Norðurslóð - 21.11.1979, Side 3

Norðurslóð - 21.11.1979, Side 3
Árný og Frímann Líf og list í Sunnuhlíð á Dalvik í húsinu númer 11 við Bjarkar- braut búa þau Árný Þorleifs- dóttir og Frímann Sigurðsson. Þetta vita flestir Dalvíkingar, því þau hjónin eru kunnir borgarar og engir nýgræðingar á staðnum, því hann hefur búið þar í 60 ár og hún í 50. Aftur á móti vita það kannske ekki allir, að hús þetta heitir réttu nafni Sunnuhlíð, en það byggðu þau hjóninárið 1947-8 ogvarþað þá í útjaðri þorpsins. Nú 30 árum Eiðum og þar var ég í tvo vetur þ.e. 1922-24. Á Eiðum kynntist ég ungum Dalvíking, Frímanni nokkrum Sigurðssyni, sem var í skólanum fyrri veturinn minn þar. Hann var áfram á Eiðum sumarið 1922 sem vinnumaður hjá skólastjóranum sr. Ásmundi Guðmundssyni (síðar biskup), sem rak búskap á jörðinni.“ Þarna urðu sem sagt hin örlagaríku fyrstu kynni, en þau Árný og Frímann voru samt Árný og Frímann og lamparnir fögru. síðar, lætur nærri að það sé í miðju kaupstaðarins, svo ör er vöxtur byggðarinnar. Það hefur fréttst, að þessir kunnu og virtu borgarar hyggi á brottflutning héðan með vor- inu. M.a. af þeim sökum labbaði blaðamaður sér heim til þeirra einn dag í fyrstu snjóum, fékk hlýlegar móttökur og leyfi til að setja niður á blað brotabrot af sögu þeirra og sýsli í fortíð og nútíð. Frímann er Svarfdælingur í húð og hár, yngsta barn þeirra Kóngsstaðahjóna Sigurðar Jónssonar og Margrétar Péturs- dóttur, fæddur árið 1902. Ekki verður hér greint frá uppvaxtar- árum hans í Skíðadalnum, þess aðeins getið að barnaskóla sótti hann að Þverá og var kennarinn Tryggvi Kristinsson, sem jafn- framt var kennari á Dalvík, en hafði útibú í Skíðadal. Fyrsta heimanför hans var farin í Ytra-Hvarf, þar sem hann var vinnumaður hjá Tryggva bónda 1917-18 þ.e.a.s. frostaveturinn mikla og lengur. Til Dalvíkur flutti svo fjöl- skyldan 1920 og settist fyrst að „upp á lofti í Sogni“ þ.e.a.s. húsi því, sem síðar varð versl- unarhús Kaupfélagsins og allir eldri menn muna eftir. Þröngt mun þar hafa verið á þingi, því þau Klængshólshjón Stefanía og Óskar, sem líka fluttu til Dalvíkur þetta ár, fengu sömu- leiðis inni þarna á Sognsloftinu. Þetta þröngbýli varaði þó ekki lengi, því strax 1921 byggði Sigurður og fjölskyldan sér eigið hús Tungu, sem enn stendur norðan við Lágina. En hvar og hvernig kom Árný inn í söguna? „Ég_ er nú Skagfirðingur,“ segir Árný, „fædd árið 1901 og uppalin á Sólheimum í Sæmund arhlíð. Rösklega tvítug ákvað ég að fara að sjá mig um í heiminum og afla mér mennt- unar. Sérstaklega hafði ég löng- un til að læra handavinnu og aðrar „kvenlegar dyggðir,“ eins og þá var siður. Það varð ofan á, að ég færi á alþýðuskólann á ekkert að flýta sér í það heilaga, þvi það var ekki fyrr en 1931 að þetta gamla Eiðasamband leiddi til brúðkaups og hjónabands, sem síðan hefur enst og vel dugað. „Svo við vorum svo sem engir unglingar, þegar við hóf- um búskapinn“ með orðum Frímanns. Hvað varstu að sýsla, Frímann, árin eftir Eiðadvölina? Það var nú ýmislegt, en þetta voru heldur mögur ár og ekki margir möguleikar til athafna hér í plássinu. Ég fór að reyna mig við smáútgerð. Við Guð- laugur bróðir minn keyptum í sameiningu lítinn mótorbát 1926. Hann nefndist Agða. Við gerðum hann út í tvö sumur. Þá urðum við fyrir því óhappi að bátinn sleit upp hérna á legunni í suðvestan roki. Hann rak yfirí Hrísey og brotnaði i spón. Það lakasta var að fyrir tilviljun var hann ekki í tryggingu þegar þetta gerðist. Það var ekki fyrr en seinna að föst regla komst á þessi tryggingamál. Svo þarna stóð maður uppi tómhentur, algjörlega eignalaus. Samt var maður ekki alveg að baki dottinn og skömmu síðar kom- umst við Helgi bróðir minn yfir annan bát, Þórólf, og gerðum hann út um skeið. En annars varð útgerðarsaga mín hvorki löng né merkileg, svo best er að orðlengja ekki frekar um hana. Aðrir hlutir voru mér hugstæð- ari en sjómennska.