Norðurslóð - 30.03.1979, Síða 2

Norðurslóð - 30.03.1979, Síða 2
Hjortur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvlk Óttarr Proppé, Dalvlk Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun Prentsmiðja Björns Júnssonar Námsstyrkur Fóstbræðrasjóður, stofnaður af Snorra Sigfússyni, auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum á þessu ári. Rétt til námsstyrks hafa fyrrverandi nemendur Húsa- bakkaskóla í Svarfaðardal, sem stunda eða hyggjast stunda nám í búnaðar-kennslu eða samvinnufræð- um. Umsóknum sé komið til formanns skólanefndar Svarf- aðardalshrepps fyrir 1. september þ.á. SJÓÐSSTJÓRNIN. Leikfélag Dalvíkur auglýsir: Frumsýning á leikritinu SAUMASTOFAN eftir Kjartan Ragnarsson, verður í Samkomuhúsinu á Dalvíkföstu- dagskvöldið 30. mars kl. 9. 2. sýning verður sunnudaginn 1. apríl kl. 4 e.h. 3. sýning þriðjudaginn 3. apríl kl. 9 e.h. 4. sýning föstudaginn 6. apríl kl. 9 e.h. Miðapantanir í síma 6 13 84 sýningardagana milli kl. 2 og 5 e.h. LEIKFÉLAGIÐ. Auglýsing Af marg gefnu tilefni vil ég minna á fastan símavið- talstíma minn kl. 9-10 á morgnana virka daga og kl. 11-12 helga daga. Eru bændur hvattir til að hringja á þessum tíma, verði því við komið. Það sparar bæði fé og fyrirhöfn. Ármann Gunnarsson, héraðsdýralæknir. Orgel til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu nýlegt, sex-radda Köhler orgel. Upplýsingar gefur formaður sóknarnefndar Tjarnar- kirkju, Sigríður Hafstað, Tjörn. Lausar stöður Tvær stöður á skrifstofu bæjarins eru lausar til um- sóknar. Upplýsingar veita bæjarritari og undirritaður. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k. Bæjarstjóri. Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á 65 ára afmæli mínu. sr. STEFÁN SNÆVARR. Að afloknum deildarfundi KEA á Dalvík sl. mánudag Fundur í Dalvíkurdeild var haldinn sl. mánudagskvöld. Fundarsókn var ekki mikil ef miðað erviðfjöldafélagsmanna eðaum 10%þeirra. Áfundinum komu fram upplýsingar frá úti- bússtjóra um rekstur útibúsins, sem gefa visbendingu um hvernig til hefur tekist á síðast- liðnu ári. Eins og alltaf hefur komið á daginn voru ekki veitt- ar tæmandi upplýsingar um gang mála og því borið við að ekki sé heimilt að birta niður- stöðutölur um rekstursafkomu fyrir aðalfund. Undirrituðum hefur aldrei verið ljóst á bak við hvaða grein í samþykktum Kaupfélags Ey- firðinga forráðamenn félagsins skjóta sér þegar þeir fullyrða að ekki megi fara nánar út í reikn- inga útibúsins en gert er á fundum þessum. Umræður á fundinum voru all nokkrar bæði um samvinnu- hreyfinguna almennt og starf- semi hennar hér á Dalvík. Án þess að gert sé lítið úr hæfni starfsmanna útibúsins til að vera í forsvari fyrir framkvæmd samvinnustarfs, þótti mér undarlegt, að enginn þeirra, sem gegna æðstu trúnaðarstöð- um hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, var þar. í annan tíma er svo brýnt fyrir okkur hér á Dalvík hversu mikilsvert það er að vera þátttakandi í hinni stóru félags- heild sem Kaupfélag Eyfirðinga er. Ég ætla mér ekki að setjast í dómarasæti um það hvernig til hefur tekist um rekstur útibús- ins á síðast liðnu ári, enda er það spurning hverja möguleika félagsheildin býður upp á að líta á samvinnustarf hér á Dalvík út af fyrir sig. Þó útibúið hér sé stór atvinnurekandi á ýmsum sviðum snertir verslunarrekstur þess þó meir íbúa svæðisins, en önnur starfsemi. Þrátt fyrir að verslun hefur aukist mjög verulega á síðustu áratugum hefur verslunarhús- næði frekar minnkað að fer- metratölu en hitt. Eðlilegt er því að draga þá ályktun að versl- unarþjónusta hafi minnkað. Verslum við nú hlutfallslega meira utan heimabyggðar en við gerðum áður? Erum við að þjóna kröfunni um að líta á Kaupfélag Eyfirðinga sem stóra heild, sem hefur sína miðstöð á Akureyri? Ég hef sett nokkur spurning- amerki hér að framan, sem ég iviðurkenni að eru óþörf. I | spurningunum felst viss fullyrð- ing og sakargift, sem ég vil kenna misheppnuðu innkaups- kerfi útibúsins ogófullnægjandi húsakosti. Deildarstjórn hér á Dalvík, sem kosin er af félagsmönnum, gegnir að því leiti sérstöðu miðað við aðrar slíkar að leitað er álits hennar um rekstur útibúsins, og samkvæmt upp- lýsingum sem gefnar vorú á fundinum hafa ábendingar hennar verið ráðgefandi í mörgum tilfellum. Því er mikil- vægt að raddir frá félagsmönn- um komi inn á fundi deildar- stjórnar og þá sérstaklega radd- ir þeirra, sem sækja þjónustu til verslunarinnar. Það er e.t.v. kaldhæðni tíðar- andans, sem gerir það að verk- um að gleðilegasta við um- ræddan fund var að húsmóðir var nú í fyrsta sinn kosin ídeild- arstjórn. En