðum, sem
um þetta leyti var hjá okkur við
smíðar, lásu öll framhaldssögur
á kvöldin fyrir heimilisfólkið, til
að mynda „Upp við fossa,“
„Með báli og brandi“ og „Um-
hverfis jörðina á 80 dögum“ og
„Grettissögu.“
Lesarinn sat undir 20 línu
olíulampa í miðbaðstofunni, en
fólkið var eitthvað að iðja á
meðan, oftast nær. Ég man eftir
pabba vera að raka gæru á hné
sér á meðan, með poka bundinn
um lærið til að hlífa buxunum
við óþrifum. Soffa man ég eftir
við að spinna hrosshár í reipi á
halasnældu og gamalli kerlingu,
sem Bína hét og var gestkom-
andi, vera að saxa tóbak handa
sér, því hún tók mikið í nefið. Á
áliðnu kvöldi, slökkti pabbi eða
Soffi á stóra lampanum og allir
gengu til náða.
Ég var svo heppinn að alast
upp við gott nágrenni og glaðan
félagsskap bamahópsins í ná-
grannabæjunum. Nágranna-
kritur var hreint óþekktur, og þó
var engin girðing á landamerkj-
um.
Hjálpsemi og samhyggð var
mikil, ef eitthvað bjátaði á. Ef
einum lá á, þá voru hinir boðnir
og búnir að koma og leggja lið-
sinni.
Pabbi og Haraldur í Ytra-
Garðshorni keyptu sér saman
hestasláttuvél árið 1925, og
skiptust á um að nota hana í 11 ár
í bróðerni. Haraldur var drengur
góður.
Nokkrir bændur þama í Tjarn
arsókninni stofnuðu hlutafelag
og keyptu sér vandaða heybindi-
vél, handknúna. Ég sá sam-
bvkktir þessa félagsskapar fyrir
engjum, kom stundum fyrir að
það „fór ofan,“ sem kallað var,
þ.e. klifberinn opnaðist og bagg-
amir féllu til jarðar, án þess að
við tækjum eftir. Brást þá ekki,
að Þór á Bakka lét vita af því, ef
hann varð þess var, jafnvel þótt
hann væri að heyja yfir á Bökk-
um. Og þá kallaði hann með
sinni þrumurödd, sem heyrðist
þvert yfir dalinn.
Gestur í Bakkagerði var um-
boðsmaður Lestrarfélags Svarf-
dæla í Tjarnarsókn. Þangað
heim í Bakkagerði átti ég margar
ferðir til Gests og frænku
minnar elskulegrar, Sigrúnar,
konu hans, til bókaskipta. Þar
var hlýju að mæta og hýrlegu
brosi þegar smávaxinn labba-
kútur var á ferð með eitthvert
kvabb.
Þetta tímaskeið, sem ég hef
gert hér að umræðuefni og brugð
ið upp nokkrum svipmyndum
frá, eru árin í kringum 1930.
Skömmu eftir það varð mikið
umrót á mörgum sviðum þjóð-
lífs hér á landi og reyndar um
allan heim. Okkar byggðarlag
fór auðvitað ekki varhluta af
þeim breytingum. margt hefur
horfið af gömlum venjum og
nýtt hefur komið í staðinn og er
það eðlilegur hlutur. En stund-
um hugsa ég um það hvað þaðer
undarlegt að hafa orðið vitni að
Sunnudagur í Syðsta-Garðshorni sumarið 1931. F.h.: Danícl Júlíusson.
Júlíus Daníclsson yngri, Jóhann Daníelsson, Júliuss Daníelsson eldri og
Biörn lúlíusson. (Ljósm. Kjartan Sæmundsson.)
nokkrum árum. Vakti það at- öllum þessum breytingum og þá
hygli mína, hve þær voru þaul-
hugsaðar og vel samdar.
Þegar við vorum að fara heim
með heybandið á klakk neðan af
um leið lifað síðasta skeið hins
gamalgróna, íslenska bændaþjóð
félags, sem á rætur sínar að rekja
allt til landnámsaldar.
Bærinn í Syðsta-Garðshorni um 1930. Svartkrítarteikning, sem greinarhöf. gerði árið 1941 eftlr Ijósm. Páls
Sigurðssonar frá Göngustöðum.
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
j
i
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
Hugrún:
Nóttin helga
Himinn er blár og heilög kyrrð á jörð
hafið slétt, ó hvílík töfrasýn:
Máninn því bindur gulli skreytta gjörð
greypt er í flötinn, mynd er fagurt skín.
Speglast í lygnu heilög himinstjama.
Hvílir nú ró í hjörtum jarðarbama.
Friður á jörðu, allt er undurhljótt.
A augnabliki er rofin þögul kyrrð,
þrungin mcetti er þessi helga nótt.
Þýtur í geimnum, birtist konungshirð.
Himnesk sveit, með lofsöng laugar geiminn.
Lýsir stjama fögur dimman heiminn.
í Beylehem varð bjart um þessa nótt,
það barst að ofan fregn, ó hvílík stund:
Þann englar sungu boðskap, blítt og rótt
en boðin fengu hjarðmenn, út á grund.
Guði sé lof: nú frelsarinn er fceddur
hann fceddist eins og maður, holdi klceddur.
Hann feeddist snauður, ímynd auðmýktar,
en englasveitir þyrptust kringum rúmið.
Jatan þrönga konungshvila var.
Hversu birti, flýði nceturhúmið.
Stjarnan skcera lýsir allra leiðir,
leið til himins mannkyninu greiðir.
NORÐURSLÓÐ - 11