Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1978, Qupperneq 20

Norðurslóð - 15.12.1978, Qupperneq 20
NORÐURSLÓÐ S V ARFDÆLSK BYGGÐ OG BÆR Gagnmerk svarfdælsk fræðirit Það má með sanni segja, að á þessu ári hafi gerst merkileg tíð- indi á sviði svarfdælskrar sagn- fræði. Það er varla algengt að nálega samtímis komi út tvö sagn- og mannfræðileg grund- vallarrit, sem fjalla um sama byggðarlag. Þetta hefur þó gerst hér og nú, þar sem samtímis koma fyrir manna sjónir fyrra bindi af Dalvíkursögu Krist- mundar Bjarnasonar og seinna bindi Svarfdælinga Stefáns Aðalsteinssonar. Nú mættu einhverjir ætla að þama hafi óheppilega til tekist að samtímis væri verið að fjalla um sama efni á tveimur vígstöðvum. Svo er þó alls ekki. Þessi rit fará prýðilega saman hlið við hlið, fylla hvort annað út, en fara ekki hvort inn á annars svið. Enn hefur mönnum ekkigefist tími til annars og meira en að opna þessar bækur og fletta nokkrum blöðum, svo ekki er kominn tími til að kveða upp um þær dóma, þótt einhver hefði hug á því og treysti sér til. Hitt er víst, að margur maðurinn, svarfdælskur eða af svarfdælsku bergi brotinn, hlakkar meira til þessara jóla en venjulegra jóla vegna útkomu þessara bóka. Það var eiginlega furðulega mikill stórhugur í forráðamönn- um Dalvíkurbæjar þegar þeir réðu Kristmund hinn skagfirska til að rita sögu Dalvíkur. En um leið tryggðu þeir það að verkið yrði reist á traustum sagnfræði- legum grunni og stæðist í tímans þunga straumi. Framtakið er lofsvert og afraksturinn mikill og meira er í vændum. Þegar fyrra bindi Svarfdæl- inga kom út fyrir tveimur árum fengu Svarfdælir upp í hendurn- ar uppsláttarrit, sem strax varð „ómissandi á hverjum bæ“ svo að menn þóttust ekki almennilega skilja, hvernig þeir hefðu bjarg- ast fram á þann dag, án þess að hafa það innan seilingar. Hitt sáu menn reyndar strax, að þaðkæmi ekki einu sinni að hálfu gagni hvað þá fullu fyrr en seinna bindi kæmi til. Því veldur m.a. inn- byrðistengsl verksins, þar sem allt er morandi í tilvísunum milli bæ ja, aftur og fram um endilanga sveit. Og svo var auðvitað ekkert registrið, sem er svo bráðnauð- synlegt í öllum slíkum verkum. En nú er seinna bindið sem sagt komið, og sýnu þykkara en hið fyrra, svo nú fást svör við mörgum spurningum, sem spurðar hafa verið undanfarin tvö ár, og enginn hefur getað svarað. Og registrið er á sínum stað og gerir allt verkið stórum aðgegnilegra fyrir fróðleiks- þyrstan lesandann. Hann Egill Skallagrímsson talaði fyrstur manna svo vitað sé um óbrotgjarnt bókmennta- verk og meinti víst Arinbjarn- arkviðu. Það er trú okkar, að þetta mannfræðirit Stefáns heitins Að- alsteinssonar og þeirra manna, sem við því tóku að honum látn- um og fullunnu, verði j afnan talið eitt af þessum óbrotgjörnu und- irstöðuritum, sem komandi kyn- Framhald á blaðsíðu 19. Messur í Vallaprestakalli um hátíðarnar: Aðfangadagur jóla kl. 6: Aftansöngur í Dalvíkurkirkju. Jóladagur kl. 2 e.h.: Vallakirkja. 2. jóladagur kl. 2 e.h.: Tjarnarkirkja. 3. jóladagur kl. 2 e.h.: Urðakirkja, síra Þórhallur Höskulds- son predikar. Nýársdagur kl. 4 e.h.: Dalvikurkirkja. Sóknarprestur. Áttræður ljóðasmiður „Margar vilja að mér renna.“ Félagi Manni og Magga Guðmann á Tungufelli varð áttræður þann 12. desembereins og skýrt var frá hér í siðasta blaði. Hann er Skagfirðingur að ætt og uppruna, fæddur á Mikl- hóli í Viðvíkursveit, en fluttist hingað í Svarfaðardal 1929 og tók við búi á Tungufelli af tengdaföður sínum Þorvaldi Baldvinssyni. Þóra kona hans andaðist árið 1965, eftir að fjöl- skyldan var flutt til Reykja- víkur. Þegar • Guðmann var orðinn ekkjumaður leitaði hann aftur hingað á fornar slóðir og hefur verið einbúi á Tungufelli lang- tímum saman ár hvert að undan- förnu. Fyrir skemmstu fargaði hann öllu fé sínu og hvarf suður til barnanna, og er þess ekki að vænta að hann hefji aftur hefð- Tímamót Þann 29. nóvember andaðist