Norðurslóð - 30.03.1979, Qupperneq 4
Sigurjón er Vopnfirðing-
ur, fæddur á Rauðhólum þar
í sveit 1. mars 1899. Hann
stundaði allskonar sveita-
störf í æsku sinni, en þegar
hann var nálega fertugur
lærði hann bókband af
vopnfirskum kunnáttu-
manm í þeirri grein.
Árið 1939 hóf hann bú-
skap í Vatnsdalsgerði
skammt innan við Vopna-
fjarðarkauptún (Kolbeins-
tanga). Þar bjó hann í 13 ár,
en hætti þá búskap og flutti
út í kauptúnið m.a. af því að
fé hans sýktist af garnaveiki,
sem á þeim árum var hin
mesta plága á Austurlandi.
Eftir það vann hann margskonar verkamannavinnu austur
þar, en fyrir nokkrum árum flutti hann hingað og á nú lög-
heimili hjá Valborgu dóttur sinni ogtengdasyni Heimiskóla-
stjóra á Húsabakka.
Á efri árum sínum hefur hann aftur snúið sér að bókband-
inu og vinnur að því í Svarfaðarbraut 24 á Dalvík, þar sem
hann hefur bækistöð sína. Hann hefur nóg að gera, að eigin
sögn, er við ágæta heilsu þrátt fyrir aldurinn og unir sér hið
besta við iðn sína.
Þann 22. mars sl. varð sr. Stefán Snœvarr, prófastur Eyja-
fjarðarprófastsdæmis, 65 ára. Stefán hefur þjónað Valla-
prestakalli síðan árið 1941.
Þann 25. mars sl. varð Margrét Árnadóttir á Klængshóli
85 ára.
Norðurslóð sendir afmælisbörnunum bestu heillaóskir.
Sunnudaginn 18. mars skírði sóknarpresturinn önnuMaríu,
foreldrar Rósa Þorgilsdóttir og Sigurður Valdemar Braga-
son bæjarstjóri á Dalvík.
Niðursuða á rækju
hafin á Dalvík
Nú fyrir skömmu hófst niður-
suða á rækju hjá Söltunarfélagi
Dalvíkur hf. Eins og fram kom í
síðasta blaði voru keypt notuð
tæki og sett upp í verksmiðju
félagsins. Tæki þessi eru vél til
að loka dósum og autoklafi
(tæki sem dósirnar eru soðnar í
undir þrýstingi).
Áfylling á dósir og lokun
þeirra fer fram í vinnslusal á efri
hæð en suðan á neðri hæð.
Til voru 8 tn. af pillaðri rækju
þegar þessi vinnsla hófst og er
reiknað með að úr því fáist
u.þ.b. 56 þúsund dósir.
N ORÐURSLÓÐ
S V ARFDÆLSK
BYGGÐ OG BÆR
MINNING
Albína Bergsdóttir
Fædd 23. mars 1891 - Dáin 24. júlí 1978
Nú eru liðnir nokkrir mánuðir
frá því Albína hvarf á bak við
tjaldið mikla, en þó langar mig
til að minnast hennar, með
nokkrum línum.
Það var sumarið 1930, að ég
leit Svarfaðardal fyrst augum.
Gleymi ég seint þeirri tilfinn-
ingu, sem greip mig, þegar útsýn
opnaðist þar sem reiðgötur lágu
upp á „hæstan Hamarinn", og
hin íðilfagra sveit blasti viðaug-
um, á sólbjörtum sumardegi.
Leið mín lá heim að Hofsá, í
kaupavinnu og þar hófust kynni
okkar Albínu, og slitnuðu ekki
upp frá því, enda biðu mín þau
örlög, að vinna mitt ævistarf í
þessari sveit.
Við Albína gengum að hey-
skap um sumarið og var oftast
létt yfir okkur og ýmislegt látið
fjúka, þegar við mættumst á
spildunni. Albína var vel að sér í
ýmsum greinum bókmennta,
einkum ljóðum. Af þeim kunni
hún mikið, og hafði til að varpa
fram vísum sjálf, heilum eða
hálfum, ef þær urðu til jafnt
hrífufarinu.
Var hún laglega hagmælt og
hefði vafalaust getað sent frá sér
snoturt ljóðakver ef hún hefði
lagt rækt við ljóðagerðina.
