Norðurslóð - 26.01.1979, Qupperneq 4
(
NORÐURSLÓÐ
SVARFDÆLSK
BYGGÐ OG BÆR
Daníel Júlíusson
í Syðra-Garðshomi
MINNING
Fimmtudaginn 21. des. 1978 fór
fram að Tjörn jarðarför Daníels
Júlíussonar bónda í Syðra-
Garðshorni, en hann andaðist í
Sjúkrahúsi^ Akureyrar 14 sama
mánaðar. Utförin var fjölmenn,
enda var til moldar morinn
merkur maður og vinsæll.
Daníel sá fyrst ljós þessa
heims í Syðra-Garðshorni 5.
nóv. 1891 og þar mun hann hafa
átt heima alla ævi. Hann ólst upp
á meðal sex systkina og efalaust
hefur oft verið gaman á ferðum
og glatt á hjalla hjá þessum
tápmikla og myndarlega hópi.
Heimilisbragur í Garðshorni var
með ágætum. Þar var til staðar
gestrisni, hjálpfýsi og hjarta-
gæska, og einnig vinnusemi og
sjálfsbjargarhvöt. Uppeldisáhrif
in voru þvi holl. Og þau báru líka
ríkulegan ávöxt hjá systkina-
hópnum.
Daníel fór snemm að taka til
höndum og vandist öllum störf-
um, sem við búskap þarf að
sinna. Má vera að hann hafi
eitthvað unnið að sjávarverk-
um, þegar honum óx þrek og
hæfni. Snemma kom í ljós áhugi
hans og kapp á því, sem hann
hafði fyrir starfni. Ekki naut
Daníel skólagöngu í æsku. En
kennari var tekinn á Syðra-
Garðshornsheimilið, líklega
hvern vetur, og sagt er mér, að
þekking systkinanna í Garðs-
horni hafí um fermingu verið í
besta lagi.
Haustið 1910 fer Daníel í
Hólaskóla og útskrifast þaðan
1912. Næstu ár vinnur hann
ýmist heima eða annars staðar.
Einkum starfaði hann að jarðar-
bótum hér og þar um sveitina.
Ætla ég að fáar jarðir sveitar-
innar hafi ekki verið þess
aðnjótandi að fá Daníel til jarð-
vinnslu. Var hann eftirsóttur,
því að hann var hÖrkuduglegur
og hagsýnn og þótti því skipa
rúm sitt vel.
Árið 1916 kvæntist Daníel
Önnu Jóhannsdóttur frá Brekku
koti, glæsilegri og aðlaðandi
stúlku. Lifir hún nú mann sinn.
Þau hjón settust að í Syðra-
Garðshorni og hófu þar búskap
1918 í tvíbýli við foreldra
Daníels. Að allmörgum árum
liðnum fengu þau alla jörð-
ina, eignuðust hanaog hafa rekíð
þar bú fram á síðustu ár. Daníel
var góður og gegn bóndi. Hann
gerði miklar framkvæmdir á jörð
sinni bæði í jarðrækt og húsabót-
um. Hann hafði gagnsamt bú og
var ávallt birgur af heyjum handa
búpeningi sínum. Betur kunni
hann því, að störfin vætu unnin
á eðlilegum tíma og var illa við
allan silahátt og hangs.
Það var ánægjulegt að heim-
sækja þau Önnu og Daníel.
Öllum var tekið tveim höndum.
Keppst var við að sýna gestun-
um alúð og láta þeim liða Vel.
Gamansemi var um hönd höfð
enda kunni húsbóndinn ógrynni
af kímnisögum og skrýtlum og
var óspar að láta þær fjúka.
Viðdvölin varð því ekki leiðigjöm
og síst undarlegt, þó að hugur
margra leitaði í Garðshóm.
Þangað var l£ka tiður gesta-
gangur bæði af skylduliði, vin-
um og vandalausum.
Daníel var samvinnumaður
og félagslyndur. Hann starfaði í
ýmsurti félögum og var þar
ágætur liðsmaður og leysti vel af
hendi þau trúnaðarstörf, sem
honum voru falin, en það voru
einkum margháttuð nefndar-
störf. Einnig sat hann í stjórn
nokkurra félaga.
Rithönd Daníels var prýði-
leg og honum var létt um að færa
á blað það, sem gerðist á
fundum. Þessvegna var hann
löngum kvaddur til að rita fund-
argerðir. Og fullyrða má að hann
var í fremstu röð hér um slóðir í
leikni á þessu sviði.
Ein var sú líst, sem Daníel var
handgenginn frá bernsku til
æviloka. Það var sönglistin. Barn
að aldri tók hann að syngja og
um fermingu er hann kominn í
söngkór Tjarnarkirkju. Og í
þeirri kirkju söng hann við
kirkjulegar athafnir án afláts þar
til fyrir fáum árum. Oftlega söng
hann líka í öðrum kirkjum
sveitarinnar. Það þótti talsvert
vanta, þegar ekki heyrðist djúp
og víðfeðm bassarödd Daníels.