Sveinborg Gísladóttir ekkja Friðsteins heitins Bergssonar málara á Dalvík. Sveinborg var fædd 18. janúar 1913 í Kjamholtum í Biskupstungum, systir Dórótheu heitinnar á Hofsá. Fóstur- börn þeirra hjóna eru Rúnar Þorleifsson og Anna Marinós- dóttir, bæði búsett á Dalvík. Þann 9. desember andaðist Magnús Jónsson fyrrv. bóndi í Hrafnsstaðakosti einn af kunnustu og virtustu bændum þess- arar sveitar. Eftirlifandi kona hans er Laufey Þorleifsdóttir. Böm þeirra eru: Baldvin bóndi í Hrafnsstaðakoti, Jóninna húsfreyja á Akureyri og Guðmundur Tómas læknir í Reykja- vík. Norðurslóð biðst velvirðingar á því að Kristján Jóhannes- son fyrrv. hreppstjóri var sagður verða áttræður þ. 22. des. Hið rétta mun vera að Kristján á afmæli 21. des., þótt annað standi í manntali. bundinn búskap í þessu lífi, hvað sem hann gerir í því næsta. Guðmann er einn þeirra mörgu alþýðumanria, sem hefur létt sér og öðrum lífsgönguna með því að setja saman vísur og ljóð um samferðamenn sína og um daginn og veginn og við- burði líðandi stundar. Samt hef- ur hann í og með leitað lengra og hærra til fanga, jafnvel ort sálma og lofgerðarljóð, því hann er trú- maður mikill. Guðmann hefur löngum verið óspar á vísur sinar og ljóð og aldrei tregur til að lofa mönnum að heyra. Því er kveðskapur hans á almannavörum hér um slóðir og gengur í uppskriftum manna á milli og er í hávegum hafður með frumlegum líkingum sínum og skringilegu orðavali. Um hann kvað Sveinbjörn á Hreiðarsstöðum þessa vísu: Visur fljúga um haf og hauður höldar mega þetta sanna. Það er mikill þjóðarauður þetta kvæðasafn hans Manna. Um leið og við sendum Guð- manni afmæliskveðjur suður yfir heiðar og þökkum þátt hans í svarfdælsku mannlífi þessa síð- ustu 4 áratugi, ætlum við að gerast svo djarfir að birta, að honum fomspurðum dálítið sýn- ishorn af vísnagerð hans. Við þykjumst þess fullvissir, að hann tekur okkur það ekki illa upp, enda er það einungis gert honum til heiðurs og öðrum til skemmt- unar. Um veðriö og náttúruna. „Stóllinn" hái hreykir sér með hamrabláum tindi. Snjórinn grái falla fer fyrir knáum vindi. Hér er steytings harðneskja, hjarnið þeytist ísgráa. Allar sveitir eldbrenna af ógnarskeytum fjallanna. Um nágrannana. Páll með raman pungasíð pjakkar fram af Gerðum. Enn er sama sumartíð síst er ami á ferðum. Nautið er fallið og fjósið er autt, fitla nú drengir að veggjasmíði. Arin þau líða og allt verður dautt áður en Björninn nær sér í gríði. Grundarkallar sjá um sig, síst er halli á búskapi. Kindur allar, kúsmali kroppa vallar blágresi. Niðurskurðarárið. Engan sauðinn á ég nú, ég er snauður maður. Fyllir hauður beljubú, bóndi er nauðrakaður. Á leið niður íBakka. Eimir úr Þveráreldi úldgrútið sauðatað. Keifa ég seint á kveldi að knálegum Bakkastað. Ofugmœli. Séð hef ég spóann spinna á rokk, spilin má hafa í þak á hús. Krían er þvælin að þæfa sokk, þorskana drepur færilús. I ekkilstandinu. Man ég flest á firðastorð þá fljóð og börnin sungu. Einn ég sit við eldhúsborð og er að drekka á Tungu. (felli). Ég hef nóg að bita og brenna þó blómahrund ei fái að spenna. Þar er mest um mér að kenna því margar vilja að mér rénna. Búsáhyggjur einbúans. Andvökunætur á ég stund allmarga nú á seinni dögum. Fýkur og næðir í flestöll sund, fer nú að kreppa að mínum högum. Sólin gyllir grundina, grasið vex um Tunguna. Ég treysti á guð og gæfuna hann gefi méreinhverjatugguna. Úr bœjarvísum frá árinu 1935 Geymir Sökku Gunnlaugur, gylltum frökkum reifaður. Hey á bökkum hann tekur hót ei klökkur búmaður. Með ungum sveinum og auðargná oft er slunginn lífs í þrá. Grænar bungur greitt nam slá Guðmann Tungufelli á. Þarna hýrist hreppstjórinn hefðar skýri kennarinn. Fjáður týrinn, tröllaukinn Tjörninni stýrir Þórarinn. Hér ég óðar-enda hjal öll skal þjóðin lofa það. En þeim, sem hnjóða í vísnaval vel má bjóða hrossatað. H.E.Þ.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.