Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1978, Síða 17

Norðurslóð - 15.12.1978, Síða 17
Heimir Kristinsson, skólastjóri: SUNDSKÁLI SVARFDÆLA - 50 ára í vor 25. apríl n.k. verða 50 ár liðin síðan Sundskáli Svarf- dæla var vígður. Gagnmerk saga liggur að baki þessa húss. Verður hún ekki rakin að sinni nema í örfáum orðum. Væntanlega gefst þó tækifæri til að drepa nánar á hana hér á þessum vettvangi á næsta ári. Það muna hafa verið um 1920 að Kristinn Jónsson (Kiddi sund) fór til að fullnema sig í sundi í heitu laugunum í Reykja- vík. Hvetur hann félaga í Ungmennafélagi Svarfdæla þá til að kanna heitar laugar í fjallinu við Tjarnar-Garðshorn (Laugahlíð). 30. nóv. 1925 er samþykkt á sameiginlegum fundi UMF Svarfdæla og UMF Þorsteins Svörfuðar á Bakka að ráðast í byggingu sundskálans. Eitthvað voru menn haltir í þeirri ákvörð- unartöku en Vilhjálmur bóndi á Bakka stappaði stálinu í fundar menn og var þar samþykkt að reisa skálann. Hann var svo byggður á árunum 1927-1929 og vígður það ár, á sumardaginn fyrsta. Sundskálinn var sjálfseignar- stofnun á vegum ungmennafél- aganna fram til 1966. Síðan er hann eign skólanna á Dalvík og Húsabakka að jöfnu. Hvað erframundan? I dag stendur þetta hálfrar aldar gamla hús ennþá með mikilli reisn og ber þeim er það reistu fagurt vitni. Ekki bara þeim fjölmörgu mönnum og konum, heldur öllu fremur þeim skörungsskap, atorku og dugnaði sem til þurfti. En tímans tönn er bitur og vinnur sitt verk. Skálinn fylgir ekki lengur kröfum tímans. Nú þarf að honum að hyggja með tilliti til þess. Svarfdælir, þ.e. Svarfdæling- ar og Dalvíkingar reistu skálann, notuðu hann og nota enn, áttu hann og eiga enn, og þeim ber því skylda til að fleyta honum í tímans straumi. Eigendur, þ.e. sveitarstjórnir á Dalvík og í Svarfaðardal hafa samþykkt að varðveita beri Sundskála Svarfdæla sem mest í sinni upprunalegu mynd, og það með að fyrir slíkri varðveislu verði best séð með því að nota hann sem baðstað er fylgi kröfum tímans. Fulltrúar skólanefnda á Dalvík og í Svarfaðardal, ásamt skólastjórum skólanna, skipa Sundskálanefnd sem sér um rekstur og viðhald skólans. Nefndin vinnur nú að eftirfar- andi: 1. Að kanna með hverju móti Skálinn verði best varðveittur og notaður sem nútíma baðstaður. 2. Að athuga hvern kostnað það hefur í för með sér. 3. Að safna heimildum um sögu Skálans, svo og sundsögu Svarfdæla. Þessi þrjú atriði eru öll í gangi og er þessari grein, ekki hvað síst, ætlað að ýta við mönnum hvað varðar síðasta töluliðinn. Nefndin var svo heppinn að ungur Svarfdælingur, Helgi Már Halldórsson frá Jarðbrú vinnur nú að stúdentsritgerð um byggingu Sundskálans. Hann er nemandi í Menntaskólanum á Akureyri. I þessu sambandi hefur miklu af heimildum verið safnað. Nú vil ég biðja alla þá sem einhverjar ritaðar heimildir hafa undir höndum varðandi sundsögu Svarfdæla, eða vita um þær, að láta vita af því strax. Geti einhver bent á fundarbók bygg- ingarnefndar skálans þá vantar hana mjög tilfmnanlega. í nefnd inni voru þessir a.m.k. framan af: Helgi Símonarson, Stefán Hallgrímsson, Kristinn Jóns- son, Jóhann Jónsson og Björn Jónsson (kenndur við Öldu- hrygg). Einnig við ég biðja þá fjöl- mörgu sem minningar einar hafa þessu máli tengdar að setja þær á blað og senda Helga Má eða Sundskálanefnd Húsabakka- skóla, 620 Dalvík. Til vara, látið a.m.k. vita af þeim, þannig að festa megi þær á band eða blað. Þetta er afar mikilvægt. Einkanlega á ég hér við minn- ingar frá sundpollunum gömlu, svo og