Norðurslóð - 26.10.1979, Blaðsíða 4
---------------- . ---------------------------------------N
Áskriftarreitur
v»
Herferð
Teikning: Stefán Björnsson.
LOÐDYRASPJALL
Rœtt við Þorstein Aðalsteinsson minkabónda á Böggvisstöðum
Nú á haustdögum er að venju
mikið skrafað og skeggrætt um
afurðir og afkomu bænda. Eru
menn þá einkum með hugann
við haustafurðir sauðijár eins
og eðlilegt er á þessum tíma.
En fleira er matur en íeitt ket,
eins og þar segir. Á Böggvis-
stöðum er stærsta minkabú
landsins. Það telst líka til
landbúnaðar og það er enginn
hokurbúskapur, sem þar er
rekinn.
Þetta skýrist best með örlitl-
um samanburði. Bráðlega fer
„sláturtíð" í hönd á Böggvis-
stöðum og verður þá lógað um
það bil 10.000 minkahvolpum.
Talið er að meðalskinnaverð á
Lundúnamarkaði í vetur geti
orðið i kringum íslenskar kr.
15.000. Þetta þýðir brúttósölu-
verðmæti upp á einar 150
milljónir króna.
Til samanburðar er svo vísi-
tölubú samkvæmt verðlags-
grundvelli í september í haust,
en þar er gert ráð fyrir heildar
tekjum röskl. 15 millj. Sem
sagt það er rekið tífalt visitölu-
bú á gömlu Böggvisstöðum,
sem ekki telst þó lengur til
lögbýla.
Fréttamaður lagði leið sína
upp að minkabúinu á dögun-
um. Það var erfitt að komast
Tímamót
Þann 25. október varð Sigtryggur Jóhannesson í Göngu-
staðakoti 70 ára.
Þann 8. nóvember verður Sigvaldi Gunnlaugsson í
Hofsárkoti 70 ára.
Þann 8. október andaðist Stefán Rögnvaldsson í Brúarlandi
á Dalvík. Stefán fæddist á Skeggstöðum 4. sept. 1889 og var
því liðlega níræður er hann lést. Hann hóf búskap á
Skeggstöðum árið 1914 og bjó í 7 ár, en fluttist þá í Fell (sem
var býli í landi Hóls á Upsaströnd). Upp úr 1930 byggði hann
húsið Brúarland á Dalvík og átti þar heima til æviloka.
Á Dalvík stundaði Stefán sjómennsku fram á efri ár. Hann
var mikill dúgnaðar og áhugamaður að hverju sem hann gekk
og naut almennra vinsælda sinna samferðamanna. Kona
hans var Rannveig Jónsdóttir frá Skúfsstöðum í Hjaltadal.
Hún lést árið 1964.
þangað fyrir vegarspjöllum,
sem stafa af hitaveitufram-
kvæmdum, og þegar heim var
komið blöstu við vinnupallar
utan um fóður- og vinnsluhús-
ið, því múrhúðun hefur staðið
yfir. Forstjóri búsins, Þorsteinn
Aðalsteinsson, var þar að starfi.
Hann gaf sér þó tíma til að
rabba svolítið um reksturinn og
svara spurningum fréttamanns.
Þegar maður lítur hingað
uppeftir frá veginum, sér maður
oft fjölda bíla standa hér við
húsin. Eru einhverjar fram-
kvæmdir í gangi eða er svona
margt starfsfólk vinnandi
hérna?
Jú, við höfum verið að múra
fóðurstöðina í sumar, og nú
erum við að byrja að múra og
innrétta fyrir bætta aðstöðu
starfsfólks hér, auk þess sem
meiningin er að koma upp
skrifstofuaðstöðu í einhverri
mynd. Þá erum við búnir að fá
hitaveitu að búinu, þannig að
nú þarf að koma henni í gagnið
sem er ærið verk. Einnig ætlum
við ef tími vinnst til að breyta
aðstöðu til skínnaverkunar, til
aukninnar hagræðingar. Að
jafnaði vinna hjá mér 7-10
manns, en eins og er vantar mig
starfsfólk.
Hvað er bústofninn mikill um
þessar mundir. Ertu kannske í
stækkunarhugleiðingum?
Á búinu eru nú um 3000
eldislæður, og héf ég mikinn
áhuga á stækkun þess, en ég tel
að heppileg rekstrareining sé 3-
5000 læður. Framkvæmdir bús-
ins sl. 3 ár hef ég greitt af rekstri
þess. Þá á ég byggingarefni í
næsta áfanga búsins, en lána-
sjóðir, sem yfir þennan atvinnu-
rekstur heyra, hafa ekki sinnt
sinu hlutverki sl. ár, þannig að
það setur manni stólinn fyrir
dyrnar að mörgu leyti.
Hvernig gengur svo búskap-
urinn. Eru bjartar horfur með
rekstur minkabúa á Islandi?
