Norðurslóð - 26.10.1979, Side 3
Blessuð
rjúpan
hvíta
Framhald af forsíðu
farið er að skjóta í jólamatinn.
Það gera líka flestir sem betur
fer, en undantekningarnar eru
samt býsna margar.
Alkunna er það, að rjúpum
þykir gott að dvelja í skóglendi
bæði til fæðuöflunar (trjábrum)
og í verndarskyni gegn fálka.
Nokkrir skógarlundir eru hér í
sveit, sumir við alfaraveg.
Þangað safnast oft rjúpur og
finnst þær víst sérstaklega
óhultar þar. Dæmi eru þess að
gráðugir veiðimenn hafa laum-
ast inn í þessa reyti og skotið
rjúpur. Um þetta eru skjalfest
dæmi að því er varðar bæði
Hánefsstaðareytinn og Gróðr-
arrevtinn á Holtsmóunum.
Þetta og þvílíkt háttarlag
hefur alltaf Jjótt heldur löður-
mannlegt á Islandi a.m.k. síðan
Jónas kvað um „gæðakonuna"
sem sneri úr hálsliðnum rjúp-
una, sem kastaði sér í kjöltu
hennar forðum daga í dalnum.
H.E.Þ.
Skriðjökultunga Gljúfurárjökuls í Skíðadal. Þar hafa breskir stúdentar unnið að mælingum mörg undanfarin ár.
Ljósmynd: C. Caseldine.
Kökubasarnefnd Slysavarnafélags Dalvíkur. Víst eru þær
margar gómsætar .... kökurnar.
Bréf til blaðsins
LOÐDÝRASPJALL
Heiðruðu ritstjórar:
Á síðastliðnum vetri sendi ég
Norðurslóð nokkra vísnabotna
og fyrriparta í tilefni óska
blaðsins til kaupenda um fram-
lag efnis á vettvangi bundins
máls. Þar sem blaðið spyr:
„Liggur ekki einhverjum les-
endum eitthvað á hjarta?“ datt
mér undirritaðri í hug eftirfar-
andi:
Blaðinu sendi ég örfá orð
og ætlast tii náð ég finni.
Hef ég hvorki séð haus nésporð
af hugans framleiðslu minni.
f Noregi er refarækt í miklum
uppgangi. Hafa risið upp refa-
bú, stærri og smærri, hundruð-
um samán. Til eru þeir refa-
ræktarmenn, sem hafa mikinn
hug á kynbótum og hafa sumir
ræktað upp ný litarafbrigði. En
sú braut er ekki alltaf dans á
rósum. Hér er dæmi.
Maður heitir Sigmund Kyl-
land og hefur gamalt og gott
refabú. Eftir langt kynbótastarf
hefur honum heppnast að fram-
leiða sérstaklega fallegt og
eftirsóknarvert afbrigði af blá
ref. Hann skírði það upp á
ensku Blue Star, þ.e. blástjarna.
Nú í haust varð Sigmundur
bóndi fvrir þeirri fáheyrðu
Refsingu þykist ég enga þurfa
að meðtaka, þar sem ég borga
minn brúsa með kurt og pí.
Kær kveðja til Norðurslóðar
frá
Filippíu Kristjánsdóttur.
Hörmulegt er til þess að vita
þegar tilskrif frá áhugasömum
lesendum týnast eða lenda í
glatkistunni, hvar sem sökin
liggur.
Það er ekkert um annað að
gera en biðjast afsökunar.
hrellingu að einhverjir ókval-
ráðir kollegar í faginu, innlendir
eða útlendir, læddust inn í
refabúið að næturþeli og laum-
uðust á brott með 5 kynbóta-
hvolpa af Blástjörnukyninu.
Út af þessu er uppi fótur og fit
um Noreg allan og vakti málið
álíka mikla athygli almennings
og tók pláss í blöðum eins og
sveitastjórnakosningarnar, sem
fram fóru um sama leyti.
Sigmundur bóndi hefur heitið
verðlaunum, ca. 2 milljónum
króna, hverjum þeim, sem
upplýst geti þjófnaðinn. Sannar
þetta hið fornkveðna, að fleiri
eru refir en refirnir.
sem sýna aukið gammaglóbul-
inmagn í blóðinu er lógað, þar
sem það er merki um veikina.
Fundin hefur verið upp ný
aðferð við að greina veikina og
hafa verið keypt rannsóknar-
tæki að Keldum í þessu skyni.
Gefur þessi nýja aðferð von um
að hægt sé að komast fyrir
vírusinn eftir nokkur ár. Vírus-
inn er eingöngu bundinn við
mink, og eru öll önnur dýr
jafnvel loðdýr ónæm fyrir hon-
um.
Nú eru þeir að fara af stað
með ein 4 refabú fyrir handan
ijörð. Eru nokkrar hugmyndir í
gangi um refarækt hér t.d. í
sambandi við þá fóðurgerðar-
aðstöðu, sem hér er fyrir hendi?
Fyrr í sumar var ákveðið að
heimila innflutning á bláref til
landsins, og var sú ákvörðun
tekin af Steingrími Hermanns-
syni þáverandi landbúnaðar-
ráðherra, í samráði við 4ra
manna nefnd sem hann skipaði.
