Norðurslóð - 15.12.1978, Blaðsíða 13
Arni Hjartarson, jarðfræðingur:
NYKURTJÖRN OG Útburðarhraun
- Hvernig hefur tjörnin myndast, og hvað býr í henni?
Allir Svarfdælingar hafa
heyrt Nykurtjarnar getið og
það ekki að góðu. Allir
kannast líka við nykurinn
gráa, með hófana sem snúa
aftur, þetta lævísa dýr, sem
með vinahótum reynir að
tæla menn á bak sér, en
hleypur svo með þá í vatnið.
Það var líka hann, sem með
bægslagangi sínum í tjörn-
inni á vorin kom af stað
hlaupunum í Grundarlæk,
sem ollu árlegum spjöllum á
Grund og Brekku hér fyrr á
árum.
Stadhœttir og örnefni
Fjallið milli Holtsdals og
Bakkadals hefur ekkert fast-
ákveðið nafn. Hins vegar bera
eggjar þess og hnjúkar hvert sitt
heitið, Langihryggur yst, þá
Ásafjall, Digrihnjúkur, Litli-
hnjúkur og Brennihnjúkurinnst.
Neðan undir Digrahnjúk og
allt inn að Brennihnjúk, er
stallur mikill eða hjalli, með
fjölda smátjarna. Nykurtjörn er
þeirra langmest, Lómatjörn
heitir önnur, Hólmatjörn sú
þriðja. Á öðrum kann ég ekki
nöfn, en þarna eru á þriðja tug
smávatna. Ofan við Nykurtjörn
og suður frá henni eru hamrar
miklir og stallar þar uppi yfir,
sem Nvkurstallar heita. Sunnan
tjarnarinnar er stórgrýtisurð, ill
yfirferðar, sem Utburðarhraun
er nefnt, en vestan og noðran
hennar smágrýttari urðarhólar.
Hamrarnir og urðarhólarnir
mynda því kvos, sem vatnið
hefur safnast í. Norður frá tjörn-
inni heldur hjallinn áfram út
undir Ásaíjall og heitir þar
Neðri-Bunki. Upp af honum er
Efri-Bunki, framhald af Nykur-
stöllum.
Hrafnabjörg eru skammt neð-
an Nykurtjarnar og bera nafn
með rentu, dökk yfirlitum og
vinsæll varpstaður hrafna.
Sunnan þeirra og aðskilin með
neðstu totum Utburðarhrauns
er brött hamrahlíð, með kletta-
rindum, sem Strákar heita. Þar
neðan undir eru víðáttumiklar
mýrar, svokallaðar Hrafnabjarg-
arflatir og Garðshornsheiðar
sunnar, sem ná allt suður að
Bakkabjörgum, grösugt hag-
lendi, sem heyjað var fyrrum,
þótt hátt væru til fjalls. Neðan
við Hrafnabjargarflatir eru
Grundarhausar, grónir urðar-
hólar með fjölmörgum giljum,
stórum sem smáum. Grundar-
gilið er þar langstærst, en næst
því kemur Ljósgilið.
Mótun landslagsins
Hvernig hefur nú allt þetta
landslag mótast og orðið til? Hér
á eftir mun ég reyna að rekja þá
sögu eins og hún kemur mér
fyrir sjónir.
Berghlaup, eða framhlaup er
það fyrirbrigði nefnt, þegar stór-
ar bergspildur brotna úr fjöllum,
steypast niður hlíðarnar og kurl-
ast í stórgrýtisurð, eða hraun,
eins og það er nefnt í Svarfaðar-
dal. Slík berghlaup setja mikinn
svip á hlíðar svarfdælskra fjalla,
má þar sem dæmi nefna Hvarfíð,
stærsta berghlaupið í dalnum.
Þannig eru Grundarhausarnir
líka orðnir til. Einhvern tíma um
það bil er síðustu ísöld lauk (fyrir
tíuþúsund áru), hefur losnað
mikið stykki úr fjallinu fyrir ofan
Grund og fallið ofan hlíðina allt
niður að fjallsrótum, en kurlast í
smátt á leiðinni og myndað
Grundarhausa. Hrafnabjörg og
Strákar eru brotsár hlaupsins.
