Norðurslóð - 30.03.1979, Qupperneq 1

Norðurslóð - 30.03.1979, Qupperneq 1
FjaUaskáli á Tröllaskaga í haust er leið var minnst á það hér í blaðinu, að farið væri að ræða um þá hugmynd að koma upp fjallaskála, áningarstað fyr- ir göngumenn á svonefndri Hólamannaleið, sem liggur milli byggða frá Hörgárdal til Hjaltadals. Þessi hugmynd er nú smátt og smátt að taka á sig ákveðnara form og gæti hugsanlega komist í framkvæmd strax á þessu ári, ef nægur áhugi og vilji er fyrir hendi hér um slóðir. Slík smáhýsi, sem hérertalað um, eru timburhús, mjög ein- föld að gerð, 3,5 x 5 metrar að stærð með 6 tveggja manna svefnkojum. Þau eru fest niður á stóra grjótfyllta plast-vírnets- kassa á mjög einfaldan en traustan hátt. Slík hús eru nú komin á nokkrar gönguleiðir hérlendis og a.m.k. tvö bíða fullbúin í Reykjavík og verða svo selflutt á sína framtíðarstaði næsta sumar, annað að Goðahnjúk- um austarlega í Vatnajökli, hitt upp á Langjökul. Ymsir aðilar, auk okkar heimamanna, hafa áhuga á, að slíkt sæluhús verði reist hér á háfjöllunum ofan við Skíðadal þ.e. á Hólamannaleið. Það eru Ferðamálaráð, Náttúruvernd- arráð, Ferðafélag íslands og Jöklafélgið. Frá þessum aðil- um, einum eða fleirum má vænta fjárstuðnings a.m.k. til efniskaupa í húsið svo og „tæknilegrar aðstoðar“ við smíðina og við að koma hús- pörtunum á ákvörðunarstað, líklega hangandi neðan í þyrlu. En það gerist ekkert í málinu nema einhver aðili hér heima taki það upp á arma sína og leggi því það liðsinni, sem til þarf. I því fælist það helst að leggja fram vinnu, t.d. nú í vetur eða vor, við að smíða húspart- ana og síðan, í sumar eða haust, að fara upp á fjöllin og reisa húsið. Áður þarf að vísu að vera búið að velja staðinn, en það verður væntanlega gert í skíða- ferð um páskaleytið, ef tíðarfar leyfir. Eins og fram kemur í viðtali við Gunnar Jónsson bílstjóra hér í blaðinu, þá hefur stjórn Ferðafélags Svarfdæla hug á að kalla til fundar í því skyni að endurvekja félagið til starfs og, ef fram koma nýir kraftar og áhugi er fyrir hendi, að taka ákvörðun um að ganga í þetta skálamál. Gert er ráð fyrir að aðkomumenn að sunnan komi á þann fund, a.m.k. fram- kvæmdastjóri Nátturverndar- ráðs og líkl. einhver frá Ferða- félagi fslands, e.t.v. enn aðrir. Þessi fundur á að geta verið áhugaverður í besta lagi, hvað sem líður því sérstaka máli, sem hér hefur verið gert að umtals- efni. Undirritaður vill eindregið hvetja fólk, ekki síst ungt fólk á Dalvík og í Svarfaðardal, til að fjölmenna á þennan væntanlega fund, sem líklega verður boðað til i vikunni fyrir páska, og sjá til, hvort þetta er ekki einmitt félagsskapur og verkefni, sem eftirsóknarvert er að taka þátt í. Að lokum ætla ég að leyfa mér að birta bréf frá Heimi Hannessyni framkvæmdastjóra Freðamálaráðs , sem barst rétt fyrir síðustu jól: Hjörtur E. Þórarinsson. Kæri Hjörtur. Ég las mér til ánægju og fróð- leiks grein þína í Norðurslóð um Hólamannaleið . Hér er áreiðanlega hreyft merku máli, sem ég vildi gjarnan fá að fylgj- ast með. Fram að þessu hafa kynni mín af þessari stórbrotriu leið einkum verið úr lofti þannig að þau eru býsna takmörkuð! Það hefur verið stefna nýs Ferðamálaráðs að auka sam- starf við áhugamannafélög um ferðamál, náttúruvernd og Framhald á bls. 3. Leikarar og tæknimenn við Saumastofuna. Aftari röð f.v.: Kristjana Arn- grímsdóttir, Dagný Kjartansdóttir, Lárus Gunnlaugsson, Svanhildur Arnadóttir, Herborg Harðardóttir og Kristín Þorgilsdóttir. Fremri röð: Friðrik Halldórsson, Ingólfur Jónsson, Guðný Bjarnadóttir, Kristján Hjartarson, GUÐRÚN ALFREÐSDÓTTIR leikstjóri, Rúnar Lund, Sig- ríður Hafstað og Helgi Þorsteinsson. Leikfélag Dalvíkur sýnir SAUMASTOFUNA eftir Ragnar Kjartansson Undanfarnar vikur hefur L.D. verið að æfa leikritið Sauma- stofan eftir Kjartan Ragnars- son. Þetta verk skrifaði hann sumarið 1975 „með umræðu kvennaársins í huga“ eins og segir í leikskránni. Og ennfrem- ur, „hann semur gjarnan sjálfur tónlist við verk sín, m.a. söng- vana vinsælu í Saumastofunni.