Norðurslóð - 30.03.1979, Side 3
Svarfdælskur brautryðjandi
Rcett við Gunnar Jónsson bilstjóra
Á Dalvík oe í Svarfaðardal eru
margir menn, sem bera nafnið
Gunnar. Einir 5 eða 6 þeirra eru
Jónssynir. Allt eru þetta merkis
menn, hver á sinn hátt. Einn
þeirra býr uppi á efri hæð í hús-
inu nr. 5 við Bjarkarbraut. Sá
Gunnar Jónsson er kenndur við
Hæringsstaði, þar sem hann
fæddist fyrir 55 árum síðan.
Oftast er hann þó kallaður
Gunnar bflstjóri eða fjallabfl-
stjóri og sem slíkan þekkja hann
Qölmargir menn um land allt og
ekki síður margir útlendir
menn, sem með honum hafa
ferðast um byggðir og óbyggðir
þessa lands.
Fréttamaður Norðurslóðar
gerði sér upp erindi nú nýlega
og bankaði upp á hjá þeim
Gunnari og konu hans Emmu
Stefánsdóttur. Fékk hann bestu
viðtökur og yfir kaffibolla var
rabbað um ferðamál almennt
og um bílferðir á fjöllum sér-
staklega, en það er sérgrein
húsbóndans. Áður var hann
líka helsti áhugamaðurinn í
Ferðafélagi Svarfdæla, sem
ekki hefur starfað nú hin síðari
árin, en nú er rætt um að end-
urverkja til nýrra verkefna.
Um þessi málefni snerist sam-
talið, eins og reynt verður að
greina frá í eftirfarandi lauslegri
frásögn.
„Ég er búinn að brasa mikið
við bíla um dagana,“ segir
Gunnar. „Um margra ára skeið
var ég t.d. við mjólkurflutning-
ana til Akureyrar. Það er ann-
ars býsna merkileg saga þetta
með mjólkurflutningana. Það
þyrfti einhver að taka sig til og
skrifa þá sögu meðan enn eru
ofan moldar menn, sem muna
hana frá upphafinu, sem var
laust eftir 1930. Aldeilis
eru ótrúlegir þeir erfiðleikar,
sem við var að glíma fyrst fram-
an af og reyndar fram eftir öll-
um árum. Þegar maður var
kannske 2-3 sólarhringa í einni
Akureyrarferð. Jón mjólkurbíl-
stjóri gæti sagt margar mergj-
aðar sögur úr þessum ferðalög-
um. Hann er nú búinn að standa
í þessu lengur en nokkur ann-
ar.“
En íjallaferðirnar?
„Það var upp úr 1960, sem ég
eignaðist trukkinn eða fjalla-
rútuna A-396. Henni ók ég í
mörg ár upp um fjöll og firnindi
á eigin vegum og oft fyrir Ferða-
félag Akureyrar. Ég kannaði
margar leiðir, sem ekki höfðu
áður verið farnar á bílum. T.d.
var ég við það með Tryggva
heitnum Þorsteinssyni á Akur-
eyri að stika Sprengisandsleið-
ina, sem þá, í kringum 1960, var
verið að opna fyrir almennri
umferð í sambandi við kláfferj-
una, sem sett var á Tungnaá.
Þessi stikaða leið okkar var svo
hefluð og lagfærð árið eftir og
sjðan merkt inn á íslandskortið.
Á vegum F.A. fór ég iðulega
upp að Herðubreið og Öskju,
eða inn að Laugafelli og alla leið
að Arnarfelli hinu mikla. Þá
varð maður að sullast yfir
Þjórsá á vaði.“
Hvað er„íslands safari?“
„Það er nafn, sem Úlfar
Jacobsen fann upp á að kalla
langferðir, mest fyrir útlend-
inga, um landið þvert og endi-
langt. Ég fó r að aka fyrir Úlfar
1965 og hef haldið því áfram
síðan. Þetta eru um þ.b. hálfs
mánaðar ferðir, ýmist öræfa-
ferðir eða hringferð um landið
með ýmsum tilbrigðum. í þess-
um ferðum eru aðallega útlend-
ingar, mest Svisslendingar,
Þjóðverjar, Frakkar og Hol-
lendingar. Líka dálítið af Bret-
um en fáir Skandinavar.