öll forsaga málsins og fram-
gangur var slíkur að keyrði um
þverbak í klíkuskap og vitleysu.
Gæti ég fyllt heila síðu í blaðinu
af gagnrýni á viðkomandi
ráðuneyti, en þar sem mesta
loftið er farið úr mér varðandi
þetta, kýs ég að segja sem
minnst. Á Svalbarðsströnd
verður veitt 100 milljónum af
opinberu fé í þetta, en er ég sótti
um leyfi til innflutnings á bláref
með það fyrir augum að fjár-
magna hlutina sjálfur, var mér
synjað. Benti ég ráðuneytinu á
ófuilkomna aðstöðu fyrir hand-
an, auk annars, sem mér þótti
rétt að kæmi fram. Útkoman úr
því varð sú að heitið var nieira
Qármagni til þeirra til bættrar
aðstöðu. Ég tel að refarækt eigi
fullan rétt á sér hér á landi, ekki
síst í tengslum við minkabú. Þó
má segja að nú sé ekki besti
tíminn til að hefja refarækt, þar
sem skinnaverð er i hámarki.
Hafa refabændur reiknað með
lækkuðu skinnaverði nú í nokk-
urn tíma og án efa er stutt í það.
Mikil framleiðsluaukning hefur
átt sér stað síðustu ár og má geta
þess að t.d. i Finnlandi hafa
verið stofnuð 600 refabú í
sumar. Þá eru lífdýr einnig á
uppsprengdu verði nú, en tekjur
búsins fara ekki að koma að
fullu inn fyrr en eftir 2 ár. Þrátt
fyrir óánægju mina með valda-
hrokann í Reykjavík, langaði
mig til að segja það að ég óska
þeim fyrir handan alls hins
besta í framtíðinni og vona .að
sjálfsögðu að þetta gangi vel.
Hér kemur samviskuspum-
ing. Vitið þið til að þið hafið
misst út einhver dýr?
Ég býst við, að þú hafir ekki
reiknað með fullyrtu svari við
þessari spurningu, enda er erfitt
að sverja slíkt af sér. Nú mesta
hættan á að minkur sleppi laus
er þegar unnið er að einhverjum
framkvæmdum við búið, en
minni við daglegan rekstur þess.
Ef grunur leikur á að minkur
Sú nýbreytni hefur verið tekin
upp hjá véladeild verkstæðisins,
að fengið hefur verið efni og
búnaður til sérhæfðra viðgerða
frá fyrirtækinu CASTOLIN.
Fyrirtæki þetta, sem starfar í
mörgum löndum, framleiðir
viðgerðasuðuefni í mismunandi
formi t.d. rafsuðuvír, logsuðu-
vír og málmduft. Castolin hefur
með umfangsmiklum rannsókn
um tekist að framleiða efni, sem
notað er til að gera við slitna eða
skemmda vélarhluta og marg-
falda líftíma þeirra.
ístækni h/f í Reykjavík hefur
gerst umboðsaðili fyrir Castolin
á íslandi. Markmiðið er að
byggja upp þjónustukeðju um
alla helstu byggðakjarna í land-
inu og er Bílaverkstæði Dalvík-
ur einn hlekkurinn í þeirri
keðju. Með þessum tækjabún-
aði er hægt að framkvæma
Framhald af baksíðu.
hafi sloppið úr minkabúi, ber
samkvæmt lögum, eiganda þess
að tilkynna það til veiðistjóra.
Ef um algert gáleysi er að ræða
hjá viðkomandi, eða tilkynning
vanrækt, má sekta eiganda
búsins um 2000-20000,- krónur.
Og að lokum. Er gaman að
fást við þennan atvinnurekstur?
Já, tvímælalaust. Það er
sífellt hægt að bæta stærð, gæði
og lit skinnana og ná aukinni
frjósemi og betri hagræðingu,
og meðan svo er, er þetta
spennandi og skemmtilegt starf.
Norðurslóð þakkar Þorsteini
góð og greið svör.
ýmsar viðgerðir svo sem spraut-
un á öxlum, sem skemmst hafa
undan legum eða pakkdósum
og uppbygging tannhjóla ef
tennur hafa brotnað eða aflag-
ast. Ennfremur viðgerðir á
vélablokkum, aðsogsgreinum,
fjaðrablöðum ofl. ofl.
Það er von forráðamanna
verkstæðisins að þessi nýja
tækni eigi eftir að spara við-
skiptavinum til sjávar og sveita
mikla peninga í varahlutum og
stytta viðgerðatíma, sem oft er
ekki minni sparnaður.
Þá skal þess getið að fram-
undan eru frekari kaup á
tækjum og búnaði, sem miða að
bættri þjónustu verkstæðisins
á fleiri sviðum. Jafnframt er far-
ið að huga að byggingu yfir
véladeild fyrirtækisins.
Ofanskráðar upplýsingar
fékk blaðiðhjá verkstæðisstjóra
Anton Angantýssyni.
NORÐURSLÓÐ - 3
Norskur refsháttur
Nýjung í þjónustu
Bílaverkstæðis
Dalvíkur
Kastið ekhi slitnum öxli eða
brotnu hjóli