En það var annað sem fyrir
henni vakti, en að gerast smá-
skáld. Hún vildi starfa í þjón-
ustu lísins í þess orðs fyllstu
merkingu. Sjálf segir hún í
ágætri ritgerð, sem hún á í rit-
safninu „Islenskar ljósmæður",
að sig hafi ætið langað til að
læra hjúkrun, þó ekki yrði að
því til fullnustu. Þó vann hún
við hjúkrun í heimahúsum um
nokkurt skeið, hér í Svarfaðar-
dal. Var það á vegum kven-
félagsins „Tilraun“, og hafði
hún búið sig undir það starf, á
námsskeiði við Sjúkrahús Akur
eyrar.
Um haustið 1930 lágu leiðir
okkar beggja til Reykjavíkur.
Hún innritaðist í Ljósmæðra-
skólann, með undanþágu þó,
þar sem hún var komin á fert-
ugasta aldursár. Albína segir
sjálf nokkuð frá námi sínu í
áminnstri ritgerð, og vísa ég til
þess hér. Við höfðum nokkuð
saman að sælda þennan vetur
og hélst vinátta okkar á milli.
Að loknu námi hélt hún heim-
leiðis og hóf störf hér í umdæm-
inu, með aðsetur á Dalvík.
Nú á tímum hraða, tækni og
velmegunar, geta víst fæstirgert
sér í hugarlund þá erfiðleika,
sem fylgdu því að vera ljós-
móðir í sveit á fyrri árum. Hún
þurfti að vera viðbúin, jafnt á
nótt sem degi, hvernig sem
veður var eða færi. Varð að geta
notað öll farartæki, sem þá var
Tímamót
Þann 15. þ.m. andaðist að Brúnagerði í Fnjóskadal Guðrún
Bergsdóttir ekkja Ingólfs Jóhannssonar, sem síðastur var
bóndi í Sælu í Skíðadal. Þau hjónin bjuggu íSælu 1926-1948,
en brugðu þá búi og fluttu til Kristínar dóttur sinnar í Flatey
á Skjálfanda. Með henni og manni hennar Emil Guðmunds-
syni lluttu þau svo í Brúnagerði þar sem Guðrún andaðist nú
nærri 98 ára gömul. Ingólfur dó fyrir fáum árum síðan.
Þann 10. mars varð 80 drdSigurjónStefánsson bókbindari til
heimilis á Svarfaðarbraut 24 á Dalvík.
völ á, og jafnvel fara fótgang-
andi, ef engum farkosti varð
viðkomið. Ljósmóðirin varð
ætíð að vera glöð og hress í
anda, þegar á vettvang starfsins
kom, hvernig sem ástand
hennar sjálfrar var háttað, eftir
verða aðnjótandi þeirrar gleði,
sem ljómar í kringum móður og
barn, að hverri raun afstaðinni,
er heilbrigt og velskapað barn er
í heiminn borið.
En fáir geta víst gert sér í
hugarlund, hve mikið reynir á
andlega krafta nærkonunnar,
þegar illa gengur og eða útaf
ber, langt til læknis að leita og ef
t.v. illfært veður. Þávareinaúr-
ræðið að gera eftir bestu vitund,
og leita til hans „sem fljóði
fóstrið skóp“. Heitar hafa þær
bænir verið sem stigu upp frá
fátæklegum sængurstokki, við
slíkar kringumstæður, og hugs-
völun mæddum og hrjáðum
mannverum.
Albína var giftudrjúg í starfi,
og lét sér frábærlega annt um
Albína Bergsdóttir með Albínu Höllu, dóttur Huldu Dóru.
langt og erfitt ferðalag. Oft var
aðkoman ömurleg, meðan fá-
tæktin svarf að á tímum kreppu
og allsleysis, til sjávar og sveita.
Húsakynni köld dimm og oft
hriplek.
Við þessi frumstæðu skilyrði
varð ljósmóðirin að inna af
hendi sín skyldustörf, ogjafnvel
að taka sér nokkuð af heimilis-
störfum til bráðabirgða. Víða
mun þó ástandið hafa verið lak-
ara en hér í sveit, og hafa ljós-
mæður um land allt unnið þrek-
virki sem seint verður lýðum
ljóst. Þettalíknarstarfvarþóoft
sorglega vanmetið og illa laun-
að. En Albína var ein af þeim,
sem fann fullnægingu í starfinu
sjálfu, og bestu launin voru að
konur þær er hún sat yfir. Hún
segir sjálf, að hún hafi þroskast
við erfiðleikana og „jafnvel orð-
ið betri manneskja“, Hin síðari
starfsár hennar var flest orðið
breytt til batnaðar, bæði efna-
hagur fólks og ferðatækni.