Hlaupurð þessi er 3.4 km2 að
flatarmáli og víða geysiþykk,
eins og best sést í Grundargili.
Oskruðu fjöllin eins og naut
um þau hlupu hviður
þegar skriðuskrattinn braut
Skröflustaði niður
segir í húsgangnum, sem ortur
var, er skriðan hljóp í Skröflu-
staði í Svarfaðardal 1805. Magn-
aður hefði kveðskapurinn orðið,
ef skáldið hefði orðið vitni að
berghlaupinu frá Hrafnabjörg-
um.
Löngu síðar hefur annað
berghlaup fallið úr efstu eggjum
við Litlahnjúk. Litlihnjúkur er
hæsti hnjúkur fjallsins um 1160
m og hærri hefur hann verið
áður, því berghlaupið lækkaði
eggina. Urðin hefur hlaupið úr
hnjúknum þvert yfir stallinn
norðan við Lómatjörn og allt
niður á Hrafnabjargaflatir.
Þannig myndaðist Útburðar-
hraun, 1 km2 stórt og tiltölulega
unglegt. I kvosinni, sem varð
milli hnjúksins og hraunsins
stíflaðist upp vatn, Nykurtjörn-
in. Hún er í 660 m hæð yfir
sjávarmáli og 150 x 500 m að
stærð eða nálægt 7.5 hekturum.
Dýpst hefur hún mælst 18 m.
Afrennsli hefur hún um sak-
leysislegan lækjarfarveg sunnan
til á vesturbakkanum, sem oftast
er þurr á sumrin. Þar eru fyrstu
drög Grundarlækjar.
Hlaupin í Grundarlcek
Þannig hagar til við lækjarfar-
veg þennan, að á vetrum sest í
hann mikill skafl. Líklegt er, að
allan veturinn sé vatnsborðið í
tjörninni það lágt, að ekki mæði
neitt á skaflinum, þar sem öll
vetrarúrkoman í þessari hæð er í
formi snævar. Þegar líður að
sumri og leysing hefst í háfjöll-
um hækkar ört þrýstingur í
tjörninni. Skaflinn veitir þó
fyrirstöðu lengi vel, þar til hann
skyndilega brestur, er þá ekki að
sökum að spyrja, tugir þúsunda
tonna af vatni fossa fram og
hlaup kemur í Grundarlæk.
Hreint vatn hefur ekki mikinn
rofmátt. Því er það, að lækjarfar-
vegurinn upp við tjörnina sjálfa
er svo lítill, sem raun ber vitni Á
leið sinni niður hlíðina hrífur
vatnsflaumurinn hins vegar með
sér leir og grjót og með þau
graftól að vopni hefur hann
sorfið sitt djúpa gil. Af nægu
grjóti er að taka í Grundarhaus-
um. Hlaupum í Grundarlæk
fylgdu jafnan hlaup í Ljósgili,
enda greinast þessir lækir frá
sama meið uppi á Hrafnabjarg-
arflötum.
Fyrstu heimildir um hlaup og
landspjöll af Grundarlæk, sem
mér eru kunnugar, eru í jarða-
bók Árna Magnússonar og Páls
Vídalín frá 1712. Þar segir um
Grund: „Túnið er af voveiflegu
skrifðufalli til helmings eyðilagt
og eykst árlega meir og meir...
Hætt er bænum fyrir því hræði-
lega skriðufalli, sem túnið hefur
eyðilagt og sýnist líklegt, að þessi
skaði eyðileggi jörðina um síð-
ir.“ Þegar þetta var skrifað,
hefur lækurinn fyrir löngu hafíð
eyðileggingarstarf sitt. Reyndar
fmnst manni, að það hljóti að
hafa tekið hann margar aldir, eða
árþúsundir að grafa sitt mikla
gil. Hins vegar hefur mörgum
þótt það hálf einkennilegt
uppátæki hjá Þorsteini gamla
Svörfuði, að nema land þarna í
skriðunni og nefna bæ sinn að
Grund. Sú spurning er því áleit-
in, hvort hugsanlegt sé, að
Útburðarhraun hafí hlaupið eft-
ir landnám og Nykurtjörn og
Grundarskriða því ekki verið til í
tíð Þorsteins og þeirra land-
námsmanna.