Núna allra síðustu árin er það
að aukast að íslendingar fari í
þessar ferðir í bland við útlend-
ingana.“
Nú dregur Gunnar fram all-
sérkennilegar bækur, gestabæk-
ur bílsins einar 3 talsins allar út-
skrifaðar. Þetta eru stórmerki-
legar bókmenntir mjög mynd-
skreyttar og alveg fullar af
ljóðasmíð á hinum ýmsu þjóð-
tungum. Það er greinilegt að
farþegunum þykir mikið til bíl-
stjóra síns koma og bera til hans
alveg takmarkalaust traust.
„Hinar traustu hendur bílstjór-
ans okkar, Gunnars". „Æðru-
leysi Gunnars bflstjóra". „Óbil-
andi glaðværð og gamansemi
Gunnars bílstjóra". Þessar setn-
ingar koma aftur og aftur fyrir
með ýmsum tilbrigðum áeinum
4-5 þjóðtungum.
En hvar kemur Dalvík inn í
þessar Safari ferðir?
„Jú, þegar við förum Hring-
veginn með ýmsum útúrdúrum,
þá höfum við upp á síðkastið
komið við á Dalvík á leið okk-
ar norður fyrir Múlann. Þá
gistum við hér eina nótt á tjald-
svæði, sem komið hefur verið
upp hérna fyrir vestan skólann.
Þetta byggist allt á hótelrekstri í
Víkurröst og aðstöðu í skóla-
heimavisinni.
Ég hef satt að segja mikinn
áhuga á, að staðurinn hafi eitt-
hvert gagn og ábata af þessari
starfsemi og hefði gjarnan vilj-
að geta aukið þátt Dalvíkur í
þessu. Gallinn er bara sá, að hér
er ekki á næstu grösum neitt
„sérstakt náttúruundur“, sem
hægt er að sýna ferðamönn-
um og segja: Nú sjáið þið þetta
fræga fjall eða vatn eða hraun
eða gíg eða skóg osfrv. Hér er
Sýnishorn af akstursmáta Dalvíkinga.
Og svo úir og grúfir af ástar-
og aðdáunarjátningum. Hér
koma nokkursýnishorn:
„Lieber, lieber Gunnar, du bist
ein Ángel.“ „Dear Gunnar, you
are the most unforgettable man
I ever met.“ „Cher ami, je vous
adore mon admirable Gunnar.“
lensku: „Met Weemoed ver-
laten we dit aangrypend land
o.s.frv."
Og svo eru þakkir í ljóðum til
bílstjóra „gæda'* og matráðs-
kvenna og hástemmt lof um ís-
land (Iceland, Islande. Ysland,
Islandia).
Det har været in vidundelig tur
sjælden har vi haft tid til in lur.
Alt har klappet pa bedste vis
pá Dig (Gunnar) og alle har vi
sat pris.
Reyndar leika fleiri Dalvík-
ingar stór hlutverk í bókunum
góðu. Mikið er talað um Turý
eða Thörý þ.e. leiðsögumaður-
inn og túlkurinn fjölhæfi Þuríð-
ur Jóhannsdóttir. Sissi, Sigur-
sveinn Friðriksson, sem undan-
farin sumur hefur ekið eldhús-
bílnum, er líka stórt númer.
Ennfremur Anna (Aradóttir) og
Dísa (Ásdís Gunnarsdóttir) sem
báðar hafa unnið í kokka-
mennskunni. Þær fá mikið lof
og miklar þakkir.
Og enn fleiri nöfn koma oft
fyrir í bundnu og óbundnu máli,
en það er fólk, sem undirritaður
kannast ekki við.
(Það er álit undirritaðs, að vel
kæmi til mála að setja saman
bók upp úr þessum efniviði með
ljóðum, frásögnum og mynd-
um, sem þarna er í ríkum mæli.
Það má mikið vera ef það yrði
ekki vinsæll pési, í ferðalögum
ekki síst, bæði fyrir innfædda og
útlendinga.)
það bara sveitin sjálf með sínum
tignarlegu fjöllum og blómlegu
byggð, sem hægt er að sýna
ferðamanninum. Og það er nú
reyndar nokkuð, sem enginn
þarf að skammast sín fyrir. Og
svo er það Dalvík sjálf með
sinni fallegu höfn og víkinni
framundan. Fólki finnst þetta
vinalegur staður.
