Norðurslóð - 21.11.1979, Side 1

Norðurslóð - 21.11.1979, Side 1
I kennslustund í Dalvíkurskóla. Verður byrjað á nýju skólahúsi á næsta sumri? Viðtal við Trausta Þorsteinsson skólastjóra Norðurslóð leitaði til Trausta Þorsteinssonar skólastjóra um fréttir úr skólalífinu á Dalvík og var hann fús að svara nokkrum spurningum. Hvað eru margir nemendur í Dalvíkut-skóla í vetur? - Það eru 302 nemendur í skólanum nú. Þar af eru í for- skóladeild 23 og í framhalds- deild 13, þannig'að í eiginlegum Trausti Þorsteinsson. grunnskóla eru 266 nemendur. Heildarnemendafjöldi er mjög svipaður því sem var í fyrra, en þá voru fleiri í forskóla- og framhaldsdeildum svo það hef- ur heldur fjölgað í grunnskól- anum. Hvað margir nemendur eru í heimavist? - Við heimavistina eru 29 nemendur en þar af fara 9 nem- endur frá Árskógsströnd heim daglega, þó þeir eigi sín herbergi á vistinni þar sem þeir ljúka sínu heimanámi áður en þeir fara heim á kvöldin. Þetta fyrir- komulag var ákveðið með tilliti til bættra samgangna milli Árskógsstrandar og Dalvíkur og stefnu hins opinbera að við- hafa heimanakstur eins víða og því verður við komið. Enn sem komið er hefur lítil reynsla fengist af þessu fyrirkomulagi, en margir eru hræddir við mikla snjóa og ófærð, en þá eru fyrir hendi herbergi í heimavistinni eins og áður sagði. Nú í sumar gerðu sveitar- félögin sem standa að rekstri heimavistarinnar það eru Hríseyjar-, Árskógsstrandar- og Svarfaðardalshreppar ásamt Dalvíkurbæ með sér nýjan samning um skólahald og skóla- mannvirki á Dalvík. I þeim samningi er tekið fram að 8. og 9. bekkir grunnskóla á Dalvík eru heimaskóli allra þessara sveitarfélagá og einnig er reikn- að með að þeir verði rekstrar- aðilar að framhaldsdeildum. Þá hafði þessi samningur það i för með sér, að öll sveitarfélög- in eiga nú aðild að skólanefnd Dalvíkurskóla þannig að nefnd- ina skipa nú 6 frá Dalvík og einn frá hverju hinna sveitafélag- anna eða alls 9 nú. Hve margir kennarar starfa nú við skólann? - Þeir kennarar sem gegna /2 stöðu eða meira eru 19, auk þess eru 9 stundakennarar með mismikla kennslu. Litlar breyt- ingar voru á kennurum sl. haust. Einn bæ'tist í fasta stöðu Björgvin Björgvinsson mynd- listarkennari, þá komu tveir kennarar úr leyfi, en aðrir tveir fengu ársleyfi. Þess má geta að allir settir eða skipaðir kennarar eru með rétt- indi, en víða hefur gengið illa að fá kennara með réttindi. Hvers vegna telur þú að gangi svona vel að fá réttindafólk að skólanum hér? - Það á vafalaust þátt í því hve Dalvík er vel í sveit sett varð- andi samgöngur og tengsl við Akureyri, þá hefur alltaf verið reynt að útvega kennurum hús- næði þegar þess hefur verið óskað, enda þótt það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Nemendum í framhaldsdeild hefur fækkað frá í fyrra, þýðir það að hún á ekki rétt á sér? - Eg er ekki í nokkrum vafa um að framhaldsdeild á fullan rétt á sér. Á fyrstu árum 4. bekkjar gagnfræðaskóla hér voru miklar sveiflur á nemenda- Qölda meðan sá bekkur var að vinna sér sess. Þá fór nemenda- fjöldin niður fyrir 10. Á sama hátt og þá var, er nú um byrjunarörðugleika að ræða, meðan að fólk gerir sér grein fyrir þeim námsmöguleikum það hefur hér. Það má geta þess að framhaldsnám er nú í endur- skoðun í fræðsluumdæminu í heild og niðurstöður þeirrar endurskoðunar mun tryggja í sessi framhaldsdeildir á stöðum eins og Dalvik. Þess má geta að í fyrra voru 24 nemendur í deild- inni og þá komu ýmsir sem lok- ið höfðu grunnskólanámi fyrir nokkrum árum og einmitt þess vegna má gera ráð fyrir að nem- endafjöldi verði sveiflukenndur