Norðurslóð - 21.11.1979, Síða 6
Hættir Dalvíkur
rútan senn?
Miklar líkur á að áœtlunarferðir til Akureyrar
leggist niður eftir áramótin
Ævar Klemensson.
Það er bráðum hálf öld, síðan
áætlunarferðir með farþega og
póst hófust milli Dalvíkur og
Akureyrar.
Undanfarin 10 ár hefur sér-
leyfið, sem nú er Siglufjörður -
Akureyri á sumrin en Ólafs-
fjörður - Akureyri á veturna,
verið í höndum Ævars Klem-
enssonar.
Nú eru helst horfur á að þessi
gamalgróna þjónusta leggist
niður frá áramótum næst-
komandi. Ástæðan: Enginn
rekstrargrundvöllur. Að sögn
Ævars er ástæða þessa fyrst og
fremst sú, að notkun almenn-
ings á rútunni er allt of lítil.
Oftsinnis kemur það fyrir að
aðeins er I eða 2 farþegar frá
Dalvík. A föstudögum eru þeir
oft margir en ekki nægir það til
að bæta upp alla hina, mögru
dagana. Og þó reynt sé að auka
tekjurnar með akstri skóla-
barna bæði í Svarfaðardal og
inni í Eyjafirði þá kemur allt
fyrir ekki, þegar reksturskostn-
aðurinn rýkur svona upp eins
og dæmin sýna.
En pósturinn, er hann þá ekki
góð og örugg mjólkurkýr? Því
er nú því miður ekki að heilsa.
Gjaldið frá póststjórninni er vel
innan við eina milljón á þessu
ári, svo það hossar ekki hátt. Þá
ber þess að geta að nokkur
fjárstyrkur hefur komið frá
sveitarfálögunum, sem rútan
þjónar, en einnig það er lítill
peningur og heldur ekki fastur
tekjustofn.
Það vantar sem sagt mikið á
að endar nái saman í rekstrin-
um, bílakosturinn er orðinn
slitinn og enginn leið að endur-
nýja hann að óbreyttu ástandi.
Þar sem ekkert bendir til að
betri tímar fari í hönd hefur
Ævar nú sagt upp sérleyfinu og
Akureyrarrútan tilheyrir sög-
unni eftir áramótin.
Þetta hljóta að teljast heldur
vondar fréttir fyrir íbúa þessara
norðurbyggða Eyjaafjarðar og
eitt risaskref aftur á bak í
samgöngumálum vorum. Mun
margur maðurinn sitja eftir með
sárt ennið og harma góðu
gömlu dagana, þegar rútan fór á
milli nálega hvernig sem færð
var.
Það hlálega við málið er, að
hér er um að ræða velmegunar-
vandamál. Svo margir eiga
einkabíl og eru svo ósparir á
kostnaðinn að þeir víla ekki
fyrir sér að skreppa á honum til
Akureyrar, hvenær sem þá
lystir. Daglega fara tugir bíla
inneftir með einn, tvo eða þjá
farþega innanborðs. Samtímis
fer rútan tóm fram og til baka.
Víst er þægilegt að hafa sinn
eigin bíl og geta snúist á honum
í bænum. En hagkvæmt er það
ekki, sé litið á kostnaðarhliðina.
Fargjald með rútunni frá Dal-
vík og til baka kostar 2000
krónur. Kostnaður við einka-
bílinn í 100 km. akstri er
hinvegar metinn á 10-15 þúsund
kónur eftir stærð. Séu farþegar
4-5 er kostnaðarmunurinn ekki
mikill, en séu þeir 2 eða bara
einn lítur dæmið öðruvísi út.
En hvað skal gera, flestir hafa
nóga peninga og þurfa ekki að
sjá í eyrinn. Og enginn getur
bannað þeim að nota bílinn
sinn.
En samt eru þeir til, sem ekki
hafa bíl eða telja sig þurfa að
spara í bensíni og viðhalds-
kostnaði. Fyrir þá er það vond
þróun mála, sem hér blasir við.
Og hvað hugsa forsvarsmenn
sveitarfélaga vorra hér að lút-
andi.?
Frá Heimili aldraðra,
Dalvík:
Þau leiðu mistök urðu við frá-
gang í prentsmiðju á 7. tbl.
Norðurslóðar þessa árs, að
fyrsti hluti greinar um þjónustu
Heimilis aldraðra á Dalvík féll
niður. Sá liður fjallaði um
heimilisþjónustu og hljóðar á
þessa leið:
Heimilisþjónusta hefur verið
starfrækt á Dalvík í u.þ.b. eitt
ár. Verður nú framhald á þess-
ari þjónustu í svipaðri mynd,
nema hvað eftirleiðis verður
heimilishjálpin skipulögð frá
Heimili aldraðra^ í stað bæjar-
skrifstofu áður. í heimilisþjón-
ustu felst m.a. aðstoð við ræst-
ingar og þvotta, jafnvel bakst-
ur og önnur algeng heimilis-
störf í heimahúsum. Einnig er
gert ráð fyrir að heimilshjálp-
in geti annast að einhverju leyti
fyrirgreiðslu í bænum fyrir við-
komandi. Þeir sem fyrst og
fremst fá notið heimilisþjónustu
eru aldraðir borgarar Dalvíkur,
og e.t.v. aðrir þeir sem búa við
tímabundna eða varanlega
skerta starfsorku.
Að lokum vil ég hvetja alla þá
sem áhuga hafa á að kynna sér
nánar framkvæmd þessarar
þjónustu eða annarra þjónustu-
liða sem upp voru taldir í 7. tbl.