sundnámi og öðru er fram fór í Skálanum eða við hann fram um 1950. Saga sundsins. Saga sundsins hér um slóðir er svo merkileg að einskis má látið ófreistað að safna til hennar öllum þeim gögnum sem tiltæk eru. Svarfdælir lögleiddu sund- kennslu næst fyrstir Islendinga árið 1936 (þá eitt sveitarfélag). í Vestmannaeyjum er hún lög- leidd árið áður. Og Sundskálinn er fyrsta yfirbyggða sjálfstæða sundlaugin á landinu, og hún ber vitni um byggingarmáta einstæðan á þeim tíma. Þessi saga mun verða skráð. - Spurn- ingin er bara - hvenær? Ég vil eindregið vara við þeirri hugmynd að endurbætur á sundskála Svarfdæla tefji veru- lega byggingu fullkominnar sundlaugar á Davlík. Því mér er nær að halda að þær kosti ekki meira en fáeinar „blikkbeljur“ sem við kaupum í dag. Stað- reyndin er sú, þrátt fyrir sund- laug á Dalvík, að hlutfall bað- gesta á Skálanum enn þann dag í dag er um eða yfír 90 Dalvík- ingar af hverjum 100 á sumrin. Það er eitthvað við það að fara í „Skálann.“ j Þá vil ég benda á það að blikur eru á lofti í þá átt að innan tiltölulega fárra ára verði bæði skólahverfin og sveitarfélögin á Dalvik og í Svarfaðardal sam- einuð. Sýnum liðinni og líðandi kynslóð þá sjálfsögðu virðingu að varðveita það besta sem hún hefur eftir sig skilið. Vormót 1979 Fram hefur komið sú hug- mynd að í vor verði 50 ára afmælisins minnst með „vor- móti“ við Skálann á þjóðhátíðar daginn, eins og gert var til fjölda ára. Þessari ágætu hugmynd er hér með komið á framfæri við þá sem hlut eiga að máli. Á 45 ára afmæli skálans 1974. Kristinn Jónsson sundkennari ásamt nemendahóp við sundskálann. Þú sem þetta lest hefur ef til vill úrslitavald um það, hvort Skálinn grotnar niður eða verður sá sómi sýndur sem saga hans á skilið. Ræddu málið við náung- ann, ráðamennn o.fl. og sýndu þannig áhuga þinn. Leggðu hönd á plóginn. Það gerðu forfeður þínir. Sé hægt að segja að hús hafí verið reist með orðum, þá er það Sundskáli Svarfdæla. Hann var reistur með orðunum ÍS- LANDI ALLT. - Og enn erum við íslendingar. Húsabakka, 10. des. 1978, Heimir Kristinsson. Sundskálinn í vetrarskrúða. Reikningsþrautir 1) Hér má sjá ósköp venjulegt margföldunar- dæmi; fjögurra stafa tala hefur verið margfölduð með þriggja stafa tölu og er útkoman sex stafa tala. Til að auka nokkuð erfiði reikningshausanna hefur verið lagður spilapeningur á hvern tölustaf - hvítur spilapeningur á sléttar tölur en svartur á oddatölur. (Núll er að sjálfsögðu talið til sléttra talna, ef það þá kemur einhvers staðar fyrir.) Hvaða tölustafir kæmu íljós ef spilapening- arnir væru fjarlægðir? Lausnin er aðeins ein og hana má finna án þess að frekari upplýsingar séu gefnar. * * * 2) Þrautina hér að ofan mætti kalla ófullkomið „vofu“-dæmi en fullkomið væri „vofu“-dæmi ef engar upplýsingar væru gefnar aðrar en hvar tölustafir eru staðsettir. Hér kemur eitt „vofu'- dæmi sem er ekki fullkomið því að gefið er að einn tölustafanna sé 7. (Auðvitað er ekkert sem mælir á móti því að 7 komi fyrir á fleiri stöðum.) Og nú er bara að finna um hvaða tölur er að ræða. X X X X ) X X X X x 7 X X X X * 0 * 3) Lengi var álitið að ekki væri unnt að setja upp fullkomið „vofu“-dæmi sem unnt væri að leysa nema í því væri brot. Svo er þó ekki. Unnt er að fá vit í eftirfarandi kvaðratrótar-reikning. Eins og áður er ein og aðeins ein lausn. X X X X X /x X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X X V_______________________________/ NORÐURSLÓÐ - 17

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.