Albína lét ýms mál til sín taka
á öðrum vettvangi. Hún lærði
ung fatasaum og stundaði hann
nokkuð á yngri árum. Mjög var
henni hugleikin öll handavinna,
og bar heimili hennar á Dalvík
greinilegan vott um hagleikni
hennar og smekkvísi. Þá var
hún vel sjáandi á fegurð náttúr-
unnar, og sá ég óvíða ræktar-
legri og fegurri stofublóm, en á
hennar heimili. Virkur félagi
var hún í kvenfélaginu „Til-
raun“, og tók oft að sér hlutverk
á leiksviði, meðan félagið fékkst
við leistarfsemi. Á síðari árum
starfaði hún í kvenfélaginu
„Vöku“ á Dalvík. Hvarvetna
vann hún af áhuga og skyldu-
rækni, og þoldi illa alla hálf-
velgju og kák. Ýmsum þótti hún
hrjúf á yfirborði við fyrstu
kynni. En vera kann að strax á
bernskuárum hafi hún brynjað
sig nokkrum skráp til varnar
kviku, sem undir bjó.
Albína batst heitum 45 ára
gömul, Friðjóni Guðmundssyni
bakara, sem þá var ekkjumað-
ur, og giftust þau nokkru síðar.
Tók hún þá til sín börn hans
tvö, og ól þau upp til fulorðins-
ára, reyndist þeim vel í alla staði
og vildi hag þeirra sem bestan.
Þau Hulda Dóra og Marinó
bundu tryggðir við hana og
sýndu henni ræktarsemi. En
þau fluttust burtu og settust að í
Reykjavík, og var því ekki hægt
um vik að annast hana, er á
þurfti að halda, því ekki gat hún
hugsað til að yfirgefa Norður-
land.
Mesta áfallið í lífi Albínu var
skyndilegt fráfall manns hennar
eftir tuttugu og þriggja ára
sambúð. Tel ég að hún hafi
aldrei borið sitt barr eftir það.
Friðjón var öðlingsmaður og
vinsæll, vildi allra vanda leysa ef
þess var nokkur kostur.
Athvarfs naut Albína um
nokkur ár, hjá bróðursyni sín-
um Reimari Þorleifssyni, - sem
hún hafði annast nýfæddan og
hélt með ætíð síðan ög konu
hans Guðlaugu Antonsdóttur.
Létu þau sér annt um hana,
einnig eftir að hún fluttist á elli-
heimilið í Skjaldarvík. Þar var
hennar heimili síðustu æviárin,
en þau urðu henni þungbær,
sokum heilsubilunar og þrot-
lausra þjáninga.
Ég vil að lokum þakka Al-
bínu gott og sigursælt starf í
þágu okkar kvenna sem áttum
því láni að fagna,- að njóta
starfskrafta hennar. Hún var
kvistur af hinum sterka stofni
aldamótanna, sem lifði tím-
ana tvenna, og nú þegar hún er
gengin burt frá stríði þjáning-
anna, verður hlýtt og bjart um
minningu hennar.
Dagbjört Ásgrímsdóttir.
/----------------------N
Til
lesenda
Nú er komiö að skuldadög-
um, áskrifendur góðir. Eftir
miklar umrœður og vísinda-
legar athuganir hefur blað-
stjórn komist að þeirri nið-
urstöðu að hœfilegt árgjald
Norðurslóðar árið 1979 sé
kr. 3000 - þrjúþúsund krón-
ur.
Nú eru áskrifendur hér
heima vinsamlegast beðnir
að leggja sem fyrst leið sína í
bókaverslunina SOGN og
borga blaðgjaldið þar. Það
verður krossað við nöfnin
þeirra á lista, svo ekki á að
koma til að tvírukkað verði
þótt kvittun sé ekki gefin.
Áskrifendur annarstaðr á
landinu mega eiga von á
rukkun með nœsta blaði í
formi póstávísunareyðu-
blaðs, en þannig var gjaldið
innheimt í fyrra og gafst vel.
Bestu kveðjur til allra les-
enda.
v______________________y