“ Sigga, gömul kona úr sveit . Magga, verkstjóri á staðnum Asa, kona að byggja........ Gunna, fyrrverandi drykkjusjúklingur Didda, einstæð kona með 2 börn .. Lilla, 18 ára stelpa og ólétt . Siggi, forstjóri og eigandi saumastofunnar ............ Kalli, klæðskerinn á staðnum Himmi, sendill á staðnum, trúlofaður Lillu .......... Það var Leikfélag Reykjavík- ur, sem sýndi þetta verk í Iðnó, en fór síðan með það í leikferð víða um land. Aðrir hafa ekki tekið Saumastofuna til með- ferðar fyrr en nú, að L.D. ríður á vaðið. Leikendur í Saumastofunni eru 9 þ.e. 6 konur og 3 karlar, og er hlutverkum svo skipað: SIGRÍÐUR HAFSTAÐ GUÐNÝ BJARNADÓTTIR HERBORG HARÐARDÓTTIR SVANHIÉDUR ÁRNADÓTTIR DAGNÝ KJARTANSDÓTTIR KRISTJANA ARNGRÍMSD. RÚNAR LUND HELGI ÞORSTEINSSON KRISTJÁN HJARTARSON Hafís á Dalvík 20. mars ’79 Landsins forni fjandi hafísinn hefur minnt okkur á sig nú að undanförnu. Nokkrum sinnum hefur hann rekið hingað inn, og upp á fjörur, en Iónað síðan út eftir því sem straumur liggur og vindur blæs. I gær var hann t.d. hér um allt, en í morgun var hann svo horfinn út í hafsauga. Mesta vandamálið Einn ísaveturinn á síðasta áratug voru eins og nú miklar frétt- ir í blöðum um ísagang hér á Dalvík, enda lágu þájakahrann- ir í fjörum langt fram á vor. Þá birtist í Morgunblaðinu vísa þessi tileinkuð sveitar- stjóranum á Dalvík: Kalt er fyrir norðan og sérhver fjörður frýs, menn furðu lostnir horfa á klakastálið. En hvernig fá þeir viskí í allan þennan ís? Er það ekki helsta vandamálið? Blaðamaður átti símtal við leikstjórann Guðrúnu Alfreðs- dóttur. Hún lét vel af undirbún- ingi og æfingum leiksins. Sagði að fólkið væri gott og áhuga- samt og leikhúsið ágætt. Lakast sagði hún það vera, að húsið þarf að nota til annarra hluta heldur en leikæfinganna. Bíó er tvisvar eða þrisvar í viku og þá verður leikflokkurinn að halda sig í fjarlægð og taka burt af senunni allt sitt dót. En nú er æfingum senn lokið og þá hefst alvaran. Frumsýn- ing er nú ákveðin á föstudags- kvöld 30 mars og síðan áfram eins og lesa má í auglýsingu hér í blaðinu. Norðurslóð óskar leikfélagi og leikurum heilla og hvetur fólk til að sækja vel sýn- ingarnar, því góð aðsókn er jafnan mest uppörvun og best verkalaun. LJOÐAGETRAUN NORÐURSLOÐAR Verðlaun fyrir réttar lausnir Nú má þetta ljóðumunnandi heiðursfólk eiga von á bókinni Heim til þín ísland eftir Tómas Eins og skýrt var frá í janúar- blaðinu bárust 4 alréttar lausnir við ljóðagetraun jólablaðs Norðurslóðar. Lofað vartvenn- um verðlaunum. » Nú hefur verið dregið um verðlaunin og komu upp nöfn þeirra Sigrúnar Dagbjartsdótt- ur í Seldal í Norðfirði og Frið- jóns Kristinssonar póstaf- greiðslumanns á Dalvík. Fóstbræðrasjóður Stcekkaði um helming á síðasta ári Tíu ár eru nú liðin síðan Snorri Sigfússon fyrrverandi námstjóri stofnaði styrktarsjóð þann, sem ber ofanritað nafn. Við andlát Snorra á síðast- liðnu ári var þeim, sem vildu minnast hans með peningagjöf- um, bent á þennan sjóð, sem geymdur er í Sparisjóði Svarf- dæla. Það kom í ljós, að Snorri hafði átt sér marga vini og vel- unnara vítt um land. Strax eftir jarðarförina fóru sparisjóðnum að berast ávísanir til Fóst- Guðmundsson með fyrstu póst- ferð. Blaðið sendir þeim kveðjur og hamingjuóskir. Banaslys á Dalvík bræðrasjóðs og hélt svo áfram langt fram eftir árinu. Sending- arnar urðu að lokum á annað hundrað talsins og námu í heild rétt um kr. 700.000 - sjöhundr- uð þúsund krónur. Við þetta tvöfaldaðist sjóður- inn og eru nú eignir hans, pen- ingar og verðbréf, meira en hálf önnur milljón krónur. Á öðrum stað í þessu blaði auglýsir sjóðstjórnin, sem er skólanefnd Húsabakkaskóla, eftir umsóknum um námsstyrki úr sjóðnum. Aðfaranótt 22. mars sl. skeði sá hörmulegi atburður að 18 ára Dalvíkingur, Jóhannes Helgi Þóroddson, féll í höfnina og drukknaði. Jóhannes var sonur Þórdísar Sigurjónsdóttur, sem nú býr á Brimnesi. Blaðið vottar henni og öðrum vandamönnum Jóhannesar heitins hluttekningu.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.