tíðarandinn er sá að konur sjá um innkaup til heimilis mun meira en karl- menn. Kosning Brynju Gretars- dóttur í deildarstjórn er von- andi vísbending um meiri hlut- deild hins almenna neytanda í Undirritaður vill mega gera lítilsháttar athugasemdir við ofanritaða grein J. A. Það er réttmætt að gagnrýna fjarveru forsvarsmanna kaup- félagsins frá fundinum. Hún var að vísu ekki af ásettu ráði gerð, heldur fyrir sérstaka, brýna þörf kaupfélagsstjóra og formanns stjórnar til að vera á sama tíma á öðrum fundum annarstaðar - vel að merkja vegna málefna samvinnuhreyfingarinnar. Eigi að síður er þetta óheppi- legt mjög og má ekki endurtaka sig, enda þótt nærvera forsvars- manna útibúsins eigi að tryggja það að unnt sé að spyrja og ræða um alla hugsanlega hluti, sem því við koma sérstaklega. Ekki verður á það fallist, að verslunarþjónusta hafi minnk- að. Á sumum sviðum hefur hún batnað á síðustu árum og um- setning hefur aukist ár frá ári. Á hinn bóginn verður því alls ekki mótmælt að verslúnaraðstaðan er hvergi nærri ákjósanleg og svarar ekki kröfum tímans. Umræða um nýtt húsnæði fyrir verslunina er því tímabær, enda er hún þegar hafin meðal starfs- manna útibúsins og deildar- stjórna og án efa einnig meðal almennings í bæ og byggð. það er því leyfilegt að vænta þess að innan fárra ára verði komin upp nýtískuleg verslunaraðstaða hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Dalvík. Annað mál er það, að verslun „utan heimabyggðar“ mun ekki starfi og rekstri útibúsins og þá sérstaklega uppbyggingu versl- unarinnar. Þegar minnst er á kosningu innan samvinnuhreyfingarinn- ar er það ekki að ástæðulausu að maður hugleiðir hverja þær snerta. Stundum virðist sem innan samvinnuhreyfingarinn- ar sé einhver félagsskapur sem gæti heitið „eigendafélag sam- vinnuhreyfingarinnar". Ég er ekki frá því að þjóðfélagið hafi eitt sinn leyft slíkt „eignar- hald“ og e.t.v. gert það nauð- synlegt, en mér er það meira en til efs að slík eignarhalds hug- sjón, sprottin af flokkspólitískri þörf, eigi nú rétt á sér. Kosning Brynju nú er undan- tekning frá þessari reglu tekning frá þessari reglu. Kannski gerir þessi undantekn- ing ekkert annað en sanna regl- una. Jóhann Antonsson. stöðvast þar fyrir, þvert á móti er alveg viðbúið að hún aukist í réttu hlutfalli við bættar sam- göngur við Akureyri og mun betur „heppnað innkaupskerfi" varla stöðva þá þróun. Hugleiðingar J. A. um „eig- endafélag samvinnuhreyfingar- innar“ eru nokkuð myrkar og óljósar. Þó þykist ég vita hvað hann er að fara og get ekki sagt, að ég sé honum mjög ósam- mála. Ég hef oft haldið þvífram sjálfur að nauðsynlegt og rétt sé að breikkahinnfélags-ogstjórn málalega grunn samvinnuhreyf- ingarinnar. Það vill nú svo til að einmitt morguninn eftir deildarfund K.E.A. á Dalvík sat ég suður í Reykjavík á fundi manna úr samvinnuhreyfingunni með nokkrum forvígismönnum launþegasamtakanna, bæði frá A.S.Í. og B.S.R.B. Fundurinn var liður í mark- vissu starfi, sem miðar að því að auka og bæta samstarf þessara eðlisskyldu fjöldasamtaka þ.á.m. í stjórnum kaupfélaga. Það er ákveðin von þeirra, sem þessa fundi sitja, að þeir leiði brátt til umtalsverðra og góðra tíðinda á þessum vett- vangi. Hjörtur E. Þórarinsson. Auðvitað var það ekki plastdúkur í frásögn af íkviknun í Valla- kirkju í síðasta tölublaði reynd- ist vera um grófan misskilning að ræða, sem sjálfsagt er að leiðrétta. Sagt var, að undir olíuofninum hefði verið plast- dúkur sem eldur komst í. Þetta var ekki rétt, því undir ofninum var stór blikkplata og undir henni asbestplata. Olían hafði hinsvegar runnið út af plötunni og eldur komist í hana og lesið sig áfram út í nælonteppið, sem á kirkjugólfinu var. En sem sagt, eldurinn kulnaði af sjálfu sér, þó að spjöll yrðu mikil af völdum sóts. Það er huggun harmi gegn, að náðst hefur viðunandi samkomulag við viðkomandi tryggingarfélag um tjónbætur, svo fjárhagslega sleppur söfnuðurinn þolanlega frá þessari uppákomu. Biðst undirritaður frétta- maður velvirðingar á missögn þessari. Frá dvalarheimili aldraðra Dalvík Þeir sem hug hafa á að fá vist á heimilinu þegar rekst- ur þess hefst eru beðnir að skila umsóknum fyrir 7. apríl n.k. Vegna þess hve langt er um liðið frá því margir létu skrá sig er þess óskað að einnig þeir, sem áður hafa verið skráðir, endurnýi umsóknir sínar fyrir áður- nefndan tíma. Nánari upplýsingar veita formaður stjórnar dvalar- heimilisins Óskar Jónsson og Valdimar Bragason bæjarstjóri. Stjórn dvalarheimilis aldraðra á Dalvík. Svar í stuttu máli H.E.Þ.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.