“ Þú hefur einkum verið bendlað- ur við smíðar og verslunarstörf? „Já ég var ekki gamall þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég var náttúraður fyrir smíðar. Ég átti ekki langt að sækja það, því að faðir minn var handlaginn í besta lagi og fékkst mikið við smíðar. Fræg var hagldasmíði hans, sem hann stundaði mikið. Bændur sendu honum hálffulla poka með hrútshornum sem hann svo smíðaði hagldirnar úr. Hann var líka eftirsóttur vegg- hleðslumaður og vann mikið með Ólafi barnakennara að þeim störfum. Hjá pabba lærði eg að meðhöndla smíðatólin. Á fyrstu Dalvíkurárum mínum fékkst ég mikið við smíðavinnu. Á vet- urna var nú sáralítið að gera hér og þá var nógur tími til að dunda sér við þessháttar störf. Sérstaklega var ég gefinn fyrir að smíða húsgögn og þess- háttar. En aldrei var ég við nám í iðninni og hafði því engin réttindi. Svo gerðist það, að sett voru lög, sem gerðu „gerfismiðum“ eins og mér kleift að ganga undir próf og fá þannig fag- réttindi. Á Akureyri sat próf- nefnd, sem dæmdi um hæfni manna. Ég valdi mér húsgagna- smíði sem sérfag, smíðaði skáp einn mikinn og vandaðan og fékk hann viðurkenndan sem fullgilt sveinsstykki. Sveinsbréf- ið mitt er dagsett 8. maí 1948, sjáðu, hér er það. Þeir fengu sín sveinsbréf samtímis Jón Björns- son frá Göngustaðakoti og Sveinn í Efstakoti. Eftir 4 ár fékk ég svo meistararéttindi eins og venja er. Annars var ég farinn að vinna hjá kaupfélaginu hérna miklu ■fyrr. Ég byrjaði smíðavinnu við frystihúsið 1939. Það var þá sem verið var að fara af stað með hraðfrystinguna. Fastur starfsmaður var ég hjá KEA 1941 og fljótlega tók ég við byggingavörunni hjá félaginu. Við það starfaði ég óslitið til 1972. Þá varð ég sjötugur og lét af störfum samkvæmt regl- unni.“ Þetta er starfssaga Frímanns Sigurðssonar í sem allra fæstum orðum sögð. Samt er raun- verulega allt ósagt, sem mestu máli skiptir, einkalífi, hugðar- efni, tómstundastörfin o.s.frv. Það gerir maður sér best ljóst þegar komið er inn á heimili þeirra hjóna. Húsið Bjarkar- braut 11, Sunnuhlíð, er eigin- lega dálítið listasafn þó ekki standi það yfir dyrunum. Þar er að finna fjölmörg og fjölbreyti- leg verk tveggja listamanna þ.e.a.s. húsráðendanna á bæn- um. Útsaumur, málun, útskurður steinskreyting o.fl. Þarna er margt að skoða, þegar inn er komið. Og flest eru það handaverk hjónanna. Hús- göngin eru verk húsbóndans svo og ýmisir útskornir munir, askar, skálar o.m.fl. Áveggjum hanga útsaumaðar myndir eftir húsfreyjuna og á gólfum stór og vönduð ullar- teppi, sem hjónin hafa unnið í sameiningu. Þá eru ótalin skrautsteinaker Árnýjar, en þau eru mörrg og margvísleg og hin- ir fegurstu gripir. Nýjasta uppátækið eru lampa skermar mjög svo nýstárlegir. Þeir verða þannig til að Frí- mann sagar (í sérstakri sög) næfurþunnar flögur úr ýmsum tegundum skrautsteina, jaspis, ópal, ónyx og fleiri bergkrist- alla. Flögurnar tekur Árný og límir á plötur úr plastgleri í ýmiskonar munstur, blóm og fíðrildi eða abstrakt mynd- ir. Síðan smíðar Frímann lampaskerma úr plötunum. Þegar ljósið skín í gegn hin dásamlegu litaform steins- ins, sem engan skyldi gruna, sem aðeins sér hann á ytra borð- inu. Fótlampi, smíðaður af Frímanni, búinn þessháttar skermi er sannkallaður