Auðvitað tók Daníel þátt í
kórum og samsöngum, sem
stofnað var til hér í dalnum.
Hann átti því fjölda af söng-
bræðrum og systrum, sem hann
bar hlýjan hug til. En fáa hygg ég
hann hafi metið meir og honum
verið jafn kær og Þórarinn
Eldjárn á Tjörn enda var
þeirra samferð á söngsviðinu
lengri en annarra. Óhætt má
segja að Daníel horfði hvorki í
tíma né fyrirhöfn, þegar um var
að ræða að sækja söngæfingar
eða syngja við allskonar tæki-
færi og athafnir. Og sú þjónusta,
sem hann lét þar öðrum í té var
mikil og þakkarverð. En sú var
bót í máli, að söngurinn var
honum gleðigjafi og sálubót.
Daníel var göngugarpur
mikill. Því var það, er hann var á
léttara skeiði, að í göngum í
Skíðadalsafrétt var honum oftast
úthlutað efstu göngum og þá á
þeim svæðum, sem erfiðust
þóttu til yfirferðar. A efri árum
biluðu fæturnir, svo að honum
varð erfitt um gang.
Daníel var tæplega meðal-
maður á hæð en frekar þétt-
vaxinn. Hann var léttur í
hreyfingum og knálegur. Vinnu-
félagi var hann prýðilegur, lag-
inn og lipur og lagði sig fram um
að ná góðum árangri. Hann hafði
spaugsyrði á takteinum og hló
svo hjartanlega, ef eitthvað bros-
legt gerðist að hláturinn smitaði
aðra. Þetta reyndi ég allt, er við
vorum saman í búnaðarvinnu
vor eitt.
Eins og að líkum lætur lét
Framhald á bls. 3.
Tímamót
Um jólin skírði sóknarpresturinn þessi börn:
Á Dalvík voru skírð: Jótta, foreldrar Sigurður Jónsson og
Alda Eygló Kristjánsdóttir, Ásvegi 8.
Þorleifur Kristinn, foreldrar Níels Kristinsson og Guð-
björg Antonsdóttir í Dalsmynni.
Iris, foreldrar Bjarni Ó. Reynisson og Sigrún Jónsdóttir,
Kajlsrauðatorgi 24.
í heimahúsum var skírður Daníel, foreldrar Jóhann Ólafs-
son og Unnur María Hjálmarsdóttir, Ytra-Hvarfi.
í Urðakirkju var skírður Sigtryggur Veigar, foreldrar
Herbert Hjálmarsson og Guðrún F. Skarphéðinsdóttir, Hafn-
arbraut 16.
í Tjamarkirkju voru skírð Svanberg, foreldrar Snorri
Kristinsson og Rannveig Guðnadóttir á Hnjúki í Skíðadal.
Auður, foreldrar Ármann Gunnarssonog Steinunn P. Haf-
stað, Laugasteini.
Rannveig, foreldrar Vilhjálmur Þórarinsson og Ásta Sig-
ríður Guðnadóttir á Bakka.
í heimahúsum var skírð Aðalheiður Rósa, foreldrar
Steinþór Kristjánsson og Helga Snorradóttir á Völlum.
Þá gaf presturinn saman eftirtalin brúðhjón:
Ágústu Sigurbjörgu Ingólfsdóttur, Dalvík, og Friðrik
Heiðar Halldórsson frá Melum.
Guðrúnu Ingvadóttur frá Bakka oglngólf Jónasson frá
Koti.
Rut Hilmarsdóttur frá Hrísey og Sighvat Kristiáns-
son, Dalvík.
Heiðu Hilmarsdóttur, Dalvík, og Albert Guðmund
Agústsson frá Ólafsfirði. Samtímis var skírð dóttir þeirra
Olga Guðlaug.
Þann 15. janúar andaðistFreyjaAntonsdóttir frá Hrísum
á 85. aldursári. Útförin fór fram á Dalvík laugardaginn 20.
janúar.
Frá uppfærslu á „Fjölskyldunni" á síðastliðnu ári.
Leikfélag Dalvíkur
35 ára
Leik.félag Dalvíkur verður
35 ára á þessum vetri. Það
var stofnað veturinn 1944 og
er því nokkurn veginn jafn-
gamalt endurreistu lýðveldi
voru.
I fyrstu stjórn þess voru
eftirtaldir: Marinó Þorsteins
son formaður, Friðjón Krist
insson ritari, Páll Sigurðs-
son féhirðir og meðstjórn-
endur Friðsteinn Bergsson
og Sigtýr Sigurðsson.