Búskapurinn gengur bara
nokkuð vel, og gotið i sumar
kom þokkalega út, en þó er
nokkuð í land með að hlutirnir
séu eins og ég teldi æskilegast og
erum við hér sífellt að vinna að
betri hagræðingu á búinu.
Horfurnar eru góðar, mundi ég
segja, og áætlað er að skinna-
verð haldist stöðugt. Þá höfum
við ódýrt og gott hráefni í fóðrið
handa dýrunum. Þó er það
alveg ljóst, að ekki verður neinn
uppgangur í þessari atvinnu-
grein ef ráðamenn setja alltaf
„kíkinn á blinda augað“ þegar
til þeirra er leitað.
Hver eru helstu vandamálin,
sem þið hafið við að stríða?
Eins og í öðrum rekstri
höfum við ýmis vandamál og
óleyst verkefni við að glíma. Þó
má segja að aðalvandamál
minkaræktar í heiminum i dag
sé vírussjúkdómur sem veldur
aleution veiki í mink. Sjúk-
dómurinn veldur lélegri frjó-
semi sýkta dýra, verri þrifum
þeirra og meiri dýradauða en ef
um heilbrigðan mink er að ræða.
Við tökum blóðsýni tvisvar á
vetri, úr öllum dýrum, sem
ætluð eru til ásetnings, en þau
Framhald á bls. 3.
orkusóun
,,01ían“ sem streymir upp úr
jörðinni á Hamri, er nú farin að
verma hús strjálbýlinganna
báðumegin Dalvíkurbæjar. Er
ástæða til að samgleðjast því
fólki, sem nú hefur hreppt það
eftirsótta hnoss, sem hitaveita
er.
Hinsvegar verður fólkið í
dalnum enn um sinn að gera sér
að góðu aðra og lakari kosti þ.e.
rafmagn en þó fyrst og fremst
venjulega olíu frá Svartahafinu
til upphitunar húsa sinna.
Nú er að undirlagi hrepps-
nefndanna í Svarfaðardals- og
Árskógshreppi hafin friðsamleg
herferð til að koma í veg fyrir
óþarfa eyðslu og kostnað í
sambandi við olíukyndingu
húsa. Á síðastliðnu vori fór
Sigursveinn Friðriksson frá
Hánefsstöðum á námskeið í
Reykjavík, sem haldið var á
vegum Iðnaðarráðuneytis til að
kenn mönnum að stilla olíu-
kynditæki í því skyni að nýta
betur orkuna í olíunni. Ofan-
nefndir hreppar keyptu í sam-
einingu mælitæki, sem Sigur-
sveinn notar við starf sitt.
Blaðið átti tal við Sigursvein,
en hann byrjaði að ferðast milli
bæja fyrr í haust og er nú aftur
að fara af stað í eftirlitsferð eftir
nokkurt uppihald. Hann er nú
búinn að heimsækja alla þá,
sem nota olíukyndingu, frá
Dalvík og fram í Hreiðars-
staðakot.
Sigursveinn kvað kyndingu
yfirleitt alstaðar vera ábóta-
vant. Sótmyndun er allt of
mikil, en það þýðir að bruni er
ófullkominn og þar með nýting
olíunnar. Ennfremur sest sótið
innan í ketilinn og myndar
einangrun, sem að auki rýrir
hitunaráhrifin.
Tæki þau sem notuð eru í
þessu sambandi mæla bæði
hitastig í katlinum, súgstyrk og
magn koltvísýrings í útblæstr-
inum. Mælingar á þessum þátt-
um gefa vísbendingu um ástand
kerfisins og er oftast hægt að
ráða bót á göllunum með
stillingu kynditækjanna. Stund-
um er það þó reykháfurinn sem
gallaður er og þarf þá að taka
hann til bæna.
Enginn vafi er á því að þessi
viðleitni til orkusparnaðar er
allrar virðingar verð ekki síst á
þessum síðustu og verstu tímum
rándýrrar Rússaolíu.
MÉR ER
SPURN?
Norðurslóð leitar svara
Til mun vera í eigu Búnaðarfé-
lags Svarfdæla gamla Internat-
ional dráttarvélin, sem félagið
keypti árið 1930 og var fyrsta
dráttarvél í svarfdælskri eign.
Eftir að hætt var að nota
vélina var hún lengi geymd á
Bílaverkstæði Dalvíkur, en síð-
an var hún tekin þaðan og fiutl
fram í sveit. Vélar sem þessi eru
nú orðnar eftirsóttir safngripir.
Nú spyrjum við: Hvar er vélin
niðurkomin nú og hvað hyggst
Búnaðarfélag Svarfdæla gera
við hana?
Jósavin Helgason, formaður
Búnaðarfl. Svarfdæla svarar
stutt og laggott:
Vélin erstaðsett í ölduhrygg.
Búnaðarfélag Svarfdæla hyggst
varðveita hana sem minjagrip.
P.S. Þetta ernúgottsvolangt
sem það nær. Þá er bara eftir að
vita hvar og hvernig félagið
hveest varðveita erÍDÍnn.