Norðurslóð - 21.11.1979, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 21.11.1979, Blaðsíða 5
Kosningaspár Norðurslóðar Nú þegar æsispennandi alþing- iskosningar fara í hönd er erfitt fyrir blað að standa utanhjá og látast ekki vita að neitt sé að gerast. En þar sem Norðurslóð er frjálst og óháð málgagn og engum stjórnmálaflokki háð (nema ef það væri Sólskins- flokkurinn) þá getur það ekki leyft sér að taka afstöðu með eða móti einum né neinum. Hinsvegar getur enginn bannað því að velta vöngum yfír líklegum úrslitum væntan- legra kosninga. f því augnamiði hefur blaðið snúið sér til tveggja sérfræðinga og reiknimeistara, annar úr sveitinni H.J. og, hins frá Dalvík J.A. og beðið þá að spá fyrir um úrslitin. Nefndir sérfræðingar brugðust hið besta við tilmælum blaðsins og létu því í té og til birtingar eftirfar- andi niðurstöður. Að sjálfsögðu höfðu þeir ekkert samráð sín á milli og vissu ekki hvor af öðr- um. Og nú verður fróðlegt að sjá, hve nærri staðreyndunum þess- ir heiðursmenn komast og fá þá um leið úr því skorið, hvor er snjallari í faginu sveitamaður- inn eða þorparinn - fyrirgefið, bæjarbúinn vildi ég sagt hafa. I. Spá H.J. A-listi B-listi D-listi G-listi L-listi Reykjavík 2+1 1 6+1 3+1 Reykjanes 1 + 1 1 2+1 1+1 Vesturland 2 2 1 Vestfirðir 1 1 2 1 Norðurl. vestra 0+1 2 2 1 Norðurl. eystra 1 3 1+1 1 Austurland 2 1+1 2+1 Suðurland 1 2 1+1 1 1 Þingmannatala 9 14 22 14 1 II. Spá J.A. A-listi B-listi D-listi G-listi Reukjavík 1+1 2 6+1 3+1 Reykjanes 1 + 1 1 2+1 1 + 1 Vesturland 0+1 2 2 1 Vestfirðir 1 1 2 1 Norðurl. vestra 0+1 2 2 1 Norðurl. eystra 1 3 1+ 1+1 Austurland 0 2 1 2+1 Suðurland 1 2 2 1 Þingmannatala 9 15 21 15 Og nú geta menn í ljósi þessara talna leikið sér að því, fram að kosn- ingum, að mynda ríkisstjórnir. NYJA B ARNAHEIMILIÐ í haust hefur verið unnið við fyrsta áfanga að barnaheimili á Dalvík. Það hefur áður komið fram hér í blaðinu að Dalvíkur- bær hefur gert samning við Húseiningaar á Siglufirði og hafa Siglfirðingar nú smíðað einingar í þennan fyrsta hluta heimilisins. Segja má að vinnan við grunnin hafi verið kapphlaup við veður og vinda og enn er ekki fyllilega ljóst hvort Þórir Pálsson byggingameistari eða veðurguðirnir muni hafa betur. Búið er að steypa sökkla, fylla upp í grunninn og léggja járn í plötuna, En einmitt þegar allt var tilbúið fyrir plötusteypu tók að snjóa og það svo að um munaði. Ekki er þó loku fyrir það skotið að komið geti þíða á næstu dögum og að þá megi steypa. Ef svo fer, munu fram- kvæmdir án efa halda áfram í vetur. Húseiningar munu koma frá Siglufirði og mun þá á skömmum tíma rísa upp nýtt hús milli Staðarhóls og Móa- fells. Skátafélag Dalvíkur hefur samþykkt að leigja barnaheim- ilinu hús sitt enn um hríð, en skátarnir eru orðnir býsna langeygir eftir að fá að nota húsið einir fyrir starfsemi sína. Fjármagn frá ríkinu Menntamálaráðuneytið hef- ur fyrir sitt leyti samþykkt að hefja megi byggingu þessa heimilis og mælt með því við fjárveitinganefnd Alþingis að ríflegri fjárhæð verði ráðstafað til þessarar framvkæmdar