dýrgrip- ur, sem á sér fáa líka. Það er gaman að koma í kjall- arann. Þar er smíðaverkstæði húsbóndans og kennir þar margra grasa. í öðru herbergi er steinasafn húsfreyjunnar. Þarer hráefnið, sem listaverkin eru unnin úr. Hvaðan koma allir þessir steinar? „Þeir eru nú héðan og þaðan, segir Árný. Margir þeirra eru teknir austurfrá, í Berufirði og víðar. Aðra höfum við fundið á Vestfjörðum. Við erum haldin ólæknandi ferðaþrá hjónakorn- in. Áður fyrr var ég mikið gefin fyrir hesta eins og sannur Skag- firðingur, en svo fékk ég sjúk- dóm, sem gerði mér ómögulegt að stunda þá íþrótt. Svo fengum við okkur bíl og þá fórum við að fara í langar sumarferðir. Við höldum mikið upp á Barða- ströndina. Þangað fórum við t.d. nú í sumar. Þar er sums- staðar gott til fanga með skraut- steina.“ „Svo ókum við auðvitað suður, segir Frímann, að hitta drengina. Þegar þangað var komið sagði ég að það væri ekki hægt að snúa við bifreið í þrengslunum í Reykjavík, svo við ókum bara áfram austur um líkindum hefur verið Árný Þorleifsdóttir. Og nú eruð þið senn á förum héðan? „Við tókum þá ákvörðun fyrir nokkru að flytja suður á meðan við enn erum manneskj- ur til að halda heimili og sjá um okkur sjálf. Drengirnir okkar, Haukur og Bjarni, eru báðir fjölskyldumenn og búsettirfyrir sunnan og þeir vilja endilega að við flytjum okkur nær þeim og barnabörnunum. Með þeirra aðstoð erum við að byggja okkur íbúð suður á Álftanesi í landi Skógtjarnar. Bjarni býr þar skammt frá, svo það verður auðveldara fyrir dæturnar hans þrjár að heimsækja afa og ömmu heldur en nú er. Þau vilja að nýja húsið verði skírt Sunnu- hlíð, því strákarnir hafa alltaf haldið svo mikið upp á það nafn þó að fáir kannist við það á húsinu okkar hérna, sem við erum reyndar búin að selja. Nýja húsið verður ekki stórt en það verður samt séð fyrir því að nóg pláss verði fyrir góða smíðastofu fyrir húsbóndann og vinnustofu fyrir húsmóður- ina.“ Hvernig leggst það í ykkur að flytja frá Dalvík? „Það þýðir ekkert að vera með einhverja eftirsjá. Við erum búin að taka þessa ákvörðun að vel athuguðu máli og við ætlum ekkert að láta okkur leiðast þótt við komum í nýtt umhverfi. Við verðum nærri okkar fólki og það skiptir nú miklu máli. Svo ætlum við auðvitað að halda áfram af fullum krafti með dútlið okkar, sem þú hefur séð. Nú svo eigum við bílinn og höldum vonandi áfram að ferðast um landið okkar. Ennþá Nokkrir af smíðisgripum Frímanns. sveitir og fórum svoleiðis hring- veginn heim.“ Fyrir undirrituðum rifjaðist upp atvik frá því fyrir nokkrum árum. Hann áttileiðfyrirSkaga einn góðan veðurdag á síð- sumri. Nálægt Ketubjörgum var stoppað til að skoða náttúr- una. Fáförult var, enginn bíll hafði sést alla leiðina frá Sauðárkrók. Þá skaust allt í einu lítill A-bíll framhjá. Og viti menn, við stýrið sat reyndar títtnefndur Dalvíkingur, Frí- mann Sigurðsson, og við hlið hans sat kona, sem að öllum höfum við ekki séð það allt. Ætli við lítum nú ekki við hérna á gamla staðnum þegar við förum hring veginn næstu árin.“ Öllu lengra varð samtalið ekki, blaðamaður þakkaðifyrir sig og fór til muna fróðari um líf og list þessara ágætu hjóna í Sunnuhlíð. Að lokumskal þeim í nafni lesenda blaðsins þakkað framlag þeirra til mannlífs og menningar í þessu byggðarlagi í meir en hálfa öld. Norðurslóð árnar þeim allra heilla um ókomin ár í nýjum heimkynnum. HEÞ f Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa PÁLS SIGURÐSSONAR málara. Hallfriöur Sigurjónsdóttir, Kolbrún Pálsdóttir, Jón Finnson og barnabörn. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.