Svo hefur mér dottið í hug að
Hrísey gæti verið staður, sem
margir ferðamenn mundu hafa
gaman af að heimsækja. Ég er
að bíða eftir nýju ferjunni
þeirra. Með tilkomu hennar
skapast kannske möguleikar til
að fara með túristana í hæfilega
sjóferð, e.t.v. að gefa þeim færi
á að renna fyrir þorsk hérna
fram á sundinu. Það væri í
sjálfu sér ekki svo lítið ævintýri
fyrir stórborgarbarn sunnan úr
meginlandi Evrópu.“
Þú varst síðasti formaður
Ferðafélags Svarfdæla meðan
það var og hét. Er nokkuð af því
að frétta?
„Ferðafélagið er enn til
a.m.k. á pappírnum. Það hætti
að starfa á sínum tíma vegna
almenns áhugaleysis manna.
Það var kannske eitthvað í
sambandi við stóraukna bíla-
eign manna hér. Menn þóttust
ekki þurfa neinn félagsskap til
að geta ferðast um landið. Já og
svo fóru margir m.a.s. að ferð-
ast til útlanda.
En nú er aftur að stóraukast
áhugi manna á innanlandsferð-
um, ekki síst gönguferðum og
reiðtúrum um fjöll og firnindi.
Nú höfum við ákveðið, gamla
stjórnin, að reyna að ná saman
fundi í félaginu og freista þess
Fjallabílstjórinn hressi.
að fá inn í það nýtt fólk, sem
væri tilbúið til að leggja fram
eitthvert starf fyrir gott og
heilsusamlegt málefni.
Við eigum ennþá gamla eld-
hústjaldið okkar og annan
ferðabúnað og m.a.s. þó dálít-
inn félagssjóð í sparisjóðsbók.
Við erum ekki neinir ölmus-
menn.“
Lengra varð samtalið ekki að
þessu sinni. En víst er það að
Gunnar fjallabílstjóri gæti sagt
margar eftirminnilegar sögur af
ævintýrum sínum í túrista-
bransanum uppi á örævum
okkar stórbrotna lands.
Kannske á hann eftir að segja
einhverjar þeirra hér í Norður-
slóð eða annarstaðar þótt síðar
verði.
Blaðið þakkar honum sam-
talið og óskar honum heilla með
störf sín og áhugamál í nútíð
og framtíð.
H.E.Þ.
Vetrarvertíðin
Þorskafli netabáta 1/1 - 20/3 1979:
Heildar-
Bátur Sjóferðir Afli í sjóferð afli
Stafnes 52 6.160 kg 320.320 kg
Haraldur 51 5.082 kg 259.200 kg
Bliki 42 5.949 kg 249.850 kg
Vinur 44 4.568 kg 200.970 kg
Otur 46 4.325 kg 198.930 kg
Búi 40 4.418 kg. 176.730 kg
Tryggvi J. 44 2.496 kg 109.840 kg
Stefán R. 38 2.593 kg 98.520 kg
Þórunn J. 38 1.781 kg 67.670 kg
Sólfaxi 22 2.741 kg 60.320 kg
Njörður 20 2.307 kg 46.140 kg
Samtals 437 4.093 kg 1.788.490 kg
Á sama tíma
í fyrra: 466 2.816 kg 1.312.175 kg
Þessi tafla nær aðeins fram að þeim tíma er hafís lagðist að
landi. Nú eru þrír bátar farnir suður. Stafnes og Búi leggja
upp á Rifi, en Bliki í Grindavík.
Afli togaranna frá áramótum (landað á Dalvík):
Björgvin 1.019.840 kg
Björgúlfur 750.909 kg.
Fjallaskáli á Tröllaskaga
Framhald af bls. 1.
skyld málefni og það er áreiðan-
lega mjög í þágu þess - líka Qár-
hagslega, - að takast megi að
virkja slík samtök. M.a. hefur
verið náið samstarf við Jökla-
félagið, Ferðafélag Akureyrar
og fleiri aðila. Samskiptin við
það síðarnefnda m.a. í sam-
bandi við gönguleiðir í Ódáða-
hrauni.
Ég hefði gaman af því að
heyra hvað þið hyggist fyrir á
Dalvík og Svarfaðardal varð-
andi Hólamannaleið.
Með kærri kveðju
Heimir Hannesson
Hvað á heimilið
að heita?
Stjórn dvalarheimilis aldraðra á Dalvík auglýsir eftir
hugmyndum að nafni fyrir dvalarheimilið.
Hugmyndum sé skilað til Óskars Jónssonar formanns
stjórnarinnar eða Valdimars Bragasonar bæjarstjóra
fyrir 15. maí n.k.
Stjórn dvalarheimils aldraðra á Dalvík.