úr ríkissjóði næsta ár. Sendinefnd frá Dalvíkurbæ átti viðræður við nefndina nú í haust um þessi mál og fleiri og er óhætt að segja að nefndin tók ekki illa undir röksemdir Dalvíkinga fyrir fjár- veitingu. En viti menn! Daginn eftir var rofið þing og boðað til kosninga, svo að nú er engin fjárveitingarnefnd starfandi. Enginn veit því hvenær fjárlög verða tilbúin frá Alþingi. Norð- urslóð hefur heyrt þá skoðun hjá fleiri en einum embættis- manni í Reykjavík að bjartsýni sé að ætla að þau verði tilbúin fyrir 1. mars. Samkvæmt því fáum við að lifa í voninni enn umhríð, hvað svo sem tekur við. P. S. Síðustu fréttir eru þessar og þær eru uppörvandi. Þíðviðrið kom og platan var steypt þann 19. þ.m. Ennfrem- ur er nú von á húseiningunum (í veggi og þak) frá Siglufirði í næstu viku og fylgir þeim vinnu flokkur frá framleiðendunum. Sem sagt bestu vonir að húsið rísi af grunni von bráðar. Áfram stelpur Þið voruð illa fjarri góðum fundi þar sem var fundur um jafnréttismál, haldinn 2. nóv. Um það bil tuttugu konur sóttu fundinn, en ykkur hinum getur það þó verið huggun harmi gegn að þetta verður væntan- lega ekki bæði fyrsti og síðasti fundurinn um þessi mál hér. Á þennan fund var fenginn framsögumaður og var það Soffía Guðmundsdóttir frá Ak- ureyri, en hún hefur tekið virkan þátt í baráttunni fyrir jafnrétti og m.a. þýtt og samið greinar um þetta efni sem bæði hafa verið lesnar í útvarpi og birtar í blöðum og tímaritum. Að lokinni framsögu Soffíu, en hún fjallaði um þróun jafnréttis baráttunnar frá 1968, voru frjálsar umræður. Bar þar margt á góma og sýndist full þörf á því að konur hittust og ræddu stöðu sína á hinum ýmsu sviðum, því þrátt fyrir blessað kvennaárið er enn víða langt í land með jafnréttið. Það má deila um það hvort rétt sé að boða aðeins konur á svona fund, því vissulega er þetta mál beggja kynja, þótt karlmenn hafi hingað til farið ákaflega vel með áhuga sinn á jafnrétti kynjanna. Fundarboð- ar þóttust vel geta réttlætt það fyrir öðrum og ekki síst sjálfum sér að aðeins konur hittust þetta kvöld, því svo sannarlega þurfa þær að ræða þessi mál sln í milli, skoða hvar skórinn kreppir til þess að geta bent á leiðir til úrbóta þvi greinilegt er að þeim sem ákvörðunarvaldið hafa hef- ur yfirsest víða, ekki slst þar sem komur eiga 1 hlut. í lok fundarins var rætt um að hittast aftur, en ekki teknar neinar ákvarðanir (það var ekki stofnað eitt félagið enn) heldur átti að láta ráðast hvernig þau mál þróuðust, en bent var á að það er ekkert voðalega erfitt að fá hús og hengja upp auglýsing- ar. Páll Sigurðsson Bróðurkveðja Kveð ég Pál með klökkva í sinni, kærleiksþel hans geymi í minni. Hann þó kveðji, hverfur eigi hugljúf mynd, frá lokadegi. Hljótt var sem í helgidónii, hug sinn tjáði veikum rómi, ríkti um hann ró og friður, rómur hans sem veikur niður. „Lokið senn er lífs míns degi, lausnarstund ég kvíði eigi, sáttur kveð ég allt og alla, innan skamms mun Drottinn kalla. Man ég hvíld í móðurarmi máttug bænin eyddi harmi, blessun gaf mér barnatrúin, ber mig nú, þótt gerist lúinn. örðug senn mun eyjan hvíta ástvinum, sem til mín líta. Sjá, nú líður senn að vetri, segðu þeim, að ég sé betri.