Nykurtjarnar og Grundar-
lækjar er síðan^getið í öllum
helstu ritum um Island frá 18. og
19. öld, til dæmis í ferðabók
Eggerts og Bjarna, ferðabók
Olavíusar og ferðabók Þorvaldar
Thoroddsen. Bestu lýsingar á
tjörninni og skriðuhlaupunum
er þó að finna í skrifum Svarf-
dæíinga sjálfra.
Árið 1888 fór Jóhann hrepp-
stjóri á Hvarfi við fjórða mann
upp að Nykurtjörn til að sjá
hvernig þar væri umhorfs. Þeir
mældu bæði stærð tjarnarinnar
og dýpi, en tjörnin var á ísi allt
þetta sumar. Einnig reyndu þeir,
að gera sér grein fyrir orsökum
hlaupanna. Skýrslan, sem þeir
félagar gerðu um ferð sína, er
enn til. Hún er fyrsta glögga lýs-
ingin á Nykurtjörn og umhverfí
hennar. En þótt hún sé greina-
góð, skjátlaðist þeim Jóhanni í
einu, þ.e. orsökum hlaupanna.
Þeir álitu sem sé hlaupin þannig
til orðin, að á vetrum settist jarð-
klaki mikill í urðina umhverfís
tjörnina og teppti neðanjarðar-
rennsli, sem þeir hugðu liggja frá
tjörninni fram í gilið. Af þessum
sökum töldu þeir, að hækkaði í
tjörninni allan veturinn, uns
klaki færi úr jörðu að vori. Þá
brytist vatnsflaumurinn út
gegnum urðina og kæmi skriðu-
hlaupinu af stað. Yfírborðs-
rennsli hugðu þeir ekki vera um
að ræða.
Það, sem blekkti þá í þessum
efnum og blekkti jafnvel hálærð-
an jarðfræðiprófessor eins og
Þorvald Thoroddsen, var hinn
sakleysislegi, þurri farvegur úr
tjörninni. Þeim fannst útilokað,
að lækurinn, sem gróf hið
feiknamikla Grundargil gæti
hafa runnið um svo smáan far-
veg upp við Nykurtjörn.
Snorri heitinn Sigfússon er sá,
sem best hefur lýst Nykurtjörn
og hlaupum úr henni. I Ferðinni
frá Brekku segir hann m.a.:
„Þegar fyrsti vottur hlaupsins
sást frá Grund var sendur
hraðboði suður á bæina og komu
menn þá með fjárhúshurðir á
Árni Hjartarson.
bakinu til þessa bardaga við
lækinn, flýttu sér að suðurrönd
hans og röðuðu sér þar með
hurðirnar fyrir framan sig til
þess að reyna að vama því að
lækurinn flæddi heim að túninu
og bænum. Þetta var sú eina
vörn sem reynd var eða fólkið gat
ráðið við. Smágarðar höfðu að
vísu verið hlaðnir hér og þar, en
reyndust gagnslitlir. Ef nógu
margt var að hurðum, sem voru
eins konar lifandi garður og
settar þar í skyndi sem þörfin var
brýnust, gátu þær unnið ótrúlegt
gagn.“
Um aldamótin síðustu var
ráðist í að hlaða grjótgarð mikinn
við Grundarlæk til varnar tún-
inu. Var það ærið verk og
kostnaðarsamt. Ekki gaf sú
ráðstöfun þó betri raun en það,
að í næsta hlaupi sveigði lækur-
inn alls ekki meðfram hlaupinu,
eins og til var ætlast, en hlóð í
þess stað að honum aur og grjóti
og fossaði yfir hann, hálfu
illskeyttari en fyrr. Mátti þakka
fyrir, að ekki hlutust af stór
spjöll, því nú var enginn viðbún-
aður annar til varnar.
Magnús Pálsson settist að
Grund um aldamótin. Hann
skildi fyrstur manna eðli og
orsakir hlaupanna úr Nykur-
tjöm, að þau brutust fram, er
skaflinn í lækjarfarveginum
brast. Þegar sá skilningur var
fyrir hendi, voru hæg heimatök-
in, að koma í veg fyrir hlaupin,
með því að grafa í sundur
skaflinn snemma vors, áður en
leysing hefst að ráði þar efra og
hækkar í tjörninni. Við það fær
vatnið jafna og eðlilega framrás
og án hamfara.