Norðurslóðar 1979, að hafa
samband við Heimili aldraðra,
Dalvík, í síma 61379.
Með þökk fyrir birtinguna.
GB
Námsflokkar Dalvíkur
Nýr forstöðumaður ráðinn
Svo sem kunnugt er hafa náms-
flokkar starfað meira og minna
undanfarin ár. Starfsemi þeirra
hefur þó verið laus í reipum og
ekki verið mótuð nein stefna í
þessum efnum, fremur en varð-
andi fullorðinsfræðslu almennt.
Skólanefnd hefur ákveðið að
námsflokkar skuli strafræktir í
vetur en ekki er þó ákveðið upp
á hvað verður boðið eða með
hvaða hætti þar sem lítil hefð
eða engin er til að byggja á. Á
síðasta fundi skólanefndar var
og ákveðið að koma fastara
skipulagi á þessa starfsemi svo
fólk gæti gengið að námsflokk-
um vísum og jafnvel skipulagt
nokkuð nám sitt þar.
Ráðinn hefur verið forstöðu-
maður námsflokka í vetur og
mun Svanfríður Jónasdóttir
gegna því starfi. Ef þú hefur
góða hugmynd eða óskir þá
settu þig í samband við hana.
Ljóst er að ekki verður byrjað
fyrr en eftir áramót og verður þá
auglýst með góðum fyrirvara
hvernig starfsemi verður hátt-
að.
Snjótroðari í
B öggviss taðaíj alli
Bcejarstjóm frestar ákvarðanatöku
Tímamót
Þann 1. desember verður sjötug AnnaStefánsdóttir, fyrrum
húsfreyja í Gröf, Böggvisstöðum og Sólgörðum á Dalvík.
Hún dvelur nú, ásamt manni sínum Jóni Jónssyni, á heimili
aldraðra á Dalvík.
Þann 15. desember verður 75 ára Gunnlaugur Jónsson bóndi
á Atlastöðum. Gunnlaugur er Fljótamaður, fæddur á Mel-
breið í Stíflu, en fluttist hingað 1936 og hefur búið á Atla-
atlastöðum síðar.
Þann 30. október andaðist PállSigurðsson málarameístari á
Dalvík. Páll varfædduráGöngustöðum 15. apríl 1906. Hann
fór ungur að heiman, sigldi til Danmerkur 1930 og nam húsa-
málun og varð meistari í þeirri grein. Árið 1936 kvæntist
hann Hallfríði Sigurjónsdóttur. Þau byggðu hús sitt, Laxa-
mýri, í félagi með Finni bróður hennar um 1946 og bjuggu þar
æ síðan. Páll var maður vinsæll og vel látinn og þótti prýði-
lega verki farinnísínufagi. Hann varjarðsetturfrá Dalvíkur-
kirkju 12. nóvember.
Á fundi bæjarstjórnar Dalvíkur
þann 8. nóvember urðu nokkuð
snarpar umræður um erindi frá
Skíðafélagi Dalvíkur. Skíða-
félagið fór fram á að bærinn
gengi í ábyrgð fyrir láni sem
félagið hyggst taka vegna kaupa
á svokölluðum snjótroðara.
Einnig fór félagið fram á að
bærinn styddi það fjáhagslega á
næstu árum eins og hann hefur
gert að undanförnu, en telja má
að sá stuðningur yrði forsenda
þess að félagið geti greitt lánið.
Snjótroðari í vetur?
Bæjarstjóri upplýsti að Skíða
félagið æskti þess að fá skýr og
greið svör, það teldi betra að fá
neitun strax heldur en að dregið
væri að svara. Þótti sumum
bæjarstjórnarmönnum ástæðu-
laust að afgreiða mál, er snýst
um verulega fjárhæð, svo
skyndilega. Áætlað kaupverð
snjótroðarans er um 15 milljón-
ir og töldu sumir að ekki væri
ólíklegt að hann kostaði 20
milljónir hingað komian.
Rafn Arnbjörnsson taldi að
rétt væri að huga að fjárfesting-
um á öðrum sviðum íþrótta-
mála, t.d. byggingu sundlaugar,
aðstaða til skíðaiðkana væri alls
ekki slæm á Dalvík, en það
sama yrði ekki sagt um ýmsar
aðrar greinar. Einnig minnti
hann á nýtekna ákvörðun bæjar
stjórnar um að fresta því að
kaupa hjólaskóflu. Kristinn
Guðlaugsson benti einnig á að
sund væri sannkölluð almenn-
ingsíþrótt, gjarnan stunduð af
þeim sem ekki væru færir um að
renna sér á skíðum.
Eins og áður segir urðu
allsnarpar umræður en að lok-
um var samþykkt frestunar-
tillaga frá Kristjám Olaíssyni.
Allir bæjarstjórnarmenn nema
Helgi Þorsteinsson, er sat fund-
inn í forföllum Júlíusar Snorra-
sonar, voru samþykkir því að
fresta afgreiðslu málsins.
Heildarstefna
Á undanförnum árum hafa
orðið nokkrar umræður um
byggingu íþróttamannvirkja á
Dalvík. Oftast hefur sú umræða
snúist um einstaka þætti en
minna hefur verið rætt um
markvissa uppbyggingu á sem
flestum sviðum. I haust ákvað
bæjarráð að halda fund með
forráðamönnum íþrótta- og
æskulýðsfélaga í bænum. Því
miður hefur enn ekkert orðið af
þéim fundi, en ætla má að
umræður á honum gætu orðið
upphaf markvissrar áætlunar
um byggingu íþróttamann-
virkja.