Núverandi formaður félags-
ins er Rúnar Lund. Blaðið
leitaði til hans um fréttir afstarf-
seminni á afmælisárinu.
Rúnar sagði að eiginlega væri
allt gott að frétta, takk fyrir.
Skráðir félagar eru nú 73talsins.
Miklir nýir kraftar hafa bæst við
upp á síðkastið eða 20-30
manns, flest ungt og áhuga-
samt fólk. Við erum þess vegna
mjög bjartsýn á framhaldslífið.
- Hvað um starfsemina?
- Vetrarstarfsemin hófst
strax í október með kvöldvöku,
sem síðan hefur verið haldin
mánaðarlega. Það er upplestur,
söngur og þess háttar. Þetta
lífgar upp á mannskapinn og
heldur hópnum betur saman.
Nú, svo ætlum við að haldagóða
árshátíð þann 3. febrúar með
nokkurs konar kabarett-sniði.
Þar verður t.d. leikinn enþátt-
ungur, sem ég stjórna. Svo eru
valdir menn hér á staðnum núna
að semja fyrir okkur eitthvert
gamanmál í bundnu og
óbundnu til flutnings þar og
fleira höfum við í pokahorn-
inu.
- En hvað um leikrit, á
ekki að sýna okkur eitthvað
bitastætt á vetrinum?
- Jú, mikil ósköp. Við erum
nú búin að tryggja okkur
leikstjóra, Guðrúnu Alfreðs-
dóttur frá Reykjavík. Hvaða
stykki verður tekið fyrir er ekki
enn fullákveðið. Við viljum lofa
leikstjóranum að hafa þar hönd í
bagga.
- Er leiklistaraðstaðan
góð hér á Dalvík?
- Já, að sumu leyti er hún
ágæt. Samkomuhúsið er gott
leikhús. Hinsvegar vantar okk-
ur tilfinnanlega aðra aðstöðu,
bæði til æfmga og svo hrein-
lega til að geyma dót, sem við
eigum, tjöld, búninga o.s.frv.
Þar stendur hnífurinn í kúnni.
Getur þú kannske útvegað
okkur gamalt hús, sem nota
mætti í þessu skyni?
Nei því miður, ekki getur
blaðamaður það, fyrst gamlar
hlöður fram í sveit koma víst
ekki til greina.
Blaðið óskar L.D. góðs geng-
is og vill hvetja almenning til að
sækja vel sýningar þess. Það er
sá besti stuðningur sem unnt er
að veita einu leikfélagi.
Gjafir og áheit til
Tjamarkirkju
Árið 1977:
Til minningar um Þór Vil-
hjálmsson, Bakka, gefið á af-
mælisdegi hans 13. mars, af
konu hans Engilráð Sigurðar-
dóttur, kr. 10.000.
Gjöf frá Karli Jónssyni frá
Syðri-Grund, kr. 20.000.
Árið 1978:
Til minningar um Þór Vil-
hjálmsson, Bakka, gefið á áttug-
asta afmælisdegi hans 13. mars,
af gefanda sem ekki vill láta
nafns síns getið, kr. 20.000.
Minningargjöf um hjónin
Zóphonías Jóhannsson og Soffíu
Jónsdóttur, gefin á hundraðasta
afmælisdegi Zóphoníasar 16.
apríl, af dóttur hans Petrínu og
manni hennar Sveini Jóhanns-
syni, kr. 100.000.
28. maí gefnir tveir kristals-
vasar með blómum, frá Gesti
Vilhjálmssyni og bömum hans.
Áheit, Kristín Gestsdóttir,
Dalvík, kr. 5.000.
Gjöf, Karl Jónsson frá Syðri-
Grund, kr. 20.000.
5. júní gefið í orgelsjóð Tjarn-
arkirkju með þakklæti fyrir söng
kirkjukórsins við útför Snorra
Sigfússonar fyrrum námsstjóra
frá aðstandendum, kr. 25.000.
Afhent minningargjöf á útfar-
ardegi Daníels Júlíussonar,
Syðra-Garðshorni, 21. des., gef-
in af Gesti Vilhjálmssyni, Bakka
gerði, börnum hans og tengda-
börnum, kr. 10.000.
Við messu á 2. dag jóla var
kirkjunni afhentar innrammað-
ar myndir af síðustu prestshjón-
unum á Tjörn, þeim Kristjáni
Eldjárn Þórarinssyni og Petrínu
Soffíu Hjörleifsdóttur, en á ár-
inu 1978 var öld liðin frá því að
sr. Kristján fékk veitingu fyrir
Tjarnarprestakalli. - Gefandi
myndanna var Sesselja Eldjárn,
dóttir prestshjónanna.
Allar þessar rausnarlegu gjaf-
ir og öll önnur störf í þágu
kirkjunnar og kirkjugarðsins,
vill sóknarnefnd Tjarnarsóknar
þakka af alhug.