Ekki er mér kunnugt um,
hvenær Magnús og þeir Grund-
armenn grófu í fyrsta sinn
skaflinn í sundur. En síðan þá
hefur með árlegu eftirliti og
greftri þegar þurfa þykir, verið
komið í veg fyrir öll meiri háttar
hlaup í læknum.
Nykurinn glettist við menn
Eg vil hvorki játa né neita
tilvem nykursins í Nykurtjöm.
Sá sem setið hefur við tjörnina
að sumarlagi fær ekki varist þeim
grun, að einhver skepna búi í
vatninu. Einkennilegar gárur
sjást oft fara hratt um vatnsflöt-
inn, og annarlegur þytur, eins og
gjóstur í klettasnösum heyrist í
lofti, þó að blankalogn sé.
Nánast alltaf, þegar ég hef verið
þarna á ferð hef ég heyrt dynki,
sem bergmála í klettunum
undir Nykurstöllum, en sára-
sjaldan séð grjótflug eða annað
sem dynkjunum getur valdið. Eg
get ekki stillt mig um, að rifja hér
upp atburð, sem varð við
Nykurtjörn fyrir rúmlega tutt-
ugu árum.
Seinni part sumars 1957 fór
danskur vinnumaður, sem þá
var á Tjörn ásamt með unglings-
pilti frá Akureyri, að leita hrossa.
Gengu þeir suður og upp í fjall
en Tjamarhrossin leituðu mjög á
þeim ámm í stóð það, sem
gjarnan gengur á Bakkadal.
Stóðið fundu þeir á beit á
Hrafnbjargaflötum. Kom á það
styggð og galsi, er þeir félagar
nálguðust. Einn hestur tók sig
þó strax út úr hópnum og kom til
mannanna, þúfugæfur og vina-
legur. Þetta var stór grár klár,
allútigangslegur og náði faxið
niður fyrir augu. Danskurinn
var lítill hestamaður og strákur
enn síðri, höfðu hvorugur á bak
komið. Þeir sinntu því þeim gráa
ekkert, en fóru að fást við stóðið.
Þá breytti skepnan skyndilega
um hegðun, hneggjaði hátt og
fór á brunandi stökki í gegnum
stóðið og leiddi það síðan eftirsér
út fyrir ofan Hrafnabjörg og á
fleygiferð norður fjall. Komust
þeir ekki fyrir hestana fyrr en út
á Langahrygg. Ekki vænkaðist
hagur þeirra þó við það, því nú
tók stóðið sama spanið suðureft-
ir á ný. Af danskri þrautseigju
fylgdi vinnumaðurinn því eftir,
sem mest hann mátti. Þegar
hann kemur á hólinn norðan við
Nykurtjörn, sér hann hvar stóð-
ið rásar ráðvillt fram og aftur
með tjöminni. Er einn hesturinn
kominn á sund og sér aðeins á
hausinn semhverfur þó fljótt í
grængolandi vatnið. Hann sér
fljótt, aðþetta muni hafa verið sá
grái, því hann sást ekki í stóðinu
meir. Bregður honum mjög í
brún við þetta og hyggur, að
hann hafí í ókunnugleika sínum
tryllt hestinn, svo að hann hafí
ganað í tjörnina og drukknað.
Daninn þorir því ekki að eiga
meira við stóðið, svo að fleiri
hestar fari ekki sömu leið. Halda
þeir heim á leið við svo búið
hestlausir. Tjarnarmönnum
þótti þetta að vonum kynleg saga
og höfðu úti spurnir um haustið
hvort einhver saknaði hests, En
svo var eigi og aldrei fékkst nein
skýring á atburði þesssum.
Útilega við Útburðarhraun
Útburðarhraunið hefur í huga
mínum yfír sér dulúðugan blæ,
bæði nafnsins vegna og líka
Framhald á blaðsíðu 19.
NORÐURSLÓÐ - 13
Grund. Nykurtjörn er í kvosinni uppi í fjallinu.
Ljósm. Páll Jónsson.