“ Rúnum skráð var reynslustundin, ríkri eigind lífs hans bundin. Þjáður oft á banabeði bíjúgur var með léttu geði. Geymd skal minning góðra daga, ganga Páls er lofsverð saga. Hann nam bergmál hárra sala. Hér sem fyrr mun þögnin tala. J.S. Viðtal við Trausta Þorsteinsson Framhald af forsíðu. vík. Þ.e.a.s. að geta boðið nem- endum upp á framhaldsnám í sinni heimabyggð og tryggja því lengur'samveru við sína fjöl- skyldu. Það sem háir starfsemi hvað mest eru húsnæðismálin, en vel gengur að fá hæfa kennara til kennslu og búum við vel hvað það snertir. Eru húsnæðisvandræði farin að há skólastarfinu að öðru leyti? - Já, því miður. Nemenda- Qöldinn í aldurárgangi er orðinn það mikill, að stofurnar í gamla skólanum rúma ekki heila ár- ganga. Kennslustofurerunýttar frá kl. 8 á morgni til kl. 4 á dag- inn þannig að vart er hægt að tala um að falli niður tími. Hver krókur og kimi er nýttur til kennslu, meira að segja hús- næði sem átti að vera geymslur er notað til kennslu og því mjög aðþrengt með geymslur. Þá höfum við leigt húsnæði utan skólans. í haust blasti við neyðarástand í húsnæðismál- um, sem bjargað var fyrir horn með leigu á Jóninubúð af Slysa- varnafélaginu, ásamt því að samnýta setustofu í heimavist sem kennslustofu og afdrep fyrir heimavistarnemendur. Þess má geta að í tvo árganga vantaði aðeins 3 nemendur til að skipta yrði þeim í tvær bekkjadeildir, ef svo hefði farið hefðum við staðið upp ráðalittl- ir. Eru einhver áform um að leysa þennan vanda? - Árið 1972 var gerður samningur við ríkisvaldið um uppbyggingu skólamannvirkja á Dalvík. Samkvæmt honum átti að reisa 1.200m2 gagnfræða skóla ásamt heimavist. Fyrsti áfangi þessarar uppbyggingar var heimavistin sem tekin var í notkun 1975. En þegar heQast átti handa við hönnun gagn- fræðaskóla fór ráðuneytið fram á að ekki yrði byggt sérstakt skólahús heldur byggt við það sem fyrir er. Þetta ásamt fleiru hefur tafið framkvæmdir. Nið- urstaðan var samt sú, að hanna skyldi nýtt skólahús er rúmar grunnskólann ásamt framhalds- deildum. Teikningum af byggingunni er nú svotil lokið og er nú unnið við ýmsar sérteikningar af fyrsta áfanga húsnæðisins. Allt er húsnæðið nær 3.000m2 að stærð og er gert ráð fyrir bóka- safni, héraðsskjalasafni og félagsaðstöðu fyrir almenning auk tónlistarskóla. Fyrirhugað er að hefja fram- kvæmdir á næsta ári við hluta af I. áfanga eða 600m2 kennslu- rými og er stefnt að því að hægt verði að taka 2 stofur í notkun í skólabyrjun næsta haust og fleiri stofur síðar á skólaárinu. Þó byggist nú allt þetta á, að á fjárlögum ríkisins og fjárhags- áætlun Dalvíkurbæjar verði verulegum fjármunum varið til þessa verkefnis. Þess mágetaað samkvæmt þeim samningi sem ég gat um áður á Dalvíkurbær að greiða 35% kostnaðar en ríkissjóður 65%. Ef tekst að ná þessum áfanga á næsta ári yrði veruleg bót ráðin á húsnæðisvanda skólans, sagði Trausti að lokum. J.A. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.