fyrstu árin. Því er ekki að leyna að starfræksla framhaldsdeildar er svolítið metnaðarmál fyrir sveitarfélag á stærð við Dal- Framhald á bls. 5. Borist hefur fréttatilkynning frá forðagæslumönnum Svarfaðar- dalshrepps. Er þar að finna saman dregnar upplýsingar um heyforða og ásetning búfjár í hreppnum nú, þegar vetur gengur i garð eftir eitt kaldasta og erfiðasta sumar á 20. öldinni. Eftirfarandi samtíningur er unninn upp úr nefndri skýrslu. Heyforði á haustnóttum.. Það kemur sjálfsagt engum á óvart, sem nú er komið á daginn að um allverulega fækkun bú- fjár er að ræða í hreppnum í heild. Það er sýnt að bændur hafa tekið þá viturlegu ákvörð- unn að tefla ekki á tæpt vað með ásetning, svo að útkoman er sú, að mældar umframfóðurbirgðir eru að vísu litlar en þó jafnmikl- ar og þær voru í fyrra. Þær entust þá og vel það á því helkalda vori, svo engin ástæða er til að ætla, að þær endist ekki nú, þótt illa vori aftur. Heyforði alls mældist 42,677m3 en í fyrrahaust var hann 47.744m3 og haustið 1977 54.500m3. Þetta er nærri 22% rýrnun á tveimur árum. Samt eru í birgðatölunni nú u.þ.b. 1700m3, af aðkeyptu heyi, svo uppskerurýrnunin er ennþá meiri á heimavelli. Fóðurþörf alls meta forða- gæslumenn á 41.177m3, svo afgangur á að vera 1.800m3. Þetta er sem sagt nálega sama magn og áætlað var í fyrra- haust. Það kemur sennilega ein- hverjum á óvart að fyrningar frá síðastliðnum vetri eru áætlaðar u.þ.b. lOOOrn3. Það voru sem sagt eftir en 40 kýrfóður í hreppnum þegar fram úr tók í vor. Búfénaður á vetur settur. Þegar svo litið er á búfjár- skýrsluna kemur í ljós, að fækkun er mjög misjöfn eftir tegundum gripa. Menn hafa tekið þá stefnu að reyna að halda í mjólkurkýrnar öðru fremur. Kýr eru nú taldar 816, fækkunin 43 frá í fyrra eða 5%. Kvígur (1-2 ára) eru 103, fækkun 32 eða nærri 25%. önnur geldneyti 115, fækkun 55 eða meira en 30%. Þarna eru menn að spara heyin, en reyna samt að halda í nytina. Svo setja menn á 146 kálfa, sem er aðeins 6 stykkjum færra en í fyrra. Kálfarnir munu ekki miklu á fóðrunum, en fylla í skörðin og koma í gagnið á sínum tíma. Þá eru það ærnar, þær eru nú 4715, fækkun um 809 frá í fyrra eða nærri 15% og lömb 665, fækkun 293, sem er yfir 20%. Hrútar eru 127, fækkun 4. Ekki dugar að skerða að mun hrúta- stofninn, ef lömb eiga að fæðast á vordögum. Þá er aðeins eftir að geta um hestana. Þeir teljast nú 145 í hreppnum, fækkun aðeins um 8 stykki. Menn ætla sennilega að láta hrossin lifa af moðinu frá kúnum. Að lokum skal þess getið að hænsn eru talin 1420 og hefur þeim faekkað um rösklega 200. Uppskera kartaflna ogrófnavar í fyrra metin á 186 tunnur. Nú var forðagæslumönnum hins- vegar ekki gefin upp nein uppskera. Eitthvað var samt tekið upp af kartöfluberjum, en menn hafa ekki talið ómaaksins vert að nefna það. Sé nú búfjárfækkun, sem hér hefur verið tíunduð, umreiknuð í ærgildi og vegin saman, er niðurstaðan sú, að svarfdælskir bændur hafa fækkað á fóðrum um rétt 10% til að tryggja öruggan ásetning. Til frekara öryggis hefur hreppsnefndin nú ákveðið, sam kvæmt tilmælum harðinda- nefndar, að láta fara aukaeftir- litsferð í janúarmánuði, þegar hey hefur betur sýnt gildi sitt og auðveldara verður að glöggva sig á stöðunni. Leikfélag Dalvíkur mun á næstunni hefja sýningar á leikritinu GÍSL eftir Brendan Behan. Á myndinni má sjá leikara og starfsfólk við sýninguna. Leikstjórinn Sólveig Halldórs- dóttir krjúpandi önnur frá hægri. 3. árgangur Miðvikudagur 21. nóvember 1979 9. tölublað Ásetningur í sveitinni á vetumóttum

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.